Morgunblaðið - 01.11.2001, Síða 65

Morgunblaðið - 01.11.2001, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 65 DAGBÓK Laugavegi 63, sími 551 4422 Persónuleg þjónusta - Þekking og áratuga reynsla Hlýjar vetrarkápur MAURA Vetrartilboð 10-25% afsláttur Takmarkað magn Frábær peysutilboð Munið langan laugardag á Laugavegi LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 HELDUR ÁFRAM Opið föstud. frá kl. 11-18, laugard. og sunnud. 11-17. Tökum bæði debet- og kreditkort. Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus. Sími okkar er 567 1210 HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14 Lagerútsala á buxum Mikil verðlækkun STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert kröftugur og lykillinn að velgengni þinni er hversu vel þú kannt að einbeita þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki hafa svo miklar áhyggj- ur af öllum sköpuðum hlutum að þú komir engu í verk. Margt er utan þíns sviðs og alls ekki á þínu færi að fást við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gagngerar breytingar liggja í loftinu og þú átt að nota tæki- færið og koma ár þinni sem best fyrir borð. Láttu ekki aðra taka það sem er þitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það reynist þér erfitt að halda rónni í öllum hamaganginum sem ríkir í kring um þig bæði heima og á vinnustað. Þolin- mæði þrautir vinnur allar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Stattu ekki í vegi fyrir nauð- synlegum breytingum á vinnustað þínum. Þótt erfitt sé að sleppa gamla laginu færir það nýja þér ýmsa já- kvæða möguleika. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Óhöppin gera ekki boð á und- an sér. Því er gott að vera við öllu búinn en ástæðulaust að óttast svo mjög að þú sinnir ekki þínum daglegu störfum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er eins og allt sé á öðrum endanum og þú verður að taka á honum stóra þínum til að kippa hlutunum í lag. Fáðu vinina í lið með þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu það ekki koma þér á óvart þótt ýmislegt framandi komi í ljós þegar þú ferð að kynna þér aðrar þjóðir og sögu þeirra. Öll vitneskja er góð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur ekki neitað að axla þinn hluta ábyrgðarinnar þegar þú hefur stofnað til samstarfs með öðrum. Reyndu frekar að vinna skoð- unum þínum fylgi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu ekki minniháttar þrætuefni slá þig út af laginu heldur sýndu þolinmæði og skilning á því að aðrir eigi sína erfiðu daga rétt eins og þú. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ræddu heilsufar þitt við ein- hvern sem þú treystir full- komlega. Það er alltaf gott að ræða málin við aðra því betur sjá augu en auga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það fer eftir því hver í hlut á hvernig þú nálgast viðfangs- efnið. Reyndu að lesa í hug samstarfsmanna þinna og fáðu þá svo til að tjá sig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú verður fyrir mikilli pressu frá þeim sem bíða í ofvæni eftir árangri starfs þíns. Taktu þér samt allan þann tíma sem þú þarft til árang- urs. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. „KÆRAR þakkir fyrir út- spilið, makker – glæsilegt,“ sagði austur um leið og spilinu lauk. Vestur var fullur tortryggni, enda sá hann ekki í hverju snilldin fólst og bjóst hálfpartinn við að makker væri með eitthvert skens: „Hvað meinarðu – skiptir það máli?“ Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ D105 ♥ G765 ♦ K8 ♣ÁG63 Vestur Austur ♠ 763 ♠ ÁK842 ♥ 984 ♥ 3 ♦ D9432 ♦ G1075 ♣98 ♣KD4 Suður ♠ G9 ♥ ÁKD102 ♦ Á6 ♣10752 Ofanrituð orðaskipti AV áttu sér stað að afloknu þessu spili úr undanúrslit- um Íslandsmótsins, en suð- ur var sagnhafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagn- ir: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 1 grand * Dobl 2 lauf Pass 4 hjörtu Allir pass Svar norðurs á grandi var krafa, en dobl austurs út- tekt á hjarta með sérstaka áherslu á spaðalitinn. Vest- ur velti spaðahundi á milli fingranna, en hætti við og ákvað að leggja af stað með laufníuna, beint ofan í eðlilega laufsögn suðurs. Tilgangurinn var sá einn að sækja stungu í laufi ef makker ætti ÁK, eða þá annað mannspilið og hjartaás. Það kom fljótlega í ljós að þessi áætlun gekk ekki upp, en hins vegar reyndist útspilið slags virði á annan hátt. Austur fékk fyrsta slaginn á laufdrottningu og spilaði ÁK og þriðja spað- anum. Sagnhafi gat hent einu laufi heima niður í spaðadrottningu, en varð svo að gefa austri slag á laufkóng. Einn niður. Þegar skorblaðið var opnað rann loksins upp fyr- ir vestri að hrós makkers var vel meint – allir aðrir höfðu fengið tíu slagi. Eftir útspil í spaða er nefnilega einfalt mál að hreinsa upp hliðarlitina og spila svo laufi á gosann. Austur verður þá að spila spaða eða tígli út í tvöfalda eyðu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT VIÐLÖG Man eg þig löngum, mín menjahrund. Eg sá þig við æginn blá um eina stund. Mun hún seint úr mínum huga líða. Margan villinistig ríða konungsmenn. Fram til jómfrúrbúranna langar þá enn. Nær mun eg þann mann hér á landi fá, sem mér lætur rauðan hring af gullinu slá? 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. h3 Bg7 6. Rf3 O-O 7. Bd3 b5 8. a3 Rbd7 9. O-O Dc7 10. Re2 Bb7 11. Rd2 e5 12. c3 d5 13. dxe5 Rxe5 14. Bc2 dxe4 15. Rxe4 Rxe4 16. Bxe4 Rc4 17. Dc1 De7 18. Rg3 f5 19. Bg5 Df7 20. Bf3 f4 21. Re2 Re5 22. Dxf4 Db3 23. Rd4 Hxf4 24. Rxb3 Staðan kom upp í minningarmóti Jó- hanns Þóris Jóns- sonar sem fer senn að ljúka í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hol- lenski stórmeistar- inn Jan Timman (2.600) hafði svart gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni (2.298). 24...Hxf3! 25. gxf3 Rxf3+ 26. Kg2 Rxg5 27. Rc5 Bc8 28. Hfe1 Bxh3+ 29. Kg3 Bf5 30. Had1 Bf8 og hvítur gafst upp. Spenn- an í mótinu er að magnast en síðustu tvær umferðirn- ar fara fram í dag, 1. nóv- ember, og á morgun. 9. umferðin hefst kl. 17.00 en síðasta umferðin kl. 13.00. Allir skákáhugamenn eru hvattir til að fylgjast með gangi mála, annaðhvort á skákstað eða á Netinu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla 60ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 1. nóvember verðursextug Sigurbjörg Björgvinsdóttir, forstöðumaður félagsheimilanna Gullsmára og Gjábakka í Kópavogi, til heimilis á Digranesheiði 34 í Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar, Haukur Hannibalsson, starfsmaður Delta, sem varð 60 ára 18. september sl. ætla að fagna þessum tímamót- um í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, á morgun föstudaginn 2. nóvember frá kl. 18.30-22. Þau hjón vonast til að sjá sem flesta frændur og vini, samstarfs- og samferða- menn. Þeir sem vilja heiðra þau með blómum eru vinsamlega beðnir að setja andvirði blómanna í umslag sem renna á í Gluggasjóð Digraneskirkju. 50 ÁRA afmæli. 1. nóv-ember 2000 varð fimmtugur Jón Steinn El- íasson í Toppfiski. Hann lét sig hverfa til útlanda þá en í tilefni þessa ætla stjúpbörn hans að halda honum veislu í Sexbaujunni við Eiðistorg frá kl. 18-20 í dag, 1. nóv- ember. Allir ættingjar, vinir og samstarfsmenn eru vel- komnir. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. nóvember, er fimmtug Kol- brún Rut Gunnarsdóttir, Hringbraut 59, Keflavík. Hún tekur á móti gestum á veitingahúsinu Við Fjöru- borðið á Stokkseyri föstu- daginn 2. nóvember kl. 20. 50 ÁRA afmæli. 29. okt.sl. varð fimmtugur Pétur Magnús Birgisson. Hann og eiginkona hans, Dagný Sigríður Gylfadótt- ir, vilja fagna þessum tíma- mótum með ættingjum og vinum nk. föstudagskvöld 2. nóvember, í Hamraborg 1, 3. hæð, eftir kl. 20. FRÉTTIR NÝVERIÐ var í sjötta sinn út- hlutað úr Styrktarsjóði Grein- ingar– og ráðgjafarstöðvar rík- isins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Styrk hlaut að þessu sinni Svandís Ása Sig- urjónsdóttir sálfræðingur til að vinna að rannsókn sem ber vinnu- heitið „Fyrstu áhyggjur foreldra barna með einhverfu af þroska þeirra“. Svandís Ása er ábyrgð- armaður verksins, en fleiri munu taka þátt í rannsókninni. Styrktarsjóðurinn var stofn- aður 1995. Tilgangur hans er að veita styrki til símenntunar og fræðilegra rannsókna á sviði fatl- ana barna, með það að leiðarljósi að efla fræðilega þekkingu og faglega þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Hefur starfsfólk Greining- arstöðvarinnar að jafnaði for- gang við styrkveitingar úr sjóðn- um, sem fara fram árlega, segir í fréttatilkynningu. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Úthlutað úr styrktarsjóði Frá styrkveitingunni, f.v. Ásgeir Þorsteinsson, formaður sjóðsstjórnar, og Svandís Ása Sigurjónsdóttir sálfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.