Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 35 SIGURGEIR Agnarsson heitir sellóleikari af yngri kynslóð sem gerði 6. svítu Bachs eftirminnileg skil á knéfiðlumóti í Langholtskirkju fyrir rúmu ári. Á sunnudag mætti hann til leiks með píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur sér við hlið í tveim verkum og Bryndísi Höllu Gylfadóttur (á 2. selló) í því fyrsta, dúói eftir Boccherini. Hinn sérkennilegi hálfmánalaga Hásalasalur hafði, í fyrsta sinn í minni undirritaðs, verið helmingað- ur með timburvegg og því aðeins eins og kvartmáni séð úr lofti. Spil- endur sátu uppi við vegg þenna og naut knéfiðlan sín mjög vel í skerta rýminu, enda hljómmikið fyrir. Öllu verr farnaðist píanóinu. Tónn þess varð harður og glymjandi, og var synd að skapmikill og skemmtilegur hljómborðsleikur skyldi að miklu leyti þurfa að lenda í handaskolum bara vegna hljómburðar. Hefði e.t.v. verið til bóta að færa slaghörpuna lengra frá veggnum og jafnvel láta teppi undir. Fyrst var þríþætt Sónata í C-dúr nr. 6 fyrir tvö selló eftir Luigi Boccherini, að líkindum æskuverk frá um 1770. Verkið var gætt la- grænum þokka en ekki djúprist að sama skapi, og einföld bassalína 2. sellós kom fyrir eyru líkt og cont- inuo eða fylgibassi þar sem vantaði sembal. Efri sellólínan lá aftur á móti víða hátt og virtúósískt, sér- staklega í lokaþætti, þar sem Sig- urgeir lék efst á als oddi af miklu ör- yggi, en í fjarveru hljómauppfyllingar – eða útfærðari bassalínu – varð verkið óhjákvæmi- lega heldur þunnildislegt. Þá var meira púður í Sellósónötu Beethovens Op. 102 nr. 1 frá mótum 2. og 3. sköpunarskeiðs eða 1815, til- einkaðri von Erdödy greifynju (sem Isabella Rossellini líkamnaði í ný- legri Beethovenkvikmynd, „Ástin ei- lífa“). Eftir himintæran sveimhuga inngang skall á fjörmikið Allegro vi- vace, sem líkt og samnefndur loka- þáttur var leikinn af tápmikilli snerpu, en – því miður – hin mörgu og slyngu hrynþrif Beethovens, langrytmískasta tónskáldsins í þýzkri klassísk-rómantík, fór allt of oft í graut af fyrrgreinum orsökum. „Solitaire“ fyrir selló án undir- leiks sem Hafliði Hallgrímsson samdi af staðgóðri þekkingu á möguleikum hljóðfærisins 1970 fyrir Gunnar Kvaran og endurskoðaði 1991, er trúlega ekki aðeins höfuð- verk innan sinnar greinar í íslenzk- um tónbókmenntum, heldur einnig í norrænum. Verkið er í fimm þáttum sem allir bera merki um frumleg efnistök og skáldlega andagift, enda þótt ögn standi á innblæstri í aðeins of löngum lokaþættinum. Sigurgeir fór hér víða á kostum. Eftir tjáningarþrungna Oration skóp hann mikla stemmningu í Serenade (II.) sem mótaður er af út- sjónarsamri notkun á strengjaplokki (pizzicato). Næturljóðið (Nocturne, III.) lýsti í myrkri af funheitri und- irglóð, og í Harmsöngnum (Dirge, IV.) var hnitmiðað gælt við dýna- míkina innan um draugalega flautu- tóna. Lokaþátturinn, sem þrátt fyrir nafnið („Jig“) er viðamikil smíð er teflir fram ólíku andrúmslofti, m.a. með knúsuðum klasahljómum, var sömuleiðis glimrandi vel leikinn, þó að héldi ekki sömu athygli þegar á leið og undangengnu þættirnir. „Le Grand Tango“, um 12 mín. langt verk fyrir selló og píanó frá 1982 eftir argverska bandóneonist- ann Astor Piazzolla (1921-92), er töluvert kröfuhart í flutningi, enda tileinkað rússneska knéfiðlusnill- ingnum Rostropovitsj. Sást það m.a. af nokkrum illkvittnislegum hæðar- stökkum sem heppnuðust ekki öll sem skyldi, og skyldi engan undra. Ágengir útkaflar stykkisins fóru heldur skár úr salarglymjandinni en Beethoven hvað píanóið varðar, og kom suðrænn blóðhitinn hvatlega fram af snörpum leik Steinunnar, þó að ætti stundum til að kaffæra selló- ið. Eftirminnilegri þótti manni samt hinn dreymandi hægi „milonga“- miðkafli, þar sem ljóðræna hliðin á Piazzolla blómstrar hvað hlýjast, og brást þar Sigurgeiri sízt bogalistin í líðandi angurværum sönglínum sell- ósins. Selló fyrir heitt og kalt TÓNLIST H á s a l i r Bochherini: Sónata nr. 6.* Beetho- ven: Sónata í C Op. 102,1. Hafliði Hallgrímsson: Solitaire. Piazzolla: Le Grand Tango. Sigurgeir Agn- arsson, selló; Steinunn Birna Ragn- arsdóttir, píanó. [Bryndís Halla Gylfadóttir, 2. selló*]. Sunnudaginn 28. október kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Sigurgeir Agnarsson Steinunn Birna Ragn- arsdóttir viðsjárverð. Einkum hvað snertir framtíðarplön og kvenfólk. Darren er skyni skroppinn ljúflingur og bingóstjórnandi á elliheimili; Wayne forheimskur, einbeittur meindýra- eyðir; J.D. löggiltur hálfviti, átvagl og skyndibitakúskur. Allir dá þeir söngvarann Neil Diamond útaf lífinu. Skyndilega er vináttan í uppnámi. Darren hefur kynnst Judith (Am- anda Peet), sálfræðingi, sem þolir ekki vini hans og þar sem hún er kvenskass hið versta lokar hún á Wayne og J.D. Þeir bregðast við á sinn forheimska hátt. Annars er lítið vit í að reyna að út- ÞRÍR aular, Darren (Jason Biggs), Wayne (Steve Zahn) og J.D. (Jack Black), hafa haldið hópinn frá barnsaldri. Nú eru þeir komnir um tvítugt og teljast í hópi fullorðinna – þótt sú veröld sé þeim framandi og skýra hvað gengur á í nýjustu aula- myndinni að vestan. Einu sinni voru þær sniðugar (Dumb and Dumber, Happy Gilmore), nú virðist sem aula- brandarabankar Hollywood séu komnir í gjaldþrot. Hér reyna menn að vera fyndnir með því að gera grín að kvendjöfli kvikmyndanna, „femme fatale“; Judith er mun klárari í kollinum en milljón veimil- títur á borð við þremenningana, auk þess er hún hámenntuð í austur- lenskum barrdagalistum og kýlir bjálfana í klessu. Gömul vinkona Darrens er við það að gerast nunna, sem er vitaskuld bráðfyndið, einn vinanna er hommi í skápnum og verður hrifinn af öldruðum ruðnings- þjálfara sínum (R. Lee Ermey), sem er fremur ógeðfellt, annað eftir því. Evil Woman á að vera yfirgengilega fyndin, verður yfirgengilega illþol- andi og álappaleg, en þrátt fyrir allt má hafa nokkurt gaman að Zahn og Black. Zahn er greinilega kominn til að vera, gamanleikari með fína tíma- setningu. Black er á svipuðum slóð- um, á enn möguleika á framhaldslífi í kvikmyndaiðnaðinum – ef hann tek- ur ekki að sér mörg hlutverk til við- bótar í þessum gæðaflokki. Þeir fá mann til að hlæja að muslinu og það er afrek útaf fyrir sig. Þeir fá stjörn- una. Ég gef Biggs hinsvegar í mesta lagi tvö ár til viðbótar (þ.e. American Pie 3 og 4). Gamli, góði Neil Dia- mond, hefur hann ekkert skárra að gera? Valkyrja og veimiltítur KVIKMYNDIR S m á r a b í ó , S t j ö r n u b í ó Leikstjóri: Dennis Dugan. Handritshöfundur: Hank Nelken. Tónskáld. J.B. Goode. Kvikmynda- tökustjóri: Arthur Albert. Aðalleik- endur: Jason Biggs, Steve Zahn, Jack Black, Amanda Peet, Amanda Detmer, R. Lee Ermey, Neil Diamond. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Columbia. 2001. EVIL WOMAN  Sæbjörn Valdimarsson BASSASÖNGVARINN Bjarni Thor Kristinsson er gestur Ís- lensku óperunnar í hlutverki Sar- astrós í Töfra- flautunni á sýningunum annað kvöld, föstudags- og laugardags- kvöld. Árið 1997 var Bjarni Thor ráðinn sem einn af aðalsöngv- urum Þjóð- aróperunnar í Vín. Hann sneri sér alfarið að lausamennsku árið 1999 og hefur sungið víða eftir það, m.a. við Parísaróperuna, Teatro Massimo á Sikiley og Teatro Filarmonico í Verona. Á næstu mánuðum syng- ur Bjarni m.a. í Berlín, Vín, Chic- ago, Flórens og París. Bjarni Thor syng- ur í Töfra- flautunni Bjarni Thor Kristinsson D A U Ð A D A N SI N N eftir August Strindberg á Litla sviði Borgarleikhússins kl. 20.00 fimmtudag og laugardag Leiklestur á Kröfuhöfum laugardag kl. 17.00. „Erlingur Gíslason dró upp stórskemmtilega mynd af persónu sinni“ Sveinn Haraldsson í Mbl. um Dauðadansinn í Borgarleikhúsinu DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.