Morgunblaðið - 01.11.2001, Page 8

Morgunblaðið - 01.11.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VANÞEKKING embættismanna, mismunandi löggjöf og mismunandi túlkun á reglum veldur Norður- landabúum sem flytjast milli land- anna, eða búa í einu þeirra en vinna í öðru, miklum erfiðleikum. Þetta er óviðunandi ástand, nú fimmtíu árum eftir að formlegt samstarf landanna hófst, segir Ole Norrback aðalhöf- undur skýrslu um landamæra- hrindranir á Norðurlöndum sem verið er að vinna fyrir Norrænu ráð- herranefndina. Norrback kynnti bráðabirgðanið- urstöður sínar að viðstöddu fjöl- menni á Norðurlandaráðsþingi. Skýrslan á að verða tilbúin á næsta ári. Norrback sagði meðal annars að í upphafi skýrslugerðarinnar hefði hann búist við því að borgararnir á Norðurlöndum þyrftu meiri fræðslu, en í ljós hefði komið að það væru embættismennirnir, einkum þeir sem væru í daglegum samskiptum við fólk sem leitaði aðstoðar, sem þyrftu að vita meira. Aðkallandi vandamál Fram kom á fundinum að það er orðið enn meira aðkallandi en áður að leysa vandamál tengd mismun- andi löggjöf og reglum eftir opnun Eyrarsundsbrúarinnar. Margir Sví- ar og Danir, sem búa í öðru landanna en vinna í hinu, hafa lent í erfiðleik- um vegna ósamræmis í reglum sem snerta skatta, mismunandi stefnu í fjölskyldumálum og varðandi menntun. Sams konar vandamál hafa komið upp í Tornedalen, við landamæri Svíþjóðar og Finnlands, þar sem er mikill samgangur milli landanna. Fram kom í máli Norrbacks að þegar yfirvöld á Norðurlöndunum hefðu verið beðin um álit sitt á erf- iðleikum vegna mismunandi löggjaf- ar og reglugerða í þessu sambandi hefðu þau sagt að fá vandamál hefðu komið upp. Norrback sagði að at- hugun á stöðu einstaklinga, einkum á grundvelli upplýsinga sem fengist hefðu frá þeim sem leitað hefðu að- stoðar upplýsingamiðstöðvarinnar Halló Norðurlönd, sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni, hefði gefið allt aðra mynd. Upplýsinga- miðstöðinni er ætlað að hjálpa Norð- urlandabúum sem flytjast milli land- anna, eða sem af öðrum ástæðum þurfa upplýsingar um mismunandi reglur og löggjöf og um réttindi sín. Norrback leggur meðal annars til að hætt verði að gera tvíhliða eða svæðisbundna samninga milli Norð- urlandanna um réttindi þegnanna, því þá verði erfiðara fyrir einstak- lingana að hafa yfirsýn yfir gildandi reglur og vandamálin verði enn til staðar utan þeirra svæða sem þeir nái til. Flutningar fólks milli Norðurlanda ræddir á þinginu Vanþekking embættis- manna veldur erfiðleikum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Breyting á umferðarlögum tekur gildi í dag Handfrjáls farsímabúnaður skylda í akstri Í DAG tekur gildi súbreyting á umferðar-lögum að bannað er að tala í farsíma í akstri nema með handfrjálsum búnaði. Lagabreytingin var sam- þykkt á Alþingi síðastliðið vor, en viðurlög verða reyndar ekki tekin upp við brotum af þessu tagi fyrr en að ári. „Það er okkar hlutverk að kynna þessa breytingu og við höfum fengið ýmsa til samstarfs við okkur í því skyni, til dæmis Sím- ann og Sjóvá-Almennar. Sömuleiðis erum við að reyna að vekja athygli á því sem aðrir eru að gera; hverjir aðrir eru til dæmis með þessa hluti á boðstól- um,“ segir Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Um- ferðarráðs. „Með þessum lögum eru við að ganga í fótspor flestra annarra Evrópuþjóða. Á síðustu þremur til fjórum árum hafa slík lög tekið gildi þar, til dæmis á öllum Norð- urlöndunum nema Finnlandi, en þar hefur frumvarpið verið lagt fram á þingi.“ Hvað er nákvæmlega átt við með handfrjálsum búnaði? „Það er sá búnaður þar sem ekki þarf að ýta á takka heldur geta menn verið með tæki fast í eyranu eða fast í bílnum með há- talara og hljóðnema.“ En þótt notaður sé handfrjáls búnaður er varla tryggt að menn séu algjörlega með hugann við aksturinn. Væri ekki best að menn töluðu alls ekki í síma með- an þeir eru að keyra? „Jú, það væri öruggast en þarna er verið að fara ákveðinn milliveg. Það sem lögin gera ráð fyrir er að þeir sem kjósa að tala í síma eða hafa tilefni til þess, á meðan þeir eru að keyra, noti handfrjálsan búnað en við hvetj- um fólk auðvitað til að tala spart í síma því aksturinn kallar auðvitað á fulla athygli. Þetta atriði hefur verið gríðar- lega mikið í umræðunni, og er til dæmis meðal þeirra atriða sem fólk, sem hringir hingað til okkar hjá Umferðarráði, nefnir oftast með mikilli vandlætingu. Fólk er virkilega hneykslað á því hve margir keyra og tala í farsíma um leið og það er vissulega kveikjan að því að málið var tekið föstum tökum.“ Hafa verið gerðar rannsóknir á því hvort það að tala í síma í akstri skerði verulega aksturshæfni manna? „Það er vitað mál að menn gera frekar mistök í akstri ef þeir eru að tala í símann. Maður hefur orð- ið vitni að því að menn gleyma að stöðva við stöðvunarskyldu, gleyma að bíða við biðskyldu eða að huga að hættu frá hægri þegar þeir eru að tala í sím- ann; fremja sem sagt umferðarlagabrot, og brot á slíkum atriðum er oft ástæða umferð- aróhapps. Við vitum líka af tilvikum þar sem orðið hafa slys, jafnvel alvar- leg slys, þar sem að minnsta kosti mjög sterkur grunur leikur á að ökumenn hafi verið að tala í sím- ann; að það hafi að minnsta kosti verið meðal orsaka þess að slysið varð. Oft sér maður sérkennilegt aksturslag bíla í umferðinni og þá er býsna algengt að ökumenn séu að tala í símann.“ Heldurðu að það hafi aukist mikið að fólk tali í síma í akstri? „Það þarf ekki að vera lengi í umferðinni til að verða vitni að því að menn eru að tala í símann. Við viljum til dæmis leggja sérstaka áherslu á að kynna þessi nýju lög vegna öryggis atvinnubílstjóra; manna sem eru allan daginn í um- ferðinni. Þetta er því umferðarör- yggismál númer eitt, tvö og þrjú. Við hvetjum til dæmis fyrirtæki til að fá starfsmenn sína til að nota handfrjálsan búnað og þess eru dæmi að nánast allir þeir sem nota GSM-síma í fyrirtækjum séu með handfrjálsan búnað – hlutfallið er til dæmis 93% hjá Sjóvá-Almenn- um, og það sem upp á vantar er vegna þess að ekki er til hand- frjáls búnaður fyrir viðkomandi síma.“ Hvers vegna er beðið í heilt ár með að beita viðurlögum við um- ræddum brotum? „Með því erum við svolítið að höfða til skynsemi fólks og fá það til að venja sig á að nota búnað af þessu tagi. Kannski má segja að reynt sé að fara jákvæða leið með því að fara ekki strax í að refsa fólki fyrir að virða ekki viðkom- andi lög.“ Var eins staðið að málum þegar bílbeltin voru lögleidd á sínum tíma? „Já. Þá var sektarákvæðum reyndar ekki beitt fyrr en nokkr- um árum seinna og það gaf ekkert óskaplega góða raun. Nú er umþóttunartím- inn ákveðinn eitt ár og við vonum að það verði til þess að fólk fái sér búnaðinn. Ef lögreglan verður vör við að misbrestur sé á þessu bendir hún fólki á það með góðu að það sé að brjóta lög og hvetur það til að láta af athæfinu. Þess má geta að í tengslum við lagabreytinguna hefur verið opn- uð heimasíða á Netinu á okkar vegum. Slóðin er www.hand- frjals.is en á síðunni verða fjöl- breyttar upplýsingar um farsíma og umferðaröryggi.“ Sigurður Helgason  Sigurður Helgason er fæddur 1. október 1954 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og var síð- an við nám í sagnfræði og bóka- safnsfræði við Háskóla Íslands. Sigurður hefur starfað sem kennari og bókavörður, frétta- og dagskrárgerðarmaður og síð- ustu 14 ár hefur hann verið upp- lýsingafulltrúi Umferðarráðs. Sigurður er kvæntur Önnu B. Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Best væri að tala ekki í síma í akstri Ó, sú náð að eiga Stjána.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.