Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 15 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heill- andi borgar. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 5. nóvember á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnis- ferðir meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850 Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Gildir eingöngu 5. nóv., 3 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Aðeins 28 sæti 2 fyrir 1 til Prag 5. nóvember frá kr. 16.850 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Á FJÓRÐA hundrað keppenda, nemendur og starfsfólk, tók þátt í hinu árlega Brunnárhlaupi, sem er hlaupa-, skokk- og göngukeppni milli framhaldsskólanna VMA og MA. VMA hafði betur í fjölda kepp- enda, enda mun fleiri nemendur þar en í MA. Rúmlega 200 keppendur mættu til leiks frá VMA og um eitt hundrað MA-ingar. Sigurvegar- arnir í karla- og kvennaflokki komu aftur á móti frá MA, þau Sigurður Bjarklind kennari og Jóhanna Hauksdóttir nemandi. Aðstæður voru frekar leiðinlegar, snjóbylur og frekar kalt í veðri, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Morgunblaðið/Kristján Það var létt yfir keppendum í Brunnárhlaupinu þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður. Tvöfaldur sigur MA Árlegt Brunnárhlaup Verkmennta- og Menntaskólans KAÞÓLSKA KIRKJAN: Allra heil- agra messa kl. 18 í dag, fimmtudag- inn 1. nóvember, í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. Kirkjustarf DR. HJALTI Hugason flytur erindi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 1. nóv- ember, kl. 20.30. Erindið fjallar um lýðræðið í kirkjunni og mun Hjalti m.a. koma inn á spurninguna um hvort aðskilnaður ríkis og kirkju sé tímabær. Eyjafjarðarprófastsdæmi efnir til fundarins. Lýðræði í kirkjunni UNDIRSKRIFTALISTAR með nöfnun 475 foreldra voru afhentir bæjarstjóranum á Akureyri í vikunni, þar sem mótmælt er hækkunum á leikskólagjöldum, bæði þeirri sem varð 1. júlí sl. og fyrirhugaðri hækkun þann 1. janúar nk. Foreldrar leik- skólabarna fara jafnframt fram á að bæjaryfirvöld endurskoði ákvarðanir sínar varðandi hækkanir á leikskóla- gjöldum og vænta viðbragða fyrir 15. nóvember nk. Foreldrarnir benda á að breytingar á gjaldskrá hafi verið frá því að vera lækkun upp á rúm 16% upp, í 30% hækkun. Þá sé fyrirhuguð 8% hækk- un í viðbót og því sé mesta hækkunin upp undir 38%. Foreldrarnir segja það vissulega jákvætt að gjöldin lækki í einhverjum tilvikum en benda á að lækkunin eigi eingöngu við 4 og 4,5 klst vistun fyrir einstæða foreldra eða þar sem báðir foreldrarnir séu í námi og að ekki séu margir sem geti nýtt sér þennan flokk. Foreldrar leikskólabarna gera sér fulla grein fyrir því að kostnaður við rekstur leikskóla sé mikill og ein- hverjar hækkanir því nauðsynlegar en telja þá hækkun sem varð 1. janúar sl. nægilega. Frekari hækkanir en þar komi fram séu ekki í nokkru sam- ræmi við launaþróun í landinu. Leik- skólagjöld séu mjög stór þáttur í út- gjöldum barnafjölskyldna og því raski svona hækkanir fjárhagsramma heimilanna verulega. Þá vilja foreldrarnir vekja athygli á því að þessar hækkanir séu ekki til þess fallnar að laða barnafjölskyldur til bæjarins eins og sé þó markmið bæjaryfirvalda. Fjórar hækkanir á því kjörtímabili sem er á senn á enda, þar af þrjár á einu ári, séu ekki til þess fallnar að freista ungs fólks með börn til þess að setjast að í bænum. Mótmæla hækkun leik- skólagjalda HAFDÍS Finnbogadóttir frá Náms- gagnastofnun kynnir námsvefinn Lífsferlar í náttúrunni og notkun hans í kennslu í dag, fimmtudaginn 1. nóvember. Fyrirlesturinn verður fluttur í Háskólanum á Akureyri/Sólborg, stofu L-203, kl 16:00 18:00. Lífs- ferlar í náttúrunni er gagnvirkt námsefni í náttúrufræðum sem einkum er ætlað 1. – 4. bekk grunn- skóla. Í námsefninu læra nemendur að þekkja nokkrar tegundir lífvera og kynnast ólíkum lífsferlum þeirra á gagnvirkan og skemmtilegan hátt. Lífsferlar í náttúrunni STÓRVIRKAR vinnuvélar eru fyrir- ferðarmiklar á knattspyrnuvöllum Þórs við Skarðshlíð þessa dagana en þar standa nú yfir gríðarlega um- fangsmiklar jarðvegsframkvæmdir í tengslum við byggingu fjölnota íþróttahússins á svæðinu. Jarðvegs- framkvæmdir hófust strax eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að húsinu á dögunum og hefur íþróttasvæðið tekið miklum breytingum síðustu daga. Stórir og öflugir vörubílar, þ.e. tíu dráttarbílar með malarvagna og þrjár svokallaðar Búkollur, eru notaðir við efnisflutningana en bæði er verið að keyra mold úr byggingarstæðinu og möl á staðinn. Alls þarf að keyra 25-30 þúsund rúmmetra af mold í burtu og 20-22 þúsund rúmmetra af möl á svæðið. Moldin er þó aðeins færð til innan svæðisins þar sem malarvöllur Þórs og svæði sunnan hans verða hækkuð upp og tyrfð. Fyrirtækið GV gröfur ehf. á Akureyri er undirverk- taki Íslenskra aðalverktaka hf. við jarðvegsframkvæmdirnir og vegna umfangs verksins hefur fyrirtækið fengið til liðs við sig vörubíla allt frá Raufarhöfn og vestur til Sauðár- króks. Eftir að jarðvegsvinnu lýkur nú í haust verður gert hlé á fram- kvæmdum þar til næsta vor en þá verður hafist handa við uppsteypu hússins, sem á að verða tilbúið til notkunar í desember á næsta ári. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil bylting nýja fjölnotahúsið verður fyrir þá sem stunda knattspyrnu og frjáls- ar íþróttir í bænum. Aftur á móti mun verða þröngt um knattspyrnumenn Þórs á svæðinu á meðan þessar miklu framkvæmdir standa yfir. Morgunblaðið/Kristján Gríðarlegar jarðvegsframkvæmdir standa nú yfir á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð, í tengslum við byggingu fjölnota íþróttahússins, og eru notaðar stórvirkar vinnuvélar til verksins. Stórvirkar vinnuvélar á knattspyrnuvöllunum SIGMUNDUR Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri Matbæjar ehf. hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Norðlenska ehf. Hjá félaginu verða starfandi tveir framkvæmda- stjórar, en fyrir er starfandi Jón Helgi Björnsson. Á næstu vikum er fyrirhugað að skipta félaginu í tvö meginsvið, þ.e. svið er lýtur að vinnslu og annað er lýtur að slátrun. Ákveðið hefur verið að Sigmundur muni sinna framkvæmdastjórn á sviði vinnslu en Jón Helgi á sviði slátrunar. Norðlenska ehf. varð til við sam- runa Kjötiðju K.Þ. og Kjötiðnaðar- stöðvar KEA á miðju ári 2000. Í ársbyrjun sameinaðist Nýja Bauta- búrið hf. félaginu auk þess sem Norðlenska keypti kjötvinnslur Kjötumboðsins hf. (áður Goði hf.) í júlíbyrjun. Umfang félagsins hefur vaxið mikið frá stofnun þess og er áætluð ársvelta félagsins tæpir 3 milljarðar króna. Félagið starfrækir fjórar kjöt- vinnslur á Húsavík, Akureyri, Borg- arnesi og í Reykjavík auk þess að reka sláturhús á Húsavík, á Akur- eyri og í Borgarnesi. Á þriðja hundrað stöðugildi eru hjá Norð- lenska. Sigmundur hefur verið fram- kvæmdastjóri Matbæjar frá stofnun þess og þar áður framkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA. Sigmundur er iðnrekstrarfræðingur frá Háskólan- um á Akureyri. Hann er kvæntur Önnu Lilju Stefánsdóttur og eiga þau einn son, Stefán Einar. Sigmundur E. Ófeigs- son til Norðlenska Morgunblaðið/Þorkell Guðjón Stefánsson og Sigmundur E. Ófeigsson verða framkvæmda- stjórar hins sameinaða félags. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.