Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR kjólfataðir karlakórar frá Svíþjóð og Finnlandi, einu fremsta kórmenningarsvæði ekki aðeins Norðurlanda heldur heims- ins, hljómuðu ásamt Karlakórnum fóstbræðrum í Langholtskirkju á föstudaginn við þokkalega aðsókn. Annar gestakóranna var frá Hansaborginni fornu Visby á Got- landi, hinn frá höfuðborg Álands- eyjaklasans sem nú er finnskur en hefur verið sænskumælandi í a.m.k. 1500 ár. Nöfn beggja kóra vísuðu til upphaflegrar stærðar, því SNS taldi hér um 20 söngmenn og MK um 34, og kváðu m.a.s. hafa verið skornir eitthvað niður fyrir Íslandsferðina, sem kostuð var af Norrænu og Sænsku menn- ingarsjóðunum auk NOMUS. Viðfangsefnin baru að vonum sterkan svip af sænsk-finnskum lögum, en því miður greindi tón- leikaskráin ekki frá aldri og ferli kóranna. Fyrst sungu allir þrír kórar Sangerhilsen Griegs með rismiklum hátíðarbrag rúmlega 100 karla. Þá sungu Got- og Álendingar í sameiningu 2 finnsk lög eftir Selim Palmgren (Sjöfara- ren vid milan) og Sibelius (Sydä- meni laulu), eistneska lagið Bilder ur Ormsös förflutna nr. 1 & 2 í út- setningu Veljos Tormiss og karla- kórinn kunna úr Carmina Burana, Puer cum puellula. Safaríkur flökkuklerkahúmor miðalda komst vel til skila í fremur hraðri túlkun Orff-lagsins. „Ormseyingalagið“ bar þó af fyrir seiðandi þjóðlegan hrifmátt, og má geta til fróðleiks, að Ormseyingar, sænskt þjóðar- brot við NV-strönd Eistlands, voru síðustu meðhöndlendur hinnar ævafornu taglhörpu, sem á margt sammerkt með íslenzku fiðlunni. Christian Juslin söng þá Gra- nada kröftugri en ekki að sama skapi fókuseraðri barýtonröddu við píanóleik Toms Eklundhs. Það var fyrst í öðru einsöngsinnslagi hans síðar með MK, „Italian sal- ad“ eftir grínistann Genée, að hann náði sér á strik, þá sem tenór og með mun þéttari raddbeitingu en sem barýton, og skorti þar ekki kómísk tilþrif. Gozka Söngfélagið níu söngvar- ar flutti að því loknu Jungfrun går i dansen (þjl./Alfvén), tvær af ljúf- um Fjórum litlum bænum Poulencs, hið heldur langdregna Skipe (Antin), hressa Saltarelle (Saint-Saëns) og Bridge over Troubled Water (Paul Simon) í úts. Håkans Sunds, síðasttalda lagið við frekar slappan píanóund- irleik. SNS var vel samstilltur og fágaður sönghópur en nokkuð tek- inn að dofna í tenór, er hafði til- hneigingu til að lafa. Yngri meðalaldri Álendinganna var sennilega að þakka að minna bar á sama agnúa í atriðum þeirra þar á eftir, auk þess sem þeir höfðu á þéttingsdimmum 2. böss- um að skipa sem löngum hafa ver- ið tromp finnskra kóra. Eftir hóf- lega móderníska Þrjá ástarsöngva Fougstedts og fyrrgetið grænmet- ismauk Geneés vakti sérstaklega athygli seinna lagið af „Sago[s- ögu]svit nr. 1 & 2“ eftir annan stjórnandi kórsins Peter Lång, sem m.a. skartaði tilkomumiklum blævængshljómum. „Tacachaca“ brasílska eimreiðarunnandans Villa-Lobosar myndaði svo skondið niðurlag MK með tilheyrandi flauti og gufublæstri. Karlakórinn Fóstbræður – stóri- bróðir gestanna frá Eystrasalti að mannfjölda – var ekki alveg lýta- laus í inntónun fremst í Ut i vår hage (þjl./Alfvén) en kom vel nið- ur, og Tíminn líður í úts. stjórn- andans var ímynd agaðs krafts. Hin rytmíska perla Hjálmars H. Ragnarssonar við texta Dung- anons á „St. Kildnesku“, Fenja Úhra, varð þó óhjákvæmilega að- alssmellur kvöldsins í einhverri mögnuðustu túlkun á þessum þétt- skaraða galdrakanon sem lengi hefur heyrzt; bókstaflega pottþétt frá byrjun til enda. Sameinaður kór Got- og Álend- inga söng síðan Sagosvit Långs nr. 3, er náði ekki alveg sömu áhrifum og nr. 2, og hið ferskt þjóðlagalega Behagen eftir Ulf Långbacka. Höfug þjóðernisrómantíkin breiddi að lokum úr sér í meðförum allra þriggja kóra í Kung Liljekonvalje Davids Wikanders og ágerðist enn í Gryning vid havet eftir Hugo Alf- vén með þeim stormandi glæsi- krafti sem helzt má vænta af óvíg- um söngher norrænna einherja. Norrænn einherjasöngurTÓNLISTL a n g h o l t s k i r k j a Sameiginlegir tónleikar karlakóranna Sångsällskapet Nio Sångare frá Gotlandi, Mariehamns- Kvartetten frá Álandi og Fóstbræðrum. Kórstjórar: Tom Björkman, Peter Lång (MK), Lars-Erik Gottlander (SNS) og Árni Harðarson (Fbr.) Einsöngur: Christian Juslin. Píanóundirleikur: Tom Eklundh. Föstudaginn 26. október kl. 19:30. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ myndi æra óstöðugan að telja upp allt það sem Karl Ágúst Úlfsson hefur tekið sér fyrir hendur á sviði leiklistarinnar. Hann er ótrú- lega mikilvirkur leikari, talsetjandi, leikskáld, þýðandi og höfundur sjón- varpsþátta, sönglagatexta, kabar- etta, sjónvarpsleikrita, kvikmynda- handrita og nú útvarpsleikrits, þótt það sé ekki frumraun hans á því sviði. Fyrir rétt rúmum fimm árum frumsýndi Þjóðleikhúsið leikrit Karls Ágústs, Í hvítu myrkri. Það er eftirminnilegt verk sem vakti vonir um fleiri slík frá höfundarins hendi. Þó að Karl Ágúst hafi síðan samið smellin sjónvarpsleikrit (Ríkissjón- varpið: desember 1999), og sviðsleik- rit eins og Stóllinn hans afa (Hafn- arfjarðarleikhúsið: maí 1999) og Ó þessi þjóð (Kaffileikhúsið: nóvember 1999), er enn beðið eftir öðru drama- tísku verki sem sýnir myrkari hlið- ina á þessum vinsæla gamanhöfundi. Ættarlaukur er gamanleikrit að upplagi, en svört kómedía sem hefur víða skírskotun til ýmissa þátta í þjóðfélagi okkar í dag. Mörg þessara atriða eru ofurviðkvæm umræðu- efni, t.d. barnleysi hjóna og skilyrði sem sett eru fyrir því að hjón geti ættleitt barn. Karl Ágúst tekst í þessu verki hvort tveggja, að bregða upp trúverðugri mynd af hjónum sem þrá ekkert frekar en að fá eigið barn til að annast og snúa hugmynd- inni gersamlega á hvolf með frábær- um árangri. Verkið er ekki bara meinfyndið, heldur einhvernveginn svo alltum- faðmandi. Í þessu klukkutímalanga verki tekur hvert atriðið við af öðru sem lýsir skrykkjóttum samskiptum uppalenda og viðfangs þeirra, með skírskotun í fræðin því allir aðilar eru sprenglærðir á sínu sviði. At- hyglisverðast er að fylgjast með for- eldrunum sveiflast á milli efa og sannfæringar, ánægju þess sem fær að sjá afkvæmi sitt þroskast og dafna og efasemda þess sem getur ekki þolað þær fórnir sem hlutverkið krefst – tilfinningar sem foreldrar kannast ef til vill flestir við þótt þeir viðurkenni þær ekki fúslega. Kringumstæðurnar minna oft á ákveðna tegund absúrdleikhúss; þegar teflt er saman framandi að- stæðum sem hlutaðeigandi taka sem eðlilegasta hlut í heimi. Karl Ágúst vinnur mjög vel úr þessu söguefni og verkið er heilsteypt, sannfærandi og kemur sífellt á óvart. Hljóðmyndin var afar vel unnin, t.d. í atriðinu með leikskólastjóran- um. Leikstjórnin var jöfn og stígandi eins og efnið kallar á og leikararnir stóðu sig mjög vel. Erling Jóhann- esson lék á als oddi í hlutverki Bárð- ar, höfundur verksins fór fagmann- legum höndum með hlutverk Torfa, Halla Margrét Jóhannesdóttir fór á kostum sem leikskólastjórinn og Sól- ey Elíasdóttir og Valgerður Hall- dórsdóttir voru mjög sannfærandi í litlum hlutverkum. Björk Jakobs- dóttur tókst vel upp í átakamiklu hlutverki. Eini hængurinn á annars ágætum leik hennar er þegar hún þolir ekki meira í upphafsatriðinu og brotnar niður; þar var eins og hún missti tengslin við persónuna og túlkun hennar verður flöt og yfir- borðskennd. Þetta áhugaverða verk var flutt og endurflutt fyrir rúmum tveimur vik- um en því miður hefur ekki gefist tími til að fjalla um það fyrr vegna utanferðar. Sveinn Haraldsson Köttur í bóli bjarnar LEIKLIST Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Sóley Elíasdóttir og Valgerður Halldórsdóttir. Frumflutt sunnudag 7. október; endurtekið fimmtudag: 11. október. ÆTTARLAUKUR SÝNING þeirra Hildar Bjarna- dóttur og Marks R. Smith skýtur aft- ur upp á yfirborðið allri hitaumræð- unni um list og handverk, list og hannyrðir, eða list og hönnun. Fyrir fáeinum árum var togstreitan milli svokallaðrar frjálsrar listar – betur væri ef hægt væri að kalla það óháða list – og listiðna svo hatrömm að menn voru vændir um óheiðarleik og þjófnað ef þeir leyfðu sér að teygja svið sitt út fyrir vanabundna skil- greiningu á faginu. Þannig lágu leirlistar- og veflistar- menn undir stöðugum ákúrum um að þeir væru að fikra sig yfir á svið sem náttúrulega heyrði til höggmynda- og málaralistinni. Hvaðan menn höfðu þær reglur eða lög sem kváðu á um landmæri hinna ýmsu lista var á huldu, en ýmsir þóttust vissir í sinni sök. Listiðnaðarfólk átti ekkert með að smygla sér inn á yfirráðasvæði óháðrar listar. Nú hefur allt í einu dregið úr styrk þessara radda. Ástæðan er ekki sú að listiðnaðarfólkið sé hætt að sækja út yfir sérfagleg landamæri sín. Ástæð- an er miklu frekar sú að fram hafa komið æ fleiri listamenn á svið hinna ýmsu listiðna sem hreinlega skáka svokölluðum frjálsum – betur sagt óháðum – listamönnum í frumleik og hugmyndaflugi. Þau Hildur Bjarna- dóttir og Mark R. Smith eru dæmi- gerð fyrir þann óvænta kraft sem nú gætir hvarvetna í hinum ýmsu listiðn- aðargreinum. Hildur fæst við mjög svo hefð- bundnar hannyrðir, en með svo ný- stárlegum hætti að hún brýtur niður allar goðsögur um staðfest landa- mæri milli listgreina. Allir þræðir verða henni að list, jafnvel ómerkileg- ustu borðtuskuefni ef út í það er farið. Þetta stafar af þeim hugmyndlega grunni sem liggur að baki hannyrðum Hildar. Hann gerir leit hennar að landamærum fagsins að hreinu æv- intýri. Hildur hikar til dæmis ekki við að nýta sér tölvutæknina til að vinna dæmigerða og hefðbundna, íslenska hyrnu. Þannig heldur hún sig sam- tímis við hefðina um leið og hún teygir sig langt út fyrir ramma hennar. Mark R. Smith sýnir verk sem kall- ast Mosh Pit og byggist á pressuðum fatnaði undir gagnsæju plexi. Press- aður fatnaðurinn er andstæða fótum- troðinna smáraverka sem Smith sýn- ir einnig undir plexi. Hugmyndarík notkun hans á umbúðum utan um ták- myndir menningar og náttúru er hríf- andi fersk og hispurslaus. Sameigin- lega tekst þeim Mark og Hildi að sýna fram á möguleika þess efniviðar sem hvarvetna er í kringum okkur. Fyrir góða listamenn þarf ekki að fara langt yfir skammt til að höndla hið ein- stæða og óvenjulega. Hannyrðir sem list MYNDLIST g a l l e r i @ h l e m m u r . i s Til 4. nóvember. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 –18. BLÖNDUÐ TÆKNI HILDUR BJARNADÓTTIR & MARK R. SMITH Halldór Björn Runólfsson Mörg verk Hildar Bjarnadóttur feta einstigi hefðar og nýstárleika. Í TENGSLUM við sýninguna Omdúrman – Margmiðlaður Megas í Nýlistasafninu verður heimildarmynd um Megas, ½ ár með Megasi, forsýnd á nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Að sýningu lokinni mun Megas halda tónleika. Dagskrárgerð, kvikmynda- töku og klippingu annaðist Jó- hann Sigfússon en heimildar- myndin er framleidd af Önnu Dís Ólafsdóttur og Jóni Þór Hannessyni hjá Saga Film. Heimildarmyndin er 55 mínút- ur að lengd. Stutt- og heimild- armyndadeild Kvikmyndasjóðs Íslands veitti styrk til þessarar heimildarmyndar en Sjónvarp- ið mun sýna hana á næsta ári. Heimild- armynd um Megas CRUCIBLE, hljómsveit söng- listakonunnar Tenu Palmer, heldur tónleika á Múlanum, Húsi málarans, í kvöld kl. 21. Tónlistin er blanda af mjúkri og hrjúfri raftónlist, poppball- öðum, snarstefjun (improvis- ation) og nýjum verkum byggð- um á ljóðum. Hljómsveitina skipa ásamt Tenu, Hilmar Jensson á gítar, Kjartan Valde- marsson sem leikur á „fyrir- fram undirbúið“ píanó og kal- imba og Matthías Hemstock sem sér um rafrænan áslátt. Crucible á Múlanum  ÍSLENSKA þjóðríkið – uppruni og endimörk er eftir Guðmund Hálf- danarson. Verkið er afrakstur af viðamiklum rann- sóknum höfundar á íslenskri þjóðern- isstefnu og áhrifum hennar á stjórn- málaþróun hér á landi á nítjándu og tuttugustu öld. Í bókinni er fjallað um helstu for- sendur sjálfstæð- isbaráttunnar, ólík sjónarmið sem tókust á við mótun ís- lensks nútímaríkis og þær breyt- ingar sem orðið hafa á þjóðernisvit- und Íslendinga á undanförnum árum. Guðmundur er prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands. Íslenska ríkið er önnur bókin sem kemur út í ritröðinni Íslensk menn- ing sem ReykjavíkurAkademían og Hið íslenska bókmenntafélag standa að. Bókin er 310 bls. Verð: 3.900 kr. Nýjar bækur Guðmundur Hálfdan- arson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.