Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 6

Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNT var og mikið fjör í nýjum hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ nýlega þegar Hrafnistu- heimilin í Hafnarfirði og Reykjavík héldu sameiginlega hátíð. Heim- ilismenn vildu koma á framfæri hversu öflugt félagsstarf færi fram á Hrafnistu og sýndu fjölmargir snjalla takta í leikfimi, söng og öðr- um listum. Á skemmtuninni komu fram tveir kórar, kínversk leikfimi var sýnd með tilþrifum, lesið upp úr ljóðum og sögum og tónlist leikin, svo nokkuð sé nefnt af fjölbreyttum atriðum. Á milli þeirra var svo boð- ið upp á kaffi og konfekt. Aðstand- endur heimilismanna og velunn- arar skemmtu sér konunglega á hátíðinni og almennt er talið að vel hafi tekist til. Morgunblaðið/Þorkell Hrafnistukonur og -menn sýndu kín- verska leikfimi á hátíðinni í Garðabæ og einbeitinguna skorti ekki. Aðstandendur og velunnarar heimilisfólksins á Hrafnistu fjöl- menntu á hátíðina og skemmtu sér konunglega. Fjölmenni og fjör á Hrafnistuhátíð NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent Samkeppnisstofnun erindi þar sem því er haldið fram að villandi upplýs- ingar komi fram í auglýsingu Ís- landsbanka um viðbótarlífeyris- sparnað og fara samtökin fram á að Samkeppnisstofnun kanni hvort vill- andi orðalag í auglýsingunni sé brot á samkeppnislögum. Viðbrögð Neyt- endasamtakanna koma forsvars- mönnum Íslandsbanka á óvart. Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræð- ingur Neytendasamtakanna, segir að hrannast hafi upp kvartanir vegna auglýsingarinnar hjá samtökunum. Í greinargerð samtakanna eru m.a. gerðar athugasemdir við notkun Ís- landsbanka á hugtakinu ávöxtun í auglýsingunni. „Samkvæmt ís- lenskri orðabók merkir orðið ávöxt- un það að setja fé á vexti eða það að fá vexti af fé. Það að setja fé á vexti merkir síðan það að leigja öðrum (t.d. banka) fé gegn vaxtagreiðslu,“ segir m.a. í erindinu. „ …skýtur það skökku við að Íslandsbanki nefni hluta þess heildarframlags sem við- skiptavinur fær honum til ávöxtunar vexti þar sem það hefur ekkert með ávöxtun bankans að gera hvort heild- arframlag viðskiptavinar kemur beint úr eigin vasa eða er að hluta til greitt af öðrum aðila,“ segir þar. Einnig eru gerðar athugasemdir við að í auglýsingunni segi að ávöxt- unin sé 60% strax. ,,Neytendasam- tökin telja notkun Íslandsbanka á orðinu strax afar óheppilega. Í fyrsta lagi sé með þessu móti gefið í skyn að fé sem lagt er inn í bankann hækki um 60% þegar við innlögn og í annan stað sé ekki nefnt fyrr en neðanmáls að fjármunirnir séu viðkomandi ekki til ráðstöfunar fyrr en eftir sextugt og í flestum tilvikum þýðir það að ára- eða áratugabið sé á því að ávöxt- unarinnar verði notið. Setningin ,,60% ávöxtun strax!“ er því villandi í tvöföldum skilningi: Innistæðan hækkar hvorki um 60% strax né er hún laus til ráðstöfunar strax. Það er því ekki um neitt strax að ræða í við- bótarlífeyrissparnaði Íslands- banka,“ segir í erindi Neytendasam- takanna. Hvetja launafólk til að nýta sér þessa kjarabót „Þessi viðbrögð Neytendasamtak- anna koma okkur hreinskilnislega sagt á óvart,“ segir Hulda Dóra Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og kynningarmála Íslands- banka. „Í auglýsingunum erum við að vekja athygli launafólks á þessari frábæru sparnaðarleið sem viðbótar- lífeyrissparnaðurinn er og á þessum réttindum sem allt of fáir hafa nýtt sér hingað til, en samkvæmt könn- unum hafa ekki nema um 30% laun- þega nýtt sér þessi réttindi. Við er- um að hvetja fólk til að nýta sér þessa kjarabót,“ segir hún. Hulda segir að við undirbúning að gerð auglýsinganna hafi komið í ljós að ein af ástæðum þess hversu fáir hafa nýtt sér þennan sparnaðarkost sé sú að þessi lífeyrissparnaður sé flókinn. ,,Við lögðum okkur fram um það í auglýsingunum að setja kosti þessa forms fram á mannamáli en gættum þess líka að segja alla sög- una í auglýsingunum og bæklingum. Við erum því satt að segja svolítið hissa á viðbrögðum Neytendasam- takanna,“ segir hún. Í erindi sínu gera Neytendasam- tökin m.a. athugasemdir við notkun Íslandsbanka á hugtakinu ávöxtun í auglýsingunum. „Það er alveg ljóst í okkar huga að ef viðskiptavinurinn leggur 4% í viðbótarlífeyrissparnað og fær skv. kjarasamningi 2,4% mót- framlag frá ríki og launagreiðanda sínum þá hækkar eign hans um 60% strax,“ segir Hulda. „Ef hann leggur t.d. fyrir 10 þúsund kr., sem er 4% framlag af 250 þúsund króna laun- um, getur hann fengið allt að 6.000 kr. mótframlag – þannig verður við- bótarlífeyrissparnaður hans 16.000 krónur. Hann fær þannig 60% ávöxt- un strax en við erum hins vegar ekki að segja að hann fái 60% vexti,“ segir Hulda. „Neytendasamtökin ættu frekar að gleðjast yfir því að verið er að vekja athygli fólks á þessu máli. Við höfum lagt okkur fram um að út- skýra þetta. Viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir og látið okkur vita að þessar auglýsingar hafi orðið til þess að þeir skildu hvað í við- bótarlífeyrissparnaði felst. Við erum líka undrandi á því að Neytendasam- tökin höfðu ekki samband við okkur áður en þau sendu athugasemdir sín- ar til Samkeppnisstofnunar,“ segir hún. Segja orðalag um viðbótarlífeyris- sparnað villandi Neytendasamtökin senda Samkeppnisstofnun erindi vegna auglýsingar Íslandsbanka ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra flutti erindi á jafnréttis- ráðstefnunni „Víst geta karlar“, sem haldin var í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Erindi Árna nefndist „Virkir feður – hið nýja fæðingarorlof karla á Ís- landi“. Meðal þess sem kom fram hjá ráðherra var að hann taldi ekki tímabært að breyta lögunum þannig að foreldrar gætu framselt sjálf- stæðan orlofsrétt sinn sín á milli. Það mætti hins vegar skoða síðar. Árni sagði að með tilliti til þaks á orlofsgreiðslur og kostnaðar ríkisins við gildistöku laganna væri það afar mikilvægt að foreldrar hefðu raun- veruleg tækifæri til að nýta sinn rétt, bæði mæður og feður, og að greiðslurnar væru í samræmi við þau laun sem þeir hefðu. Með tilliti til kostnaðarins væri þetta spurning um forgangsröðun. Jafnréttisráðstefnan var sam- vinnuverkefni Norræna ráðherra- ráðsins og norrænu stéttarfélag- anna en meginviðfangsefni hennar var að fjalla um ójafnvægi milli fjöl- skyldu- og atvinnulífs og stöðu karla í breyttu atvinnulífi. Íslenskir feður með mestan orlofsrétt á Norðurlöndum Árni sagði mál hafa þróast á Ís- landi frá því að feður hefðu verið réttlausir upp í það að hafa mestan rétt til fæðingarorlofs í samanburði við önnur Norðurlönd. Benti hann á að frá því að lögin tóku fyrst gildi hefðu á bilinu 80 til 90% allra feðra nýtt sér rétt til orlofs. Foreldrar nýttu sér einnig í auknum mæli rétt til að skipta orlofinu niður á milli sín. Faðirinn væri kannski heima fram að hádegi með barnið, eða börnin, og síðan tæki móðirin við eftir hádegið. Árni lýsti einnig persónulegri reynslu sinni sem sjávarútvegsráð- herra í feðraorlofi sl. sumar. Það hefði ekki verið auðvelt, mitt í önn- um vegna inngöngu Íslands í Al- þjóða hvalveiðiráðið að nýju, barátt- unnar við smábátasjómenn og skiptingar kvóta næsta fiskveiðiárs. Mikill tími hefði farið í símtöl og tölvupóstsendingar. Undir lok ræðu sinnar velti Árni þeirri spurningu fyrir sér hvort hann hefði gert gagn heima fyrir með orlofinu. Vitnaði hann til sam- tala við tvær elstu dætur sínar á leið þeirra saman til vinnu og skóla á morgnanna. Stundum kæmu upp vangaveltur um hvað þær ætluðu sér að verða þegar þær yrðu stórar. Sú yngri hefði sagt að hún ætlaði sér að verða flugfreyja eins og mamma en sú eldri hefði verið á annari skoð- un. Hún ætlaði sér frekar að vera í „venjulegri vinnu eins og pabbi“. Sjávarútvegsráðherra á norrænni jafnréttisráðstefnu Framseljanlegur réttur ekki tímabærSAMKVÆMT bráðabirgðatölum fráVeiðimálastofnun veiddust um29.600 laxar á stöng í íslenskum ám á nýliðinni vertíð. Það er 8% meiri veiði heldur en í fyrra, en eigi að síð- ur 15% minni veiði heldur en með- alveiði áranna 1974–2000. Í fréttatilkynningu frá Veiðimála- stofnun er tekið fram að þeir laxar sem tóku agn og var sleppt aftur séu taldir með í heildarveiði og reikna mætti með því að hlutfall þeirra laxa væri svipað í ár og í fyrra, en þá var hlutfallið um 10%. Veiðiaukningin í ár er ekki hvað síst vegna stóraukinnar veiði í Eystri- og Ytri-Rangá. Í þeim eru ekki villtir stofnar heldur er göngu- seiðum sleppt í stórum stíl og fara þau síðan í hafbeit og skila sér til baka. Báðar voru þær með metveiði, Eystri-Rangá með rétt tæplega 3.000 laxa og Ytri-Rangá með rúm- lega 2.600 laxa. Þær voru hæstar yfir landið, en hæst sjálfbærra áa var Langá með 1.430 laxa, en bæði Norð- urá og Þverá/Kjarrá í Borgarfirði voru með yfir 1.300 laxa. Laxá í Kjós, Laxá í Aðaldal, Grímsá og Blanda voru auk þess með yfir þúsund laxa. Ýmist betra eða verra Ef litið er á landið í heild dalaði veiði frá fyrra ári, með stöku und- antekningum þó, á Suðvestur- og Vesturlandi og á vestanverðu Norð- urlandi. Veiði batnaði umtalsvert frá fyrra ári í Dölunum og á svæðinu frá Vatnsdalsá og austur í Þistilfjörð. Vopnafjarðarárnar skiluðu mjög góðri veiði og í heild var Ölfusár/ Hvítársvæðið í slakara lagi þótt ein- stök svæði hefðu þar skilað betri veiði en í fyrra, t.d. Sogið og Stóra- Laxá í Hreppum. Laxveiðin 8% betri en í fyrra ÖKUMAÐUR bifreiðar slasaðist á hendi síðla dags í gær og var fluttur með sjúkrabifreið til Ísafjarðar eftir að hafa ekið bifreið sinni út af Dýra- fjarðarbrú í hálku með þeim afleið- ingum að bifreiðin hafnaði í sjónum. Farþegi sem var með ökumanni komst út af sjálfsdáðum en sjúkra- flutningamenn náðu ökumanni út. Aðvífandi vegfarendur komu taug í bifreiðina sem komið var á þurrt með aðstoð kranabifreiðar. Ók út af Dýra- fjarðarbrú ♦ ♦ ♦ ÚRSKURÐARNEFND um áfengis- mál hefur staðfest ákvörðun borgar- ráðs Reykjavíkur frá 13. júlí sl. um að synja vínveitinga- og nektarstaðnum Club Clinton um leyfi til áfengisveit- inga. Í úrskurðinum kemur fram að lög- regla hafði átta sinnum afskipti af veitingastaðnum vegna brota á reglum um leyfilegan afgreiðslutíma skemmtistaða frá 4. mars til 9. júní á þessu ári. Í öll skiptin var brotið gegn þeirri reglu að skemmtun skuli slitið eigi síðar en einni klukkustund eftir að heimiluðum veitingatíma áfengis lýkur. Í þrjú skipti var enn verið að veita áfengi þegar staðnum átti að hafa verið lokað. Þrisvar sinnum neit- uðu forráðamenn staðarins að loka honum þrátt fyrir tilmæli lögreglu. Club Clinton fær ekki leyfi til áfengisveitinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.