Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 59
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 59
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð 33,
Blönduósi, þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 11.00 á eftirfar-
andi eignum:
Bankastræti 14, Skagaströnd, þingl. eig. Signý Magnúsdóttir og
Eðvarð Ingvason, gerðarbeiðandi Höfðahreppur.
Brimslóð 8, Blönduósi, þingl. eig. Steindór Ingi Kjellberg, gerðarbeið-
andi, sýslumaðurinn á Blönduósi.
Einbúastígur 1, Skagaströnd, þingl. eig. Höfðahreppur, gerðarbeið-
andi Byggðastofnun.
Hólanes, Skagaströnd, þingl. eig. Einar Gunnarsson, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður.
Hrossafell 3, Skagaströnd, eignarhluti gerðarþola, þingl. eig. Eðvarð
Ingvason, gerðarbeiðandi Höfðahreppur.
Landspilda úr landi Þverárdals, Bólstaðarhlíðarhreppi, þingl. eig.
Elsa Árnadóttir, gerðarbeiðandi Jaxlinn sf.
Norðurbraut 1, Hvammstanga, þingl. eig. Selið ehf., gerðarbeiðendur
Ríkisútvarpið og Tryggingamiðstöðin hf.
Ránarbraut 7, Skagaströnd, þingl. eig. Grétar S. Hallbjörnsson og
Cornelia Silud Boncales, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Skagavegur 15, efri hæð, Skagaströnd, þingl. eig. Einar Ólafur Karls-
son, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi.
Ytri-Valdarás, Húnaþingi vestra, þingl. eig. Axel Rúnar Guðmundsson,
gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf. og Þór hf.
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
31. október 2001.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Sveitarfélagið Ölfus
Ráðhús Ölfuss í Þorlákshöfn
ÚTBOÐ 4, samkomusalir
Tilboð óskast í að fullgera 2. hæð Ráðhúss
Ölfuss í Þorlákshöfn, suðurhluta, samkomusali,
auk tæknirýmis sem er á 3. hæð. Húsnæðið
sem boðið er í er tilbúið undir tréverk og full-
gert að utan.
Grunnflötur þess svæðis, sem verkið nær yfir,
er um 740 m², auk tæknirýmis. Um er að ræða
tvo samliggjandi samkomusali, anddyri með
fatahengi, snyrtingar, eldhús og geymslur.
Verklok eru 15. mars 2002.
Útboðsgagna má vitja á Bæjarskrifstofu Sveit-
arfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorláks-
höfn, og hjá Arkitektum, Skógarhlíð 18, Reykja-
vík, frá og með fimmtudeginum 1. nóvember
2001, kl. 13:00, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu
Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1,
815 Þorlákshöfn, fimmtudaginn 15. nóv-
ember 2001, kl. 11:00.
Sveitarfélagið Ölfus.
TILKYNNINGAR
Handverksfólk athugið!
Handverksmarkaður verður á Garða-
torgi laugardaginn 3. nóvember.
Vinsamlega staðfestið básapantanir í
síma 692 6673 eða 861 4950.
UPPBOÐ
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöll-
um 1, Selfossi, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Arnarheiði 29, íbúð, Hveragerði, fastanr. 220-9804, þingl. eig. Unnar
Jón Kristjánsson og Guðný Einarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalána-
sjóður og Ríkisútvarpið, þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 10.00.
Borgarbraut 6, íbúð, Grímsness- og Grafningshreppi, fastanr. 220-
7323, þingl. eig. Kristín Linda Waagfjörð og Pálmar Karl Sigurjónsson,
gerðarbeiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 6. nóvember 2001
kl. 10.00.
Heiðmörk 58, íbúð, Hveragerði, fastanr. 221-0457, þingl. eig. Guðbjörg
H. Traustadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, sýslumaðurinn
á Selfossi og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 6. nóvember
2001 kl. 10.00.
Hraunbakki 1, iðnaðarh. Þorlákshöfn, fastanr. 223-6579, þingl. eig.
Leiti ehf., gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf. aðalbanki og Vá-
tryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 10.00.
Hraunbakki 1, iðnaðarhúsnæði, Þorlákshöfn, fastanr. 223-7139, þingl.
eig. Leiti ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalbanki,
þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 10.00.
Hrauntjörn 4, íbúð, Selfossi, fastanr. 218-6425, þingl. eig. Rakel Gísla-
dóttir og Ketill Leósson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi,
þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 10.00.
Hrauntunga 18, íbúð, Hveragerði, fastanr. 221-0505, þingl. eig.
Ásmundur Ólafsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf.,
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild og sýslumaðurinn á Sel-
fossi, þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 10.00.
Lóð úr Lækjarmóti, Sandvíkurhreppi, „Lækjargarður“, þingl. eig.
Guðmundur Lárus Arason, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg,
þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 10.00.
Smiðjustígur 6, Flúðum, Hrunamannahreppi, þingl. eig. Lyfting ehf.,
gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf. og Tollstjóraembættið,
þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 10.00.
Sólvellir 1, íbúð, Stokkseyri, fastanr. 219-9868, þingl. eig. Kristinn
Jón Reynir Kristinsson, Árni Sverrir Reynisson, Pálína Ágústa Jóns-
dóttir og Guðmundur A. Reynisson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóð-
ur og Sveitarfélagið Árborg, þriðjudaginn 6. nóvember 2001
kl. 10.00.
Sunnuvegur 6, íbúð, Selfossi, fastanr. 218-7409, þingl. eig. Valdimar
Guðmundsson og Margrét Viðarsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar-
banki Íslands hf., Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki-FBA hf., Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 6. nóvember
2001 kl. 10.00.
Vallarholt 2A, 2B og 21, lóðir úr landi Reykjavalla, Biskupstungna-
hreppi, þingl. eig. Snæbjörn Ó. Vilhjálmsson, gerðarbeiðandi Búnað-
arbanki Íslands hf., þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
31. október 2001.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 5 1821118 9.0*
Landsst. 6001110119 VIII Mh
I.O.O.F. 11 1821118½ Dóm-
kirkjan.
Kl. 20 Kvöldvaka í umsjón
Bjargs. Happdrætti og veitingar.
Kristilegt hjálparstarf
Fimmtudagurinn 1. nóvember.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20.00.
Vitnisburðir. Ræðumaður Berg-
steinn Ómar Óskarsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is .
1. nóv. kl. 19.30 kvöldganga
Allrasálnamessa
„Grafarleiðin“.
Brottför frá BSÍ kl. 19.30 með
viðkomu í Mörkinni 6 og austan
við kirkjugarðinn í Hafnarfirði.
Um 2-4 klst. ganga.
Fararstjóri Jónatan Garðarsson.
Verð 800/1.000 kr.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Krakkaklúbbur kl. 17.00.
Fjölskyldubænastund kl. 18.30.
Hlaðborð og samfélag kl. 19.
Biblíufræðsla kl. 20.00, fyrri
hluti kennslu um lækningu, fyrir-
heiti Guðs, endurreisn líkama og
sálar. Kennsla þessi er í höndum
hjónanna Björgvins Óskarssonar
og Laufeyjar Birgisdóttur. Seinni
hluti verður kenndur 8. nóv. nk.
Í dag 1. nóv. Tunglskins-
ganga á fullu tungli
Hittumst við Kolviðarhól kl. 20
og göngum m.a. að Drauga-
tjörn. Fararstjóri: Gunnar Hólm
Hjálmarsson.
Í dag 1. nóv. Stjörnuskoðun-
arferð á Skálafell í samvinnu
við ARTIC TRUCKS. Mæting
hjá Artic Trucks í Kópavogi kl.
19.30. Keyrt á Skálafell. Stjörnu-
fróður maður með í för. Vin-
saml. tilk. þáttt. í s. 561 4330. Far-
arstjóri: Viðar Örn Hauksson.
Sunnudag 4. nóv. Stríðsminj-
ar við strendur Hvalfjarðar.
Fararstjóri: Bjarni Jónsson. Verð
1.100 kr. félagar, 1.300 kr. aðrir.
Brottför BSÍ kl. 13.
ELLEFU Iveco-vinnuflokkabílar
voru nýlega afhentir Hafnarfjarð-
arbæ og Vélamiðstöð Reykjavíkur
en það er Ístraktor í Garðabæ sem
hefur umboð fyrir Iveco.
Fyrr á árinu fékk Vélamiðstöðin
þrjá Iveco-bíla og þeir sem voru af-
hentir nú eru af gerðinni Iveco
Daily City Truck sem er ný kynslóð
þessara atvinnutækja. Bílarnir taka
sjö manns í sæti og eru búnir pöll-
um með sturtu á þrjá vegu. Þá eru
þeir með margs konar aukabúnaði
fyrir fjölbreytt verkefni þeirra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afhenti ellefu Iveco-
vinnuflokkabíla
ÚT ER kominn bæklingurinn Lyk-
illinn að velgengni á vinnumarkaði,
sem er gefinn út af jafnréttisátaki
Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu
og Verslunarmannafélagi Reykja-
víkur í samvinnu við Hf. Eimskipa-
félag Íslands, Þekkingarsmiðju-
IMG og ráðstefnuna Konur og lýð-
ræði við árþúsundamót. Mark-
miðið með útgáfu ritsins er að gefa
þeim konum sem eru í þann mund
að feta sín fyrstu spor á vinnu-
markaði góðar leiðbeiningar um
atvinnuleit og vinnumarkaðinn.
Bæklingnum verður dreift til kven-
nemenda á lokanámsári í Háskóla
Íslands auk þess sem hann verður
notaður sem kennsluefni á stjórn-
unar- og starfsframanámskeiðum
útgefanda hans.
Í fyrsta kafla bæklingsins eru
dregnar saman niðurstöður kjara-
kannana síðustu ára og einnig er
þar að finna tölulegar upplýsingar
um kynjahlutföll og kynbundinn
launamun á vinnumarkaði. Annar
kafli bæklingsins er saminn af sér-
fræðingum Þekkingarsmiðju-IMG
og fjallar um fyrstu skrefin á
vinnumarkaði. Í honum eru leið-
beiningar um atvinnuleit, gerð at-
vinnuumsókna og starfsferilsskráa
svo einhver dæmi séu nefnd. Minnt
er á þau atriði sem hafa þarf í huga
í atvinnuviðtali og hvernig meta
skuli atvinnutilboð. Þá er fjallað
um laun, mat á launatilboðum og
samsetningu kjara. Lokakafli
bæklingsins fjallar um velgengni í
starfi, mikilvægi símenntunar og
gerð persónulegra starfsframa- og
starfsþróunaráætlana. Við þetta
efni bætast við heilræði nokkurra
kvenna sem eru í ábyrgðarstöðum
á flestum sviðum atvinnulífsins,
segir í fréttatilkynningu.
Lykillinn að velgengni
á vinnumarkaði
LÝST er eftir vitnum að umferðar-
óhappi er varð á gatnamótum Breið-
holtsbrautar og Nýbýlavegar þriðju-
daginn 30. október kl. 13:54.
Þarna varð árekstur með brúnni
Volvo fólksbifreið sem ekið var aust-
ur Nýbýlaveg og beygt til vinstri að
afrein að Reykjanesbraut og gulri
Suzuki fólksbifreið sem ekið var
vestur Breiðholtsbraut inn á gatna-
mótin. Ágreiningur er um stöðu um-
ferðarljósa er óhappið varð. Þeir
sem upplýsingar geta veitt um mál
þetta eru vinsamlega beðnir um að
hafa samband við lögregluna í
Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
Í MORGUNBLAÐINU á þriðjudag
var sagt frá því að ökumaður var tal-
inn hafa sofnað undir stýri á Vest-
urlandsvegi, skammt frá Grundar-
tanga, á sunnudag.
Í fréttinni var ranghermt að öku-
maðurinn hefði ekið í suðurátt en hið
rétta er að hann var á norðurleið.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦