Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BORGARSTJÓRI, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, segist sjá nokkur vandkvæði á því að verða við ósk fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borg- arráði um að borgarendurskoðandi geri yfirlit yfir fjárhagsstöðu Línu.- Nets hf. M.a. var óskað eftir upp- lýsingum um fjármálaleg samskipti fyrirtækisins og Orkuveitu Reykja- víkur. Ingibjörg Sólrún segir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa óskað eft- ir svipuðum upplýsingum í byrjun október. Málið snúi annars vegar að Orkuveitunni og hins vegar að Línu.Neti, sem sé hlutafélag. Þó að borgin sé meirihlutaeigandi verði að taka tillit til annarra hluthafa. Af þeim ástæðum sé erfitt að verða við öllum þessum óskum. Borgin ráði þessu ekki ein, aðrir aðilar eigi einnig hagsmuna að gæta og rétt- arstöðu þeirra þurfi að tryggja. „Ég get ekki tekið einhliða ákvörðun um það, eða þá skrifstofa borgarstjórnar og forstjóri Orku- veitunnar, hvað hlutafélagið Lína.- Net lætur þessu fólki í té af upplýs- ingum. Stjórn Línu.Nets getur tekið þá ákvörðun. Hins vegar er verið að taka saman, á vegum for- stjóra Orkuveitunnar, þær upplýs- ingar sem lúta að samskiptum við Línu.Net. Þær upplýsingar fær Vil- hjálmur, eins og hann bað um,“ seg- ir Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að fram- kvæmdastjóri Línu.Nets hafi ítrek- að reynt að ná sambandi við fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn til að kynna þeim stöðu fyrirtækisins. „Mér finnst það dálítið mótsagna- kennt að vera stöðugt að óska eftir upplýsingum með þessum hætti í gegnum borgarkerfið en sinna svo ekki skilaboðum frá framkvæmda- stjóranum, sem eru í samræmi við samþykktir stjórnar Línu.Nets, að bjóða minnihlutanum til fundar til að upplýsa hann,“ segir Ingibjörg Sólrún. Pólitísk ákvörðun að láta fyrirtækið ekki í friði Aðspurð hvort yfirlit um fjár- hagsstöðu Línu.Nets og samskiptin við Orkuveituna ættu ekki að hreinsa andrúmsloftið í kringum fyrirtækið segir borgarstjóri það virðast engu skipta hvað sagt sé og gert af hálfu stjórnenda Línu.Nets og Orkuveitunnar. Tekin hafi verið um það pólitísk ákvörðun að láta fyrirtækið ekki í friði. Þegar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar geti menn unnið mikinn skaða, dæmin sanni það og nefnir Ingibjörg Sól- rún Hafskipsmálið forðum daga. „Varðandi Línu.Net er talað um að ausið sé úr sjóðum og jafnvel tal- að um fjárglæfra í því sambandi. Menn sem þannig tala ættu að líta sér nær. Þeir settu í Perluna 2 til 2,5 milljarða króna úr opinberum sjóðum. Þessi fjárfesting þeirra hef- ur kostað skattgreiðendur um 600 milljónir í rekstri á umliðnum árum. Þar er bara verið að tala um nettó- kostnað af Perlunni, sem er í bull- andi samkeppni við annan veitinga- rekstur. Í Línu.Neti er þó verið að leggja ákveðið grunnkerfi um borg- ina sem skapar forsendur fyrir samkeppni á sviði fjarskipta,“ segir Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri telur tormerki á að veita yfirlit um stöðu Línu.Nets Tryggja þarf réttarstöðu ann- arra hluthafa ÍSLENSKUR og norskur arkitekt sem starfa í Björgvin hafa ásamt samstarfsmönnum teiknað yf- irbyggða skíðamiðstöð sem reisa á í miðborg London. Verður byggingin alls 15 þúsund fer- metrar og skíðasvæðið þar af um 9 þúsund fermetrar með yfir 60 m háum brekkum og landslagi og verður snjó dreift yfir brekk- urnar úr snjóframleiðsluvélum í þakinu. Norski arkitektinn Eilif B. Lund í Björgvin er aðalhönnuður miðstöðvarinnar. Með honum að verkinu hefur unnið íslensk kona hans, Guðrún Elísabet Stef- ánsdóttir en hún er að aðalstarfi yfirarkitekt Björgvinar. Sam- starfsmenn Eilifs B. Lund á arki- tektastofu hans unnu einnig að verkinu. Hefur hönnunar- og teiknivinnan staðið í hálft annað ár. Kostnaður við framkvæmdina er ráðgerður um tveir milljarðar íslenskra króna en gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í nóvember 2002. „Það verður að opna svona miðstöð að haustlagi þegar menn eru tilbúnir að huga að skíðaiðkun,“ sagði Eilif B. Lund í samtali við Morgunblaðið og sagði að fjármagn í verkið kæmi frá Bretum, Norðmönnum og Svisslendingum. Hann sagði þessa miðstöð vera fyrstu sinnar tegundar í Englandi en kvaðst vita um þrjár slíkar í Þýskalandi og Hollandi. Svona miðstöð hefði hins vegar ekki verið reist í miðri stórborg áður. Skíðasvæðið tekur yfir rúman helming hússins og þar eru eins og fyrr segir brekkur og verður einnig komið fyrir skíðalyftu. Þá verða í húsinu veitingastaðir fyr- ir um 500 manns og geta gestir notið útsýnis yfir skíðasvæðið úr sætum sínum og segir Eilif eðli- legan stofuhita verða á veit- ingastöðunum en hitinn á skíða- svæðinu verði rétt undir frostmarki. Hugmyndin er að reka miðstöðina allt árið og að menn geti stundað skíðaíþróttina jafnt um hásumar sem miðjan vetur. Norsk-íslensk arkitektahjón sem starfa í Björgvin Teiknuðu skíðahöll sem reisa á í London FRÁ og með degin- um í dag verður óheimilt að nota far- síma án handfrjáls búnaðar við akstur. Tekur þá gildi breyt- ing á umferðarlögum sem samþykkt var á Alþingi sl. vor. Öku- menn fá hins vegar aðlögunartíma og ekki verður farið að sekta fyrir brot á lögunum fyrr en að ári liðnu. Ákveðið var síð- astliðið vor að setja í umferðarlög ákvæði um að ekki megi nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur enda sýndu rannsóknir, svo ekki varð um villst, að notkun þeirra eykur mjög hættu í umferðinni og dregur úr færni ökumanns til að stjórna bifreið. Sektin mun nema að minnsta kosti fimm þúsund krónum Var talið nauðsynlegt að setja slík lög enda hefur notkun farsíma aukist gífurlega hér á landi hin síðari ár. Eru í dag um 210 þúsund GSM-farsímanúmer virk og rétt um 200 þúsund SMS-skilaboð eru send á degi hverjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Umferðarráði. Hvetur Umferðarráð einstak- linga til að kynna sér það fjöl- breytta úrval sem í boði er af hentugum handfrjálsum búnaði og bendir m.a. á að Síminn veitir 30% afslátt af handfrjálsum búnaði fyrstu vikuna í nóvember. Eins og áður segir fá menn að- lögunartíma að breyttum lögum að því leytinu til að ekki verður farið að refsa mönnum fyrir brot á þeim fyrr en að ári liðnu. Má gera ráð fyrir því, að þegar refsiákvæði taka gildi 1. nóvember 2002 verði menn sektaðir um a.m.k. fimm þúsund krónur og byggist það á þeirri sektarreglugerð í umferð- arlögum sem fyrir hendi er. Notkun farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar bönnuð frá og með 1. nóv. Ekki byrjað að sekta fyrr en að ári liðnu Nú þurfa menn að nota handfrjálsan búnað, sem þann sem sjá má á myndinni, hyggist þeir tala í farsímann undir stýri. Morgunblaðið/Kristinn BROTIST hefur verið inn í fyrirtæk- ið Glóey í Ármúla tvo daga í röð nú í víkunni og stolið ýmsum verðmæt- um. Ekki er talið ólíklegt að sömu aðilar hafi verið að verki í bæði skipt- in. Tilkynnt var til lögreglunnar um innbrot á þriðjudagsmorgun þar sem gluggi hafði verið brotinn og skemmdir unnar innandyra. Í gær- morgun var að nýju tilkynnt um inn- brot á sama stað þar sem skiptimynt var stolið auk tveim tölvum. Brotist inn á sama stað tvo daga í röð FANGAVERÐIR á Litla-Hrauni fundu í fyrrinótt 36 skammta af LSD í klefa fanga á svokölluðum fyrirmynd- argangi í fangelsinu. Í öðrum klefa fannst efni sem grunur leikur á að sé ólöglegt en ekki er enn ljóst um hvaða efni er að ræða. Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að leitin í klefunum hafi verið mjög ít- arleg. Fangaverðir hafi t.a.m. flett hverri einustu síðu í þeim bókum sem voru inni í klefunum. LSD-skammt- arnir fundust faldir í kili einnar bók- arinnar. Leitin í klefanum fór fram eftir að grunur um fíkniefnamisferli vaknaði. Aðspurður hvort fíkniefnaneysla sé algeng í fangelsinu segir Þorsteinn að fangelsismálayfirvöld viti ekki hversu víðtæk neyslan sé en hún sé til staðar. Litla-Hraun 36 LSD- skammtar í bókarkili ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.