Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fasteignasalan Valhöll, sími 588 4477 Nýkomin falleg 2ja herb. 57 fm íbúð á jarðhæð í fallegu litlu fjölbýli á mjög góðum stað í Seljahverfi. Mjög gott skipulag. Útg. á hellulagða verönd. Góðar innréttingar. Parket. Áhv. 4,7 millj. Verð 8,0 millj. 6641. Kambasel - Jarðhæð AÐ undanförnu hafa í fjölmiðlum verið birt- ar fréttir og saman- burður á raunávöxtun lífeyrissjóðanna. Ljóst er að samanburður á hreinni raunávöxtun milli lífeyrissjóða getur verið mjög villandi, þegar litið er til skamms tíma, m.a. vegna þess að mismun- andi samsetning í eignasöfnum sjóðanna gerir samanburðinn yf- irleitt ekki marktækan. Raunávöxtun lífeyr- issjóðanna á undan- förnum árum hefur verið vel yfir þeim mörkum sem tryggingafræðingar styðjast við þegar fjárhagsleg staða lífeyrissjóð- anna er metin. Hin góða raunávöxt- un sem sjóðirnir hafa almennt búið við á síðustu árum hefur jafnframt að fullu skilað sér í auknum lífeyr- isréttindum sjóðfélaga. Lífeyrissjóðir á almennum vinnu- markaði byggja á fullri sjóðssöfnun og að jafnvægi sé milli eigna ásamt núvirtum framtíðariðgjöldum og heildarlífeyrisskuldbindingum. Leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að meira en 10% munur er milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga er hlutaðeigandi lífeyrissjóði skylt samkvæmt lögum að gera nauðsyn- legar breytingar á samþykktum sjóðsins. Sama gildir er munurinn hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár. Þessar aðgerðir geta anna- hvort þýtt að réttindin eru aukin eða minnkuð. Samkvæmt nýbirtri skýrslu Fjár- málaeftirlitsins kemur í ljós að líf- eyrissjóðir á almennum vinnumark- aði eru allir reknir í jafnvægi með tilliti þeirra skilyrða sem sett eru samkvæmt lögum og trygginga- fræðilegum athugunum vegna árs- ins 2000. Sé tekið mið af heildar- skuldbindingum sjóðanna eru sjóðirnir að meðaltali reknir með 1,6% afgangi. Sem dæmi um trausta fjárhags- lega og tryggingafræðilega stöðu líf- eyrissjóðanna þarf enginn lífeyris- sjóður að minnka lífeyrisréttindi sjóðfélaga, þrátt fyrir að ekki náðist nægjanlegan góður fjárfestingarár- angur í fyrra. Þvert á móti munu nokkrir lífeyrissjóðir, sem reknir voru með meira en 10% afgangi milli eignaliða og lífeyrisskuldbindinga auka lífeyrisréttindi sjóðfélaganna. Þessi trausta fjárhagsstaða lífeyris- sjóðanna vekur ekki síst athygli í ljósi þess að sjóðirnir hafa eins og áður segir almennt verið að auka líf- eyrisréttindi sjóðfélaga á undan- förnum árum. Lífeyrissjóðir sem eru með bak- ábyrgð ríkis, sveitarfélaga eða banka á skuldbinding- um sínum, eru undan- skildir ákvæðum laga um fulla sjóðssöfnun. Þessir lífeyrissjóðir taka ekki við nýjum sjóðfélögum utan þriggja sem hafa nýtt sér heimild í lögum til að stofna nýjar deildir sem byggja á fullri sjóðsöfnun. Þannig hefur veruleg breyting orðið á starfsumhverfi þessara sjóða miða við það sem áður var enda munu hinar nýju deild- ir sjóðanna taka á næstu árum við eldra fyrirkomulagi. Í því sambandi má nefna sem dæmi að meirihluti rík- isstarfsmanna greiðir nú þegar í A- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins, en sú deild byggir á fullri sjóðssöfnun og er í tryggingafræði- legu jafnvægi. Þá ber ennfremur að vekja athygli á að auk hefðbundinn- ar greiðslu ríkisins til sjóðsins þá hefur ríkisvaldið á undanförnum ár- um greitt til viðbótar verulega fjár- muni til þess að efla hina fjárhags- lega stöðu sjóðsins. Þannig er ljóst að markvisst er unnið að því að byggja upp lífeyriskerfi með fullri sjóðssöfnun fyrir opinbera starfs- menn. Þegar mat er lagt á fjárfesting- arárangur eða lífeyrisskuldbinding- ar sjóðanna er ekki litið til nokkurra ára heldur til mjög langs tíma, jafn- vel nokkurra áratuga. Okkur Íslend- ingum hefur lánast að byggja upp lífeyrissjóðakerfi, sem er í senn ódýrt í rekstri, fjárhagslega traust og skilvirkt. Við megum því ekki láta skammtímasjónarmið villa okkur sýn, þó raunávöxtun lífeyrissjóð- anna hafi ekki verið eins góð og þeg- ar best lét, því þegar á heildina er litið er fjárhagsstaða sjóðanna mjög traust. Staða lífeyrissjóð- anna er traust Hrafn Magnússon Lífeyrisréttindi Hin góða raunávöxtun sem sjóðirnir hafa al- mennt búið við á síðustu árum, segir Hrafn Magnússon, hefur jafn- framt að fullu skilað sér í auknum lífeyrisrétt- indum sjóðfélaga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. SÆNSKA sjón- varpsstöðin SVT2 sendi sl. þriðjudags- kvöld út upptöku frá tónleikum sem haldnir voru í Tívolísalnum í Kaupmannahöfn í október í fyrra. Þar spilaði Orkester Nor- den sinfóníu nr. 2 eftir Rachmaninof undir stjórn ungs stjórn- anda, Stefan Solyom. Danska sjónvarpið hefur einnig sent út þessa tónleika og væri fróðlegt að vita hvað íslenska sjónvarpið ætlar að gera varðandi þetta efni. Hvað er Orkester Norden? Árið 1993 kom saman hljómsveit undir þessu nafni í fyrsta sinn í Tónlistarháskólanum í Ingesund í Svíþjóð og hefur það verið árviss viðburður síðan. Starfið byrjar með ströngum æfingum í u.þ.b. viku undir leiðsögn kennara sem allir starfa við tónlistarháskóla á Norð- urlöndunum. Síðustu æfingarnar eru svo undir stjórn aðalstjórnanda sem stjórnar tónleikum sem haldn- ir eru í beinu framhaldi af æfinga- vikunni. Þeir tónleikar hafa verið haldnir víða á Norðurlöndum, í Eystrasaltsríkjum, Póllandi, Þýskalandi, á Bretlandseyjum og einu sinni í Reykjavík. Á næsta ári er fyrirhuguð tónleikaferð til Kína og um haustið er hljómsveitinni boðið að halda „gala“-tónleika í Helsingfors í sambandi við 50 ára afmælishátíð Norðurlandaráðs. Þegar sendiráðabyggingar Norð- urlanda í Berlín voru vígðar var hljómsveitinni boðið að halda tón- leika í stærsta tónleikahúsi borg- arinnar að viðstöddum öllum þjóð- höfðingjunum og fékk hljómsveitin frábæra dóma. Fyrst og fremst er það Norræna ráðherranefndin og NOMUS sem bera kostnað af þessari starfsemi auk nor- rænu félaganna, Nor- diska Konservato- rierådet, Jeunesses Musicales, og síðast en ekki síst hafa Lionsklúbbarnir á Norðurlöndumstyrkt sérstaklega ferðir ungmennanna. Þar er mér bæði ljúft og skylt að nefna frábær störf Katrínar S. Árnadóttur fiðlukenn- ara á þessu sviði, en af skiljanlegum ástæðum er ferða- kostnaðurinn stærra mál fyrir Ís- lendinga en aðra Norðurlandabúa. Auk þessa leggja ýmsir styrktarað- ilar málinu lið og ber þar hæst Norræni fjárfestingarbankinn. Íslenskir tónlistarnemar Hljómsveitina skipa tónlistar- nemar frá öllum Norðurlöndunum á aldrinum 15 til 25 ára. Eru þeir nú valdir eftir prufuspil í hverju landi. Engin samanburðartala sam- kvæmt íbúafjölda landanna er við- höfð, aðeins kunnátta og frammi- staða unga fólksins ræður. Það er skemmst frá að segja að íslensku nemarnir eru í fremstu röð. Sl. sumar tóku 10 íslenskir tónlistar- nemar þátt í þessu starfi; 6 fiðlu- leikarar sem allir sátu í 1. fiðlu og var einn þeirra gerður að kons- ertmeistara þegar í ljós kom hversu frábær fiðluleikari Ari Þór Vilhjálmsson er. Víóluleikararnir voru með þeim allra bestu, kontra- bassaleikarinn sat við 1. púlt og hornleikararnir léku á 1. og 2. horn. Þá ber þess að geta að hlut- verk 1. hornleikara í sinfóníu nr. 5 eftir Mahler gerir kröfur sem ekki er á færi allra atvinnuhornleikara. En það leysti Stefán Jón Bern- harðsson svo glæsilega af hendi að þess var sérstaklega getið í um- mælum gagnrýnenda eftir tón- leikana. Eftir síðustu tónleikana fór íslenski hópurinn til Berlínar og tók þátt í tónleikum Strengja- sveitar Tónlistarskólans í Reykja- vík. Sveitin fékk frábæra dóma og má sérstaklega benda á að eftir flutning á nýju verki eftir Stefán Arason fékk hann fyrstu verðlaun fyrir verk sitt. Hver er skýringin? Hvar er skýringa að leita á þess- ari glæsilegu frammistöðu ís- lenskra tónlistarnema á erlendum vettvangi? Undirritaður hefur starfað að menntun ungra tónlistarmanna hérlendis og erlendis í nærri hálfa öld og veit að íslensk æska er í einu orði sagt frábær. En gáfur, hæfi- leikar og dugnaður unga fólksins er ekki nóg til þess að ná þessum frábæra árangri. Stuðningur full- orðinna og leiðsögn hámenntaðra kennara verða að vera fyrir hendi. Íslenskir tónlistarkennarar hafa unnið þrekvirki. En hvað er nú að gerast? Er réttlátt að stjórnvöld vanmeti þau störf sem þetta fólk hefur ver- ið og er að vinna? Er árangurinn einskis virði? Við heyrum fjölmiðla túlka mál- stað tónlistarkennara þannig að þeir krefjist hárra launahækkana nú í samningaviðræðum. Þetta er alrangt, tónlistarkennarar eru að biðja um leiðréttingu. Þeir hafa dregist aftur úr og hafa nú miklu lægri laun en þær kennarastéttir sem höfðu sambærileg laun áður. Góðir tónlistarunnendur, stönd- um nú saman um að styðja réttláta beiðni þessarar kennarastéttar um réttlátt mat á frábærum og árang- ursríkum störfum. Þrekvirki íslenskra tónlistarkennara Ingvar Jónasson Tónlist Tónlistarkennarar eru að biðja um leiðréttingu, segir Ingvar Jónasson. Þeir hafa dregist aftur úr og hafa nú miklu lægri laun en þær kenn- arastéttir sem höfðu sambærileg laun áður. Höfundur er víóluleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.