Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR gengið er inn í versl- unina Rangá dettur manni helst í hug pínulítið kaup- félag á landsbyggðinni. Þetta er ekki bara vegna nafnsins og stærðarinnar, heldur ekki síst vegna ótrúlegs vöruúr- valsins sem hvaða versl- unarmiðstöð gæti verið stolt af. Þarna ægir saman vasa- ljósum, kristalsglösum, nær- brókum, kaffikvörnum og heimaprjónuðum lopapeys- um innan um mjólkurkex og niðursuðuvörur. Þessi versl- un er þó ekki á landsbyggð- inni heldur í sjálfri höf- uðborginni, nánar tiltekið í Skipasundi og í dag heldur hún upp á 70 ára afmæli sitt. Kaupmaðurinn í Rangá heitir Agnar Árnason en hann hefur haldið um stjórn- artaumana þar frá árinu 1971. Þá keypti hann versl- unina ásamt Sigrúnu Magn- úsdóttur af Jóni Jónssyni sem stofnaði hana 1. nóv- ember 40 árum áður. Þannig er verslunin elsta mat- vöruverslunin í Reykjavík, sem hefur verið rekin undir sama nafni, ásamt versl- uninni Vísi sem einnig hefur starfað í um 70 ár. Þegar Agnar tók við versl- uninni voru um 8–10 versl- anir í hverfinu en nú er Rangá sú eina sem er eftir. „Þetta hefur tekist hjá okkur en á tímabili var þetta mjög erfitt,“ segir Agnar. „Þegar þetta var þannig að heildsal- inn seldi vöruna á tvenns eða þrenns konar verði kom upp sú staða að það var ódýrara fyrir okkur að fara í mark- aðina og kaupa vöruna þar heldur en að kaupa hana af heildsölunum.“ Þegar Agnar er beðinn um að lýsa vöruúrvalinu hlær hann við. „Ég segi nú bara eins og margir kúnnarnir, það er allt milli himins og jarðar en mér finnst þetta allt nauðsynlegt sem er hérna inni.“ Agnar segir langstærsta kúnnahópinn vera úr hverf- inu. „Hún Guðrún, sem er bú- in að vinna hjá mér í 17 ár á bak við búðarborðið þekkir orðið nánast alla hérna í hverfinu. Það er rosalega mikils virði að hafa svona manneskju sem er glögg á fólk og þekkir til því það skapar líka svo mikið traust hjá kúnnunum.“ Nafn kaupmannsins aftur á bak Nafn verslunarinnar vekur óneitanlega athygli svona mitt í Sundunum. „Það stend- ur svoleiðis á því að hann Jón Jónsson, sem stofnaði versl- unina með dætrum sínum, var ættaður af Rangárvöllum á milli Rangánna. Nafnið er þaðan komið og hefur haldið sér í 70 ár. Það hefur aldrei fallið skuggi á það og því er maður svolítið stoltur af.“ Agnar bendir á að ekki hafi spillt fyrir þegar hann keypti búðina að ef nafn hennar er lesið afturábak kemur út nafn hans sjálfs. Skyndilega hringir síminn og Agnar býður viðkomandi í afmæliskaffi. Viðmælandinn virðist hafa áhyggjur af því að afmælisgestirnir komist ekki allir fyrir á þeim 50 fer- metrum sem verslunin er en Agnar slær á það hið snar- asta. „Það er alltaf hægt að finna pláss, það hefur aldrei verið vandamál hér í Rangá að finna pláss. Ef okkur vant- ar pláss þá tökum við bara til.“ Það kemur í ljós að mik- ið verður um að vera í versl- uninni í dag í tilefni dagsins. Öllum viðskiptavinum verð- ur boðið upp á kaffi og tertu auk þess sem börnin fá eitt- hvað gott í gogginn. Á leiðinni út úr versluninni kaupir blaðamaður sér morgunkorn og fjöltengi, feginn að hafa sloppið við skarkala verslunarmiðstöðv- anna við innkaup á því allra nauðsynlegasta þennan dag- inn. Ein elsta matvöruverslun borgarinnar heldur upp á 70 ára afmæli í dag Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Þorbjörnsdóttir, sem staðið hefur á bak við búðarborðið í 17 ár, Agnar kaupmaður og Magnhildur Friðriksdóttir, kona hans, við lítið brot af vöruúrvalinu í Rangá. „Ef okkur vant- ar pláss tökum við bara til“ Langholtshverfi SAMFELLA í skólagöngu, heilsdagsskóli, frístundastarf og samábyrgð heimilis og skóla er meðal þess sem verð- ur til umræðu á ráðstefnu um skólastefnu Mosfellsbæjar sem haldin verður í Lágafells- skóla í kvöld. Ráðstefnan er opin öllum bæjarbúum þar sem þeim gefst kostur á að kynna sér og koma með at- hugasemdir um nýja skóla- stefnu bæjarins. Skólastefnan hefur verið nefnd heildstæð skólastefna og segir í fréttatilkynningu frá bænum að ástæða nafngiftar- innar sé sú að í stefnunni sé horft á skólagöngu einstak- linganna sem heild og stefnt sé að því að brúa bil milli skóla- stiga til að svo megi verða. „Þá er stefnt að því að gera skóla- daginn samfelldan og að frí- stundastarf falli það vel að skóladeginum að hægt sé að segja að borin sé sómasamleg virðing fyrir vinnudegi barnanna. Þannig getur skipu- lag skólanna aukið við gæði fjölskyldulífs þar sem meiri tími verður til samveru að loknum vinnudegi hinna full- orðnu sem og barnanna,“ segir í tilkynningunni. Ráðstefnan verður sem fyrr segir haldin í Lágafellsskóla og hefst klukkan 19:30 í kvöld. Ráðstefna um skóla- stefnu Mosfellsbær UMFERÐ, skuggavarp hárra bygginga, skólamál og að- staða til útivistar voru í brennidepli á fjölsóttum fundi sem boðað var til í Rimaskóla á þriðjudagskvöld til að kynna fyrirhugaða íbúðabyggð á lóð- inni sem kennd er við Lands- símann í Gufunesi. Það voru Borgarskipulag og Miðgarður – fjölskylduþjónustan í Graf- arvogi sem stóð fyrir fundin- um að beiðni hverfisnefndar Grafarvogs. Áætla má að um 200 manns hafi verið á fundinum og mátti heyra að hiti var í fólki vegna tillagnanna. Í upphafi fundar ávarpaði Árni Þór Sigurðs- son, formaður skipulags- og bygginganefndar Reykjavík- ur, fundinn þar sem hann fór yfir afgreiðsluferli tillögunnar og undirstrikaði að enn væri skipulagsnefnd ekki búin að samþykkja tillögurnar. Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppel- in arkitektum, höfundum til- lögunnar, hafði framsögu þar sem hann kynnti tillögurnar en um þær var ítarlega fjallað í Morgunblaðinu 30. ágúst síð- astliðinn. Tæknilegir erfið- leikar settu þó strik í reikn- inginn á fundinum og var fljótlega efnt til hlés á meðan arkitektinn fékk tölvukost, sem nota átti til kynningar- innar, til að virka. Óskað eftir íþrótta- og útivistarsvæði Að lokinni kynningu arki- tektsins var opnað fyrir fyr- irspurnir fundargesta. Voru margir fundargesta á því máli að á reitnum ætti ekki að byggja enda hefðu íbúasam- tök hverfisins barist fyrir því að reiturinn yrði nýttur sem íþrótta- og útivistarsvæði. Bent var á að íþróttasvæði vantaði í hverfið og spurt var hvar íþróttamiðstöð og sund- laug sem þjónaði Borgarholt- inu ætti að koma. Í tengslum við þetta var þeirri skoðun lýst að fólk ætti að hafa rétt á að búa í dreifðri byggð í út- hverfum borgarinnar enda væri nóg af byggingarsvæði. Árni Þór sagði svæðið hafa verið byggingarsvæði lengi og menn hafi mátt búast við því að þar yrði byggt. Hægt væri hins vegar að deila um hversu hátt, hversu mikið og svo framvegis. Hann sagði að það kynni að vera rétt að illa væri staðið að útivistar- og íþróttamálum í hverfinu og þyrftu borgaryf- irvöld að ræða við hverfis- nefnd um úrbætur þar að lút- andi. Hann sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að nóg væri til af landi í borginni. Land væri auðlind og borgaryfir- völd þyrftu að hafa það í huga við skipulagningu svæða. Þorgils Arason, fulltrúi landeiganda, sem er bygging- arfélagið Viðar ehf., upplýsti að þegar lóðin hafi verið aug- lýst til sölu hafi forsögn borg- arinnar sagt til um að á henni ætti að vera atvinnuhúsnæði. Viðar ehf. hafi óskað eftir breytingu á þessu í íbúða- byggð þar sem bygginga- félagið taldi að meiri sátt myndi nást um það en at- vinnusvæðið meðal íbúa. Umferðarmálin voru rædd í þaula og kom fram í fyrir- spurnum fundargesta að þeir töldu ófært að öll umferð um hverfið færi um eina aksturs- leið. Var það gagnrýnt að fyr- irhuguð væru tvö hringtorg þar sem aðeins væru nokkrar bíllengdir á milli og taldi fyr- irspyrjandi að umferðin gæti hæglega stíflast vegna þessa. Annar fundargestur lýsti þeirri skoðun sinni að í tengslum við þessa nýju byggð væri brýnt að taka ákvarðanir varðandi brú yfir Sundin. Þorgils sagði að aðkoma umferðar að hverfinu hafi ver- ið samkvæmt forsögn borgar- innar við kaup á landinu þar sem tekið var fram að einung- is ein aðkoma með hringtorgi ætti að vera að hverfinu. Þá benti hann á að þar sem gert væri ráð fyrir því að stór hluti hverfisins yrði fyrir eldri borgara yrði umferðin að öll- um líkindum minni en ella. Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt hjá Borgarskipulagi, sagði að aðkoma að hverfinu úr norðri væri ekki möguleg og hún teldi að fyrirliggjandi lausn á umferðinni ætti að geta gengið mjög vel upp. Árni Þór svaraði því til að augljóst væri að með byggð ykist umferð og beðið væri eftir því að umferðardeild borgarverkfræðings skilaði inn til skipulagsnefndar út- reikningum um hversu mikla umferðaraukningu byggðin muni þýða. Hann sagði að ákvarðanir varðandi Sunda- braut væru í aðalskipulags- vinnu sem stendur yfir. Gert væri ráð fyrir að framkvæmd- ir hæfust árið 2003 og hægt yrði að taka fyrsta áfanga í notkun árið 2004. Hinsvegar væru ríki og borg ekki sam- mála um legu vegarins og stæðu viðræður yfir milli þessara aðila varðandi það mál. Þetta gerði það að verk- um að hann væri ekki bjart- sýnn á að fyrrgreindar áætl- anir stæðust. Nýr barnaskóli jákvæð- ur fyrir Rimaskóla Nokkrar fyrirspurnir komu fram um skólamál í hverfinu en fram kom í kynningunni að gert væri ráð fyrir nýjum skóla fyrir börn á aldrinum 7–9 ára börn og í tengslum við hann væri ráðgerður leik- skóli. Komu fram áhyggjur á fundinum vegna aukningar nemenda í hverfinu sem leiddi af nýju byggðinni en Rima- skóli er einn stærsti skóli landsins með 800 nemendur. Kom fram í svari Árna Þórs að skipulagsyfirvöld borgar- innar hefðu haft efasemdir um að reisa íbúðabyggð nema það yrði tekið sérstaklega á skólamálum. Því hafi verið rætt við fræðsluyfirvöld og niðurstaðan orðið sú að þetta gæti orðið jákvætt ef byggður yrði sérstakur skóli fyrir yngstu árgangana sem myndi létta á Rimaskóla. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, sagði frá því að til sín hefði verið leitað í vor þar sem fjórar hugmyndir voru uppi á borðinu um lausn máls- ins og þessi hafi orðið ofan á. Sagði hann talið að um 150 nemendur kæmu frá nýju byggðinni. Samkvæmt hans upplýsingum yrði bygging nýja skólans fyrsta verkefni fræðsluyfirvalda eftir að ein- setningu lýkur og taldi hann að hægt verði að koma upp betri aðstöðu í Rimaskóla með tilfærslu yngstu nemendanna yfir í nýja skólann þrátt fyrir að fjölga myndi í árgöngum. Áhyggjur af skuggavarpi Þrír þrettán hæða turnar voru þó nokkuð til umræðu á fundinum og kom fram tölu- verð óánægja meðal fundar- gesta með þá. Höfðu menn sérstaklega áhyggjur af skuggavarpi sem af þeim myndi leiða og einn fundargesta lýsti þeirri skoð- un sinni að turnarnir myndu kæfa hina lágreistu byggð sem gert er ráð fyrir um- hverfis þá. Í svari Orra Árnasonar kom fram að arkitektarnir hefðu lagt mikla áherslu á að áhrif skugga á íbúðabyggð yrðu sem minnst. Í lok fundarins sagði Árni Þór að fram hefðu komið skýr skilaboð fundargesta varð- andi byggðina í Gufunesi og það væri óhjákvæmilegt að skipulagsyfirvöld færu ræki- lega yfir þær athugasemdir sem þar komu fram. Regína Ásvaldsdóttir, fulltrúi Miðgarðs, stjórnaði fundinum og upplýsti hún að fundargerð fundarins, spurn- ingar og svör yrðu sett inn á fréttavefinn grafarvogur.is í lok vikunnar. Fjölsóttur kynningarfundur í Rimaskóla um nýtt skipulag Landssímareits í Gufunesi Skýr skilaboð íbúa í hverfinu Morgunblaðið/Ásdís Meðal þess sem hægt var að skoða á fundinum var líkan af fyrirhugaðri íbúðabyggð. Grafarvogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.