Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Trausti Aðal-steinsson fæddist í Hrísey 12. mars 1936. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristbjörg Pálsdóttir og Aðalsteinn Jóns- son. Trausti var yngstur þriggja bræðra sem nú eru allir látnir. Þeir voru Þorvaldur Stein- grímsson, f. 1924, d. 1994, og Steingrímur Aðalsteinsson, f. 1927, d. 1982. Árið 1957 gekk Trausti að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Þórdísi Árnadóttur frá Ólafsfirði. Þau hófu búskap á Akureyri en árið 1960 fluttust þau til Ólafsjarðar þar sem þau hafa alið allan sinn aldur síðan. Þau eignuðust tvær dætur sem báðar búa á Ólafsfirði. Þær eru: 1) Björg Traustadóttir, f. 1965, gift Rögnvaldi Karli Jóns- syni, f. 1961. Börn þeirra eru Þór- dís Ellen, f. 1987, Heiðar Karl, f. 1995, og Trausti Karl, f. 1995. 2) Mar- grét Traustadóttir, f. 1970, í sambúð með Borgari Frey Jónas- syni, f. 1970. Sonur þeirra er Baldvin Már, f. 1996. Trausti ólst upp í Hrísey en faðir hans lést af slysförum þeg- ar hann var aðeins sex ára. Kristbjörgu móður hans tókst að halda fjölskyldunni saman en Trausti fór ungur að vinna. Hug- ur hans stefndi snemma út á sjóinn og starfaði hann við sjómennsku nánast allan sinn starfsaldur. Fyrstu árin á Ólafsfirði var hann í útgerð með tengdaföður sínum. Seinna eignaðist hann Arnar ÓF 3 við þriðja mann. Síðustu sjómanns- árin starfaði hann í góðra vina hópi á Ólafsfjarðartogurunum Sól- bergi og síðar Mánabergi. Útför Trausta Aðalsteinssonar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Odda mín, hann Trausti minn er dáinn.“ Þessi orð Dísu systur minnar hljóma aftur og aftur í huga mér en eru einhvern veginn óskiljanleg. Þessi maður, sem aldrei varð mis- dægurt um sína daga og maður hafði á tilfinningunni að væri ódrepandi, er nú fallinn frá á besta aldri. Trausti var eitthvert mesta hreystimenni sem ég hef nokkru sinni hitt og kallaði hann ekki allt ömmu sína. Laglínan „hann var sjó- maður dáðadrengur“ kemur upp í hugann þegar maður hugsar um Trausta. Eins og títt er um hrausta menn var sjómennskan honum svo í blóð borin að maður hefði getað trúað því að sjór streymdi um æðar hans. Jafnvel þegar hann var hættur á sjó (að nafninu til) varð hann að eiga litla trillu til að geta róið til fiskjar. Þar sem ég er yngst átta systkina og Dísa elst er heil kynslóð á milli okkar. Ég man aldrei annað en Trausti hafi verið hluti af fjölskyld- unni enda þau búin að vera gift í fimm ár þegar ég fæddist. Það kom af sjálfu sér að þau fóstruðu mig þegar svo bar undir og hin síðari ár hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að tengjast þeim enn betur og kynnast Trausta almennilega. Það sem stend- ur upp úr í huga mér eftir fráfall hans er hversu mikill fjölskyldumaður hann var. Hann lifði fyrir Dísu sína og dæturnar og ekki síður fyrir barnabörnin þegar þau fóru að koma og telst dóttir mín ein af þeim. Hún kallaði hann alltaf Trausta afa og honum þótti vænt um það, enda hefði hann viljað eiga fullt hús af börnum og barnabörnum. Það var í lok júlí í sumar sem fjöl- skyldan fékk staðfestingu á þeim ótta sem farinn var að hrjá okkur. Trausti greindist með illkynja krabbamein og ljóst að aðeins væri tímaspursmál hvenær maðurinn með ljáinn kveddi dyra. Engan grunaði þó hversu stutt- ur tími væri til stefnu. Það var til marks um hvern mann Trausti hafði að geyma að aldrei lét hann bugast þrátt fyrir vonlausa baráttu og enda- lausar kvalir. Hann tók þessu, eins og öðrum áföllum í lífinu, með sínu al- kunna æðruleysi en hafði þó áhyggj- ur af því hvernig Dísu sinni mundi reiða af. Elsku Dísa, Björg og Maddý. Þau verða þung sporin ykkar og okkar allra í dag, en minningin um góðan dreng lifir með okkur. Við Guðmar biðjum algóðan Guð að vaka yfir ykk- ur og veita ykkur styrk í sorginni. Oddný Árnadóttir. Jæja, þá er stríðinu hans Trausta lokið. Mikið var þetta stutt stríð. Ljúfur og góður maður er farinn frá okkur langt um aldur fram og enn einu sinni var það krabbinn sem hafði yfirhöndina. Þegar ég frétti að Trausti væri orðinn veikur þá rifjuðust upp allar minningarnar vegna pabba og þegar hann var veikur og ég vonaði svo inni- lega að Trausti fengi að lifa lengur en pabbi gerði, en maður ræður greini- lega litlu um það. Báðir urðu þeir að- eins 65 ára. Ég á margar góðar minningar um hann Trausta. Ég minnist m.a. gömlu góðu daganna þegar við Maddý frænka vorum alltaf að leika okkur saman heima hjá þeim hjónum og svo fékk ég oft að fara með þeim í útilegu af því að þau áttu svo stóran og fínan tjaldvagn. Mér fannst eiginlega eins og þau hjónin væru hálfgerðir fóstur- foreldrar mínir þegar ég var yngri, svo mikið var ég hjá þeim. Svo seinna flutti ég suður en alltaf þegar ég kom norður þá fórum við mamma í heim- sókn til þeirra því það var einn af stöðunum sem maður fór alltaf á. Og alltaf var gott að koma til Trausta og Dísu, en nú er Dísa allt í einu orðin ein og það verður skrýtið að heim- sækja hana og eiga ekki von á að hitta Trausta í eldhúsinu yfir pott- unum. Elsku besta Dísa frænka, Maddý, Björg og makar. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð styrki ykkur í sorginni. Kærar kveðjur. Lísbet Kristinsdóttir. TRAUSTI AÐALSTEINSSON ✝ Hálfdan Auðuns-son fæddist í Dalsseli í Eyjafjalla- sveit hinn 30. apríl 1911. Hann lést á Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli 19. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðlaug Helga Hafliðadóttir húsmóðir, f. 17.1. 1877, d. 28.12. 1941, og Auðunn Ingvars- son, kaupmaður og bóndi, lengi í Dals- seli, en síðast á Leifs- stöðum, f. 6.8. 1867, d. 10.5. 1961. Hálfdan ólst upp hjá foreldrum sín- um í Dalsseli ásamt ellefu systkin- um. Elstur var Markús, f. 16.11. 1898, d. 22.6. 1926, sonur Auðuns og fyrri konu hans er lést frá syni sínum ársgömlum, hann ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans, Guðlaugu. Alsystkini Hálf- danar eru Guðrún, f. 23.9. 1903, d. 26.10. 1994; Ólafur Helgi, f. 31. desember 1905, d. 20. 10. 2000; Leifur, f. 26.2. 1907, d. 9.11. 1978; Hafsteinn, sem einn lifir systkini sín, f. 29.9. 1908; Ingigerður Anna, f. 17.9. 1909, d. 16.9. 1987; Mar- grét, f. 28.5. 1912, d. 12.2. 1972; Sighvatur, f. 1.7. 1913, d. 6.8. 1914; Valdimar, f. 11.12. 1914, d. 23.1. 1990; Konráð, f. 26.9. 1916, d. 28.4. 1999; Guðrún Ingibjörg, f. 2.6. 1918, d. 1.5. 1987. Hálfdan kvænt- ist hinn 23. desember 1944 Sigríði Kristjánsdóttur, f. á Seljalandi undir Eyjafjöllum 1.5. 1920, d. 12.4. 2000, dóttur hjónanna Kristjáns Ólafssonar, f. 15.4. 1890, d. 6.4. 1945, og Arnlaugar Samúelsdótt- ur, f. 27.9. 1887, d. 11.12. 1968, er þar bjuggu. Sigríður var þriðja í röð sex barna þeirra hjóna er náðu fullorðinsaldri: Ólafur, f. 21.9. 1915, d. 6.4. 1981; Magnús, f. 30.1. 1918, d. 9.2. 1987; Aðalbjörg, f. 25.10. 1923; Þuríður, f. 16.7. 1926; Marta, f. 6.11. 1929. Uppeldissystir Sigríðar er Svanlaug Sigurjóns- dóttir, f. 4.7. 1937. Tvö systkini Sig- ríðar dóu í æsku, þau Högni, tví- burabróðir Aðalbjargar, d. 2.7. 1924, og Þuríður eldri, f. 13.10. 1921, d. 30.8. 1924. Hálfdan átti með Aðalbjörgu Skæringsdóttur, f. 23.3. 1911, d. 28.5. 1997, Sigurð Sveinsson Hálfdanarson, f. 28.6. 1935, maki Theodóra Sveinsdóttir, f. 15.3. 1936. Börn þeirra: Áslaug Adda, f. 7.1. 1958, maki Smári Jónsson, f. 30.8. 1958, dóttir þeirra Áslaug Theodóra, f. 25.12. 1991, en sonur Áslaugar og Guðjóns Guð- jónssonar er Guðjón, f. 3.3. 1980; Helga Hanna, f. 5.3. 1962, maki Ægir Steinn Sveinþórsson, f. 25.7. 1964. Börn þeirra: Ásta, f. 21.1. Þormar Harri, f. 7.6. 1994, faðir Þröstur Unnar Guðlaugsson. 9) Sigríður Hrund, f. 21.11 1963, sam- býlismaður Hafþór Jakobsson, f. 3.8. 1964. Þeirra börn: Ísak Jakob, f. 16.3. 1993, Áki Freyr, f. 31.7. 1996 og Eva Huld, f. 18.10. 1999. Hálfdan sinnti almennum bú- störfum á æskuheimili sínu og stundaði hefðbundið barnaskóla- nám þeirra tíma, en einnig naut hann tilsagnar einkakennara sem faðir hans, Auðunn í Dalsseli, réð til að kenna þeim systkinum erlend tungumál. Auðunn var stórhuga maður og tók vel móti nýrri tækni- öld og fékk til dæmis fyrsta bíl sinn heim í hlað á Dalsseli árið 1928. Hálfdan og bræður hans stunduðu akstur um leið og þeir höfðu aldur til og sú grein varð ævistarf margra þeirra, ásamt ýmsu öðru. Hann fór á vetrarvertíð, sem og margir aðrir Eyfellingar þess tíma, til Keflavíkur og Vestmannaeyja, en þar ók hann einnig fiskafla af bryggjum. Árið 1926 fékk Auðunn í Dalsseli fyrsta útvarpstækið í sína sveit og Hálfdan fékk áhuga á þess- ari nýju tækni og sótti á fjórða ára- tugnum námskeið hjá Viðgerðar- stofu Ríkisútvarpsins undir handleiðslu Jóns Alexanderssonar rafvirkja. Eftir það annaðist Hálf- dan uppsetningu á viðtækjum vítt um Rangárþing í umboði Viðtækja- verslunar ríkisins, og stundaði jafnframt akstur. Hálfdan og Sig- ríður fengu til ábúðar þriðjung af Seljalandi, jörðinni sem foreldrar hennar sátu, og stofnuðu þar ný- býli 1944. Þau reistu nýjar bygg- ingar hverja af annarri: íbúðarhús, fjárhús, fjós og hlöður og öll bú- störf voru unnin með hjálp tækn- innar, eftir því sem unnt var, en Hálfdan var mjög tæknisinnaður líkt og faðir hans hafði verið. Fljót- lega var fallorka Hofsárinnar eystri í hlíðinni austur af bæjunum á Seljalandi beisluð og henni breytt í birtu og yl og hún notuð til að létta störfin. Gripum fjölgaði og land var brotið til ræktunar, bæði uppi til heiða og á söndunum þar sem Markarfljótinu hafði verið bægt frá með varnargörðum. Sam- hliða þessu stundaði Hálfdan akst- ur vörubíla, bæði hjá Vegagerðinni og fyrir bændur í nágrenninu, en einnig um tíma á Vörubifreiðastöð- inni Þrótti í Reykjavík. Rekstur búsins var þá einkum á herðum Sigríðar og barnanna, og þegar mest lá við voru ráðnir vinnumenn til starfa við búið. Hálfdan var starfandi bóndi til dauðadags, þótt bústofninn minnk- aði eftir því sem árunum fjölgaði, og hann ók bíl sínum til hins síð- asta. Hann hafði nýlega fengið íbúð á Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli, naut þar frá- bærrar umönnunar og undi hag sínum vel. Útför Hálfdanar fer fram frá Stóradalskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1991 og Silja, f. 25.1. 1993. Theodóra átti fyrir Ástu Huldu Kristinsdóttur, f. 30.4. 1953, maki Ögmundur Kristinsson, f. 23.12. 1953. Sonur þeirra: Sveinn Kristinn, f. 8.2. 1975, maki Halla Árnadóttir, f. 22.9. 1977. Börn þeirra Hálfdanar og Sigríðar eru: 1) Kristján, f. 9.6. 1945, maki Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir, f. 23.12. 1945. Börn þeirra eru Hálfdan Örn, f. 8.10. 1969, og Þóra Marta, f. 9.8. 1975, maki hennar Gunnar Már Guðnason, f. 24.11. 1974, og eiga þau eina dóttur, Jónu Vigdísi. 2) Auðunn Hlynur, f. 17.8. 1946, maki Berta Sveinbjarnardóttir, f. 7.7. 1952. Þeirra börn: Sigríður Dögg, f. 28.9. 1972, maki Edward Williams. Sigríður á dótturina Diljá með Stefáni Einarssyni; Hlyn- ur Þór, f. 17.1. 1975, sambýliskona hans Petra Vilhjálmsdóttir; Helga Kristín, f. 2.8. 1980. 3) Guðlaug Helga, f. 20.5. 1948, maki Ásbjörn Þorvarðarson, f. 11.9. 1950. Þeirra synir: Darri, f. 7.9. 1972, maki Petra Björk Arnardóttir, f. 28.8. 1966, og eiga þau soninn Oliver og dótturina Emilíu; Orri Þór, f. 5.8. 1977; Þórhallur, f. 25.9. 1980, unn- usta hans Andrea Ósk Jónsdóttir. 4) Hálfdan Ómar, f. 3.12. 1949, maki Þuríður Þorbjarnardóttir, f. 29.11. 1954. Dóttir þeirra: Anna Þyrí, f. 31.8. 1990, en dætur hans og Kolbrúnar Engilbertsdóttur af fyrra hjónabandi: Guðríður Dröfn, f. 5.8. 1973, sambýlismaður hennar Jón Ingi Dardi, og Sara Hlín, f. 29.7. 1976, sambýlismaður hennar Davíð Guðjónsson. Börn Þuríðar frá fyrra hjónabandi með Sigurði Indriðasyni: Svala f. 10.3. 1978, sambýlismaður Róbert Gunnars- son, hennar dóttir Hulda Bjark- lind, og Indriði, f. 12.10. 1981. 5) Markús, f. 4.2. 1951, maki Inga Lára Pétursdóttir, f. 28.6. 1963. Þeirra börn: Erla María, f. 31.12. 1989, og Pétur Dan, f. 2.4. 1992, en synir hans og fyrri konu hans, Guð- rúnar Ingibjargar Ólafsdóttur: Hrafnkell, f. 15.4. 1977, sambýlis- kona María Katrín Jónsdóttir, og Ólafur Örn, f. 12.5. 1985. 6) Arn- laug Björg, f. 15.10. 1952. Sonur hennar og fyrrverandi sambýlis- manns, Ole Leif Olsen: Arne Vagn, f. 17.6. 1972, maki Dagný Þóra Baldursdóttir, f. 6.9. 1975. Dóttir þeirra: Snædís Sara. 7) Heimir Freyr, f. 21.2. 1958. 8) Guðrún Ingi- björg f. 19.6. 1960. Synir hennar: Daði Hrannar, f. 23.7. 1981, faðir Aðalsteinn Már Aðalsteinsson, og Fyrr eða síðar kemur að kveðju- stund. Þær fréttir að tengdafaðir minn, Hálfdan Auðunsson bóndi að Ytra-Seljalandi, hefði kvatt þessa jarðvist voru þó fréttir sem við bjugg- umst ekki við. Fáeinum dögum áður en við fórum utan dvöldum við dag- stund með honum á Seljalandi og kvöddum hann hressan og ánægðan. Hann hafði nýverið flutt sig á Hvols- völl þar sem hann fékk íbúð á dval- arheimili aldraðra. Fyrir nærri 43 árum kynntist ég þeim hjónum á Seljalandi. Ég var strax boðin velkomin og sú gestrisni og hlýja entist ævilangt. Lífið er svo undarlegt, fyrir einu og hálfu ári lést Sigríður kona hans, yndisleg mann- eskja. Þá hittist eins á að við hjónin vorum á Flórída. Það er eins og okkur sé ekki ætlað að vera heima þegar kveðja skal fólk sem okkur þykir vænt um. Hann tengdafaðir minn var ekki allra en hann var höfðingi heim að sækja. Hann fylgdist vel með skógræktinni í Melaseli sem við Siggi komum af stað niðri á Markarfljót- saurum. Það verður tómlegt að koma heim að Seljalandi þegar hjónin eru farin en minningarnar lifa með okkur og dætrum okkar. Ég bið Hálfdani og göngu hans í ljósinu Guðs blessunar þar sem Sigríður mun taka á móti honum. Ég þakka þessum heiðurs- manni fyrir það sem hann var mér og mínum. Öllum börnum hans, tengda- börnum og barnabörnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, við Siggi verðum hjá ykkur í hugan- um. Guð blessi ykkur og minningarn- ar okkar um hann tengdaföður minn. Theodóra Sveinsdóttir. Í meira en hálfa öld bjuggu að Dalsseli í Vestur-Eyjafjallahreppi heiðurshjónin Guðlaug Helga Haf- liðadóttir frá Fjósum í Mýrdal sem fædd var árið 1877 og eiginmaður hennar Auðunn Ingvarsson, kaup- maður frá Neðra-Dal í Vestur-Eyja- fjallahreppi. Auðunn fékk verslunar- leyfi árið 1906 sem gefið var út af Einari Benediktssyni skáldi, sem þá var sýslumaður Rangæinga. Tíu börn hjónanna í Dalsseli komust til fullorð- insára, en tvö dóu í æsku. Heimilið var alla tíð mannmargt. Þar var oftast vinnufólk og mikil gestakoma. Dalsel var, á fyrri hluta aldarinnar, kaup- staður í sveit, stórt menningarheimili, þar sem margskyns hljóðfæri skip- uðu veglegan sess. Að Dalsseli kom fyrsta píanóið í Rangárvallasýslu. Í Dalsseli var einnig orgel og fleiri en ein harmonikka. En harmonikku- hljómarnir fylltu stofuna svellandi tónum. Kaupmaðurinn í Dalsseli var langt á undan sinni samtíð, t.d. hafði hann á eigin kostnað lagt síma frá Miðey að Dalsseli nokkuð langa leið. Á þeim árum var Miðey ein fremsta símstöð á Suðurlandi. Þess má geta að í Dalsseli var til þýskt nuddtæki sem margir trúðu á að hefði lækn- ingamátt. Þar var líka komið útvarps- tæki fjórum árum áður en ríkisút- varpið tók til starfa. Því Ottó B. Arnar hóf útvarpsrekstur í gamla Búnaðarfélagshúsinu við Reykjavík- urtjörn árið 1926. Þetta framtak mun hafa kveikt í Hálfdani Auðunssyni til að fara til Reykjavíkur til að læra og setja upp útvarpstæki og gera við þau. Hálfdan ferðaðist síðar um Rangárþing þegar Ríkisútvarpið hóf útsendingar. Hann var með litla svarta kassa sem var sjálft útvarps- tækið af Philips- eða Telefunken- gerð, stóra hátalara, háspennuraf- hlöður og sýrugeyma. Hann setti upp löng loftnet með tilheyrandi þrumu- leiðurum. Svo liðu dýrðarstundir upp í litlu baðstofunum þjóðhátíðarárið. Auðunn kaupmaður var einn af brautryðjendum í bílaútgerð í Rang- árvallasýslu. Hann eignaðist fyrsta bílinn árið 1928, árið eftir rann spán- nýr fólksbíll heim traðirnar í Dalsseli, HÁLFDAN AUÐUNSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.