Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 11

Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 11 ÁLAGNINGARSKRÁR vegna opin- berra gjalda lögaðila voru lagðar fram í skattumdæmum landsins í gær og munu liggja frammi til og með 14. nóvember. Samkvæmt yfirliti skatt- stjórans í Reykjavík yfir heildarnið- urstöður álagningar og greiðendur hæstu gjalda nema heildargjöld lög- aðila í Reykjavík á álagningarárinu 2001 samtals rúmum 19 milljörðum króna og er fjöldi gjaldenda 7.418, skv. skránni. 4.015 lögaðilar í Reykjavík greiða tekjuskatt, samtals tæplega 6.225 millj. kr., og 4.786 lögaðilar greiða tryggingagjald, sem nemur samtals 11.189 millj. kr. skv. álagningarskrá. Álagning eignarskatts nemur samtals 1.228 millj. kr. og er fjöldi gjaldenda 3.255. Álagður sérstakur eignarskatt- ur nemur rúmlega 255 millj. kr. og er fjöldi gjaldenda 3.244. 16 lögaðilum er gert að greiða bún- aðargjald, samtals 27,8 millj. kr., og 1.728 lögaðilar greiða iðnaðarmála- gjald, sem nemur rúmlega 104 millj. kr. Þá greiða 14 lögaðilar álagðan fjár- magnstekjuskatt á árinu, sem nemur samtals 61,5 millj. kr. Ríki og Reykjavíkurborg bera hæstu heildargjöldin Ríkisbókhald, launaafgreiðsla, greiðir hæstu samanlögð opinber gjöld á árinu í Reykjavík eða samtals 2.399 millj. kr. Reykjavíkurborg greiðir næsthæstu gjöldin eða 949,9 millj. kr. og Flugleiðir hf. eru þriðji hæsti gjaldandinn með rúmlega 350 millj. kr. í álögð heildargjöld á árinu. Landssími Íslands hf. er í fjórða sæti á lista yfir hæstu gjaldendur með tæpar 275 millj. kr. í heildargjöld og Greiðslumiðlun hf. – Visa Ísland er svo í fimmta sæti með rúmlega 268 millj. kr. í heildargjöld á árinu. Skv. lista yfir greiðendur hæsta tekjuskatts, að meðtöldum fjár- magnstekjuskatti, á árinu er Greiðslumiðlun hf. – Visa Ísland í efsta sæti með rúmlega 239 milljónir kr. í álagðan tekjuskatt. Húsasmiðjan hf. er í öðru sæti með rúmlega 133 millj. kr. í álagðan tekjuskatt, Olíufé- lagið hf. er í þriðja sæti með rúmlega 131 millj. kr. í tekjuskatt, Skeljungi hf. er gert að greiða rúmlega 118 millj. kr. og Vífilfelli ehf. 107 millj. kr. Landssími Íslands hf. greiðir hæsta samanlagðan eignarskatt og sérstakan eignarskatt á árinu eða rúmlega 75 millj. kr. Mjólkursamsal- an í Reykjavík er í öðru sæti með rúmlega 56 millj. kr. eignarskatt og Olíufélagið hf. í þriðja sæti með 53,5 millj. kr. Sparisjóður vélstjóra er með rúmlega 33 millj. kr. og Húsasmiðjan hf. tæplega 28 millj. kr. álagðan eign- arskatt og sérstakan eignarskatt skv. álagningarskrá ársins. Greiðendur hæsta tryggingagjalds í staðgreiðslu í Reykjavík á árinu 2000 skv. álagningarskrá ársins 2001 eru Ríkisbókhald, launaafgreiðsla, með 2.399 millj. kr. álagt tryggingagjald, Reykjavíkurborg með 941 millj. kr., Flugleiðir hf. með 350 millj. kr., Sjúkrahús Reykjavíkur með 252 millj. kr. og Landssími Íslands hf. 198 millj. kr. Álagningarskrá lögaðila í Reykjavík gjaldaárið 2001 Heildargjöld lögaðila 19 milljarðar króna ÁLAGNING opinberra gjalda á fé- lög og aðra lögaðila í Reykjanes- umdæmi á álagningarárinu 2001 nemur samtals 5.192.461.835 kr. og hækkar um 7,93% frá árinu 2000, skv. álagningarskrá skattstjórans í Reykjanesumdæmi, sem lögð var fram í gær. Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá í Reykjanesumdæmi er alls 3.830. Álagt tryggingagjald hækkar milli ára Alls greiða 2.456 lögaðilar trygg- ingagjald, samtals að fjárhæð 2.906.056.040 kr. á árinu 2001 og hefur álagt tryggingagjald hækkað um 14,19% frá árinu á undan. 1.691 lögaðili greiðir tekjuskatt, samtals 1.730 millj. kr. og er það 1,57% lægri álagning en á árinu 2000. Þá er 1.706 lögaðilum í um- dæminu gert að greiða eignarskatt, samtals að fjárhæð rúmlega 367 millj. kr., sem er talsvert minna en í fyrra. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli greiðir hæstu heildargjöld á Reykjanesi á árinu skv. álagning- arskrá eða samtals 172.628.261 kr. P. Samúelsson hf. í Kópavogi greiðir næsthæstu gjöldin eða tæp- lega 120 milljónir kr. og Kópavogs- bær greiðir þriðju hæstu gjöldin á árinu, eða samtals 116.916.040 kr. Hafnarfjarðarkaupstaður er í fjórða sæti á lista yfir hæstu gjald- endur með ríflega 114 millj. kr. heildargjöld og Íslenska álfélagið í Straumsvík í fimmta sæti með 112.274 millj. kr. álögð heildargjöld á árinu. Varnarliðið með hæstu gjöldin Álagning hækkar á Reykjanesi ÍSLENSKA álfélagið hefur sent frá sér athugasemd vegna upplýsinga frá skattstjóranum í Reykjanesi um álagningu opinberra gjalda á lögaðila á Reykjanesi. Þar kemur fram að þær 112 milljónir króna, sem sagðar hafi verið opinber gjöld Ísal á síðasta ári, séu aðeins lítið brot af opinberum gjöldum fyrirtækisins. Hið rétta sé að tryggingagjald Ísal á síðasta ári hafi verið um 112 milljónir króna en skatt- greiðslur fyrirtækisins hafi numið um 13,8 milljónum Bandaríkjadala eða samtals um 1,5 milljörðum króna. Í athugasemdinni segir að Ísak greiði skatta samkvæmt sérstökum samningi við íslenska ríkið. Skatt- greiðslurnar berist því ekki skatt- stjóranum í Reykjaneskjördæmi og kunni það að skýra rangar upplýsing- ar í nýútkominni álagningarskrá. Skattstjórinn í Reykjaneskjördæmi annist hins vegar innheimtu á trygg- ingagjaldinu. Ísal segist greiða 1,5 milljarða í skatta HEILDARÁLAGNING opinberra gjalda á félög og aðra lögaðila í Vestfjarðaumdæmi á álagningar- árinu 2001 nemur alls kr. 556.178.000 en fjöldi gjaldenda er 544. Álagt tryggingagjald nemur kr. 382.818 og tekjuskattur 133.434 krónum en eignarskattur er rúm- lega 30 milljónir. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. í Hnífsdal greiðir hæstu heildargjöldin á Vestfjörðum á árinu skv. álagningarskrá eða samtals 49.916.919 krónur. Í öðru sæti er Ísafjarðarbær sem greiðir 32.243.315. Í þriðja sæti er síðan Valaborg ehf. með tæplega 20 millj- óna króna heildargjöld. Heilbrigð- isstofnunin Ísafjarðarbæ greiðir um 17,7 milljónir en heildargjöld Orku- bús Vestfjarða nemur tæplega 13,9 milljónum króna. Hraðfrystihúsið – Gunnvör greiðir mest á Vestfjörðum EINDÆMA góðviðri hef- ur verið í októbermán- uði, þótt kólnað hafi í veðri síðustu dagana í októbermánuði. Þessir menn dyttuðu að vind- hananum á Dómkirkj- unni í Reykjavík fyrir fáum dögum síðan. Morgunblaðið/Ásdís Átt við vind- hanann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.