Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 53 ✝ Björn RúnarMagnússon fæddist á Akureyri 10. maí 1961. Hann lést á heimili sínu í Hjallalundi 7 á Ak- ureyri hinn 24. októ- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Ólasonar frá Akur- eyri og Borghildar Kristbjörnsdóttur frá Ólafsfirði. Björn var elstur í röð fjög- urra systkina en hin eru Kristinn, f. 6.1. 1962, Svala Gígja, f. 12.11. 1967, og Óli f. 16.4. 1970. Hinn 2. apríl 1983 kvæntist Björn Rúnar Ástu Guðnýju Kristjáns- dóttur, f. 9.10. 1961, læknaritara á Akureyri, og eignuðust þau tvö börn, Birnu, f. 3.3. 1983, og Magnús Vilhelm, f. 7.9. 1989. Björn Rúnar var lærður bílamálari og starfaði lengst af við iðn sína hjá Bílaverkstæði Hölds á Akureyri. Útför Björns Rúnars fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Björn Rúnar. Við eigum fá orð til að lýsa tilfinningum okkar í þinn garð. Þú varst svo ótrúlegt ljúfmenni og leyfðir okkur svo sannarlega að finna hversu mikið þú elskaðir okkur. Það hefir verið hlegið að því í gegnum tíðina þegar mömmu dreymdi gullkúlu þegar hún var ófríst að þér. Elsku karl- inn, þú varst svo sannarlega gull- kúlan okkar, þú trúðir því að þegar hlutverki þínu hér á jörðinni lyki væri það af því að það væri ætlast til einhvers annars af þér annars staðar. Þú sagðist líka ætla að hafa auga með okkur og ýta við okkur ef þér þætti ástæða til. Við trúum því að þú hafir haldið verndarhendi þinni yfir Gústa þegar hann lenti í slysinu um daginn og að ekki skyldi fara verr fyrir honum en fór. Elsku vinur, okkur á eftir að vanta einhvern sem kyssir mann og segir: Sæl elskan/sæll elskan, hvernig hefur þú það? Elsku Björn Rúnar, við kveðjum þig en minningarnar sem við eigum um þig verða aldrei teknar frá okk- ur. Elsku Ásta, Birna, Maggi, Villi, mamma og pabbi, við biðjum góðan guð að gefa okkur öllum styrk. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Óli, Svala Gígja og Gústaf. Hann frændi minn er dáinn, Björn Rúnar Magnússon. Það er skrítin tilfinning að skrifa þessi orð á blað. Björn Rúnar, sem var eig- inmaður, faðir, sonur, bróðir, mág- ur, frændi og vinur. Hann sinnti þessum hlutverkum öllum af mikilli natni og hlýju, sérstaklega hlýju. Við ólumst upp á sömu þúfunni, ef svo má að orði komast, í innbænum á Akureyri. Við áttum bæði Söllu ömmu og Óla afa. Það var mikill samgangur á okkar bernskuheim- ilum, fjölskyldur okkar voru mjög nánar, mikil frændsemi og vænt- umþykja. Björn Rúnar var sérstaklega nærverunotalegur maður. Við hitt- umst aldrei öðruvísi en að hann smellti kossi á mína kinn og spyrði: „Hvernig hefur þú það vinan?“ Ég átti þess kost að dvelja hjá honum um stund kvöldið áður en hann dó og þakka ég það. Ég veit að það var honum og fjölskyldu hans ómetanlega mikils virði að hann fékk að dvelja heima hjá sér þar til yfir lauk með aðstoð og hjálp allra hans nánustu og ekki má gleyma Betu og Bryndísi, þess- um jarðnesku englum frá heima- hlynningu á Akureyri. Krafturinn og seiglan einkenndi hann fram á síðustu stund og góða skapið og húmorinn á sínum stað, það vita þeir sem til þekkja. Við systkinin viljum þakka frænda okkar samfylgdina í gegn- um árin sem var alltof stutt. Eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég bið allar góðar vættir að vísa þessum góða dreng veginn á nýju tilverustigi. Elsku Ásta, Birna, Maggi Villi, Bogga, Maggi, Svala Gígja, Óli og Kiddi, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Ingibjörg Salóme Egilsdóttir. Elsku vinur minn. Eftir stutta og harða baráttu ertu nú búinn að fá hvíldina. Ég veit að núna líður þér vel. Minningin um elskulegan dreng lifir. Elsku Ásta Guðný, Birna og Maggi Villi, Borghildur, Maggi, Óli og Kiddi, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín frænka, Gígja. Það var mér mikið áfall að fá fréttirnar af því að hann Bjössi vin- ur minn væri dáinn. Við höfðum kynnst fyrir um sex árum. Ég var sölumaðurinn sem kom alltaf að heimsækja Bjössa á málningar- verkstæðið hjá Höldi á Akureyri en uppskar sjaldnast neitt, hann var erfiður við að eiga og ekkert þýddi að selja honum, sama hvað tautaði og raulaði. En þrátt fyrir þetta hófst með okkur kunningsskapur sem síðan varð að mikilli vináttu. Ég man þegar Bjössi hringdi í mig og sagðist vera tilbúinn að ræða við mig um hugsanleg viðskipti og hvernig hann komst að orði var nánast eins og hann væri búinn að ákveða viðskiptin og sambandið, það eina sem eftir var, var að sann- færa mig og fá mig til að haga hlut- unum þannig að þeir féllu að hags- munum verkstæðisins. Bjössi fékk ávallt í gegn það sem hann vildi og veit ég að rekstur verkstæðisins var aldrei blómlegri en eftir að hann tók við stjórninni þar. Oft á tíðum hittumst við þegar ég var fyrir norðan við námskeiða- hald eða á söluferð og þegar hann var fyrir sunnan. Við hittumst með konum okkar eitt kvöld hér í Reykjavík og áttum yndislega kvöldstund saman yfir gómsætum mat og skemmtilegri frásagnarlist Bjössa. Þar kynntist konan mín honum og við bæði fengum að hitta Ástu konuna hans. Ég hafði mikið talað um Bjössa heima fyrir og var ekki annað til umræðu en við fær- um og hittumst þegar færi gafst. Bjössi hafði mikinn húmor og stað- fastar skoðanir, hann var mikill fagmaður og var fyrsti maður til að leggjast yfir vandamálin og reyna að leysa þau frekar en barma sér og skella skuldinni á aðra, hann var röggsamur og hlutirnir gengu á málningarverkstæðinu hjá honum. Vorið 1998 fórum við saman til Englands ásamt fleiri bílamálurum til upprifjunar og frekari lærdóms hjá DuPont. Við fórum víða, m.a. til Bournemouth í kynnisferð til De- Vilbiss, í skoðunarferð um bíla- verksmiðjur Jaguar, auk þess að fara á fótboltaleik í Coventry. Fót- bolti var reyndar ekki ofarlega á blaði hjá Bjössa en ferð okkar í verksmiðjur Williams Formúlu 1 liðsins var eitthvað sem Bjössi kunni að meta, og töluðum við margoft um þá heimsókn þegar við hittumst. Þegar Bjössi tilkynnti mér að hann hefði veikst hafði ég ekki miklar áhyggjur, þessi mikli skrokkur og sjómannseðlið myndi ekki lúffa fyrir einhverri kveisu. Ég bauð honum að koma upp í Orku til okkar og vinna þar af sér lausa tímann frekar en að húka einn niðri á hóteli og láta sér leið- ast. Þetta fannst Bjössa þjóðráð og eyddi hann mörgum dögum í búð- inni við allt sem til féll. Síðan einn sunnudagseftirmiðdag þegar ég ætlaði að hringja í Bjössa fyrstan manna til að segja honum merkar fréttir af mér var heldur betur þungt hljóð í strokknum. Við féll- umst á að ég myndi kíkja á hann þegar ég kæmi norður innan fárra daga og ég var svo lánsamur að vera á ferðinni fyrir norðan daginn áður en Bjössi hvarf á vit feðranna og átti þar með honum stund yfir kaffibolla og konfekti, þar sem við röltum út á svalir og spjölluðum um daginn og veginn. Hann var harður á því að fara aftur að vinna niðri á verkstæði þegar þetta væri allt um garð gengið og við ætluðum að vera aftur í sambandi öðrum hvorum megin við helgina. En það var ekki liðinn sólarhringur þegar ég fékk fréttir af því að Bjössi hefði kvatt okkur og satt að segja var sú váfrétt ekki meðtekin svo ljúflega. Ég trúi því varla enn að ég eigi aldrei eftir að sjá hann Bjössa vin minn aftur. Ásta mín, Magnús og Birna, styrkið hvort annað og njótið minn- ingarinnar. Ég samhryggist ykkur innilega og þið eigið mína dýpstu samúð. Hugur minn er með ykkur alltaf. Jóhann Gunnar Stefánsson. Kveðja frá Höldi Það voru ekki góðar fréttir sem ég fékk í lok júní þegar hann Bjössi sprautari hringdi í mig út til Ítalíu þar sem ég var í fríi og sagði mér að hann hefði greinst með krabba og þyrfti að gangast undir upp- skurð. Ekki grunaði mig þá að nú, aðeins örfáum mánuðum síðar, yrði hann farinn frá okkur, langt fyrir aldur fram. Bjössi sprautari, eins og við köll- uðum hann í daglegu tali, var verk- stjóri hjá okkur í sprautuninni á bifreiðaverkstæðinu og hann var ekki bara mikill og góður fagmað- ur, heldur einnig góður félagi okk- ar allra. Bjössi var ákveðinn maður og vissi hvað hann vildi. Hann bar hag fyrirtækisins ætíð fyrir brjósti og ávann sér virðingu fólks með vönduðum vinnubrögðum og yfir- vegaðri framkomu. Gott dæmi um það er þegar hann kom til mín á skrifstofuna eftir seinni uppskurð- inn í sumar og hans helsta áhyggjuefni var, að nú yrði hann sennilega frá vinnu í eina tvo til þrjá mánuði. Þrátt fyrir að útlitið væri ekki gott gafst Bjössi ekki upp og hélt góða skapinu, kom stundum við í kaffi og ræddi málin, hélt meira að segja partí fyrir nokkra vinina síð- ustu helgina sína, vissi þá senni- lega að hverju stefndi og hefur vilj- að kveðja þá á viðeigandi hátt. Var það ógleymanleg stund fyrir alla. En nú er komið að leiðarlokum hérna megin. Við sem eftir sitjum huggum okkur við það að Bjössi þurfti ekki að þjást allt of lengi, honum hefur verið ætlað annað og stærra hlutverk annars staðar og ég veit að þar mun hann standa sig jafnvel og hjá okkur. Missir okkar og söknuður er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Missir eig- inkonunnar Ástu og barnanna tveggja, Magga Villa og Birnu, er meiri. Við hjá Höldi sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. F.h. Hölds, Steingrímur Birgisson. Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Stórt skarð hefur verið höggvið í samheldinn samstarfs- og vinahóp á bílaverkstæði Hölds. Engum hefði dottið í hug að samstarfið við Björn Rúnar Magnússon yrði svona stutt. En eftir sitja margar góðar minningar. Oft var glens og grín á verkstæðinu og fjörugar um- ræður m.a. um formúluna. Bjössi var harður Ferrari-aðdáandi og oft urðu skiptar skoðanir og hressi- legar formúludeilur og sem endra- nær stóð hann fast á sínum skoð- unum. Hann hafði óbilandi sjálfs- traust en var jafnframt blíður og góður drengur. Bjössi hefur unnið á verkstæðinu um alllangt skeið, að undanskildum nokkrum árum í eigin rekstri og á sjó. Fyrir fimm árum kom hann aftur til okkar á verkstæðið og var hann orðinn eini starfandi bílamál- unarmeistarinn hér í bæ. Hann var mjög listrænn og fær í sínu fagi og fékk meðal annars verðlaun fyrir myndskreytingar á bíl sem birtust í erlendu tímariti. Honum tókst að breyta bílhræi í glæsikerru með málningunni einni saman. Þar má nefna bíl sem hann keypti í laumi, gerði hann glæsilegan og gaf dótt- ur sinni í afmælisgjöf. Bjössi var mikil félagsvera, hann var hrókur alls fagnaðar og hélt alltaf uppi fjörinu hvar sem hann var. Á sjónum spilaði hann með nokkrum skipsfélögunum í hljóm- sveit enda var hann gítaristi og söngmaður góður. Þessara hæfi- leika nutum við einnig í ríkum mæli. Hann mætti gjarnan með gít- arinn í partí og önnur samkvæmi og spilaði og söng sjómannalög og Bubba. Okkur er minnisstæð báts- ferð sem farin var með Starfs- mannafélagi Hölds í fyrra. Um borð var harmonikuleikari sem gat með engu móti spilað þau lög sem við félagarnir vildum syngja. Björninn ákvað þá að best væri að reyna að kenna manninum eitt- hvað. Hann settist á gólfið við hlið hans og reyndi af fremsta megni að kenna honum Síldarvalsinn. Haft var á orði að betra hefði nú verið ef Bjössi hefði haft gítarinn meðferð- is, þá hefði nú ekki verið komið að tómum kofanum hvað lagaval varð- aði. Bjössi var stríðnispúki og fannst honum ekki leiðinlegt ef vel tókst til í þeim efnum. Húmorinn var í topplagi fram á síðustu stundu. Hann var sterkur persónuleiki og mjög greiðvikinn. Bjössi var góður fjölskyldufaðir og var fjölskyldan alltaf höfð í fyrirrúmi. Í maí síðast- liðnum fóru þau saman í frí til út- landa og nutu vel. Engan grunaði að strax þegar heim kæmi hæfist barátta við þann sjúkdóm sem á endanum hafði betur þrátt fyrir óbilandi kjark Bjössa og viljastyrk. Nokkur okkar vorum svo heppin að fá að njóta með honum skemmti- legrar kvöldstundar fimm dögum áður en hann dó og erum við afar þakklát fyrir það. Við skemmtum okkur öll vel og var Bjössi búinn að skipuleggja fleiri slík samkvæmi. Það er gott að vita af því að eiga víst heimboð þegar við kveðjum þennan heim. Við þökkum fyrir að hafa kynnst þessum góða dreng og söknum hans öll. Elsku Ásta, Birna, Maggi Villi og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Vinnufélagar og fjölskyldur. BJÖRN RÚNAR MAGNÚSSON  Fleiri minningargreinar um Björn Rúnar Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                !"!              #$% & & '('& )&)$  &)&   &) !"#$ %&'!(& )* +  ,  -  -  .    ( #( &    +  #&( ,#$(*  & -  . '/    /   " 0 1   2  30    " 4-  5 1   2  6  5+  5  /   " 7 8  .-  2  /-    "     5 !  "   /   1   " -  "     /      .-  /+  "   8  .  / " 0 1 9   4  0. %**%' 8"$  :3!' /'& 1#$ 23( 2 &'& & (. &'& &( & 4 $./ / ;1 <; 0 8   24 <; 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.