Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Komdu til okkar með afmæliskveðju, settu í pottinn... ...og þú getur átt von á 5.000 kr. gjafabréfi Laugavegi 56, s. 552 2201 www.englabornin.comp.s. 3 heppnir dregnir út á laugardaginn ÚTSÖLUMARKAÐUR á Langholtsvegi 130 verður opnaður í dag kl. 12.00 • Dragtir frá kr. 6.900 - stór númer • Mikið bolaúrval kr. 1.700 Verðdæmi: • Fallegar ullarkápur kr. 14.900 • Ullarhálfkápur með refaskinni kr. 16.900 LÖG sem banna ökumönnum að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar tóku gildi í dag. Aðlögunar- tími er eitt ár frá gildistöku, sem þýðir að ekki er refsað fyrir brot á umræddum lögum fyrr en að ári liðnu. Bannið er byggt á tillögum starfs- hóps sem dómsmálaráðherra skipaði til að fara yfir umferðarlög og reglur settar á grundvelli þeirra, í þeim til- gangi að gera tillögur og ábendingar um atriði sem betur mættu fara og bættu umferð. Pétur Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Íslandssíma, segir að athygli viðskiptavina verði vakin á hinum nýju lögum í næsta fréttabréfi og þeim jafnframt boðinn afsláttur af handfrjálsum búnaði hjá þeim sem selja farsíma og annað tilheyrandi í umboði fyrirtækisins. Býst Pétur við að afsláttarkjör af handfrjálsum búnaði fyrir viðskiptavini Íslands- síma verði í boði undir næstu mán- aðamót. Liv Bergþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Tals, segir að starfsfólk hafi kynnt við- skiptavinum fyrirtækisins hinar nýju reglur og að handfrjáls búnaður fylgi nýjustu og dýrustu gerðum Motorola-, Nokia- og Siemens-síma. Handfrjáls búnaður verður seldur með 30% afslætti í verslunum Tals til 15. nóvember, segir Liv, og einnig fylgir hann öllum Tal12-tilboðum á GSM-símum til 5. nóvember. Vild- arviðskiptavinir Tals fá einnig send sérstök tilboð í pósti í þessu sam- bandi, segir hún ennfremur. „Við viljum hvetja fólk til þess að fara eft- ir hinum nýju lögum og stuðla að ör- yggi í umferðinni,“ segir hún að end- ingu. Auglýsingaherferð og afsláttur Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála hjá Símanum, segir Símann vera í samstarfi við Umferðarráð og Sjóvá- Almennar út af gildistöku nýju lag- anna, meðal annars með markaðs- herferð og auglýsingum í útvarpi til þess að vekja athygli almennings á breyttum reglum. „Einnig bjóðum við 30% afslátt af handfrjálsum búnaði frá og með 1. nóvember,“ segir hún. Heiðrún segir samstarfið nauð- synlegt svo fólk geti lagað sig að hin- um nýju reglum og vanist tilhugs- uninni um handfrjálsan búnað þegar síminn er notaður í bílnum og bendir á að sumar gerðir séu bæði með há- talara og hljóðnema til þess að tala í sem festa má við eyrað. „Símanotkun í bílum var undan- tekning fyrir fáeinum árum, en er nú hluti af daglegum veruleika flestra. Virk númer í GSM-kerfinu voru orð- in 210.000 talsins í sumar, svo dæmi sé tekið, og í sumum löndum er far- síminn að verða greiðslumiðill, til dæmis þegar bensín er keypt á bíl- inn. Ljóst er að farsíminn mun gegna sífellt stærra hlutverki í framtíðinni og þar sem farsímanotkun í bílum er staðreynd og öryggi í umferðinni er á ábyrgð okkar allra er mikilvægt að kynna þessar reglur vel fyrir fólki. Við höfum því notið góðs af sam- starfinu við Umferðarráð og Sjóvá- Almennar,“ segir Heiðrún Björns- dóttir að lokum. Þriðjungsafsláttur af handfrjálsum búnaði Símafyrirtækin kynna viðskiptavinum sínum nýjar reglur um farsíma og akstur á næstu vikum Reuters Handfrjáls búnaður fylgir mörgum nýjustu gerðum farsíma. Farsíminn verður sífellt stærri þáttur í daglegu lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.