Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 37 Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Úrval af ullarjökkum og kápum Opið í kvöld í Kringlunni til kl. 21 Lagersala á Laugavegi 67 70% afsláttur af samkvæmisfatnaði Kápur Úlpur Dragtir Kjólar Buxur Pils Toppar Skór Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Mikið af fatnaði í stórum númerum Jakkar frá kr. 4.500 Stuttir jakkar frá kr. 5.900 Síðir jakkar frá kr. 6.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 990 Kjólar stuttir og síðir Blússur Alltaf eitthvað nýtt HINN 28. septem- ber sl. bauð sam- gönguráðherra til hringborðsumræðna í tilefni af 50 ára af- mæli Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar, IMO. Þátttakendur voru frá: Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Vélskóla Íslands, Stýrimanna- skólanum í Reykjavík, Sjómannasambandi Íslands, Samtökum ís- lenskra kaupskipaút- gerða, Siglingastofnun Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Vélstjórafélagi Íslands, auk full- trúa frá samgönguráðuneytinu. Í ávarpi, sem William A. ÓNeil, framkvæmdastjóri IMO sendi að- ildarlöndunum lagði hann til að umræðuefni dagsins yrði „Hnatt- væðing og hlutverk sæfarenda“ og var þetta yfirskrift umræðnanna hér á landi. Í ávarpinu rakti fram- kvæmdastjórinn sögu IMO og þær miklu breytingar sem orðið hafa í siglingum á þeim 50 árum sem lið- in eru frá því IMO var stofnuð árið 1948. Þá var bæði tímafrekt og dýrt að ferðast um heiminn. Skip voru mun minni en þau eru í dag, hömlur voru á gjaldeyrisviðskipt- um og alþjóðleg risa-skipafélög voru ekki til. Í dag er hnattvæð- ingin staðreynd með tilheyrandi frelsi í viðskiptum. Sameinuðu þjóðirnar, en IMO er ein sérstofn- ana þeirra, standa frammi fyrir því verkefni að tryggja að hnattvæð- ingin komi öllum jarðarbúum til góða, allt kapp er lagt á að hún verði ekki forréttindi fárra heldur njóti allt mannkynið góðs af. Bylting hefur orðið í efnahagslífi, fjarskiptum og tækni í heiminum á undraskömmum tíma. Kostir hnattvæðingar eru vissulega til staðar og tækniframfarir og þekk- ing breiðast hratt út um heiminn. Viðskipti eru án landamæra og bæði einstaklingar og þjóðir geta notið góðs af. Gallarnir eru aftur á móti þeir að hnattvæðingin getur vakið spurningar hjá fólki sem upplifir sig oftar en ekki háð öflum sem það getur engin áhrif haft á. Siglingar og hnattvæðing Þáttur siglinga í hnattvæðing- unni er mikilvægur. Ef litið er til fortíðar má sjá að saga siglinga er saga landvinninga og viðskipta á milli landa, allt frá Fönikíumönn- um og víkingum til okkar daga. Í efnaminni löndum eru störf tengd siglingum mikilvægur hluti þjóðartekna. Þar er stór hluti kaupskipaflotans skráður, má nefna lönd eins og Panama, Líb- eríu, Möltu, Bahamaeyjar, Kýpur og Filippseyjar. Mikill meirihluti sjómanna í alþjóðlegum siglingum er frá hinum svokölluðum þróun- arlöndum, auk þess sem þau eru ráðandi í skipasmíðum og viðgerð- um. Þess vegna er mjög mikilvægt að þessi lönd taki þátt í að auka menntun, þjálfun og öryggi sæfar- enda sem er eitt af höfuðverkefn- um IMO. Aðildarþjóðir IMO hafa sam- þykkt tvær alþjóða- gerðir sem segja má að hafi brotið blað í menntun, þjálfun og öryggi sæfarenda. Árið 1990 var sam- þykktur alþjóðakóði um öryggisstjórnun skipa og mengunar- varnir. Reglurnar lúta að ábyrgð stjórnenda skipafélaga á því að skipafloti á þeirra vegum uppfylli ströngustu öryggis- kröfur og sé búinn fullkomnustu mengun- arvörnum. Kóðinn kveður einnig á um að innan hvers skipafélags, bæði í landi og á skip- um, sé gæðakerfi sem nær til ör- yggisstjórnunar og mengunar- varna. Kóðinn tók gildi 1. júlí 1998 gagnvart farþegaskipum, búlka- skipum, tankskipum og háhraða- förum. Markmiðið er að hún nái til kaupskipaflotans 1. júlí 2002. Árið 1995 var samþykkt breyting á alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður far- manna á kaupskipum. Hún miðar að því að um allan heim séu gerðar sömu kröfur til þeirra sem starfa í siglingum, um menntun, þekkingu og slysavarnir á sjó. Með þessum breytingum var innleiddur svokall- aður „Hvítlisti“ en á listanum er að finna þau ríki sem uppfylla kröfur alþjóðasamþykktarinnar. Ísland var skráð á þennan lista á síðasta ári og gilda því prófskírteini frá t.d. Vélskóla Íslands og Stýri- mannaskólanum í Reykjavík um allan heim. Markmiðið er að 1. febrúar 2002 hafi sæfarendur alls staðar að hlotið skírteini sam- kvæmt þessari alþjóðasamþykkt. Óhætt er að segja að þessar al- þjóðagerðir séu einn merkasti ár- angur af starfi IMO undanfarin ár. Með þeim hafa verið lögleiddar reglur um lágmarksöryggi og menntun sjómanna, sem gilda í öll- um aðildarlöndum Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar. Enginn vafi leikur á því að þessi löggjöf hefur leitt til framfara í siglingum, aukn- ar og samræmdar menntunarkröf- ur sem gerðar eru til áhafna skipa hafa leitt til aukins öryggis í sigl- ingum. Í lok ávarpsins hvatti William ÓNeil framkvæmdastjóri IMO að- ildarþjóðirnar til að leggja áherslu á að fjölga þeim sem mennta sig á sviði siglinga. Hann bendir á að ekkert eitt stuðli jafn mikið að auknu öryggi í siglingum eins og vel menntaðir og hæfir sjómenn. Því er það skylda stjórnvalda að sjá til þess að ávallt standi til boða góð menntun á sviði siglinga. Þátttakendur í hringborðsum- ræðunum þann 28. september sl. samþykktu svohljóðandi ályktun: Miklar breytingar hafa orðið í siglingum á alþjóðavettvangi á þeim 50 árum sem liðin eru frá því að Alþjóðasiglingamálastofnuninni, IMO, var komið á fót. Nú er svo komið að stór hluti kaupskipaflot- ans ásamt hluta fiskiskipaflotans er skráður í öðrum ríkjum en hjá hefðbundnum siglinga- og fisk- veiðiþjóðum. Aukin hnattvæðing kallar á sam- ræmdar kröfur í menntun og ör- yggi sjómanna. Þátttakendur í hringborðsum- ræðum þeim er fram fóru í tilefni af alþjóðlega siglingadeginum, telja því mjög mikilvægt, að það höf- uðmarkmið IMO nái fram að ganga að öll lönd taki þátt í að auka menntun, þjálfun, slysavarnir og þar með öryggi og aðbúnað sæfar- enda. Þátttakendur í hringborðsum- ræðunum fagna samþykkt Alþjóða- siglingamálastofnunarinnar um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna á kaupskip- um, svokallaðriSTCW-samþykkt. Hluti hennar er svonefndur „Hvít- listi“. Á þeim lista er að finna þau ríki sem uppfylla kröfur alþjóða- samþykktarinnar. Ísland var skráð á þennan lista á síðasta ári og gilda því um allan heim, atvinnuskírteini gefin út hér á landi, í samræmi við ákvæði samþykktarinnar. Þátttakendur í hringborðsum- ræðunum telja þessa alþjóðasam- þykkt einn merkasta árangur starfs Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar á síðari árum. Enginn vafi leikur á því að samþykktin hefur leitt til framfara í siglingum, því auknar og samræmdar menntunar- kröfur, sem gerðar eru til áhafna skipa, auka öryggi sæfarenda. Þátttakendur í hringborðsum- ræðunum eru jafnframt sammála um að stefna beri að fullgildingu Íslands á STCW-F samþykktinni. Þar er að finna lágmarkskröfur um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafna fiskiskipa. Þátttakendur í hringborðsum- ræðunum samþykktu tillögu Hilm- ars Snorrasonar skólastjóra Slysa- varnaskóla sjómanna þess efnis að alþjóðlegi siglingadagurinn verði hér eftir haldinn hátíðlegur sem al- mennur öryggisdagur íslenskra sjómanna. Þá munu áhafnir verða hvattar til að efla eigið öryggi, ör- yggi áhafna og skips. Öryggisvika sjómanna Ég hef gert það að tillögu minni að lokavika septembermánaðar ár hvert verði tileinkuð öryggi sjó- manna á Íslandi. Ætlunin er, að sú vika verði nýtt til að vekja menn til umhugsunar um öryggismál sjó- manna, hvetja áhafnir íslenskra skipa til björgunaræfinga á sjó og umræðna um hvar úrbóta sé þörf í þjálfun og meðferð öryggisbúnaðar skipa. Hef ég falið Siglingaráði að sjá um framkvæmdina. Á þessum tímamótum Alþjóða- siglingamálastofnunar færi ég sjó- farendum kveðjur og óska þeim farsældar á hafinu. Hnattvæðingin og hlutverk sæfarenda Sturla Böðvarsson IMO Lokavika september- mánaðar ár hvert, segir Sturla Böðvarsson, verði tileinkuð öryggi sjómanna á Íslandi. Höfundur er samgönguráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.