Morgunblaðið - 27.10.2001, Blaðsíða 52
(!1!7!! !(8
( !1!$! ! !'
(/!1! ! ! !(5
(-!1!$5! ! !'
(+!1!((! ! !(8
(8!1!$(+! ! !'
(7!1! (8! ! !(5
!
.
$ !(-&(5
"
1
1&
!2 !('&(5
!"##$%&&
FÓLK Í FRÉTTUM
52 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SNILLDIN er til í takmörkuðu
upplagi, jafnt andlega og í þessu til-
felli líkast til efnislega líka. Hinir
hugsjónamiklu Undirtónamenn, sem
standa á bak við samnefnt blað, svo
og tónleikaröðina Stefnumót, hrundu
af stað geisladiskaröðinni Stefnumót
ekki alls fyrir löngu
og eru fyrstu fimm
diskarnir nú þegar
komnir út. Um er að
ræða látlausa útgáfu
í takmörkuðu upp-
lagi, sem hægt er að
nálgast í betri plötubúðum á 750 kr.
stk. Umslögin eru hvítur pappi, með
ástimpluðum, takmörkuðum upplýs-
ingum og diskarnir pressaðir í því
upplagi sem eftirspurnin segir til um.
Miðað við það sem maður heyrir á
þessum diski hér þakkar maður öllu
heilögu fyrir bætt aðgengi í útgáfu á
tónverkum. Því hér er sannarlega
um frábæra tónlist að ræða, tónlist
sem kannski aldrei hefði náð eyrum
fleiri manna en höfunda, ef ekki væri
notendavænni og handhægari tækni
í útgáfumálum fyrir að fara.
Höfundarnir að Leðurstræti,
bræðurnir Sigurður og Arnar, hafa
komið víða við í tónlist á ferli sínum.
Allt síðan Sigurður kom fram sem
Kallinn á kassanum hefur verið ljóst
að þar færi glúrinn tónsmiður. Sig-
urður sást fyrst í dauðarokkssveit-
inni Cranium en hefur síðan starfað
með Kópavogssveitinni Fallegu gul-
rótinni af og til ásamt því að sinna
eigin tónlist. Arnar er líklega þekkt-
astur sem gítarleikari Vynilistics,
eða Výnils, en starfaði hér áður fyrr
með dauðarokkssveitum eins og
Condemned og Sororicide. Það hefur
sýnt sig að dauðarokkið hefur fóstrað
margan tónlistarjöfurinn, og er hæg-
ast að benda á Hlyn Aðils, liðsmann
Strigaskóa nr. 42 og nýsígilda hóps-
ins Atonal Future í því sambandi.
Leðurstræti hljómar líkt og hér sé
komin tónlist við ímyndaða hryll-
ingsmynd. Um er að ræða níu ósung-
in verk, sem saman mynda afar dul-
magnaða heild. Þeir bræður nýta sér
hér allan skalann, fara úr myrkum og
myndrænum stemmum yfir í ofur-
falleg og melódísk píanóstef. Notast
er við hefðbundin hljóðfæri; raftakta
og ýmislega hljóðbúta við smíði
heildarmyndarinnar sem er að sönnu
tilkomumikil. Sígild minni skjóta upp
kolli; þá helst frá Wagner og Jóni
Leifs (sem fær þakkir í umslagi
disksins).
Hljómur og slíkt hefur vissulega
ekki verið settur í stafræna flauels-
yfirhalningu. Áferðin er skítug, köld
og stingandi og áran sem umlykur
verkið er undarlega heillandi. Síð-
asta stefið deyr svo út með fjögurra
mínútna löngum, smálegum
klukknahljómi. Fjögurra mínútna
andakt sem lokar verkinu með til-
þrifum. Snilld!
Hér er á ferðinni merkilega þrosk-
að og heildstætt verk, sérstaklega ef
miðað er við að þeir bræður eru
óþekkt nöfn í þessum fræðum. Einn-
ig átti maður síst von á slíku frá út-
gáfu sem lætur jafn lítið yfir sér og
Stefnumótaröðin. Kennir manni að
vera vakandi fyrir snilldinni á öllum
stöðvum, hún lætur blessunarlega á
sér kræla er minnst varir. Svo sann-
arlega ein af gleðilegri uppgötvunum
ársins.
Sigurður Guðjónsson/
Arnar Guðjónsson
Leðurstræti
Stefnumót/Undirtónar ehf.
Leðurstræti, plata þeirra Sigurðar og Arn-
ars Guðjónssona. Fimmti diskurinn í
Stefnumótaröð Undirtóna, merktur CD
005. Þeir bræður semja alla tónlist.
35.37 mínútur.
Arnar Eggert Thoroddsen
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson
í leikgerð Hörpu Arnardóttur
Í dag kl. 14 - UPPSELT
Su 28. okt. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 3. nóv kl. 14 - UPPSELT
Su 4. nóv kl. 14 - NOKKUR SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
e. Halldór Laxness
Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Su 28. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fö 2. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 10. nóv kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 3. nov kl. 20 - UPPSELT
Su. 11. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fi. 15. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fö 16. nóv kl. 20 - LAUS SÆT
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK
"Da", eftir Láru Stefánsdóttur
Milli heima, eftir Katrínu Hall
Plan B, eftir Ólöfu Ingólfsdóttur
Fö 2. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 3. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI
BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett
Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Su 28. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Su 4. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Í kvöld í Fjölbrautarskólanum á Sauðár-
króki kl. 21
Su 28. okt. á Blönduósi kl. 17
Fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fö 2. nóv kl. 20 - UPPSELT
Lau 3. nóv kl. 20 UPPSELT
DAUÐADANSINN eftir August Strindberg
í samvinnu við Strindberghópinn
Frumsýning í kvöld kl. 20 - UPPSELT
2. sýn fi 1. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
3. sýn lau 3. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI
Stóra svið
3. hæðin
Nýja sviðið
Litla sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Í HLAÐVARPANUM
Veröldin er vasaklútur
ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE
Leikstjóri: Neil Haigh, Leikmynd og búninga-
hönnun Katrín Þorvaldsdóttir.
5. sýn. þri. 30. okt. kl. 21 Tveir fyrir einn
- örfá sæti laus
6. sýn. lau. 3. nóv. kl. 21 örfá sæti
7. sýn. þri. 6. nóv. kl. 21 Tveir fyrir einn
Tónleikar mið. 31. okt. kl. 21
Stórsveit Reykjavíkur
undir stjórn Greg Hopkins
Wim Wenders hátíð
Laugardaginn 27. október
kl. 16:00 Í tímans rás
kl. 19:00 Alabama 2000 Light Years
kl. 19:30 Ameríski vinurinn
kl. 22:00 Buena Vista Social Club
www.kvikmyndasafn.is
'()*(+
,-(
!/! ! !(/
!+! ! !(/(..+
'()*( !(,,-(
!7!! !(/
!5!! !((!(-( ! '
(..
! (!! !( ! '(8(..+
! ! ! !(/(..+
!8! ! !('(..+
!((! ! !(/00(1+
(
!( ! ! !(/(..+
2-
+,34 !7!! !(+
5
6!+7+
,
888+
,
9!+
Laugardagur 27.10
Laugardagskvöld á Gili.
Sungið inn í skammdegið með
Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. 4 klassískar,
Léttsveitin, Harmonikusveitin.
Stormurinn og félagar úr Fóstbræðrum
Miðaverð kr. 1.200.
Húsið opnað kl. 22:00
Sunnudags-matinée
með Hans Zomer og Gerrit Schuil, sem
vera átti kl. 16:00, hefur verið frestað til
sunnud. 10. 2. 2002, kl. 16:00
Sunnudagur 28.10
9$ !8!! !'(..+
1!$!! ! '
1! ! ! !':41 1!!/! ! !'
()40
;3
0
:$
-;
!" " " )
+
.
++
<0
,
0+#=>#?
!
)(;
,
!$@%#$&&
888+0+
!
"#$%&'(&$)*%%+,)*#%+-
Morðsaga
- enginn má fara úr húsinu!
Sunnudag 28. okt. kl. 20.00
Fimmtudag 1. nóv. kl. 20.00
Miðapantanir: s. 554 1985 eða
midasala@kopleik.is
Leikfélag Kópavogs
e. Tom Stoppard
NÚ ER ekki óhugsandi að listir og
menning geti skipt sköpum fyrir fram-
tíð mannkyns. Það er þó synd þegar
mikilmennskubrjálæði grípur lista-
menn og þeir taka að þjást af þeirri
grillu að þeir geti bjargað veröldinni
með verkum sínum. Mikilmennsku-
brjálæðis söngkonu og lagasmiðs The
Cranberries, Dolores O’Riordan, gætti
fyrst á þriðju plötu sveitarinnar, To
The Faithful Departed. Þegar tónlist-
armenn velja að koma
á framfæri pólitískum
skilaboðum verða
textarnir nefnilega að
vera þeim mun snjall-
ari. Því var ekki að
heilsa þar og það er jafnpínlegt að
hlýða á titillag þessarar nýjustu plötu,
textinn einfaldlega vondur. Kannski er
meinið að söngspíran ofmetnaðist við
velgengni lagsins „Zombie“ af annarri
breiðskífu sveitarinnar, No Need to
Argue, snilldarverkinu frá árinu 1994.
„Zombie“, sem fjallaði um átökin á N-
Írlandi, slapp nefnilega fyrir horn og
vel það. Á nýjustu plötunni er fátt að
finna sem jafnast á við fyrstu plöt-
urnar tvær, sem gerðu hljómsveitina
fræga. Þau hafa að vísu hóað í Steph-
en Street, sem stjórnaði einmitt upp-
tökum á meistaraverkunum tveimur
en hann nær ekki að bjarga þessu fyr-
ir horn. Dolores hefur tapað andagift-
inni. Angan kaffisins vitnar um
það. Tónlist
Angan
kaffisins
The Cranberries
Wake Up and Smell the Coffee
MCA
Wake Up and Smell the Coffee, fimmti
diskur Íranna í The Cranberries.
Davíð Logi Sigurðsson
Í draumi
sérhvers
manns …