Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRLEG Landskeppni Smala- hundafélags Íslands var haldin á Eyrarlandi í Fljótsdal um helgina. Það var í fyrsta skipti sem slík keppni fór fram á Austurlandi. Keppt var í þremur flokkum; unghunda-, byrjenda- og almenn- um flokki. Keppnin hófst með for- keppni á laugardag, en á sunnu- dag voru úrslit og verðlaunaafhending og veitingar að keppni lokinni að Skriðu- klaustri. Mótshaldarar voru Smalahundafélag Íslands og ný- stofnuð Austurlandsdeild þess. Þorvarður Ingimarsson á Eyr- arlandi í Fljótsdal, sagði að not- endum smalahunda af Border- Collie kyni færi hægt en örugg- lega fjölgandi hér á landi. Kynið hefur verið ræktað í yfir 100 ár og þar sem sauðfjárbúskapur er stundaður í einhverjum mæli, t.d. í Bretlandi, Ástralíu og á Nýja- Sjálandi, eru bændur með Border- Collie. „Það er fjölhæfnin fyrst og fremst sem gerir þá svona góða,“ sagði Þorvarður. „Venjulegir fjár- hundar sem við þekkjum til sveita, eru fyrst og fremst rekstr- arhundar. Border-Collie eru hins vegar fjölnota hundar sem hafa þann eiginleika að geta farið fyrir og náð í kindur og komið með til smalans. Þeir sækja upp í fjall- lendi, kletta og niður í gil. Það er óhemju vinnusparnaður að því að vera með svona hund og hægt að nota þá á miklu fleiri vegu en þessa gömlu íslensku, þótt góðir séu. Fleiri hundakyn hafa að ein- hverju leyti í sér að halda kindum að smala, en þetta kyn er lang- sterkast.“ Fyrst og fremst vinnuhundar sem þarf að úthluta verkefnum Þorvarður segir smalahunda fyrst og fremst kraftmikla vinnu- hunda og ræktun þeirra og efling vinnuvilja byggist fyrst og síðast á veiðieðlinu. Þeir þurfi markvissa hreyfingu, en séu samt góðir fjöl- skylduhundar. Lykilatriði sé að út- hluta þeim verkefnum og gæta þess að þeir hlaupi ekki út undan sér í leik. „Ef þú þjálfar hundinn í hálfan mánuð þannig að þú takir hann út tvisvar á dag, kortér í senn, þá ertu kominn með hund sem þó nokkuð mikil not má hafa af við kindur,“ sagði Þorvarður að lokum. 16 hundar tóku þátt í keppninni. Brautin var þannig upp byggð að fyrst átti keppandinn að hlaupa 350 m leið að ná í kindahóp og koma með hann til smalans í gengum hlið. Þá að reka hópinn frá smalanum 150 m leið í gegnum hlið og reka kindurnar svo þvert á í 75 m og aftur til smalans. Þá þurfti smalinn að skipta kinda- hópnum með aðstoð hundsins og loks var rekið í rétt. Þetta þurfti að gera á 15 mínútum að hámarki, en annars féllu menn úr keppni. Í unghunda- og byrjendaflokki urðu hundar Kristínar Kjart- ansdóttur úr Mjóafirði í 2. og 3. sæti. Í byrjendaflokki sigraði Garpur Jóns Þórs Þorvarðarsonar á Glúmsstöðum, Fljótsdal og í ung- hundaflokki varð efstur Vaskur Svans Guðmundssonar frá Dals- mynni í Hnappadalssýslu. Í 3. sæti úrslitakeppninnar varð Tígull, eigandi Þorvarður á Eyr- arlandi. Tryggur Gunnars Ein- arssonar, Daðastöðum í Öxarfirði, varð annar og Skessa í eigu Svans Guðmundssonar sigraði. Alhvítt var í Fljótsdal keppn- isdaginn en veður stillt. Landskeppni Smalahundafélags Íslands í Fljótsdal Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Svanur Guðmundsson með sigurvegarana sína; Skessu, eins og hálfs árs, og Vask, þriggja ára. Vinnusparnaður í öflugum smalahundi Egilsstaðir ATHÖFN var nýlega í Reykjahlíð- arskóla þar sem Ragnhildur Sigurð- ardóttir vistfræðingur frá Þórólfs- hvoli og Árni Einarsson náttúrufræðingur, forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, afhentu skólanum fjórar smásjár og fjórar víðsjár sem eru gjöf frá bandarískum umhverfissam- tökum í Kaliforníu, Seacology. Þessi ágætu samtök hafa það að markmiði að styrkja mann og nátt- úru á eyjum víða um heim og kom fulltrúi þeirra, Karen Peterson, í fylgd Ragnhildar Sigurðardóttur í skólann okkar á sl. ári til að kynnast aðstæðum. Henni leist svo vel á starfsemina og umgjörðina að sam- tökin ákváðu að styrkja skólann með tíu þúsund dollara framlagi til að bæta aðstöðu við náttúrufræði- kennslu. Tækin voru síðan valin af Árna Einarssyni en hann hefur nú á síðustu árum aðstoðað kennara skól- ans á hverju vori við verkefni í nátt- úrufræðum. Við sama tækifæri af- henti Árni skólanum einnig gjöf frá umhverfisráðuneytinu, vandaðan fuglaskoðunarsjónauka. Í skólanum er markvisst reynt að glæða áhuga nemenda fyrir náttúru sveitarinnar, ekki síst fjölbreyttu fuglalífi. Þessi tæki munu því sannarlega koma að góðum notum. Hólmfríður Guðmundsdóttir skólastjóri þakkaði höfðinglegar gjafir og sagði að með þeim væri að- staða skólans til líffræðikennslu að þessu leyti komin jafnfætis því besta sem þekkist í íslenskum skólum. Árni Einarsson sagði frá möguleik- um tækjanna og Ragnhildur Sigurð- ardóttir greindi frá ástæðum þess að svo fjarlæg samtök fengu áhuga á mývetnsku skólastarfi. Óendanleg fjölbreytni mývetnskr- ar náttúru gerir allar athuganir, hvort sem er við kennslu barna og unglinga eða rannsóknir langskóla- genginna fræðimanna, áhugaverðar og spennandi. Ágætir möguleikar eru til að taka á móti hópum nem- enda af öllum skólastigum til lengri eða skemmri dvalar í Mývatnssveit til náttúruskoðunar og geta þá þessi afar vönduðu tæki komið einnig þeim að góðum notum. Árni Einarsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir við afhendingu gjafa til Reykjahlíðarskóla. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Grunnskólinn í Reykjahlíð er vistlegt og sérlega vel hannað hús, byggt fyrir um 10 árum eftir teikningum Svans Eiríkssonar arkitekts. Smá- og víðsjár til náttúrufræðikennslu Mývatnssveit Bandarísk umhverfissamtök færa Reykjahlíðarskóla gjöf LIÐLEGA 50 manns sátu lands- fund jafnréttisnefnda sem hald- inn var á Hvolsvelli 19.–20. októ- ber. Á fundinum voru flutt fjölmörg erindi og einnig urðu miklar umræður um jafnréttis- mál og stöðu þeirra í samfélag- inu. Fundarmenn voru sammála um að hæg fjölgun kvenna í sveitarstjórnum væri áhyggju- efni og full ástæða væri til að reyna að breyta formi sveitar- stjórnarmála þannig að vinnuá- lag fældi fólk ekki frá þátttöku. Einnig lýstu fundarmenn furðu sinni á því hversu mörg sveit- arfélög sinntu jafnréttismálum lítið. Ekki væru starfandi jafn- réttisnefndir í sumum sveitar- félögum og annars staðar væru þær fullkomlega óvirkar. Sveit- arfélög hefðu mörg hver ekki útbúið jafnréttisáætlanir og enn eru starfandi sveitarstjórnir sem eingöngu eru skipaðar körlum. Fundurinn vildi hvetja til þess að jafnt hlutfall kvenna og karla verði í framboði til næstu sveit- arstjórna. Á fundinum var fjallað um at- vinnuástand víða á landsbyggð- inni. Virðist svo sem kvenna- störfum fækki og konur flytji burtu án þess að nokkuð sé að gert. Þetta sé þróun sem hvorki komi landsbyggðinni né höfuð- borgarsvæðinu til góða. Í framsöguerindum komu margar markverðar upplýsingar fram. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir sagði m.a. frá því hvernig markvisst hefði verið unnið að því að auka þátttöku kvenna hjá Reykjavíkurborg. Nú væri svo komið að í nefndum væri kynja- hlutfallið jafnt og í stjórnunar- stöðum hjá borginni væri einnig jafnt kynjahlutfall og hallaði þar ekki á konur. Þetta sýndi að með markvissu starfi og fullum vilja væri hægt að jafna stöðu kvenna og karla hjá sveitarfélögum. Ásdís Halla Bragadóttir sagði m.a. frá því mikla vinnuálagi sem fylgir þessum störfum og nauð- syn þess að breyta því til að fá fleiri konur til að taka þátt. Þá var sagt frá samþættingarverk- efnum á Akureyri og í Mos- fellsbæ. Kynnt var hvað hægt er að gera á einfaldan hátt til að breyta þjónustu ef hún hentar ekki báðum kynjum jafnt. Þá kom Lilja Mósesdóttir með ýms- ar tölulegar upplýsingar um stöðu kvenna og sýndi fram á með einskonar jafnréttisvísitölu að 84 ár væru í að jafnrétti yrði náð á Íslandi með sömu þróun og verið hefur undanfarin 10 ár. Fundarmenn lýstu einnig áhyggjum sínum yfir kynlífssölu- stöðum og eru stjórnvöld hvött til að haga lagasetningu þannig að sveitarfélögum sé í sjálfs vald sett hvort þau leyfa slíka staði. Hvolhreppur bauð fulltrúum á landsfundinum til kvöldverðar og skemmtunar í Sögusetrinu. Þar frumflutti Guðrún Sigurðardóttir frá Hvolsvelli m.a. ljóð um Hall- gerði langbrók sem vakti mikla athygli. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeins Nokkrir frummælendur á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfé- laga sem haldinn var á Hvolsvelli um helgina. Hæg fjölgun kvenna í sveitarstjórn- um áhyggjuefni Hvolsvöllur Landsfundur jafnréttisnefnda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.