Morgunblaðið - 01.11.2001, Síða 63

Morgunblaðið - 01.11.2001, Síða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 63 um í þágu ljóðlistarinnar. Þá væri að sjálfsögðu lesið úr ljóðum Jónasar. Ætli „Gunnarshólmi“ sé ekki á með- al bestu ljóða, sem ort hafa verið á okkar tungu? Einnig mætti hugsa sér að hver nemandi kæmi með sitt ljóð eða lausavísur og læsi í sínum bekk. Slíkt yrði mjög áhugaverð kynning meðal nemenda og síðan yrði spjallað um ljóðlist fyrr og síðar. Það heyrist stundum talað um að nemendur á æðri skólastigum búi yf- ir býsna takmarkaðri málhæfni. Einnig er upplýst að þeir sem ekki njóta sómasamlegrar kennslu á móð- urmálinu bíði þess aldrei bætur! Við skulum því vona að mikil um- skipti verði í viðhorfi til ljóðagerð- arinnar og að í stað þess að brjóta allar hefðir í tilraunum við að vera frumlegir, taki menn að virða lág- marks leikreglur ljóðhefðar og ís- lensk ljóðagerð skipi áfram heiðurs- sess í sál og vitund þjóðarinnar. GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, fyrrverandi frkvstj., Lynghaga 22, 107 Rvk. Á DÖGUM Jónasar Hallgrímssonar nutu rímur og reyndar volaður rímnakveðskapur talsverðra vin- sælda hér á landi. Jónas sagði þess- um kveðskap stríð á hendur: „Leir- skáldum á ekki að vera vært.“ Samtímis komu fram mörg önnur snjöll ljóðskáld og rímurnar voru kveðnar í kútinn! Því miður virðist sagan hafa end- urtekið sig, vegna margskonar mis- þyrminga á ljóðhefðinni. Ljóð eru stuðluð allt frá landnámsöld. Óstuðlaður kveðskapur er prósi. Hann er kominn til að vera en það er fáránlegt að hann gangist ekki við nafngift sinni. Sífellt er prósinn að falsa sína tilveru og þykjast vera Ljóð! Bæði eiga að fá að spjara sig en skilyrðislaust undir réttum nöfn- um. Blöð og aðrir fjölmiðlar eiga hér stóra sök með því að taka þátt í þess- um fölsunum. Lífvænleg ljóðagerð er og verður með bundnum hætti stuðlamáls. Skörp aðgreining við prósann, sem er erlend eftiröpun, þolir enga bið! Í merku erindi, sem Sigurður heit- in Nordal flutti, segir meðal annars: „Heilbrigt íhald hefur bjargað mikl- um kröftum frá því að fara forgörð- um og það er ómetanlegt fyrir fá- menna þjóð. Við megum ekki við því að rithöfundar vorir svigni eins og strá fyrir hverjum goluþyt bók- menntatísku er um norðurálfu blæs“! Þetta er snjöll, djörf og sígild hug- vekja, sem á brýnt erindi við okkur enn í dag! Þjóðin er að týna öndveg- isskáldum sínum m.a. vegna þess að börnum og unglingum er talin of- raun að læra nokkur af þeirra snjöllu ljóðum í skólum landsins. Vorkunn- semi virðist allsráðandi í stað metn- aðarfullra kennslu á þessu sviði. „Að flagga frá“ Mér kemur í hug að á æskuárum mínum á Eyrarbakka kom það fyrir, þegar bátar voru á sjó og óveður skall skyndilega á, var „flaggað frá“, sem var viðvörun um að ólendandi væri og bátarnir héldu þá slysalaust til Þorlákshafnar. Það sem einkennir fjölda list- greina nú um stundir er að allskonar fáránleiki er talinn athyglisverður í ljóðagerð, myndlist og fjölda ann- arra listgreina. Oft er um að ræða lé- lega erlenda eftiröpun í leit að frum- leika, sem virðist mikil tískubóla hér og listgagnrýnendur gleyma alveg að „flagga frá“. Mér finnst býsna kaldhæðnislegt, að á sama tíma og verið er að vernda gömul hús 100 ára og þaðan af eldri ásamt gömlum gripum, sem full ástæða til að fagna, þá erum við að glutra niður 1000 ára menningararf- leifð í blessaðri ljóðagerðinni, án þess að menningarvitarnir taki hendur úr vösum! Það ber vissulega að fagna því að hæstvirt menntamálaráðuneyti hafi ákveðið að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, skuli vera „dagur íslenskrar tungu“ ár hvert. Það væri mjög ánægjulegt, ef hægt væri t.d. að hagnýta eina kennslustund þann dag í öllum skól- Hremmingar í ljóðagerð Frá Guðmundi Guðmundarsyni: AFMÆLISTILBOÐ fimmtudag til sunnudags Í tilefni af 2 ára afmæli bjóðum við 20% afslátt Kringlunni – Sími 581 2300 af öllum haust- og vetrarvörum Dragtadagar fim., fös., lau. og sun. 20% afsláttur af öllum drögtum FYRIR skömmu var ég á ferð á Þing- eyri við Dýrafjörð. Þessi fallegi stað- ur hefur alla tíð heillað mig mjög og þá einkanlega sú mikla kyrrð og nátt- úrufegurð sem þar er að finna. Það vakti þó óneitanlega athygli mína að lítið lífsmark virtist vera á staðnum, a.m.k. virtust hjól atvinnulífsins ekki snúast mjög hratt þar um slóðir og er það af sem áður var þegar allt iðaði í lífi á Þingeyri. Erindi mitt á Þingeyri var þó ekki aðeins að njóta náttúru- fegurðar og friðsældar, sem enginn skortur er á, heldur ekki síður að heimsækja listakonuna og miðilinn Ragnheiði Ólafsdóttur, sem ég hafði heyrt mikið af. Hún sérhæfir sig í að smíða fallega hluti úr náttúrusteinum sem finnast á Vestfjörðum. Á vinnu- stofu Ragnheiðar er m.a. fágætt steinasafn auk fjölda listmuna sem hún vinnur úr gleri, málmum og steinum. Listakonan sagði mér að í Dýrafirði væri að finna elstu eldstöð landsins og því hefðu steinarnir þar um slóðir mikla orku til að bera. Einn liðurinn í framleiðslu Steina og málma, en svo heitir fyrirtæki Ragn- heiðar, eru svokallaðir óskasteinar sem hún slípar niður og selur í fal- legum gjafapoka. Þessi litli gripur vakti óskipta athygli mína – enda hef ég ekki tekið hann úr vasanum síðan ég fékk minn eigin óskastein. Þarna gat líka að líta ótölulegan fjölda listaverka úr orkumiklum steinum Vestfjarða, gleri og málm- um; listaverk sem bera hugmynda- auðgi og frumleika listakonunnar glöggt merki. Eftir að hafa skoðað þetta litla og metnaðarfulla fyrirtæki á Þingeyri áttaði ég mig á að þar er á ferðinni eitt best varðveitta leyndar- málið í listsköpun á landinu – og bar hrifning útlendinga, sem þarna voru á sama tíma og ég, þess glöggt merki. Okkur hættir oft til að sjá ekki og líta langt yfir skammt þegar við leit- um að atvinnutækifærum á lands- byggðinni og væri nær að gefa meiri gaum að því sem hæfileikaríkt lands- byggðarfólk er að gera heima í hér- aði. RAGNHEIÐUR DAVÍÐS- DÓTTIR, Urðarstíg 15, Reykjavík. Athyglisvert framtak á Þingeyri Frá Ragnheiði Davíðsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.