Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 19. septem- ber sl. svaraði samgönguráðherra gagnrýni leigubílstjóra á frumvarp hans um leigubíla. Ráðherra segir að um sé að ræða nokkra bílstjóra sem geti ekki farið eftir núgildandi lögum eða reglum. Þetta er rangt hjá samgönguráð- herra. Þeir sem eru á móti frum- varpinu koma úr öllum félögunum. 80% bílstjóra eru á móti þessu frumvarpi.Það getur ekki talist „nokkrir bílstjórar“. Bíl- stjórar vilja hafa þetta í því formi sem það er í dag, en með þeirri breytingu að ráðherra sjálfur fari eftir lögunum eins og þau eru í dag og að bílstjórar úr öllum félögum starfi í umsjónar- nefnd leigubíla sem geta mótað allar þarfir bílstjóra. Í frumvarpinu gerir ráðherra ráð fyrir að bílstjórar eigi allt að 35% í bílum sínum. Þetta stenst ekki stjórnsýslulög. Af hverju mega bílstjórar ekki vera í hefðbundnu við- skiptaumhverfi eins og aðrir í þessu landi á meðan fjármögnunarfyrirtæk- in lána til þessarar starfsemi? Maður skilur ekki afstöðu ráðherra að halda þessu til streitu. Þetta er allt frá Frama komið. Samgönguráðherra virðist ekki geta gert sér grein fyrir að lög Frama eru lög ráðuneytis í dag. Samgönguráðuneytið hefur ekki komið með nein lög eða reglur sem taka á allri starfsemi bílstjóra eða fé- laga. Lögum um leigubíla var breytt árið 1999 og var nafnið Frami tekið út og sett orðið félög í staðinn. Lög Frama eru því lög Samgönguráðu- neytisins. Samgönguráðherra hefur ekki gefið bílstjórum, né nýju félög- unum tækifæri á að koma með neinar breytingar eða taka þátt í að móta stefnu í þessum málum. Bílstjórar sem sögðu sig úr Frama og stofnuðu þessi nýju félög eru ekki sáttir við að starfa undur lögum Frama. Ráðherra hefur ekki gefið nýjum félögum neinn kost á að starfa undir öðrum lýðræð- islegum lögum sem öll þrjú félögin gætu sætt sig við og ráðuneytið. Af- staða ráðherra er óskiljanleg og ekki í neinu samræmi við stefnu ríkisstjórn- ar né stefnu sjálfstæðismanna í þess- um málum. Ráðherra ásamt Frama virðist ætla að slá tvær flugur í einu höggi og starfa í andstöðu við þessa bílstjóra, félög á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnar. Bílstjórar í Frama eru að átta sig betur á að stjórn Frama starfar ekki fyrir bílstjóra enda eru fleiri bílstjór- ar í Frama að segja sig úr Frama enda er helmingur stjórnar Frama ekki nema í hálfu starfi sem leigubíl- stjórar í dag. Þeir eru að sinna öðrum störfum. Ráðherra sakar bílstjóra í þessum nýju félögum um að fara ekki eftir lögum. Ég held að ráðherra eigi að líta í eigin barm því að hann hefur ekki sjálfur virt lögin um leigubíla eða virt skoðanir bílstjóra né ábendingar nýju félaganna á hlutlausan hátt, sem stjórnsýsluaðili eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Ráðherra hundsar lagalegan rétt félaganna á samstarfi í umsjónarnefnd fólksbifreiða, hefur alltaf neitað þeim um, sem skekkir samkeppnisstöðu félaganna sem er í andstöðu samkeppnislaga. Hvað á að gera þegar sjálfur löggjafinn bregst? Það er ekki nema ein leið að mínu mati. Það er að þingmenn taki fram fyrir hendur á ráðherra og komi með breytingartillögur í þá veru að bíl- stjórar sitji allir við sama borð og séu í sama viðskiptaumhverfi og aðrir í þjóðfélaginu. JÓN STEFÁNSSON, leigubílstjóri. Afstaða samgöngu- ráðherra óskiljanleg Frá Jóni Stefánssyni: Jón Stefánsson SAMKEPPNI í bílasölu hefur verið hörð hérlendis undanfarin ár. Bíla- umboðin keppa sín á milli um að bjóða bestu tilboðin og er það vel. Hinsvegar er annað sem kemur ekki alltaf fram og það er útbúnaður bif- reiðanna. Ég kannaði sérstaklega Ford Focus og þar kemur ýmislegt fram sem kemur ekki heim og saman við það sem umboðið hérlendis hefur haldið fram. Ford Focus er bíll sem fékk mörg verðlaun á sínum tíma og var vel að þeim kominn. Útgáfa Foc- us sem þekktust er í Evrópu er fimm dyra bíll með fjórum öryggispúðum og diskahemlum á öllum hjólum með ABS/EBD. Hérlendis hefur hinsveg- ar verið boðið upp á bílinn með tveimur loftpúðum og skálabrems- um að aftan sem er allt önnur útgáfa heldur en fór í gegnum virt árekstr- arpróf á sínum tíma. Ástæðan er sú að bifreiðin er framleidd á Spáni og er því ódýrari í innkaupum heldur en þýska útgáfan sem er með meiri ör- yggisbúnaði og betur smíðuð að mínu mati heldur en sú spænska. Umboðið hérlendis ber því við að annað bjóðist ekki hér. Þetta þykir mér miður og ekki síst þegar horft er á verðlagningu bílsins. Margir muna eftir muninum á þýskum og enskum Ford á sínum tíma, sá þýski reyndist betur í alla staði og ég tel það líka nú að þýski bíllinn sé örugglega betur útbúinn en sá spænski og væntan- lega líka betur úr garði gerður. Ég skora því á bifreiðaumboðin að bjóða okkur neytendum það besta sem boðið er upp á, þannig að öryggi og gæði séu tryggð öllum til hagsbóta. SIGURÐUR B. STEFÁNSSON Hjallabrekku 43, Kópavogi. Bifreiðaumboðin og neytendur Frá Sigurði B. Stefánssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.