Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 13

Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 13 YFIR 150 fyrirtæki starfa nú í tengslum við vísindagarða sem komið hefur verið upp í tengslum við há- skólana í Tampere í Finnlandi. Þar starfa nú um 3.500 manns og stunda fyrirtækin rannsóknir og sölu á fram- leiðsluvörum og sérþekkingu sinni. Olli Niemi, framkvæmdastjóri Hermia-vísindagarðsins, líkir þessari starfsemi við nýja iðnbyltingu en hann kynnti starfsemi garðsins í Há- skóla Íslands í síðustu viku. Hermia-vísindagarðurinn var stofnaður fyrir rúmum 15 árum og sagði Olli Niemi í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði verið mikil- vægt tæki til að endurnýja uppbygg- ingu borgarinnar. Þegar lægð væri í efnahagslífinu væri brýnt að finna áhættufjármagn til þess að koma af stað uppbyggingu og nýjum rekstri. Hann sagði að borgaryfirvöld Tamp- ere hefðu tekið vel í hugmynd há- skólamanna að laða að skólanum ný fyrirtæki og lagt til lóð við háskóla- svæðið og 100 milljón finnsk mörk, kringum 1,5 milljarða ísl. króna, til að reisa byggingar og koma upp að- stöðu. Hluta fjárins hefðu borgaryf- irvöld fengið aftur þegar fleiri aðilar gengu inn í hlutafélagið. 15 vísindagarðar í Finnlandi Fimmtán vísindagarðar eru nú í Finnlandi. Í Tampere búa um 200 þúsund manns og annar eins fjöldi í nálægum byggðum. Þar eru tveir há- skólar og tveir tækniháskólar auk fjölda iðnskóla og margháttuð iðn- starfsemi er á svæðinu en miklir erf- iðleikar steðjuðu að járn-, leður- og textíliðnaði fyrir allmörgum árum. – Hvaða aðilar leggja fram fé til að hefja rekstur vísindagarða? „Borgaryfirvöld og háskólarnir höfðu í okkar tilviki forgöngu með fyrstu fjárframlögunum og háskólinn gat líka boðið fram þekkingu starfs- manna sinna. Með þessu eru komin skilyrði til þess að bjóða þeim sem hafa viðskiptahugmynd að kanna hvort slík aðstaða hentar og um leið hvort viðskiptahugmyndin er raun- hæf,“ sagði Olli Niemi. Hann benti um leið á að stjórn vísindagarðsins léti meta hvort viðkomandi hugmynd að framleiðslu, þjónustu eða rann- sóknum ætti framtíð fyrir sér. Fyrirtækin sem stofnuð hafa verið við Hermia-vísindagarðinn starfa á sviði fjarskiptatækni, þróunar í lækn- ingatækjum, tölvutækni og hvers kyns sjálfvirkni- og vökvakerfa. Þau leigja húsnæði fyrir aðstöðu sína hjá Hermia og segir framkvæmdastjór- inn þau ekki síst sjá kosti þess, auð- velt sé að stækka eða minnka við sig eftir þörfum, og fyrirtækin vilji ekki festa fjármagn í eigin húsnæði. Olli Niemi ræddi nokkuð staðsetn- ingu háskólalóða og vísindagarða sem hann sagði mikilvægt atriði. Vegna samskipta við háskóla yrði vísinda- garður að vera tengdur slíkri stofnun, þangað gætu fyrirtæki vísindagarðs sótt ráðgjöf og þekkingu og hefðu þar greiðan aðgang að nauðsynlegri að- stoð. Umhverfið væri ekki síður mik- ilvægt, fólk í þekkingariðnaði vildi helst vera nálægt miðborgum og um- hverfið yrði að vera örvandi og lifandi. Þar yrði t.d. að vera hægt að vinna all- an sólarhringinn og öll aðstaða yrði að vera hin besta. Allt slíkt hefði mikils- verð áhrif á öll samskipti manna. Í samtali við Morgunblaðið lagði Olli Niemi líka áherslu á að útfærsla vísindagarða væri misjöfn og menn yrðu að laga þá að aðstæðum á hverj- um stað. Þeir væru líka síbreytilegir og í stöðugri þróun. Einn ráðgjafa Háskóla Íslands Olli Niemi er einn af ráðgjöfum Há- skóla Íslands varðandi undirbúning að byggingu þekkingarþorps á há- skólasvæðinu. Sat hann í leiðinni vinnufundi vegna þess með fulltrúum Háskólans. Stefán Ólafsson prófessor er formaður húsnæðis- og skipulags- nefndar sem vinnur að undirbúningn- um. Hann segir mikilvægt í þessu sambandi að nefndin kynni sér bæði kennisetningar og fræðin á bak við starfsemi vísindagarða áður en hafist er handa við framkvæmdir og að ráð- gjöf Finnans sé hluti af þeim undir- búningi. Líkir starfi vísindagarða við nýja iðnbyltingu Morgunblaðið/Golli Olli Niemi kynnti reynslu Finna af rekstri vísindagarða í fyrir- lestri í Háskóla Íslands nýlega. Samvinnuferð- ir – Landsýn leitar minna húsnæðis ÁHUGI er hjá því hjá forráðamönn- um Alþýðusambands Íslands að flytja höfuðstöðvarnar að Sætúni 1 í Reykjavík þar sem Samvinnuferðir- Landsýn er til húsa en fyrirtækið hefur hug á að verða sér úti um minna húsnæði. Húsnæðið er um 1.300 fermetrar og segir Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, að stærðin henti sambandinu vel og staðsetningin einnig. Guðjón Auðunsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, segir fyrirtækið ekki þurfa 1.300 fer- metra til starfsemi sinnar í dag eftir að starfsmönnum hefur fækkað úr 130 en stöðugildin í dag eru 72. Því sé ætlunin að leita eftir því að losna frá núverandi leigusamningi og sé málið í athugun hjá ASÍ. Hann segir ætlun fyrirtækisins að huga að 550 til 750 fermetra húsnæði til leigu sem lækk- að geti húsnæðiskostnað fyrirtækis- ins umtalsvert. Telur Guðjón ekki vandkvæðum bundið að finna slíka aðstöðu á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi Arnbjörnsson segir ASÍ þurfa á stærra húsnæði að halda og segir henta sambandinu betur að kaupa húsnæði en leigja. Málið hafi verið rætt nokkuð innan ASÍ og ákvörðunar sé að vænta mjög bráð- lega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.