Morgunblaðið - 01.11.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 01.11.2001, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 49 Einstök þægindi og eðlileg, geislandi áferð heimsækið www.lancome.com PHOTOGÉNIC ULTRA CONFORT Light-Reflecting Makeup-SPF 12-Dry Skin NÝTT! Einstök þægindi fyrir þurra húð. Formúlan, sem inniheldur apríkósuolíu og C vítamín, nærir húðina og tryggir henni ómæld þægindi og fallega áferð. Photoflex© samsetningin endurkastar ljósi, svo áferð húðarinnar verður jöfn og eðlileg allan daginn. ÁRANGUR: Í 8 klukkustundir hlýtur húðin stöðuga rakagjöf og langvarandi næringu. Teygjanleiki húðarinnar bætist, litarhátturinn er geislandi og fullkomlega náttúrulegur. Fullkomið svar fyrir þurra húð og húð sem hefur tilhneigingu til að þorna. TRÚÐU Á FEGURÐ ÞORNAR HÚÐIN ÞEGAR KÓLNAR Í VEÐRI? LOKSINS FÁANLEGUR Á NÝ FARÐI FYRIR ÞURRA HÚÐ FRÁ Ráðgjafar frá verða í verslunum okkar í dag, föstudag, og laugardag og ráðleggja um val á snyrtivörum. GLÆSILEGIR KAUPAUKAR: Fallegt armbandsúr* Strandgata 32, s. 555 2615 Álfheimum 74, s. 568 5170 Á undanförnum misserum hafa um- ferðaröryggismál oft verið í brennidepli fjölmiðla og ástæðan fyrir því hefur verið sú dapurlega stað- reynd að fjöldi Íslend- inga lætur lífið í um- ferðarslysum á ári hverju. Þegar þessi grein er skrifuð eru t.d. tveir látnir þann daginn. Í allri þessari umfjöllun hafa hug- myndir um hækkun bílprófsaldurs oft ver- ið nefndar, bæði í ræðu og riti. Greinar- höfundur ætlar ekki að leggja dóm á það hvort hækkun bílprófsaldurs um eitt ár myndi gera gæfumuninn til fækkunar bíl- slysa, en þó er vert að benda á eina fámunavitlausa ráðstöfun sem nú viðgengst á landi voru í sambandi við unga ökumenn. Þegar greinarhöfundur var að byrja sinn ökuferil fyrir 15 árum þurftu menn að vera 20 ára til að geta fengið próf á stóra vörubíla. Nú í dag er mögulegt fyrir 18 ára ungling að vera á ferðinni á stórum flutningabíl með 40 feta gám á vagni í eftirdragi á sama tíma og hann ætti í raun að vera með bráðabirgðaskír- teini að afla sér akst- ursreynslu. Í dag er kerfið þannig að þú getur tekið svokölluð aukin ökuréttindi 18 ára og fengið strax að því loknu réttindi til að aka bifreið með allt að 7.500 kg heildar- þunga, eða bíl og vagn sem samtals verða 12.000 kg að heildarþunga. Þessi unglingur fær svo réttindi á stærri bifreiðar þeg- ar þeir verða 21 árs. En bíðum nú við, til að aumingja unglingarnir þurfi nú ekki að bíða eins lengi eft- ir prófinu sínu er gefinn sá mögu- leiki að vinnuveitandi hans geti gefið út svokallað starfshæfnisvott- orð um það að þessi unglingur sé búinn starfa sem aðstoðarmaður á vöruflutningabifreið í minnst 4 mánuði. Þetta vottorð verður svo til þess að unglingurinn fær strax bílpróf á stærstu bifreiðar lands- ins. Eftir því sem ég best veit hefur þessi leið talsvert verið farin og því nokkrar líkur á því, kæri vegfar- andi, að þú eigir eftir að mæta 18 ára unglingi sem ætti að vera með bráðabirgðaökuskírteini á 40 tonna trukk á þjóðvegum landsins. Þetta kalla ég tvískinnung hjá stjórnvöldum því ekki fæ ég séð hvernig þessi ráðstöfun getur bætt umferðaröryggið á Íslandi. Umferðin og tvískinnungur stjórnvalda Óskar Þór Guðmundsson Höfundur er nemi í Lögregluskóla ríkisins. Ökuréttindi Eins og lögin eru núna getur 18 ára unglingur, sem ætti að vera með bráðabirgðaöku- skírteini, segir Óskar Þór Guðmundsson, fengið réttindi á 40 tonna trukk. HANNES Hlífar Stefánsson var maður sjöundu umferðar á minning- armótinu um Jóhann Þóri Jónsson þegar hann lagði hinn stigaháa eist- neska stórmeistara Jaan Ehlvest (2.626) og það með svörtu. Þar með náði hann efsta sætinu á mótinu ásamt Ivan Sokolov. Sigurinn var sannfærandi og Ehlvest fékk aldrei færi á að snúa skákinni sér í hag. Þeir tefldu spænska leikinn og fylgdu þekktum leiðum fram yfir 20. leik í afbrigði sem Jóhann Hjart- arson hefur m.a. margsinnis beitt með svörtu með ágætum árangri. Hannes komst vel frá byrjuninni. Ehlvest virtist eiga í erfiðleikum með að finna sér áætlun og Hannes náði smám saman að bæta stöðu sína og vann peð 48. leik. Þegar Ehlvest loksins ákvað að grípa til róttækra aðgerða og freista þess að vinna peðið til baka var það um sein- an og Hannes átti þvingaða vinn- ingsleið og Ehlvest gafst upp þegar hann var orðinn manni og peði und- ir. Ivan Sokolov, sem var efstur á mótinu fyrir þessa umferð gerði stutt jafntefli við Jan Timman. Úr- slit sem Timman hefur líklega verið sáttur við eftir hina erfiðu skák gegn Peter Heine Nielsen í sjöttu umferð. Þessi úrslit þýða, að þeir Hannes og Sokolov eru einir efstir fyrir loka- sprettinn á mótinu, en nú eru þrjár umferðir eftir. Þeir hafa staðið sig áberandi best þegar frammistaðan í fyrstu sjö umferðunum er mæld í stigum, en hún svarar til u.þ.b. 2.750 skákstiga hjá þeim báðum. Það er því greinilegt að Hannes er í gríð- arlega góðu formi og ætlar sér ekk- ert annað en efsta sætið á mótinu. Af öðrum athyglisverðum úrslit- um sjöundu umferðar má nefna að Jón Viktor Gunnarsson lagði stór- meistarann Þröst Þórhallsson. Helgi Ólafsson vann Tomi Nyback á skemmtilegan hátt og er nú farinn að nálgast efstu menn ásamt Jóni Viktori. Friðrik Ólafsson er einnig kominn í þann hóp eftir sigur gegn Ingvari Jóhannessyni í skák þar sem allt var lagt undir og rúmlega það, en Friðrik átti síðasta orðið og mátaði Ingvar í 40. leik. 1.-2. Ivan Sokolov, Hannes Hlífar Stefánsson 5½ v. 3.-5. Peter Heine Nielsen, Jan H. Timman, Jonny Hector 5 v. 6.-12. Jaan Ehlvest, Murray G. Chandler, Lars Schandorff, Jón Viktor Gunnarsson, Helgi Ólafsson, Leif Erlend Johannessen, Friðrik Ólafsson 4½ v. 13.-15. Arnar Gunnarsson, Henrik Danielsen, Björn Þorfinnsson 4 v. 16.-26. Tomi Nyback, Ingvar Þór Jóhannesson, Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson, Ingvar Ás- mundsson, Magnús Örn Úlfarsson, Róbert Harðarson, Páll A. Þórarins- son, Bragi Þorfinnsson, Tómas Björnsson, Björn Þorsteinsson 3½ v. o.s.frv. Teflt er í ráðhúsi Reykjavíkur. Áhorfendur eru velkomnir. Teflt er daglega og umferðir hefjast klukkan 17, fyrir utan lokaumferðina 2. nóv- ember sem hefst klukkan 13. Hannes sigraði Ehlvest og náði Sokolov SKÁK R á ð h ú s R e y k j a v í k u r MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON 23.10.–1.11. 2001 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Sjöunda umferð 1 Jan H. Timman - Ivan Sokolov ½-½ 2 Jaan Ehlvest - Hannes H. Stefánsson 0-1 3 Jonny Hector - Lars Schandorff ½-½ 4 Henrik Danielsen - Peter Heine Nielsen 0-1 5 Leif E. Johanness. - Murray G. Chandler ½-½ 6 Helgi Ólafsson - Tomi Nyback 1-0 7 Friðrik Ólafss.- Ingvar Þór Jóhanness. 1-0 8 Þröstur Þórhallss. - Jón Viktor Gunnarss. 0-1 9 Stefán Kristjánsson - Arnar Gunnarsson ½-½ 10 Ingvar Ásmundsson - Bragi Þorfinnsson ½-½ 11 Róbert Harðarson - Páll A. Þórarinsson ½-½ 12 Björn Þorfinnsson - Dagur Arngrímsson 1-0 13 Lenka Ptacnikova - Björn Þorsteinsson 0-1 14 Halldór Halldórss. - Guðmundur Gíslas. ½-½ 15 Magnús Ö. Úlfarss. - Guðm. Pálmas. 1-0 16 Davíð Kjartansson - Askell Ö. Kárason ½-½ 17 Guðm. Kjartanss. - Tómas Björnss. 0-1 18 Sævar Bjarnason - Jon Árni Halldórsson 0-1 19 Sigurður P. Steind. - Olavur Simons. 1-0 20 Gylfi Þórhallss. - Guðjón H. Valgarðss. 1-0 21 Hrannar Baldurss. - Kristján Eðvarðss. 0-1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.