Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. skrá í gær voru stofnuð þrjú félög síðastliðið sumar undir nafninu MSREF, en þau félög munu vera í eigu Morgan Stanley-fjárfestingar- bankans. Sömu menn sitja í stjórn og fara með framkvæmdastjórn þeirra. Samkvæmt skráningu hlutafélaga- skrár fer með framkvæmdastjórn Bernhard A. Petersen og í stjórn eiga sæti Guðjón Ólafur Jónsson, sem er formaður stjórnar, Eyvindur G. Gunnarsson og Peter Garret Brigham, Bandaríkjunum. Hlutafé er 500 þúsund krónur og tilgangur félagsins er að vera eignarhalds- félag, stunda fjármögnunarstarf- semi, lánastarfsemi og skyldan at- vinnurekstur. Aðspurður hvort hann yrði var við vaxandi áhuga erlendra aðila í þess- um efnum játti Bernhard því. Það væri heilmikill ávinningur samfara þessu fyrir ríkissjóð og atvinnulíf hér á landi. Ísland hefði upp á allt að bjóða í þessum efnum, stöðugt stjórnarfar, menntaða sérfræðinga á þessu sviði, öflugt bankakerfi og fleira. Ísland væri ekki síðri kostur en önnur lönd hvað þetta snerti. Proteus ehf. er fyrirtæki hér á landi sem býður upp á þjónustu fyrir erlenda aðila í þessum efnum, þ.e. heldur utan um rekstur félaganna hér, aðstoðar við framkvæmda- stjórn, stýringu, bókhald, fjármál og fleira. Bernhard A. Petersen, fram- kvæmdastjóri Proteus, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að erlend félög hefðu áhuga á að stofna félög hér á landi og þeir væru þegar með nokkur erlend félög í viðskiptum. Hins vegar væri ekki hægt að gefa upplýsingar um eignaraðild að ein- stökum félögum hér á landi nema þá í samráði við viðkomandi eigendur. Bernhard sagði aðspurður að til- gangur með stofnun félaganna væri að reka fjármála- og lánastarfsemi. Aðspurður hvort félögin væru að sækjast eftir skattalegu umhverfi hér á landi og hvort það væri hag- stætt þessum félögum sagði Bern- hard að það gæti verið það. Hann væri enginn sérstakur sérfræðingur í skattamálum en það væri ýmislegt sem félögin horfðu til án þess að hann gæti farið ofan í það í ein- stökum atriðum enda væri það mis- munandi eftir félögum. Félögin væru nýstofnuð og rekstur rétt hafinn. Þrjú félög í eigu Morgan Stanley Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá hlutafélaga- Erlendir aðilar stofna eignarhaldsfélög hér Skattalegt hagræði samfara rekstri félaganna hér á landi NOKKUR dæmi eru um að erlend fjármála- eða stórfyrirtæki hafi stofnað eignarhaldsfélög hér á landi, fyrst og fremst vegna skattalegs hagræðis sem því getur verið samfara. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun til dæmis bandaríski fjárfesting- arbankinn Morgan Stanley hafa stofnað hér félög í þeim tilgangi, en þessi starfsemi mun skammt á veg komin enn sem komið er. ÓLAFUR Hólm Guðbjartsson, bóndi á Sjávarhólum á Kjal- arnesi, hefur misst fjölmargar kindur eftir að þær voru bitnar af hundi. Þannig fann hann þrjár ær dauðar í skurði eftir helgina og fundust fjölmörg lömb, bæði frá Ólafi og öðrum bændum í grenndinni, sem voru illa bitin eftir hunda á afrétt fyrir rúmri viku. Ólafur saknar alls um 50 lamba og áa, en hann er með 200 ær. Hann segist hafa misst mest af lömbum, þar sem ærnar geti var- ið sig betur. Ólafur telur að hann muni ekki fá tjónið bætt hjá tryggingafélagi sínu. Ólafur segist hafa reynt í þaula að fá lögregluna til að handsama hundana, en án árangurs. Einnig hafi hann haft samband við hundaeftirlitsmann Reykjavík- urborgar. Seinnipart ágústmánaðar sá Ólafur hvar um 60 kindur komu niður af fjalli og margar lamb- lausar. Hann komst síðan að því að nágrannar hans væru að leita að tveimur hundum sem höfðu sloppið frá þeim og taldi hann að þar væri að finna skýringuna. Í september fór hann svo að finna dauð bitin lömb í Esjunni og þeg- ar fénu var smalað í september fengu hann og nágranni hans á Kiðafelli talsvert af bitnum lömb- um. Bóndinn á Kiðafelli kærði þetta til lögreglunnar í Mos- fellsbæ og segir Ólafur að stað- fest hafi verið að bitin væru eftir hunda. Um síðustu helgi fór nágranni Ólafs á Skrauthólum upp í miðja Esju þar sem hann hafði heyrt hundgá í rúma sex tíma. Kom hann þá að tveimur hundum og kindahópi og bað Ólafur þá um aðstoð lögreglu, en án árangurs. Næsta dag fann Ólafur síðan dauðar ær í skurði sem höfðu hrökklast undan hundunum. Ólaf- ur vill að lögreglan fjarlægi hundana. „Það hefði verið ágætt að fá aðstoð, ég veit ekkert hvað varð um lömbin sem voru með ánum. Það er hrikalegt ef ekkert er gert í þessu, lömbin eru bitin og þau vita ekkert hvað þau eiga að gera, svo þau fara bara lengra í burtu, upp á Esju, og svo kvelj- ast þau þar,“ segir Ólafur. Hefur misst 50 ær eftir hundsbit Morgunblaðið/Ásdís Alls saknar Ólafur 50 áa. Hér er hræið af einni ánni, gaddfreðið í skurði, en Ólafur fann hræið eftir að komið var að tveimur hundum í kindahópi. Eins og sjá má er krummi þegar byrjaður að kroppa. STOFNUÐ hefur verið Íslandsdeild innan alþjóðlegu flugöryggissam- takanna Flight Safety Foundation, FSF, en tilgangur samtakanna er að starfa að forvörnum og hvers kyns flugöryggismálum. Aðild að þeim eiga flugfélög, flugmálayfirvöld, flugvélaframleiðendur, flugmanna- félög og fleiri er tengjast flug- rekstri. Aðilar að Íslandsdeildinni eru Flugleiðir, sem átt hafa aðild að FSF frá árinu 1957, Flugfélagið Atl- anta, Íslandsflug, Flugfélag Íslands og Flugmálastjórn Íslands. Hallgrímur Jónsson, yfirflugstjóri hjá Flugleiðum, upplýsti þetta á Flugþingi í gær. Sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið að Íslands- deildin væri formlegur vettvangur hérlendis fyrir samstarf á sviði þjálfunarmála, flugöryggis og sam- skipta innbyrðis og væri deildinni ætlað að vera óháður samstarfsvett- vangur fyrirtækjanna. Einnig segir hann það brýnt verkefni að leita leiða til að draga úr tortryggni milli almennings og flugheimsins sem borið hafi nokkuð á í umræðu um flugmál hérlendis undanfarin miss- eri og kveðst hann þannig telja þennan vettvang heppilegan til skoðanaskipta milli flugsins, fjöl- miðla, stjórnmálamanna og yfir- valda. Hallgrímur hefur síðustu árin set- ið í ráðgjafarnefnd FSF og tilnefndu samtökin hann sem leiðtoga undir- búningshóps fyrir stofnun Íslands- deildarinnar. Segir hann næsta skref að koma á skipuriti og velja deildinni stjórn. Á flugþingi sagði Sturla Böðvars- son samgönguráðherra að hann hefði ákveðið að efla flugöryggismál og er verið að leggja lokahönd á smíði lagafrumvarpa er taka á nokkrum nýjum þáttum þeirra, m.a. að flugvellir og flugstöðvar verði starfsleyfisskyld. Nýr samstarfsvett- vangur um flugöryggi  Ráðherra vill/38 OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu öll verð á bensíni á miðnætti um fjórar krónur. Lítri af 95 oktana bensíni kostar nú 95,70 krónur og lítri af 98 oktana bensíni 100,40 krónur. Verð á dísil- olíu er óbreytt, 52,50 krónur. Skeljungur og Olíuverslun Íslands lækkuðu verð á skipagasolíu um þrjár krónur og svartolíu um tvær krónur. Olíufélagið lækkaði verð á skipagas- og svartolíu um tvær krón- ur. Samúel Guðmundsson, forstöðu- maður áhættustýringar hjá Olíu- verslun Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að um síðustu mán- aðamót hefði verið fullt tilefni til að hækka bensínverð um allt að tvær krónur. Fyrirtækið hefði ákveðið að gera það ekki en bíða og sjá hvernig þróunin yrði á eldsneytis- og gjald- eyrismörkuðum. Í ljósi þessa hefði ekki verið hægt að lækka verðið um meira en fjórar krónur nú. Á heimasíðu Olíufélagsins segir að í ljósi mikilla væntinga um lækkun heimsmarkaðsverðs í október hafi Olíufélagið tekið þá ákvörðun hinn 1. október að hækka ekki eldsneytis- verð þó að þá hefðu verið forsendur til hækkunar að teknu tilliti til hærra heimsmarkaðsverðs í september en ágúst. Veikari staða íslensku krón- unnar gagnvart bandaríkjadal hafi dregið verulega úr væntingum um lækkun. Lækkuðu öll bensínið um fjórar krónur Enn hefur ekkert miðað í kjara- deilunni en ríkissáttasemjari mun í dag boða til næsta samningafundar milli sjúkraliða og ríkisins, sem væntanlega verður á morgun, föstu- dag. Næsti fundur með launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar verður mánudaginn 5. nóvember. Þá hefur ríkissáttasemjari boðað fulltrúa um tuttugu sjálfseignar- stofnana á samningafund á þriðju- dag. Hinn 12. nóvember nk. hafa allir sjúkraliðar boðað til verkfalls, en fram að þessu hafa aðeins starfs- menn ríkisins og sjálfseignarstofn- ananna Grundar og Áss í Hveragerði lagt niður störf. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, seg- ir að sjúkraliðar hafi fundið fyrir miklum stuðningi almennings að undanförnu. Bæði Þjóðleikhúsið og Borgarleihúsið hafi t.d. boðið sjúkra- liðum í leikhús, en í gær minntust sjúkraliðar þess með kaffisamsæti að ár er liðið frá því samningar þeirra urðu lausir. Sjúkraliðadeilan í hnút Tólf dagar í alls- herjarverkfall ÞRIÐJA þriggja daga verkfalli sjúkraliða lauk á miðnætti í gær, en tuttugu sjúkraliðar sem störfuðu hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og höfðu sagt upp hættu jafnframt störfum frá og með deginum í gær. ♦ ♦ ♦ VERÐ á tóbaki hjá Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins hækkar í dag um 3,36%. Pakki af þeim sígarettum sem mest eru seldar kostar því nú 356 krónur á heildsöluverði hjá ÁTVR. Síðan í október í fyrra hefur innkaupsverð á tóbaki að utan hækk- að um 31,4% en söluverð ÁTVR um 12,4%. Engar breytingar hafa orðið á gjöldum af tóbaki til ríkissjóðs á tímabilinu. Tóbak hækkar í verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.