Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ESSÓ-stöðvarnar Gildir 1.–30. nóv. nú kr. áður kr. mælie. Nói, Tröllatópas, saltlakkrís, 60 g ............ 99 115 1.650 kg Nói, Risa Tópas, 60 g ............................. 99 115 1.650 kg Nói, Eitt sett, 23 g ................................. 49 65 2.140 kg Nói, Tromp, innpakkað, 20 g................... 25 35 1.250 kg Kexsmiðjan, vínarbrauð, 300 g ............... 329 380 1.100 kg Trópí appelsínu, 330 ml ......................... 95 110 288 ltr 11–11-búðirnar Gildir 1.–12. nóv. nú kr. áður kr mælie. Búrfells grillborgarar 4 stk. m/brauði....... 199 349 516 kg Stjörnu paprikustjörnur, 90 g .................. 2 fyrir 1 378 952 kg Myllu heimilisbrauð ............................... 111 236 144 kg Maryland kex, 33% extra ........................ 99 139 495 kg Honeynut Cherrios + pez kall .................. 2 fyrir 1 339 427 kg Fersk kjúklingalæri m/legg ..................... 449 1.024 449 kg SS grísahnakki, 25% afsl. á kassa .......... 1.101 1.468 1.101 kg Ísl. kartöflur .......................................... 89 149 89 kg HAGKAUP Gildir 31. okt–7. nóv. nú kr. áður kr. mælie. Maxwell House kaffi, 500 g .................... 359 409 718 kg Góu lakkrísfiskar, 400 g ......................... 249 309 623 kg Chick. Tonight, Sizzle&Stir sósa, 500 g .... 319 369 638 kg Gourmet lambalæri, kryddað .................. 1.169 1.461 1.169 kg Findus réttir, 500 g ................................ frá 359 nýtt 718 kg Íslandsfugl úrb. kjúkl.br. ófr. ................... 1.389 1.985 1389 kg NETTÓ Gildir frá 1. nóv meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Jarðarber, 250 g box.............................. 149 284 596 kg BBQ hot wings ...................................... 399 696 399 kg Nettóís súkkulaði, 3 l ............................. 399 499 133 ltr Nettóís vanillu, 3 l ................................. 399 499 133 ltr Goða pylsur, 10 st. ................................ 599 799 599 kg Bautab. Bayonne-skinka ........................ 898 1.198 898 kg Skólaostur ............................................ 674 899 674 kg SELECT-verslanir Gildir 1.–14. nóv. nú kr. áður kr. mælie. Freyju lakkrísdraumur, stór ..................... 79 110 Toms súkkulaðistykki, 28 g, 4 teg............ 49 65 Pingvin lakkrísstangir, 27 g..................... 35 45 Findus pan buff m/lauk, 400 g............... 229 435 Findus schnitz. cordon bleu, 400 g ......... 239 449 10-11-búðirnar Gildir 1.–11. nóv. nú kr. áður kr. mælie. Kjörís 1 l van./súkk/jarðarb. .................... 2 fyrir 1 359 359 ltr Pringles snakk 200 g + Coke 1l ................ nýtt 299 Homeblest kex, blátt, 200 g ..................... 89 159 445 kg Nammibar, 50% afsl. við kassa ................ 645 1.290 645 kg Rally Hershey’s súkkulaði......................... 59 nýtt 944 kg Ferskar kjötvörur UN1 roastbeef................ 1.399 1.998 1.399 kg Ferskar kjötv. svínarif matr. 20% afsl. ........ 798 998 798 kg UPPGRIP-verslanir OLÍS Nóvembertilboð nú kr áður kr. mælie. Egils orka 0,5 ltr. ................................... 129 150 258 ltr Kaffi Gevalia, 250 g............................... 165 195 660 kg Läkerol, 3 teg. ....................................... 65 85 65 pk. ÞÍN VERSLUN Gildir 1.–7. nóv. nú kr. áður kr. mælie Bayonne-skinka..................................... 1.038 1.298 1.038 kg Kartöflusalat, 425 g............................... 226 282 519 kg Toro ítölsk grýta, pottréttur ...................... 179 227 179 pk Toro kjúklingagrýta, pottréttur ................. 169 nýtt 169 pk Toro pastaréttir ...................................... 149 187 149 pk. Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Svínakjöt víða á tilboðsverði. Fersk kjúklingalæri og ís á hálfvirði. VERSLANIRNAR 10–11 og 11–11 fagna tíu ára starfsafmæli um þessar mundir og verður ýmislegt á seyði næstu daga af því tilefni í búðum þeirra. Sigurður Teitsson, framkvæmdastjóri 11– 11, nefnir tilboð og kynningar í verslunum fyrirtækisins, sem og matarkörfur sem gefnar verða í samvinnu við Bylgjuna. Fram- kvæmdin er þannig að Bylgjubíllinn heimsækir eina af verslunum 11–11 á hverjum virkum degi frá 1. til 16. nóvember þar sem lán- sömum viðskiptavini verður síðan afhent matarkarfa að andvirði 11.000 eða 111.000 krónur. Sigurður segir að verslanir 11–11 hafi dafnað undanfarin ár og séu nú orðnar 20 talsins. „Þrettán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, tvær á Austurlandi og fimm á Suður- landi að Vestmannaeyjum meðtöldum. Heitt verður á könnunni í verslunum 11–11 og eru allir velkomnir,“ segir Sigurður að lok- um. Kaffi, meðlæti og Kýpurferð „Verslanir 10–11 verða tíu ára hinn 10. nóvember og segir Guð- mundur Gíslason innkaupastjóri að afmælisveislan hefjist á morg- un, föstudag, með tilboðum og ljúki 11. nóvember. Veislan sjálf nær hámarki sjálfan afmælisdaginn,“ segir Guðmundur jafnframt, „og verður viðskiptavinum boðið upp á kaffi og með því þann dag. Afmælisleikur 10–11 byrjar jafnframt sama dag, það er 10. nóvember, og geta allir viðskiptavinir verslananna tekið þátt í honum. Vinningurinn er tveggja vikna ferð til Kýpur og þeir sem vilja taka þátt koma og versla hjá 10–11, setja nafn og símanúmer á kassastrimilinn og setja hann því næst í þar til gerðan kassa. Strimill vinningshafa verður síðan dreginn út í beinni útsendingu á FM 95,7 10. nóvember. Því oftar sem verslað er því meiri mögu- leikar eru á að vinna,“ segir Guðmundur að endingu. Danskir dagar í sjötta sinn hjá Nóatúni Sólmundur Oddsson markaðsstjóri greinir frá dönskum dög- um í verslunum Nóatúns 1.–11. nóvember, sem nú er efnt til í sjötta sinn. Sólmundur segir að myndast hafi hálfgerð „karnival“- stemmning í verslunum Nóatúns á dönskum dögum til þessa en yfirleitt er efnt til þeirra á haustin. „Á dögunum var gerð verð- könnun á okkar vegum í Danmörku og við getum glatt við- skiptavini okkar með því að verðið hjá okkur verður í mörgum tilfellum lægra en er fyrir sams konar vöru í dönskum versl- unum. Á dönskum dögum verður mikið úrval af dönskum vörum á boðstólum eins og gefur að skilja og vörum sem tengj- ast danskri matargerð,“ segir hann. Svínakjöt verður á tilboðsverði á dönskum dögum, sem og þurr- og niðursuðuvara, gos, léttöl og fleiri vörur, sem allar verða á sérstöku verði,“ segir Sólmundur ennfremur. „Við munum að sjálfsögðu bjóða upp á pörusteik og heita lifrarkæfu, eða ekta danska leverpostej, sem ábyggilega á eftir að gleðja marga viðskiptavini. Auk tilboðanna verða kynningar á dönskum vörum í verslunum Nóatúns alla dagana og þær verða jafnframt skreyttar og með dönsku yfirbragði,“ segir Sólmundur. Tilboðsverð á svínakjöti lægra en í Danmörku Nóatún lét kanna verð á eftirtöldum tilboðsvörum í Super Brugsen í Danmörku og er niðurstaðan sem hér segir. Verð á svínalundum er 1.750 krónur kílóið í Danmörku, en 1.498 á til- boðsdögum Nóatúns, kótilettur á 899 krónur hér, danskt verð 1.237 krónur, svínasíða kostar 399 krónur á tilboðsverði í Nóa- túni, en kostar 587 krónur í Brugsen, svínabógur er einnig á 399 krónur hér, en 487 krónur í Danmörku, svínalæri á 539 krónur hér, en 737 krónur í Danmörku, svínagúllas á 989 krón- ur hér, en 1.250 krónur ytra, svínasnitsel á 998 krónur í Nóa- túni en 1.250 krónur hjá Brugsen og hryggur með pöru kostar 799 krónur á dönskum dögum en 1.061 krónu í Danmörku. Matarkörfur og afmælis- leikur með verðlaunaferð Tíu ára afmælisveisla hjá 10–11- og 11–11-verslununum Morgunblaðið/Þorkell Nóatún efnir til danskra daga 1. til 11. nóvember. ATHYGLI lesenda er vakin á því að helgartilboð verslana taka ýmist gildi á fimmtudögum eða föstu- dögum og standa jafnframt mislengi. Í sumum til- fellum standa þau meðan birgðir endast. Gildistími tilboða er mis- munandi í verslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.