Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ landamærin. Undanfarin tuttugu ár hefði mikill fjöldi Afgana komið yfir til Pakistans, allt að 2,5 millj- ónir manna, og enginn vafi væri á því að þetta fólk veitti ættingjum sínum húsaskjól. Sagðist Sólveig hins vegar sjálf hafa verið í héraðinu Peshawar í Pakistan um síðustu helgi og í sam- tölum við aðflutta Afgana þar hefði komið berlega í ljós að sam- félag þeirra gæti vart tekið við fleira fólki. Brynhildur Ólafsdóttir mun leysa Sólveigu af hólmi Sólveig sagði að fólkið frá Afg- anistan hefði slæma sögu að segja, mjög kalt væri nú um stundir og að menn gerðu ráð fyrir afar hörðum vetri. Ýmsar hjálparstofnanir heimamanna reyndu þó að koma til aðstoðar, þannig starfrækti af- ganski Rauði hálfmáninn 48 heilsu- gæslustöðvar með aðstoð Alþjóða- sambands Rauða krossins. Alþjóðasamtök RK reyndu jafn- framt að halda uppi sinni starfsemi í Afganistan eftir mesta megni. „Hættan er hins vegar sú að þegar fer að snjóa lokist margar byggðir af og það þýðir bæði að fólk kemst ekki leiðar sinnar og að ekki verð- ur hægt að koma hjálpargögnum til þeirra.“ Sólveig mun dveljast í Pakistan til 7. nóvember en heldur þá til sinna starfa í Harare í Zimbabwe sem upplýsingafulltrúi svæð- isskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins. Íslendingar hafa þó ekki sagt sitt síðasta orð austur í Pakistan því Brynhildur Ólafs- dóttir, fréttamaður á Stöð 2, mun leysa Sólveigu af hólmi í nóvember og dveljast í um mánuð. SÓLVEIG Ólafsdóttir, starfsmaður Alþjóðasambands Rauða krossins, segir erfitt að átta sig á ástandinu innan landamæra Afganistan, en hún hefur undanfarna daga verið við störf í Pakistan. Rauði krossinn reyni hins vegar að tryggja að hægt verði að bregðast við ef flóttafólk fer að streyma þaðan í tug- þúsundum eins og tal- ið hefur verið líklegt að myndi gerast. Sólveig hefur und- anfarna daga haft að- setur í Íslamabad í Pakistan en hún gegn- ir starfi upplýsinga- sendifulltrúa Alþjóða- sambands Rauða krossins. Hefur hún unnið að því að safna upplýsingum fyrir Rauða krossinn, skrifa efni á netsíður samtakanna sem og skýrslur fyrir ýmsa bak- hjarla, er fjármagna tiltekin verk- efni Rauða krossins á þessum slóð- um. Sólveig sagði nú allt kapp lagt á að tryggja að hægt verði að koma upp flóttamannabúðum hratt og örugglega á svæðinu og er þar einkum horft til ríkjanna Tadjík- istans, Pakistans og Írans sem öll eiga landamæri að Afganistan. Öll landanna lokuðu hins vegar landa- mærum sínum þegar hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna hófust og standa enn yfir samninga- viðræður af hálfu Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna við stjórn- völd í löndunum þrem- ur um að þau heimili að reistar verði flótta- mannabúðir í landi þeirra. Sólveig var spurð að því hvort ekki hefði verið gert ráð fyrir að hreyfing kæmist á Afgana mun fyrr. Hún svaraði því játandi og sagði að Flótta- mannahjálpin hefði t.a.m. gert ráð fyrir rúmri milljón flótta- manna til Pakistans ein og sér. Margt væri hins vegar óljóst. Lítið væri vitað um ástand mála á yfirráðasvæði talibana í Afganist- an, hvort fólk þar væri að hugsa sér til hreyfings eður ei, og hvort það fengi e.t.v. ekki leyfi til að flýja landið. Þá mætti ekki gleyma því að landamæri Afganistans hefðu verið lokuð. Hitt væri einnig staðreynd, að margir hefðu laumast ólöglega yfir Sólveig Ólafsdóttir er við störf fyrir Rauða krossinn í Pakistan Ljósmynd/Sólveig Ólafsdóttir Rauði krossinn vinnur að því í Pakistan að tryggja að hægt verði að taka við flóttafólki frá Afganistan. Sólveig Ólafsdóttir Erfitt að átta sig á ástandinu í Afganistan BYGGÐAMÁL, alþjóðavæðing og samvinna, innanlands sem utan, var í brennidepli á ráðstefnu er Byggða- stofnun og iðnaðarráðuneytið efndu til í Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja hf. í Svartsengi, á þriðju- dag. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að fjalla um þróun byggðamála og möguleika á því sviði á tímum al- þjóðavæðingar og aukinnar sam- vinnu einstakra landa. Margir erlendir sérfræðingar á vegum Evrópusambandsins og OECD héldu erindi, svo og íslenskir aðilar sem koma að byggðarmálum. Sérstök áhersla var lögð á byggða- stefnu og alþjóðasamvinnu og kom fram í erindum margra að íslensk yf- irvöld ættu í auknum mæli að sækja sér reynslu hvað varðar byggða- stefnu til Evrópu og þá sérstaklega til nágrannalanda, sem falla undir skilgreininguna jaðarsvæði í norðri. Anna Guðrún Björnsdóttir, for- stöðumaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræddi fyrir hönd Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi, er forfallaðist, um nauðsyn þess að ríkið mótaði framtíðarsýn varðandi sveitarfélög því hugmyndir um hlut- verk sveitarfélaga væru á reiki. Ákveðna stefnu vantaði í sveita- stjórnamálum en taka yrði tillit til þess að sveitafélög á Íslandi væru mjög misjöfn að gerð og stærð. Í er- indi Gísla voru kynntar tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitafélaga sem meðal annars fela í sér frekari sameiningu sveitafélaga og hugmyndir um stofnun ráðuneyt- is byggða- og sveitarstjórnamála. Þá er lagt til að markvisst verði unnið að því að byggja upp tvö til þrjú öflug kjarnasvæði á landsbyggðinni sem valkost við höfuðborgarsvæðið. Hvetur Gísli til aukinnar þátttöku sveitarstjórna í Evrópumálum. Alþjóðlegt samstarf ein af undirstöðum hagvaxtar Elísabet Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þróunarstofu Austur- lands, tók í sama streng og Gísli og sagði alþjóðlegt samstarf vera eina af undirstöðum hagvaxtar í heimin- um og að smáþjóðir gætu notið góðs af því. Theodór A. Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, sleit ráðstefnunni og sagði við það tækifæri mikilvægt að gera sér grein fyrir því að bú- setuþróun skýrðist af breyttum kröf- um fólks um tækifæri til atvinnu og afþreyingar. Ráðstefna Byggðastofnunar og iðnaðarráðuneytisins Hugmyndir um stofnun ráðuneytis byggða- og sveitarstjórnarmála Morgunblaðið/Þorkell Baldur Pétursson, sendiráðunautur í Brussel, sagði m.a. að alþjóðavæð- ing skapaði nýjar og breyttar ógnir jafnt sem tækifæri. Lyfið Remi- cade hættu- legt hjarta- sjúkum UM TUTTUGU íslenskir sjúkling- ar taka lyfið Remicade, en frum- niðurstöður erlendrar rannsóknar á sjúklingum með hjartabilun benda til hærri dánartíðni og fleiri sjúkrahúsinnlagna vegna versn- andi hjartabilunar hjá þeim hópi sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með lyfinu. Rannsóknin var gerð til að meta áhrif Remicade á hjartabilun og kanna hvort það gæti gagnast hjartasjúklingum. Lyfið kom á markað á síðasta ári og hefur verið notað til meðhöndl- unar á alvarlegum Chrons-sjúk- dómi, sem er meltingarsjúkdómur, svo og alvarlegum gigtarsjúkdóm- um. Í fréttatilkynningu frá Lyfja- stofnun Íslands segir að á grund- velli niðurstaðnanna sé nauðsyn- legt að grípa til varúðarráðstafana samkvæmt tilmælum frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMEA) þar til frekari upplýsingar um verkan lyfsins liggja fyrir. Mælst er til þess við lækna er íhuga að setja sjúklinga á Remicade að hefja ekki meðferð sjúklinga með hjartabilun og einnig er mælst til þess að með- ferð með Remicade verði stöðvuð hjá sjúklingum sem þegar taka lyf- ið og eru hjartveikir. Þorbjörg Kjartansdóttir lyfja- fræðingur hjá Lyfjastofnun segir að lyfið Remicade sé aðeins gefið sjúklingum er liggja á sjúkrahús- um hér á landi undir eftirliti lækna sem muni fara að tilmælum Evr- ópsku lyfjastofnunarinnar og að- gæta hvort þeir sjúklingar sem taki lyfið séu með hjartabilun. AÐALFUNDUR Tannlæknafélags Íslands hefur samþykkt að óska eftir því við heilbrigðisráðherra og landlækni að þeir hlutist til um að bæta samskipti Tryggingastofnun- ar ríkisins og tryggðra sjúklinga. Þórarinn Jónsson, formaður fé- lagsins, segir að þörf sé á því að reglugerðir um endurgreiðslurétt tryggðra sjúklinga verði endur- skoðaðar. Hann segir þær tak- marka mjög möguleika á að sinna forvörnum og takmarka rétt þeirra sem þurfa sérstaklega að passa upp á tennurnar. Hann segir að verulega sé dregið úr flúornotkun með reglugerðunum og að einnig sé notkun skorufyllinga, til að vernda tennur fyrir skemmdum, takmörkuð, t.d. sé ekki endurgreitt fyrir skorufyllingar í barnatönnum. TR endurgreiðir samkvæmt þriggja ára gömlu verðlagi Þórarinn segir að endurgreiðsla fyrir tannlækningar tryggðra sjúk- linga hafi ekki verið breytt frá árinu 1998. Heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið hafi ekki uppfært þá gjaldskrá sem þá var í gildi í samræmi við verðlagsbreytingar. Þetta þýði að fólk greiði sína reikn- inga hjá tannlæknum á núvirði, en fái endurgreitt hjá TR miðað við þriggja ára gamalt verðlag. „Fólk er alltaf að fá minna og minna end- urgreitt, það getur ekki verið rétt,“ segir Þórarinn. Hann segir að suma sjúklinga sé erfitt að skoða án þess að svæfa og hingað til hafi tíðkast að gera við það sem nauðsynlegt er um leið og sjúklingurinn er skoðaður. Sam- kvæmt reglugerð er nú nauðsyn- legt að svæfa sjúklinginn til að skoða hann, vekja hann svo og senda umsókn til TR með grein- argerð þar sem fjallað er um að- gerðina sem nauðsynlegt er að gera. Síðan þarf að svæfa sjúkling- inn aftur til að gera aðgerðina. Þetta segir Þórarinn út í hött og óviðunandi. Í greinargerð sem fylgdi álykt- uninni segir einnig að TR hafi tví- vegis á undanförnum tveimur árum verið staðin að því að mistúlka reglugerðir um réttindi aldraðra og þroskaheftra, sjúklingum í óhag. Í fjöldamörgum tilfellum hafi aðstandendur barna og fatlaðir þurft að standa í deilum til að geta notið réttinda sinna. Loks segja tannlæknar að oft hafi komið í ljós að innan TR skorti faglega þekkingu til að taka á um- sóknum sjúklinga um endur- greiðslu fyrir tannlækningar. Einnig skorti úrskurðaraðila sem sjúklingar og tannlæknar geti bor- ið faglegt traust til. Þá orki tví- mælis að stefnumörkun og fram- kvæmd hennar séu á einni og sömu hendi. Reglugerðir sem ákvarði endurgreiðslurétt sjúklinga séu samdar af aðilum innan TR og þeirra hlutverk sé einnig að fram- fylgja þeim. Þessu þurfi að breyta. Tannlæknafélag Íslands með tilmæli til heilbrigðisráðherra og landlæknis Vilja bætt samskipti TR og sjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.