Morgunblaðið - 01.11.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 01.11.2001, Síða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 57 Veistu ef vin þú átt, þann er vel þú trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara og finna oft. (Hávamál.) Við kveðjum þig, kæra tengda- móðir og amma. Það ríkir sorg í hjörtum okkar er við reynum að gera okkur grein fyrir því að þessi hörmulega kveðjustund er upp runnin og þú farin frá okkur. Það er sárt að hugsa til þess að drengirnir okkar Guðnýjar Nönnu fái ekki að njóta lengri göngu með þér á þess- ari jörð, né heldur hún Sonja litla sem er svo ung ennþá að hún kann ekki á öllu þessu skil. Drengirnir spyrja oft um þig og vilja að þú sért búin að vera hjá Guði og komir aftur til okkar. Þeir voru svo hændir þér og elskuðu þig svo mikið og ég var spurður að því síðast í dag hvenær þeir gætu aftur fengið að sofa hjá ömmu. Alltaf varstu reiðubúin og svo viljug til þess að gera allt fyrir okkur sem í þínu valdi stóð og aldrei stóð á þér ef eitthvað var að eða góðra ráða var þörf. Margra góðra stunda getum við minnst með þér, til dæmis jólanna sem þú og Bjarni eydduð með okkur í Fredrikstad, eða þegar þú komst út til okkar daginn sem Sonja Sif fæddist. Ég gleymi ekki tilhlökkuninni og gleðinni hjá þér þegar ég sagði þér á flugvellinum að Guðný væri komin með hríðir og þú sagðir að hún hefði bara verið að bíða eftir mömmu sinni. Mikið var gott er þú komst til okkar þá til að styðja við bakið á dóttur þinni í gegnum þær þrautir sem fæðingu fylgir og til að gleðjast með okkur og leyfa henni Sonju Sif að fá sinn fyrsta blund í faðminum hjá ömmu sinni, mikil var gleðin og stoltið sem fyllti hjarta þitt þá. Ekki er hægt að gleyma lífsgleðinni og viljanum sem þú bjóst yfir og ég minnist þess er ég sótti póstinn í eitt sinn, þá var þar póstkort frá þér og er ég sagði Guðnýju það þá stóð ekki á svari: Jæja, hvort er það Róm eða Prag núna? Þarna þykir mér þér vel lýst, allt- af á þönum um bæinn, og landið eða heiminn, með Bjarna eða kvenfélag- inu. Það voru mér sönn forréttindi að fá að kynnast þér, mín kæra, og lífs- sýn þinni og ég vona að ég geti gefið börnunum okkar Guðnýjar eitthvað af þeim gæðum sem þú bjóst yfir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Það er með trega og söknuð í hjarta sem við kveðjum þig og von- um að þú vakir yfir okkur líkt og þú gerðir í lifanda lífi. Albert V. Kristjánsson, Kristján Otto Albertsson, Bjarni Þór Albertsson, Steinar Freyr Albertsson og Sonja Sif Albertsdóttir. Aldrei er maður viðbúinn þegar kemur að kveðjustund og það má með sanni segja nú þegar Jóhanna er kvödd. Ekki hefði okkur grunað að við værum að sjást í síðasta sinn hérna megin í afmæli litlu barna- JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR ✝ Jóhanna GuðrúnGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1944 og ólst þar upp. Hún andaðist 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hóla- kirkju 29. október. barnanna okkar núna í byrjaðan október en sú er nú samt raunin. Jóhanna var dugleg og kraftmikil kona, það sópaði af henni hvar sem hún fór, henni féll aldrei verk úr hendi og þess á milli var hún á ferðinni að láta gott af sér leiða. Ég sagði það oft við hana að það væri á við góða vítamínsprautu að heyra í henni eða sjá og ég meinti það svo sannarlega. Henni var einkar vel lagið að létta öðrum lund og gefa af sér, fjöl- skylda hennar hefur misst mikið. Við kveðjum þig, kæra vinkona, að sinni og þökkum þér stundirnar sem við áttum saman, minningarnar eru dagbókin sem við berum með okkur. Kæri Bjarni og fjölskyldan öll, við samhryggjumst ykkur og biðj- um Guð að styrkja ykkur og styðja um ókomna tíð, lífið er aðalinngang- ur eilífðarinnar. Þóra B Jónsdóttir, Kristján H. Albertsson. Nú ertu farin frá okkur, amma mín, og eigum við eftir að sakna þín sárt. Það bjóst enginn við að þú fær- ir nærri því strax af því að þú varst svo lífsglöð og lifðir lífinu lifandi. Þegar ég var yngri var svo gaman að koma niður á stöð og fá að af- greiða og svo fékk ég oftast sælgæti í nesti. Við skemmtum okkur vel á Benidorm 1996. Það var gaman þeg- ar þú giftir þig í maí og bauðst systkinum þínum í matarboð og evróvisjón-partý en svo kom í ljós að það var önnur ástæða. Ég á fullt af minningum um þig en það er svo erfitt að koma þeim á blað. Takk fyrir samveruna, amma mín. Megi Guð geyma þig. Jesús sagði „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóhannes 11.25.) Alda María Ingadóttir. Þetta er svo sárt, svo óskaplega sárt. Hún er farin frá okkur þessi yndislega kona. Allt vildi hún fyrir mig gera og gaf svo mikið af sjálfri sér til mín og krakkanna. Helgi Steinn og Jóhanna Guðrún og öll hin börnin hafa misst svo mikið, þau fengu að þekkja hana allt of stutt. Minningin um þessa sterku, bros- mildu, glöðu og geðgóðu konu sem reyndist mér svo vel öll þau ár sem ég þekkti hana mun lifa með mér það sem eftir er og langar mig að þakka henni fyrir allar samveru- stundirnar og þá góðu gjöf frá Guði að leyfa mér að þekkja hana. Það er svo margt sem mig langar að koma á blað en orðin sitja föst einhvers staðar í huga mínum svo þetta verður eflaust svolítið sund- urslitið. Fyrir tæpum tólf árum bjargaði Jóhanna mér úr miklum erfiðleik- um, safnaði saman brotunum sem ég var orðin að og raðaði þeim sam- an aftur með góðri hjálp að handan, sagði hún mér síðar, og verð ég henni ævinlega þakklát fyrir það. Ég er betri manneskja og veit hún heldur áfram að raða mér sam- an og styðja mig um ókomna tíð, eins og hún mun vaka yfir okkur öll- um og benda okkur á það sem okkur misferst og gleðjast með okkur yfir öllu því góða sem við tökum okkur fyrir hendur. Söknuðurinn er mikill og margir eiga um sárt að binda en tíminn læknar öll sár og ég veit að hún vill að okkur líði öllum vel. Hún er á góðum stað og sinnir krefjandi verkum. En það verður erfitt að geta ekki komið í kaffisopa eða hitt þig glaða úti um allan bæ, sjá þig ekki við handriðið í Álakvíslinni kallandi ein- hver gamanyrði til okkar. Það er svo margt í þessu lífi sem okkur finnst ranglátt en samt er ég viss um að það er tilgangur með þessu öllu. Elsku Bjarni, þú hefur misst mik- ið og það eru ekki til orð sem bæta fyrir það. Þú átt alla mína samúð. Ég veit þú ert sterkur og stendur þetta af þér því minninguna um þessa yndislegu konu tekur enginn frá okkur. Þakka þér svo fyrir allt, elsku Jó- hanna. Ég votta ykkur öllum sem eftir standið mína dýpstu samúð. Kristjana. Hún amma mín var ein sú besta kona sem hugsast gat. Hún vann alltaf eins og hestur og þegar ég kom að hjálpa henni fékk ég að vera á kassanum, ég er nú samt ágætur að elda. Aldrei neitaði hún neinum um hjálp, hún var alltaf að gera eitt- hvað fyrir aðra. Ég kveð þig núna, elsku amma mín, með þessum orð- um og veit þér líður vel. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt. Þinn ömmustrákur, Helgi Steinn. Á morgun kveðjum við hinstu kveðju elskulega vinkonu okkar og fjölskyldunnar Jóhönnu Gunnars- dóttur, sem látin er um aldur fram. Fréttin um skyndilegt fráfall Jó- hönnu barst fjölskyldunni eins og kaldur vetrarnæðingur sem við átt- um ekki von á á fögrum haustdegi. Með Jóhönnu hverfur á brott ein af þeim konum sem settu sterkan svip á mannlífið, kona sem öllum þótti vænt um og alltaf var tilbúin að hjálpa, gefa og aðstoða hvernig sem á stóð. Jóhanna tók öllu af æðruleysi með sínu hlýja brosi og ljúfum hlátri. Þessi eiginleiki er ekki öllum gef- inn en þetta voru hennar persónu- töfrar sem aldrei brugðust. Jóhanna hafði afar sterk bönd til fjölskyldu sinnar svo af bar og gaf sér ávallt tíma til að líta í heimsókn þótt ann- asamt væri hjá henni og þá gjarnan færandi hendi, annað kom ekki til greina, og nutu vinir hennar sama ástríkis. Við spurðum Jóhönnu því oft: Hvar nærðu í alla þessa orku? Jó- hanna tók mikinn þátt í félagsstarfi innan síns kvenfélags sem og kirkjusafnaðar og naut virðingar og sérstakrar athygli samstarfsfólks fyrir óþrjótandi kraft og hlýtt og bjart viðmót við öll tækifæri. Þetta var hennar stíll og verður hennar ávallt minnst sem slíkrar. Það verður erfitt að njóta ekki áfram návistar Jóhönnu, en ljúf og hlý minning mun ávallt lifa með okkur um elskulega konu sem geisl- aði af því besta sem Guð gefur okk- ur. Það er ljúf minning í þeirri þögn sem grípur mann við svo skyndilegt fráfall konu, sem geislaði af lífs- krafti, óbilandi dugnaði og framtíð- arsýn. Um Jóhönnu væri hægt að skrifa langa og fagra minningargrein, en þessi fáu orð falla á blað sem þakk- arorð um konu sem gaf okkur mikið með nærveru sinni. Með virðingu og hlýhug kveðjum við Jóhönnu með þökk fyrir allt hennar ljúfa viðmót við okkur og fjölskyldur okkar. Jóhönnu verður því ávallt minnst með kærleika og þökk fyrir allt. Megi ljós og friður fylgja fjöl- skyldu hennar og gefa henni styrk til að takast á við þann mikla missi sem hún hefur orðið fyrir. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: :,:Hærra, minn Guð, til þín,:,: hærra til þín. (Þýð. M. Joch.) Guð verndi minningu Jóhönnu. Ágústa, Ómar og Tómas. Ásgerður og fjölskylda. Elsku vinkona. Það er svo ótrú- legt að þú skulir ekki verða hér á meðal okkar lengur. Ég talaði við þig í síma seinni part dags. Við hlógum og þú kvaddir mig og sagð- ir: „Við verðum í bandi,“ eins og við sögðum alltaf, og tveimur tímum seinna ert þú farin frá okkur. Ég þakka þér öll yndislegu árin sem við höfum átt saman í kven- félaginu Fjallkonunum, sem þú varst formaður fyrir. Saumaklúbb- inn Jójó-systur stofnuðum við með þeim sem við unnum með í grillinu í Sigtúni. Þar áttum við yndislegar stundir og svo í bútasaumsklúbbn- um Búturnar. Hvernig fer þetta allt án þín? Og að ekki sé talað um allar utanlandsferðirnar sem við höfum farið ísaman gegnum árin, allt ógleymanlegar ferðir. Já, elsku vin- kona mín, þín verður sárt saknað í vinahópi okkar. Við tvær hittumst svo að segja á hverjum degi, ef ekki hjá mér í vinnunni, þar sem þú áttir þitt sæti, þá höfðum við samband í síma. Allt- af varst þú létt í lund, sama hvað á gekk. Elsku Bjarni, Gunnar Steinn, Guðlaugur og Nanna og fjölskyldur ykkar. Megi guð styrkja ykkur öll. Þín vinkona, Sylvia. „Dáinn, horfinn!“ – Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson.) Síminn hringir, hún Jóhanna Gunnars er dáin. Mig setur hljóða þegar skyndilegt fráfall verður og það vinur á besta aldri, og ótal spurningar sem ekki fást svör við vakna. Mín kynni við fjölskyldu Jó- hönnu urðu þau að Gunnar og Nanna foreldrar hennar, sem bæði eru látin, bjuggu í húsi sem hét Klöpp í Blesugróf. Þetta var á þeim árum þegar Blesugrófin var eins og lítið kyrrlátt sveitaþorp. Við bjugg- um tveimur húsum frá í Laugafelli, þannig að segja má að barnahóp- urinn hafi alist upp saman. Í mínum huga verður Jóhanna alltaf glaðværa stelpan sem stóð eins og klettur úr hafinu þegar mest á reyndi en það var við móðurmissi þeirra systkinanna. Þá gekk Jó- hanna, þótt ung væri, þeim í móð- urstað. Þó að áfallið væri mikið við móðurmissinn, missti ekkert þeirra systkina kjarkinn, heldur þjappaði sorgin þeim saman. Það hafa margar lífsins þrautir verið lagðar fyrir Jóhönnu sem hún hefur leyst með bros á vör. Ég hef alltaf dáðst að henni sem sýndi svo mikinn styrk og þrek á þessu erfiða tímabili í lífinu. Á þessum árum var oft ekki úr miklu að moða. Aldrei heyrði ég hana kvarta eða bera ásakanir í annars manns garð, hún tók öllu með æðruleysi. Elsku Jóhanna mín, þú ferð héð- an með mikið og gott veganesti. Ég bið góðan Guð að umvefja þig kær- leika sínum og engla hans að leiða þig við óleyst verkefni sem bíða þín. Ég og fjölskylda mín sendum eig- inmanni, börnum og barnabörnum hugheilar samúðarkveðjur. Elsku Baddi, Þóra, Guðný, Gummi og Lilla, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Jóhönnu. Kristín Karlsdóttir. Jóhanna mín. Þú varst besta mat- reiðslukonan á Sendibílastöðinni og alltaf svo kát og hress. Þú tókst allt- af vel á móti mér og við töluðum um daginn og veginn. Ég hjálpaði þér með ýmislegt, t.d. að koma mjólk- inni fyrir í ísskápnum. Þú varst hörð húsmóðir á Sendibílastöðinni: „Gangið vel um strákar mínir,“ sagðir þú og sagðist ekki ætla alltaf að vera að skúra vegna sóðaskapar okkar. Nú breytist allt á Sendibílastöð- inni þegar Jóhanna er farin og það verður tómlegt. Við munum sakna þessarar konu mikið og ávallt minn- ast hennar. Guð veri með Jóhönnu. Aldís og Stefán.  Fleiri minningargreinar um Jó- hönnu Guðrúnu Gunnarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  & 8&$&  # '#; (( #'3 2 ;2(  &  $ 3$, #$ & & ' # ' #) ,( ) $     '&"*&' 2&). )*&'  4 0 ?F ' +-  6&2, #$   " 4-  / 1   #$% & &   ' ) '.& ) $  '.&)''   '' /55*& " K)L"& /J   ?H ' +-  ( #( &    ##  #&( ,#$(*  & -  . '/   4 4 5   9  & " 3 1      ' " 0 1  /   " 3 1   /1 9  5  3 ';  <;  ';  4 4   4 4 4  = #( (# ('&  #!**.)"! !"%'.2>'* )* # ' &#$ (  & -> $./ ) ( #( &    ##  #9 (  ' ( ) ,#$( & -  . '/ )  ?  5  J4-  1   +  ; 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.