Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 2

Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 2
Deila tónlistarkennara Morgunblaðið/Ásdís Kennarar við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar fjölmenntu á skrif- stofu skólans í gær til að sækja skattkortin, svo að þeir gætu nýtt sér lögbundinn staðgreiðsluafslátt af greiðslum úr verkfallssjóði. RÍKISSÁTTASEMJARI, Þórir Einarsson, hefur haft fréttabann á samningamenn í deilu tónlistarkenn- ara frá fyrstu dögum verkfalls þeirra. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þórir tilganginn með frétta- banninu þann að spilla ekki fyrir við- ræðum sem væru á afar viðkvæmu stigi. Hann sagðist ætla að viðhalda banninu á meðan ástæða þætti til og deiluaðilar kæmu saman til funda. Samningafundir hafa verið haldnir nær daglega að undanförnu, síðast í gærmorgun, þar sem tónlistarkenn- arar lögðu fram ákveðnar tillögur til sátta á stuttum fundi. Annar fundur hefur verið boðaður síðar í dag hjá sáttasemjara í Borgartúni og þá mun launanefnd sveitarfélaga væntan- lega svara tillögum kennaranna. Verði þeim illa tekið, má jafnvel bú- ast við að fréttabanninu verði aflétt, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, til að „skerpa línurnar“ eins og heimildarmaður orðaði það. Fréttabann til að spilla ekki viðræðum FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isPatrekur Jóhannesson vill skemmta áhorfendum/B1 Árni Gautur Arason hafði í nógu að snúast hjá Rosenborg /B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í KARLMAÐUR slasaðist á öxl og var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið eftir vinnuslys við nýbygg- ingu Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð í gær. Maðurinn féll tvo metra niður af vinnupalli með fyrr- greindum afleiðingum. Fulltrúi Vinnueftirlitsins var kvaddur á vett- vang til að meta aðstæður á slysstað. Féll tvo metra af vinnupalli FÉLAGSFUNDUR Samfylkingar- innar í Hafnarfirði samþykkti í gær- kvöldi að Lúðvík Geirsson muni leiða framboðslista flokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar næsta vor. Gunnar Svavarsson verður í öðru sæti listans, Ellý Erlingsdóttir í því þriðja og Jóna Dóra Karlsdóttir í fjórða sæti. Á fundinum, sem haldin var í Alþýðuhúsinu, var kynnt tillaga kjörnefndar um framboðslista flokksfélagsins vegna bæjarstjórn- arkosninganna og var hún samþykkt í atkvæðagreiðslu. Kjörnefndin hélt skoðanakönnun innan Samfylkingarinnar fyrir tveimur vikum og var félagsmönnum kynnt niðurstaða af því starfi. Samfylkingin í Hafnarfirði er fyrsta flokksfélagið á landinu sem kynnir framboðslista sinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Lúðvík Geirsson í fyrsta sæti í Hafnarfirði SAMDRÁTTUR í efnahagslífi þjóðarinnar kemur verst niður á þeim sem hafa lægstar tekjur í þjóðfélaginu. Áhrifin eru meiri hérlendis en víða erlendis. Þetta kom fram í erindi Gylfa Zoëga, dósents við Birckbeck-háskólann í London, á ráðstefnu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands sem haldin var í gær undir yf- irskriftinni „Ný heimsmynd! Hvert verður hlutverk okkar?“ Að sögn Gylfa hefur ójöfnuður í dreifingu tekna aukist verulega síðustu tvo áratugi og mest í Bandaríkjunum og Bretlandi. Miðstýrðir kjarasamningar, sem gerðir hafa verið á Norðurlönd- unum, virðast hins vegar hafa dregið úr ójöfnuði þar. Gylfi kemst að þeirri niðurstöðu í rannsóknum sínum að breyting á tekjuskiptingu á Íslandi fylgi breytingu á atvinnuleysi, þ.e. þeg- ar harðnar í ári eykst atvinnuleysi og tekjuskipting einnig. Þar af leiðandi bitni hagstjórnarmistök helst á þeim sem lægstar tekjur hafa. Seðlabanki Íslands ætti því að huga að dreifingu tekjuskipt- ingar samhliða verðbólgu og at- vinnuleysi. Yfirvinnugreiðslur mikil- vægar þeim lægst launuðu Gylfi segir að sú breyting sem orðið hefur á tekjuskiptingu á Ís- landi virðist fyrst og fremst ráðast af hagsveiflu en ekki af lang- tímaþróun tækni og alþjóðavið- skipta. Uppsveifla bæti hlutfalls- lega kjör þeirra lægst launuðu en kreppa bitni að sama skapi meira á þeim. Skýringar á þessu að sögn Gylfa eru hugsanlega þær að yf- irvinnugreiðslur eru mikilvægari fyrir þá sem lægstu launin hafa. Það eru jafnframt greiðslur sem auðvelt er að draga úr þegar harðnar í ári. Önnur hugsanleg skýring er sú að kreppa valdi auk- inni samkeppni í láglaunahópum. Hann segir að ítarlegri rannsóknir á hugsanlegum skýringum þurfi að fara fram til að hægt sé að full- yrða um þær. Samdrátturinn kem- ur verst niður á láglaunastéttum STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra segir að boðaðar vinnustöðvan- ir flugumferðarstjóra valdi miklum áhyggjum og ljóst að röskun verði mikil verði þær að veruleika. Hins vegar vonast hann til að hægt verði að ná samningum áður en til þeirra kemur. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær samþykktu flugumferðarstjór- ar að boða til fimmtán vinnustöðvana 16. til 30. nóvember. 94 af 102 flug- umferðarstjórum á kjörskrá greiddu atkvæði um hverja vinnustöðvun fyr- ir sig. 82 til 85% þátttakenda sögðu já, 6 til 8% nei en 9 til 10% skiluðu auðum eða ógildum atkvæðaseðlum. Vinnustöðvanirnar eru hluta úr sólarhring nema hvað þrjár þeirra eru allan sólarhringinn á umræddu tímabili en algengasti tíminn er ann- ars frá klukkan sjö á morgnana til kl. átta á kvöldin. Í yfirlýsingu Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra kemur m.a. fram að takmarkaðri vinnu- stöðvun sé ætlað að þrýsta á stjórn- völd að hrinda í framkvæmd tillögum sem nefnd á vegum ríkisstjórnarinn- ar skilaði 30. júní 1997. Sturla Böðv- arsson segir að komi til boðaðra vinnustöðvana verði allt flug í upp- námi og mikil óvissa skapist til við- bótar við hið alvarlega ástand sem hafi verið viðvarandi frá árásinni á Bandaríkin 11. september sl. Auk þess hafi hann áhyggjur af stöðunni vegna skuldbindinga gagnvart Al- þjóðaflugmálastofnuninni vegna þjónustu við alþjóðaflugið. Hins veg- ar bindi hann miklar vonir við að þeir dagar sem séu til stefnu geti leitt til þess að samningar náist. Mikilvægt er að deil- an leysist sem fyrstKRAPI og snjór urðu til þess að vöruflutningabílar á leið um Gatnabrún vestur af Vík í Mýrdal lentu í talsverðum vandræðum í gærkvöldi. Þungir bílarnir spóluðu í brekk- unni og höfðu sig ekki upp fyrr en starfsmenn Vegagerðarinnar í Vík komu ökumönnunum til hjálp- ar, meðal annars vopnaðir öfl- ugum veghefli. Allmargir vörubílar og fólks- bílar biðu við brekkufótinn á með- an leyst var úr flækjunni. Snjón- um var síðan rutt burt og brekkan sandborin. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Komust ekki upp Gatnabrún ♦ ♦ ♦ ÞRJÚ ung börn auk ökumanns sluppu með minniháttar meiðsli þeg- ar fólksbíll valt út af veginum sunnan við Borðeyri í Hrútafirði á tíunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík missti ökumaður stjórn á bílnum í hálku en flughált var þá á þessum slóðum. Eitt barnanna var í barna- bílstól en hin tvö í öryggisbelti og á bílpúðum. Lögreglan telur að góður öryggisbúnaður hafi orðið til þess að ekki fór verr. Önnur bílvelta varð á Skaga- strandarvegi um kl. 18 í gær. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bíln- um í hálku. Enginn slys urðu á fólki en samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Blönduósi er bíllinn mikið skemmdur. Þrjú ung börn sluppu vel úr bílveltu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.