Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 61

Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 61 EPLADAGUR Kvennaskólans verður haldinn í dag fimmtudaginn 1. nóvember. Kennsla fellur niður eftir hádegi í dag og fá allir nem- endur epli. Þá verður hæfileika- keppni. Dansleikur verður á Brodway kl. 23 – 3, segir í frétta- tilkynningu. Epladagur Kvennaskólans NÝJAR víddir hafa ákveðið að láta hluta af andvirði jólakorta- sölu sinnar í ár renna til Krabba- meinsfélags Íslands. Fyrirtækið er með þeim stærstu á þessum markaði og býður fjölbreytt úrval korta, með megináherslu á fal- legar landslagsmyndir. Jólakort Nýrra vídda eru seld í öllum helstu ritfangaverslunum landsins en einnig býðst fyr- irtækjum að fá kort með sérstakri innáprentun. Getið er um stuðn- inginn við Krabbameinsfélagið annað hvort inni í kortinu eða á ytri umbúðum. Það kemur fram í frétt frá Krabbameinsfélaginu að framlag- inu til félagsins verður varið til að styðja verkefni sem koma krabba- meinssjúklingum og samtökum þeirra til góða, segir í frétta- tilkynningu. Krabba- meinsfélagið styrkt með jólakortasölu Daði Harðarson, framkvæmdastjóri Nýrra vídda, og Guðrún Agnars- dóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, með nokkur jólakortanna. TUNGLSKINSGANGA hjá Útivist í dag fimmtudag 1. nóvember. Geng- ið verður af stað frá Kolviðarhóli kl. 20. Gengið m.a. að Draugatjörn. Far- arstjóri verður Gunnar Hólm Hjálm- arsson. Jeppadeild Útivistar ætlar í sam- vinnu við Arctic Trucks að standa fyrir stjörnuskoðun á Skálafelli eða í hlíðum þess, í dag, fimmtudag. Mæting hjá Arctic Trucks í Kópa- vogi kl. 19.30 og ekið af stað að Skálafelli um kl. 20.15. Fararstjóri verður Viðar Örn Hauksson. Tunglskinsganga hjá Útivist 70 ÁR verða liðin frá vígslu Héraðs- skólans í Reykholti 7. nóvember nk., sem á sínum tíma hafði mikla þýð- ingu fyrir menntun og uppbyggingu atvinnulífs á Vesturlandi. Þessara tímamóta verður minnst af Snorra- stofu með dagskrá laugardaginn 3. nóvember kl. 14-16, í hátíðarsal gamla skólans, sem ber yfirskriftina ,,Draumur um nýja tíð“. Áhersla verður lögð á að kynna þjóðfélagslegar forsendur stofnunar skólans á sínum tíma, ásamt því að rætt verður um upphaf skólastarfs. Fyrirlesarar verða: Ívar Jónsson, Jón Þórisson og Guðjón Friðriksson. Stjórnandi dagskrárinnar verður Þórunn Reykdal. Aðgangur er ókeypis. Gamla Héraðs- skólans minnst ÞEMAÐ sem unnið er út frá á þema- viku Seljaskóla er vinátta og slagorð vikunnar er „Virkur vinur“. Á morg- un verður dagskrá í skólanum frá kl. 10–13.30 þar sem nemendur sýna verkefni sín á göngum skólans og sýna atriði í samkomuhúsi og íþróttahúsi skólans. Foreldrar eru þá boðnir sérstaklega velkomnir og öllum verður boðið upp á vináttu- köku og drykki. Þemavika í Seljaskóla MINNINGARATHÖFN verður haldin í kirkjugarðinum við Suður- götu í Reykjavík föstudaginn 2. nóv- ember kl. 12 við minnismerki sem reist var í minningu franskra sjó- manna sem fórust við Íslandsstrend- ur á fyrri hluta síðustu aldar. Sendi- herra Frakklands á Íslandi, Louis Bardollet, mun leggja blómsveig við minnismerkið í nafni franska ríkis- ins. Minnismerkið var reist árið 1952 af Íslendingum til minningar um hin miklu samskipti við frönsku fiski- mennina er komu hér í áratugi á skútum sínum til þorskveiða. Franskra sjómanna minnst GUÐFRÍÐUR Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum í Norræna húsinu kl. 12 í dag fimmtudaginn 1. nóvember. Í þessu rabbi verður sögð saga af 17. aldar heimspeki. Saga þar sem fem- ínísk fræði nútímans geta leitað í 350 ára gamla sjóði til að grafa undan þeirri tvíhyggju sem við svo oft rekj- um til þessa tíma, segir í fréttatil- kynningu. Geta konur verið vinir? SAMTÖKIN Beinvernd á Suður- landi halda fræðslufund í dag fimmtudag í Félagsheimilinu Tíbrá á Selfossi kl. 20. Björn Guðbjörnsson, gigtarlæknir, flytur erindi. Allir eru velkomnir og boðið verð- ur upp á veitingar. Fræðslufundur um beinvernd HEIMDALLUR mun standa fyrir stjórnmálafundi um ríkisstyrkta menningu í dag, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 21 á efri hæð Kaffi Reykjavíkur. Framsögumenn verða: Haukur Þór Hauksson, Magnús Geir Þórðarson og Sigfús Ólafsson. Allir velkomnir. Fundur um ríkisstyrkta menningu ODDUR Sigurðsson, jarðfræðingur heldur fyrirlestur í Þjóðgarðinum Skaftafelli laugardaginn 3. nóvem- ber kl. 14 og stendur hann yfir í eina klukkustund. Erindið nefnir Oddur Örnefni í jöklum. Fyrirspurnir og umræður um erindið verða að lokn- um kaffiveitingum. Oddur hefur rannsakað jökla til fjölda ára og þekkir því vel örnefni í jöklum. Hann er meðhöfundur á bókinni Við rætur Vatnajökuls sem kom út árið 1997. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Jöklar og örnefni TOURETTE-samtökin á Íslandi hafa opið hús fyrir foreldra barna með Tourette-heilkenni í kvöld, fimmtu- dag, kl. 20.30 í Hátúni 10b, 9. hæð. Þessi opnu hús eru mánaðarlega, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Opið hús hjá Tourette GIGTARFÉLAG Íslands heldur þriggja kvölda námskeið um slitgigt, sem hefst þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20 í húsnæði Gigtarfélags Íslands í Ármúla 5, annarri hæð. Farið verð- ur í þætti sem tengjast því að lifa með slitgigt. Fjallað verður um sjúkdóminn, einkenni hans og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálfunar, slökun, aðlögun að breyttum aðstæðum, tilfinninga- lega og samfélagslega þætti. Leið- beinendur á námskeiðunum verða Helgi Jónsson, Anna Ólöf Svein- björnsdóttir og Svala Björgvinsdótt- ir. Skráning er á skrifstofu félagsins. Námskeið um slitgigt SAMBAND ungra framsóknar- manna heldur aukaþing laugardag- inn 3. nóvember nk. í húsnæði Fram- sóknarflokksins að Hverfisgötu 33 í Reykjavík kl. 10. Á þinginu verður fjallað um það sem hæst ber í stjórnmálunum, rætt um starfið framundan, afgreidd ný lög og kjörið í stjórn og aðrar trún- aðarstöður. Á þinginu eiga sæti fulltrúar félaga ungra framsóknar- manna sem nú eru 22 talsins, en þingið er auk þess opið félagsmönn- um í SUF, segir í fréttatilkynningu. Ungir framsókn- armenn halda aukaþing RAUÐI krossinn stendur fyrir ráð- stefnu og málþingi um sjálfboðastörf í tilefni af alþjóðlegu ári sjálfboðalið- ans. Í könnun sem gerð var fyrir fé- lagið kom í ljós að 35% landsmanna yfir 18 ára aldri segjast hafa unnið mannúðarstarf í sjálfboðinni vinnu einhvern tíma á ævinni. Samkvæmt því hafa um 70 þúsund Íslendingar unnið sjálfboðastarf í þágu mannúðar. Ráðstefnan fer fram á Hótel Loft- leiðum föstudaginn 2. nóvember kl. 12.45 og laugardaginn 3. nóvember kl. 9 undir yfirskriftinni Sjálfboðastörf? Fjölbreytt afl í þágu þjóðfélagsins. Hún er haldin að frumkvæði utanrík- isráðuneytisins í samvinnu við Slysa- varnafélagið Landsbjörg og Banda- lag íslenskra skáta en að auki taka fjölmörg önnur félagasamtök þátt í henni. Ráðstefna og mál- þing á vegum Rauða krossins REYKJAVÍKURAkademían stend- ur í vetur fyrir hádegisfundum sem haldnir eru fyrsta laugardag hvers mánaðar í Iðnó. Fundirnir eru haldnir í samvinnu við Leikfélag Íslands og Iðnó-veitingahús, Miðborgarstjórn í Reykjavík, vefritið Kistuna og ýmis fræðafélög í landinu. Fundirnir standa frá kl. 11.30 til 13 og verða þrískiptir. Fyrsti hálftíminn fer í að snæða léttan málsverð af hlað- borði. Það kostar 1.200 kr. fyrir manninn. Þá tekur við fyrirlestur sem ætlað er að taki 30 mínútur. Eftir hann gefst áheyrendum kostur á að koma með fyrirspurnir og taka þátt í samræðum síðasta hálftímann. Laugardaginn 3. nóvember verður annar svona fundur og þá mun Hauk- ur Ingi Jónasson flytja erindið „Og þá kom steypiregn…“ Merking árás- anna á World Trade Center 11. sept- ember 2001. „Haukur Ingi Jónasson mun í er- indinu fjalla um reynslu sína af því að vera í New York þegar árásirnar voru gerðar og upplifunina af því að koma að rústum World Trade Center að- eins tveimur dögum síðar,“ segir í fréttatilkynningu. Haukur Ingi Jónasson stundar doktorsnám í geðsjúkdóma- og guð- fræðum við Union Theological Sem- inary í New York. Hann hlaut þjálfun sjúkrahússprests við Lennox Hill Hospital og The Health Care Chapl- aincy í New York og hefur lokið rétt- indanámi í sálgreiningu við The Harlem Family Institute í New York. Snætt og rætt í Iðnó Starfsmenntaverðlaunin 2001 verða veitt 22. nóvember nk. Starfsmenntaráð og MENNT – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla standa fyrir verðlaununum. Tilgangur verðlaunanna er að styðja við nýsköpun og framþróun starfsmenntunar á Íslandi. Verð- launin eiga að vera verðlaunahöf- um hvatning til áframhaldandi starfs og öðrum til fyrirmyndar á þessu sviði. Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum: Flokki fyrir- tækja, flokki fræðsluaðila og opn- um flokki sem tekur til rannsókn- araðila, meistara, einstaklinga og annarra aðila sem eru að vinna framúrskarandi starf á sviði starfsmenntamála, segir í frétta- tilkynningu. Leitað er eftir tilnefningum til starfsmennntaverðlaunanna 2001. Óskað er eftir því að tilnefningum sé skilað á netfangið: mennt- @mennt.is ekki síðar en 5. nóv- ember nk. Tilnefningunum þarf að fylgja lýsing á verkefni, stofnun eða fyrirtæki sem tilnefnt er og rökstuðningur fyrir tilnefningunni ásamt upplýsingum um tengiliði. Leitað eftir tilnefningum til starfsmennta- verðlauna Auglýsingavörufyrirtækið Bros-bol- ir hefur skipt um nafn og mun hér eftir heita Bros. Nafnbreytingin er gerð til samræmis við breyttar áherslur í starfseminni. „Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á aukið úrval og hefur Bros náð samningum við erlenda framleiðendur í Evrópu, þar má nefna fataframleiðendurna Fruit of the Loom og Result Clothing Comp- any í Englandi og auglýsingavöru- fyrirtækin KCF og ITD. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið til húsa í Síðumúla 33 í Reykjavík. Starfsmenn eru fjórtán, þar af fjórir sölumenn,“ segir í fréttatil- kynningu. Bros-bolir heita nú Bros LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að því þegar ekið var á vinstra afturhorn bifreiðarinnar DZ-766 þar sem hún var kyrrstæð og mannlaus á bílastæði við Land- spítalann við Eiríksgötu. Sá sem það gerði fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Hann eða aðrir sem geta veitt upp- lýsingar um atvikið eru beðnir um að hafa samband við umferðardeild lög- reglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum BJÖRN Dagbjartsson sendiherra afhenti hinn 26. október sl. Khabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku með aðsetur í Map- uto. Afhenti trúnaðarbréf „MÍMIR-Tómstundaskólinn hélt námskeið um töfra Tékklands og perlurnar í Prag 11. október sl. Upp- selt var á námskeiðið og komust færri að en vildu. Það hefur því verið ákveðið að endurtaka það fimmtu- daginn 15. nóvember næstkomandi kl. 20–23,“ segir í fréttatilkynningu. Það eru þau Anna Kristine Magn- úsdóttir og Pavel Manásek sem kenna á námskeiðinu. „Á námskeiðinu fjalla þau um sög- una og stikla á stóru í þróun lands- ins. Hvernig var landið meðan kommúnistastjórnin réð ríkjum og hvað breyttist við flauelsbyltinguna 1989? Bent verður á merka staði í Prag, sem vert er að heimsækja. Matarhefðir og vín verða einnig kynnt,“ segir þar jafnframt. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Mími-Tómstundaskólanum eða á mimir.is Töfrar Tékklands og perlurnar í Prag SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur er flutt úr Fossvogi í Mörkina 6, 2. hæð, í Reykjavík. Skrifstofa félagsins verður opin alla virka daga frá kl. 10 til 16. Síma- númerið verður áfam 564 1770 og faxnúmerið 564 2183. Nýtt netfang félagsins er: skogur@skograekt.is Netföng starfsmanna eru vignir- @skograekt.is og gudrun@skog- raekt.is. Nýtt aðsetur VERSLUNIN Betra líf hefur flutt í nýtt pláss á 3. hæð Kringlunnar fyrir ofan Hagkaup. Dagana 2. og 3. nóv- ember fagnar Betra líf 12 ára afmæli sínu með ýmsum tilboðum, segir í fréttatilkynningu. Betra líf flutt á 3. hæð í Kringlunni „MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur á undanförnum árum unnið að framkvæmd stefnu á sviði upplýs- ingatækni. Hefur menntamálaráðu- neytið gefið út verkefnaáætlun um rafræna menntun undir heitinu For- skot til framtíðar þar sem lögð er áhersla á notkun upplýsingatækni á öllum sviðum menntunar. Á vegum ráðuneytisins eru m.a. í undirbúningi verkefni um notkun upplýsingatækni í menningar- og æskulýðsstarfsemi. Jafnframt er lögð áhersla á að laga starfsemi ráðuneytisins að möguleik- um upplýsingatækni. Menntamála- ráðuneytið hefur því sett á laggirnar sérstakt þróunarsvið til að vinna að málefnum upplýsingatækni. Arnór Guðmundsson deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu hefur verið ráðinn þróunarstjóri. Aðrir sem starfa á þró- unarsviði eru Jóna Pálsdóttir, Rögn- valdur Ólafsson og Björn Sigurðsson. Nýlega hafa einnig orðið aðrar breytingar í starfsemi menntamála- ráðuneytisins. Skipuð hefur verið sér- stök verkefnisstjórn um gerð skóla- samninga og þróun reiknilíkans fyrir fjárveitingar til framhaldsskóla. Verkefnisstjórnin er skipuð skrif- stofustjórum og deildarstjórum af skrifstofu menntamála og vísinda og fjármálasviðs ráðuneytisins. Hefur Aðalsteinn Eiríksson deild- arstjóri í ráðuneytinu verið ráðinn verkefnisstjóri um gerð skólasamn- inganna. Við starfi Aðalsteins Eiríkssonar sem deildarstjóri framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeildar tekur Karl Kristjánsson sérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu,“ segir í fréttatil- kynningu frá ráðuneytinu. Nýtt svið, þróun- arsvið, í mennta- málaráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.