Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BORÐSTOFUDAGAR 1.-4. NÓV. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið laugardaga frá kl. 11-15 og sunnudaga frá kl. 13-17 15% afsláttur French line Finn borð Graphic ExtensiaFashion Á SINFÓNÍUTÓNLEIKUM í kvöld verða leikin þrjú nýleg verk, Gitimalya eftir eitt mesta tónskáld Japana á síðustu öld, Toru Takem- itsu, Dauði og eldur – samræða við Paul Klee eftir Kínverjann Tan Dun og De amore eftir Finn Torfa Stef- ánsson. Steef van Oosterhout slag- verksleikari leikur einleik með hljómsveitinni í verki Takemitsus, en stjórnandi á tónleikunum verður Hermann Bäumer frá Þýskalandi. De amore – Um ástina De amore, verk Finns Torfa, er annar þáttur þriggja þátta hljóm- sveitarverks sem tónskáldið kallar Hljómsveitarverk V. Undirtitill verksins er Ljósir lokkar, og það er tileinkað mæðgunum Herdísi dóttur Finns og Sigfríði Björnsdóttur fyr- verandi eiginkonu hans. „Þetta er fyrst og fremst abstrakt tónlist þrátt fyrir nafnið,“ segir Finnur Torfi, „en það er rómantískur tónn í því.“ Rík- isútvarpið hefur þann hátt á að hljóð- rita prufuupptökur af íslenskum verkum. Fyrir nokkrum árum varð þetta verk Finns Torfa fyrir valinu, og annar þátturinn, De amore, var hljóðritaður. „Ég fékk svo auglýs- ingu í pósti um Masterprize tón- smíðakeppnina í Bretlandi, og ákvað að senda þeim nótur og þessa sýn- isupptöku Útvarpsins. Þetta er viða- mikil, alþjóðleg keppni sem hefur verið haldin í nokkur ár. Það er Breska útvarpið BBC sem er stærsti aðstandandi keppninnar, og þegar ég sendi mitt verk inn í fyrra, bárust í hana alls um 1.130 verk. Úr þeim fjölda voru valin tólf verk í undan- úrslit, og ég var svo lánsamur að mitt verk var þar á meðal. Seinna voru svo valin fimm verk í úrslit, og loks var vinningsverkið valið.“ Sigur- verkið í ár var In aeternam eftir ungt bandarískt tónskáld, Pierre Jalbert. „Mitt verk komst ekki lengra en í þessi tólf verka úrslit, en ég kemst kannski lengra næst. Kosturinn við þetta er sá að verkin sem komast í úrslit eru leikin í útvarpsstöðvum um allan heim, og mitt verk var hljóð- ritað af Útvarpshljómsveitinni í Búdapest í þeim tilgangi.“ Ófrumlegt að aðhyllast tískustrauma Finnur Torfi segir öll sín hljóm- sveitarverk hugsuð sem sinfóníur þótt hann kjósi fremur að kalla þau því hógværa nafni Hljómsveitar- verk. „Formið í verkunum er ekki hefðbundið sinfónískt form eða són- ötuform og þess vegna vel ég þessi einföldu nöfn á þau. De amore er byggt á tilbrigðaformi. Ég er með tvenns konar meginefni, sem eru andstæð og þeim er til breytt í gegn- um rás verksins. Ég legg mikið upp úr því í verkum sem ég hef samið síð- ustu ár að láta hljómfræðina virka sterkt. Ég er orðinn leiður á þessari alkrómatísku tónlist sem var svo vin- sæl uppúr 1960. Ég vil hafa hljóm- fræðina tiltölulega einfalda, þannig að hún sé ekki að fela neitt. Eins er með laglínur og hljóðfall; ég vil nota þessa grunnþætti tónlistarinnar þannig að þeir heyrist, en séu ekki faldir. Þetta er í mínum huga lang- krafmesta efnið sem til er í tónlist, þótt það sé gamalt, og ég hef engar áhyggjur af frumleikapælingum eins og þær voru á tuttugustu öldinni. Menn verða ekki frumlegir á kröft- um, eða með yfirlýsingum, eða rit- gerðasmíð. Ég held að frumleikinn komi af sjálfu sér ef menn eru heið- arlegir í því sem þeir eru að gera. Frumleikinn kemur sjálfkrafa, ef ég er maður til þess að vera frumlegur; ef ég er það ekki þá get ég ekki búið hann til. Þetta eru mín grundvallar- viðhorf. Ég hef heldur ekki áhyggjur af stíltegundum. Ég held að það hafi verið gamli Alfred Einstein sem skrifaði að frumleiki væri það að til- heyra engum stíl. Með því að aðhyll- ast einhverja tískustefnu er maður samkvæmt þeirri skilgreiningu ófrumlegur. Mjög krómatísk hljóm- fræði verður nánast illheyranleg af því hún er svo flókin – menn eru með alla tónana undir í senn; og ég held að sú tegund af tónlist eigi enga þró- unarmöguleika því tilhneigingin er sú að verkin verði öll eins. Ég hef heldur ekki trú á að menn geti samið verk sem endast lengi, sem byggjast bara á því að nota lit hljóðfæranna sem grunnefni, vegna þess að það er svo erfitt að búa til framvindu úr honum. Þetta getur auðvitað verið mjög smart og skemmtilegt, en eftir svolítinn tíma er maður bara búinn að heyra öll þessi litbrigði. Þetta er nú mín prívat skoðun, og það er kost- urinn við það að vera svona einangr- aður hér á Íslandi og útilokaður frá straumum alheimsins, að maður þarf ekkert að hafa áhyggjur af þessu, maður gerir bara það sem manni lík- ar best sjálfum.“ Finnur Torfi segir að þótt hugmyndin að baki verkinu sé rómantísk, þá sæki hann hvorki aðferðir né efnivið til rómantísku tónlistarinnar. „Þegar ég sæki eitt- hvað aftur í tímann, þá fer ég yf- irleitt lengra aftur, jafnvel til mið- alda. Ég held ég hugsi nú samt svolítið í anda klassíkeranna, en auð- vitað er ég mjög mótaður af módern- ismanum – það er partur af skóla- náminu og því sem hefur verið að gerast á síðustu áratugum.“ Verk verðlauna- tónskálda úr austri Annað verkið á efnisskrá tón- leikanna í kvöld, Dauði og eldur, er verk óskarsverðlaunahafans Tan Dun. Dun fékk Óskarinn fyrir tónlist sína við mynd Ang Lees, Skríðandi tígur, dreki í leynum, sem jafnframt fékk verðlaun sem besta erlenda myndin. Dun samdi verkið árið 1992 og eins og undirtitill þess, Samræða við Paul Klee, gefur til kynna var það samið undir áhrifum frá heimsókn tónskáldsins á sýningu á verkum svissneska málarans Pauls Klee í Metropolitan-safninu í New York. Lokaverkið á tónleikunum er Git- imalya, fyrir marimbu og hljómsveit, eftir Toru Takemitsu. Steef van Oosterhout sem leikur einleik í verkinu hefur starfað með Sinfóníuhljómsveitinni frá árinu 1991 en áður lék hann með ýmsum þekktum hópum í Hollandi og víðar. Hann lék einnig með flestum sinfón- íuhljómsveitum í Hollandi, þar með talið hinni heimsþekktu Concert- gebouw-hljómsveit í Amsterdam. Eins og fyrri tvö verkin á tónleik- unum ber þetta einnig undirtitil, sem er Söngvasveigur. Takemitsu samdi verkið árið 1974 fyrir japanska mar- imbuleikarann Michiko Takahashi, sem frumflutti það með Fílharmón- íusveitinni í Rotterdam undir stjórn Edos de Waart. Slagverkið er ekki eingöngu í einleikshlutverki því slag- verksdeild hljómsveitarinnar er óvenju vel útbúin í verkinu. Meðal þeirra hljóðfæra sem heyrast þar í eru gong frá Kína og Jövu og afrísk viðartromma. Ísland mætir austrinu á sinfóníutónleikum í Háskólabíói í kvöld Frumleikinn kemur sjálf- krafa ef menn eru heiðarlegir Morgunblaðið/Kristinn Finnur Torfi Stefánsson tónskáld. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnandinn Hermann Bäumer frá Þýskalandi og einleikari kvöldsins, Steef van Oosterhout slagverksleikari, bera saman bækur sínar. ÞÆR Sigrún Hjálmtýsdóttir söng- kona og Anna Guðný Guðmundsdótt- ir eru nýkomnar úr ferð til Peking í Kína þar sem þær héldu tónleika í stórum sal í gamla keisarahverfinu, Forboðnu borginni. Á efnisskrá tón- leika þeirra voru íslensk og norræn sönglög, lagaflokkurinn La regatta Venetiana eftir Rossini og óperu- aríur. Diddú segist varla vera lent – þetta hafi verið einstök ferð og ánægjuleg en landið hafi verið fram- andi og ólíkt því sem hún hafi áður séð þótt þær Anna Guðný hafi verið í mjög vernduðu umhverfi á ferð sinni. „Tónleikahöllin sem við héldum tón- leikana í var glæsileg, gerð alveg upp í fyrra. Þetta er annar af tveimur tón- leikasölum borgarinnar, hinn er Pek- ing Concert Hall, sem er ívið stærri. Salurinn var þéttsetinn Kínverjum, en við sáum líka talsvert af Vestur- landabúum. Það er mikill áhugi fyrir vestrænni músík í Kína – núna mega þeir hlusta á hana og njóta hennar og þeim finnst þetta allt greinilega mjög merkilegt. Kínverjarnir voru margir með sjónauka og greinilegt að þeir ætluðu að upplifa þetta alveg í botn. Svo komu til mín eftir tónleikana stelpur sem sögðust vera að læra söng og höfðu þá tekið alla tón- leikana upp á lítil tæki. Það sem er líka svo magnað við Kínverjana er að þeir eru heimsins mestu snillingar í að herma eftir. Þeir geta búið til ná- kvæmar eftirlíkingar af öllu. Ein þessarar stelpna hóf upp raust sína á einu af aukalögunum sem ég söng og hafði meira að segja náð fraseringum alveg eins og ég hafði gert, og hún Diddú í Kína Hvernig finnst þér ég syngja þetta? GUÐRÚN Ásmundsdóttir leikkona les upp úr bók sinni um Lómu í bóka- safni Garðabæjar í dag kl. 11-12. Sagan fjallar um tröllastelpuna Lómu sem kom til Reykjavíkur til að læra að lesa. Lóma er öðruvísi en aðrir og þess vegna geta krakkarnir í skólanum ekki stillt sig um að stríða henni. Lóma í Garðabæ BÖÐVAR Guðmundsson fjallar um væntanlega bók sína, Bréf Vestur-Ís- lendinga I, á bókakaffi Súfistans í verslun Máls og menningar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Þá mun Jón Karl Helgason velta upp spurning- unni hvort höfundur Njálu hafi verið breskur aðalsmaður, dönsk kvenrétt- indakona, bandarískur miðaldafræð- ingur eða íslenskur leikhússtjóri. Bókakaffi á Súfistanum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.