Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. NÓVEMBER 2001 BANDARÍSKAR herþotur gerðu harðar árásir á skotmörk í Afgan- istan í allan gærdag. Miklar skemmdir urðu á sjúkra- húsi í Kandahar, höfuðvígi talib- anastjórnarinnar, og sprengjum rigndi yfir stöðvar talibana við víg- línuna í norðurhluta landsins, þar sem hersveitir Norðurbandalags- ins, laustengds bandalags stjórn- arandstæðinga, sækja að þeim. Á myndinni sjást stríðsfangar úr liði talibana í fangabúðum Norður- bandalagsins í bænum Khoja Bahawuddin í norðurhluta Afgan- istans í gær. Reuters Harðar loftárásir Islamabad, Kandahar. AFP, AP. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bashar Assad, forseta Sýrlands, greindi mjög á um skilgreiningu hryðjuverka og stríðið gegn Afganistan í sögulegri heimsókn Blairs til Sýr- lands í fyrradag og gærmorgun. Assad sagði að þeir hefðu verið sammála um nokkur atriði varðandi hryðjuverkastarfsemi, en enginn bilbugur var á honum varðandi stuðning Sýrlendinga við herskáa hópa sem berjast gegn Ísraelum. Hafa Sýrlendingar löngum haldið því fram að Palestínumenn eigi rétt á að beita valdi í andspyrnu sinni gegn ísraelskri hersetu. „Andspyrna gegn hersetu er alþjóðlegur rétt- ur,“ sagði Assad á fundi hans og Blairs með fréttamönnum eftir að þeir höfðu ræðst við í for- setahöllinni í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Andspyrnuaðgerðir eru ekki það sama og hryðjuverk,“ sagði Assad. Hann sagði Sýrlendinga sjá málið „frá báðum hliðum“. Annars vegar væri alþjóðleg hryðju- verkastarfsemi, en hins vegar „hryðjuverk Ísr- aela“ gegn Palestínumönnum. Assad gagnrýndi ennfremur frumkvæði Bandaríkjastjórnar í herförinni í Afganistan. „Stríðið gegn hryðjuverkastarfsemi krefst alþjóð- legra aðgerða,“ sagði Assad og ítrekaði fordæm- ingu Sýrlendinga á hryðjuverkunum í Bandaríkj- unum 11. september. „Það heyrir ekki undir neinn einn aðila að hafa forystu í þeim aðgerð- um.“ Blair lét á sér skiljast að dyrnar hefðu verið opnaðar fyrir samræður við Sýrlendinga, en sagði að viðræður sínar við Assad hefðu verið „hreinskilnar“, sem oft er notað sem diplómatískt merkjamál fyrir djúpan ágreining. Kvaðst Blair telja mikilvægt að send væru skýr skilaboð um að alþjóðabandalagið gegn hryðjuverkastarfsemi væri sterkt og að Sýrland og önnur ríki í Mið- Austurlöndum væru með í því. Blair sagði að eina leiðin til langtímalausnar á deilu Ísraela og Palestínumanna væri að þeir „búi hlið við hlið“. Engu skipti hvað bæri í milli, eina leiðin til að hefja friðarumleitanir væri að sest yrði niður við samningaborðið. „Ofbeldi er fráleitt til bóta, og það sem þarf er tími og tækifæri til að fá fólk til að hefja samræð- ur á ný,“ sagði Blair. Sýrland gegnir lykilhlutverki í Mið-Austur- löndum og hefur síðasta orðið varðandi stefnuna í nágrannaríkinu Líbanon, en þar hafa Hezbollah- skæruliðar, sem Sýrlendingar veita stuðning, gert árásir á Ísrael eftir að Ísraelar hurfu á brott með herlið sitt frá suðurhluta Líbanons í fyrra. Frá Sýrlandi hélt Blair til Sádi-Arabíu og hitti þar Fahd konung. Sagði Blair samræður sínar við konunginn hafa verið „mjög athyglisverðar“. Í gærkvöldi átti Blair síðan að eiga fund með Abd- ullah bin Abdul Aziz krónprinsi, sem í raun fer með völdin í landinu. Blair mun á næstu dögum einnig halda til Ísraels og heimastjórnarsvæða Palestínumanna. Fyrsta heimsókn forsætisráðherra Bretlands til Sýrlands Djúpstæður ágrein- ingur um hryðjuverk Damaskus, Riyadh. AFP, AP. AP Bashar Assad og Tony Blair við Omayyad- moskuna í Damaskus í gær. ELDFLAUG frá ísraelskri her- þyrlu varð háttsettum meðlimi samtakanna Hamas að bana í gær þar sem hann var í felum í hlöðu og ísraelskir hermenn skutu til bana fimm aðra herskáa Palest- ínumenn, þ. á m. tvo sem voru að leggja á ráðin um tilræði við land- nema. Palestínumenn hétu hefnd- um. Í gærkvöldi voru tveir palest- ínskir lögreglumenn felldir í átök- um við ísraelska hermenn í Qalq- ilya, einum af fjórum bæjum sem Ísraelar hafa á valdi sínu innan heimastjórnarsvæða Palestínu- manna. Ahmed Abdel Rahman, ráðherra í palestínsku heima- stjórninni, brást ókvæða við fregn- um af mannfallinu og sagði: „Það verður aldrei vopnahlé á meðan Sharon er með fingurinn á gikkn- um,“ og skírskotaði þar til Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Þrátt fyrir átök og mannfall benti ýmislegt til þess í gær að báðir aðilar væru að leita leiða til að losna úr þeirri pólitísku patt- stöðu sem deila þeirra er í. Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Pal- estínumanna, sagði í gær að hann myndi eiga fund með Shimon Per- es, utanríkisráðherra Ísraels, á Spáni um helgina, þar sem þeir munu báðir sitja efnahagsmálaráð- stefnu. Peres greindi frá því fyrr í vik- unni að hann væri að eigin frum- kvæði að undirbúa friðartillögur þar sem gert mun vera ráð fyrir því, m.a., að allar gyðingabyggðir á Gazasvæðinu verði rifnar niður. Peres lagði áherslu á að fundur sinn með Arafat á Spáni yrði óformlegur og þar yrðu engar samningaviðræður á dagskrá. Sharon hefur gefið lítið fyrir frumkvæði Peres í friðarumleitun- um. Í gær kvaðst Sharon reiðubú- inn til viðræðna um frið. „Við er- um reiðubúnir til samninga- viðræðna. Ég mun sjálfur stjórna þeim viðræðum. Ég hef mikla trú á þessu,“ sagði hann á þingi heimssambands gyðinga í Jerúsal- em. Sharon hefur hingað til krafist þess að öllum átökum linni áður en sest verði að samningaborðinu, en í gær nefndi hann ekki það skil- yrði. Palestínumenn kváðust fyrir sitt leyti tilbúnir til viðræðna, en gerðu lítið úr orðum Sharons. „Þessi maður hefur ekki sýnt nein merki um friðarvilja. Hann hefur einungis sýnt vilja sinn til að drepa, eyða og gera árás,“ sagði palestínskur ráðherra í gær. Sharon segist reiðubúinn til viðræðna Jerúsalem. AP. Átta Palestínumenn láta lífið í átök- um við ísraelska hermenn KONA sem starfaði á sjúkrahúsi í New York lést í gær af völdum milt- isbrandssmits í lungum. Er þetta fjórða dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum miltisbrands á tæpum mán- uði. Konan hét Kathy T. Nguyen og var 61 árs að aldri. Hún vann í birgðastöð sjúkrahúss á Manhattan og er fyrsta fórnarlamb miltisbrandsárásanna í Bandaríkjunum sem hvorki vann á fjölmiðli né pósthúsi. Ekki er vitað hvernig Nguyen komst í snertingu við bakteríuna, en fyrstu niðurstöður rannsókna á heimili hennar og vinnu- stað bentu ekki til þess að þar væri að finna miltisbrandsgró. Alls hafa sautján Bandaríkjamenn greinst með miltisbrandssmit frá því í fyrstu viku október. Tíu fórnarlamb- anna fengu smit í lungu eftir innönd- un miltisbrandsgróa og hafa fjögur þeirra látið lífið. Sjö til viðbótar hafa greinst með miltisbrandssmit á húð, sem er ekki eins alvarlegt. Fjórða dauðsfallið í Banda- ríkjunum New York. AP. Miltisbrandur VERG landsframleiðsla í Bandaríkj- unum dróst saman um 0,4% á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt bráða- birgðaskýrslu bandaríska viðskipta- ráðuneytisins sem birt var í gær, en það er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi síðan 1991. Telja sér- fræðingar þetta benda til að lengsta samfellda hagvaxtarskeiði í sögu Bandaríkjanna sé að ljúka. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að samdráttinn mætti rekja til minni tiltrúar neyt- enda á gang efnahagslífsins eftir hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber. Margir efnahagssérfræðingar telja þó að tekið hafi verið að syrta í álinn nokkru fyrir árásirnar. Þótt landsframleiðslan hafi sem fyrr segir dregist saman um 0,4% á þriðja ársfjórðungi var samdráttur- inn minni en fjármálasérfræðingar höfðu spáð, en óttast er að samdrátt- urinn verði meiri á fjórða ársfjórð- ungi, allt að 1%. Venja er að tala um að samdráttarskeið sé hafið ef dreg- ið hefur úr vergri landsframleiðslu tvo ársfjórðunga í röð. Einkaneysla jókst einungis um 1,2% á þriðja ársfjórðungi, eftir 2,5% hækkun á öðrum fjórðungi ársins, og hefur aukningin ekki verið minni í átta ár. Þá hafa fyrirtæki haldið að sér höndum í fjárfestingum, en þær drógust saman um 11,9% á þriðja ársfjórðungi. Bandaríkin Landsfram- leiðsla dregst saman Washington. AFP, AP. ♦ ♦ ♦ 250. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.