Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MITT í deilu tón- listarskólakennara og launanefndar sveitar- félaga er komin upp athyglisverð staða. Reykjavíkurborg und- ir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefur afneitað tónlist- arskólakennurum (tvisvar sama daginn). Þegar aðstandend- ur nemenda við Su- zuki-tónlistarskólann í Reykjavík og nemend- ur Tónlistarskólans í Reykjavík afhentu Reykjavíkurborg áskorun um að leið- rétta laun tónlistarskólakennara lét Ingibjörg Sólrún ekki sjá sig en sendi í sinn stað Birgi Björn Sig- urjónsson, formann launanefndar sveitarfélaga, til þess að taka við áskorunum stuðningsmanna tón- listarskólakennara. Ingibjörg Sól- rún borgarstjóri, sem hingað til hefur lofað framlag tónlistarmanna til menningarsamfélagsins Reykja- víkur, lét ekki sjá sig þrátt fyrir að óumdeilanlega séu greiddar millj- ónir til tónlistarskóla í Reykjavík úr borgarsjóði, sem eru framlag borgarinnar til greiðslu á launum og launatengdum gjöldum vegna tónlistarskólakennara við störf í tónlistarskólum borgarinnar. Einu gildir hvaða rekstrarform er á skólunum, hvort þeir eru einka- skólar eða reknir af borginni. Laun tón- listarskólakennara koma úr borgarsjóði og ákvarðast af samn- ingum launanefndar sveitarfélaga við stétt- arfélög tónlistarskóla- kennara, FÍH og FT. Þá er vert að benda á að hver tónlistarskóli í Reykjavík gerir sér- stakan rammasamn- ing við Fræðslumið- stöð Reykjavíkur um framkvæmd á skóla- starfi. Þó svo að tón- listarskólakennarar í Reykjavík fái ekki launaseðil beint frá Reykjavíkur- borg koma peningarnir til greiðslu þeirra úr borgarsjóði, nema að þeir falli af himnum ofan. Afneitun borgarstjóra er því óskiljanleg. Það má kannski segja að rangt sé að skilgreina Reykjavíkurborg sem helsta ljónið í veginum fyrir því að tónlistarskólakennarar fái mannsæmandi laun, þar eru sveit- arfélögin í landinu samábyrg, en hins vegar er jafnrangt og ósæm- andi borgarstjóra Reykjavíkur að hundsa vilja fjölda kjósenda sem koma til þess að hitta borgarstjór- ann sinn með dynjandi hljóðfæra- slætti. Ennfremur er það jafnóviðeig- andi af borgarstjóranum að draga til ábyrgðar og stilla upp saklaus- um embættismönnum í launanefnd sveitarfélaga, sem einungis eru að vinna sín störf í þágu Reykjavík- urborgar og sveitarfélaganna í landinu, til þess að taka við áskor- unum tónlistarnema og tónlistar- áhugafólks um bætt kjör tónlistar- skólakennara. Undirritaður skorar á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra að kannast við og axla ábyrgð sína í málefnum tónlistar- skólakennara og nota krafta sína til þess að stuðla að skjótri og far- sælli lausn á kjaradeilu þeirra. Tónlistarkennsla í Reykjavík kem- ur borgarstjóra við. Falla laun tónlistarskóla- kennara í Reykjavík af himnum ofan? Sigurgeir Sigmundsson Kjaradeila Þó svo að tónlistarskóla- kennarar í Reykjavík fái ekki launaseðil beint frá Reykjavík- urborg, segir Sigurgeir Sigmundsson, koma peningarnir til greiðslu þeirra úr borgarsjóði. Höfundur er gítarleikari. FRAMLEGÐ ís- lenskra sjávarút- vegsfyrirtækja hef- ur stórbatnað í kjölfar gengisfalls krónunnar og er veltufé frá rekstri þeirra mikið. Fyr- irtækin eru því nú þegar byrjuð að greiða niður skuldir og verður þar framhald á enda er að heyra á forstjór- um fyrirtækjanna að útlit sé fyrir góðan seinni árs- helming. Ýmislegt er þó til að hafa áhyggjur af. Geng- islækkunin olli gríðarlegu gengis- tapi hjá sjávarútvegsfyrirtækjun- um sem flest eru mjög skuldsett og mikil óvissa ríkir um stærð þorskstofnsins. Tækifærin eru þó fyrir hendi. Miklir möguleikar eru í fiskeldi og útlit er fyrir að skrið- ur geti komist á sameiningar ef farið verður að tillögum endur- skoðunarnefndar. Framleiðni Sjávarútvegsfyrirtækin hafa mörg hver lagt út í miklar fjárfest- ingar í tækjum til veiða og vinnslu og hefur framleiðni aukist gríð- arlega á síðustu árum. Enn eru þó möguleikar til frekari hagræðing- ar. Til dæmis eru ekki komnar ís- þykknivélar í öll ísfiskskip, en reynsla sumra útgerða er að geymsluþol fisksins aukist um allt að 3 daga með notkun ís- þykknisins. Það þýðir að hægt er að halda skip- unum þremur dögum lengur á sjó án þess að fórna gæðum og slíkt getur skipt sköpum sér- staklega þegar treglega veiðist. Í landvinnslu hafa verið teknar í notk- un fullkomnar flæðilínur og skurðarvélar og verið er að þróa vélar til að fjarlægja beingarðinn úr fiskflökum sem munu ef- laust auka framleiðni í landvinnslu enn frekar. Ljóst er að góð sam- vinna sjávarútvegsfyrir- tækja við fyrirtæki á borð við Marel skiptir sköpum fyr- ir íslenskan sjávarútveg. Aukin sjálfvirkni er eina leiðin sem fyr- irtækin geta farið ef þau eiga að vera samkeppnisfær við erlendan sjávarútveg í framtíðinni. Skuldir Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja voru miklar eftir fjárfestingar síð- ustu ára og jukust þær enn í geng- islækkun krónunnar enda skuld- irnar að nær öllu leyti í erlendum myntum. Eigið fé flestra fyrir- tækjanna er orðið lítið og eigin- fjárhlutföll lág. En eigið fé sam- kvæmt efnahagsreikningum félaganna segir ekki alla söguna. Aflaheimildir stærstu útgerðar- félaganna eru bókfærðar á broti af því verði sem þær ganga kaupum og sölum á markaði. Flest þessara Sjávarútvegur Íslendinga Baldvin Ottó Guðjónsson HINN 3. nóvem- ber nk. mun Sam- band ungra fram- sóknarmanna halda aukaþing sitt í Reykjavík. Þar mun ungt fólk í þessum elsta starfandi stjórnmálaflokki á Íslandi ráða ráðum sínum og leggja drög að framtíðarstarfi sambandsins. Það eru ærin til- efni fyrir ungt fram- sóknarfólk að hittast nú. Samstarfsflokk- urinn í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkur- inn, markaði á lands- fundi sínum nú haust mjög ein- dregna hægristefnu, m.a. með kröfum um aukna einkavæðingu á sviði heilbrigðismála. Á vinstri kanti stjórnmálanna hefur Vinstri- hreyfingin – Grænt framboð farið mikinn í kröfum um aukinn rík- isafskipti. En á sama tíma og þess- ir flokkar hafa horfið ofan í gamlar skotgrafir hægri- og vinstri í ís- lenskum stjórnmálum hafa báðir þessir flokkar kosið leið strútsins og grafið hausinn kirfilega í sand- inn þegar minnkandi áhrif þjóð- arinnar á sína eigin framtíð í sam- starfi Evrópuþjóða ber á góma. Brýnustu viðfangsefni dagsins í dag verða ekki leyst með að dusta rykið af gömlum kreddum ættuð- um úr hugmyndafræði frjálshyggj- unnar eða sósíalismans. Verkefni dagsins eru að standa vörð um ör- yggi landsins, auka áhrif okkar í samstarfi við aðrar þjóðir og standa þannig vörð um hið raun- verulega sjálfstæði þjóðarinnar. Verkefni dagsins er að tryggja venjulegum Íslendingum góð lífs- kjör, efla sveitarfélögin um landið allt, bæta hag þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu og treysta lýðræðislega stjórnar- hætti. Við í Sambandi ungra framsókn- armanna ætlum að ræða þessi mál og ótal fleiri á þingi okkar þann 3. nóvember nk. Við viljum hvetja allt ungt fólk sem hefur áhuga á öfga- og fordómalausri umræðu um landsins gagn og nauðsynjar að mæta og láta að sér kveða. Þing ungra fram- sóknarmanna Svava H. Friðgeirsdóttir Svava situr í stjórn SUF og Finnur Þór er formaður ungsamtaka miðjumanna á Norðurlöndum. SUF Viðfangsefni dagsins, segja Svava H. Friðgeirsdóttir og Finnur Þór Birgisson, verða ekki leyst með því að dusta rykið af gömlum kreddum. Finnur Þór Birgisson KRINGLUNNI - SMÁRALIND - AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.