Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isLeikjum frestað ef ferðamáti bregst /C2 Sigfús valdi að fara til Magdeburg /C1 4 SÍÐUR Morgun- blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Eddu – miðlun og bókaút- gáfu. „Jóla- bækurnar 2001“. Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM TÓNLISTARKENNARAR afhentu Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni stjórnar Sambands íslenskra sveit- arfélaga, undirskriftalista í gær á degi tónlistar með um 2.800 áskor- unum um að kjaradeila tónlistar- kennara verði leyst. Vilhjálmur veitti undirskriftalist- unum viðtöku og sagðist mundu leggja sitt af mörkum til að deilunni lyki og sagðist vita til þess að hreyf- ing væri komin á umræður. Hann sagðist vona að deilan leystist sem allra fyrst og hann myndi leggja sitt af mörkum til að svo mætti verða. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags tónlistarskóla- kennara, sagðist túlka þessi orð Vil- hjálms sem yfirlýsingu um að við- bótarfjármagn verði sett inn í samningana en það væri skilyrði fyrir því að samningar næðust. Að- spurð sagðist Sigrún ekki vilja spá um það hvort lausn deilunnar væri í sjónmáli en það væri samningahug- ur í hennar fólki. „Það er ekki gleði- efni að vera í verkfalli en það sem er jákvætt í þessari stöðu er að tónlist- arkennarar finna fyrir svo miklum stuðningi og samhug ,“ sagði Sigrún. „Ég veit til þess að það er verið að ræða málin núna og ég vona að sú hreyfing sem nú er á málinu sé í já- kvæða átt,“ sagði Vilhjálmur í sam- tali við Morgunblaðið. Spurður hvort þetta þýddi að aukið fjármagn yrði sett inn í samningana sagðist hann ekkert vilja segja til um það en verið væri að ræða ýmis atriði sem skiptu máli varðandi hugsanlegt samkomulag. Málamiðlunarsamningar „Launanefndin hefur fullt traust og trúnað okkar. Ef hún telur sig hins vegar ekki komast lengra með þetta mál þá er hægt að boða til launamálaráðstefnu þar sem menn gætu hist og rætt um stöðuna í mál- inu. Ég geri ráð fyrir að sú ráð- stefna verði haldin um mánaðamótin en ég vona að deilan leysist áður. Það er verið að ræða málin og mér sýnist að það sé vilji til þess núna af hálfu beggja aðila að ræða málin já- kvætt og reyna til hins ýtrasta að finna lausn á þessu,“ sagði Vilhjálm- ur en benti á að það væri ljóst að þegar samningar næðust yrðu þeir í formi málamiðlunar þar sem báðir deiluaðilar þyrftu að slá af kröfum sínum. Jákvæðara hljóð í samningamönnum Tónlistarkenn- arar afhentu áskorun Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Birna Ragnarsdóttir, formaður verkfallsstjórnar tónlistar- kennara, afhenti Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni undirskriftalista með áskor- unum um lausn kjaradeilunnar. EIGENDUR fyrirtækisins Kötluvikurs ehf. hafa uppi áform um vinnslu og útflutning á vikri af Mýrdalssandi. Hreppsnefnd Mýrdalshrepps stóð fyrir borgarafundi í fyrrakvöld um málið og þar kom m.a. fram hjá Þóri Kjartanssyni, eins land- eigenda Hjörleifshöfða, sem á aðild að fyrirtæk- inu, að töluverð vinna hefur verið lögð í að at- huga útflutninginn og notagildi vikursins. Að sögn Þóris lofar verkefnið góðu og hafa viðræður verið í gangi við nokkur erlend stór- fyrirtæki. Áætlanir Kötluvikurs miða við allt að 200 þúsund tonna framleiðslu á ári, sem gæti skapað 15–20 ný störf, auk atvinnu við námu- vinnslu og flutninga. Velta er áætluð 1,8 til 2 milljarðar króna á öðru og þriðja rekstrarári. Kötluvikur ehf. hyggst flytja vikurinn í verk- smiðju, sem til stendur að reisa í nágrenni Víkur í Mýrdal. Áætlaður kostnaður við að reisa verk- smiðjuna er um 1 milljarður króna, miðað við 4 þúsund fermetra húsnæði og allan tækjabúnað. Þar yrði vikurinn þaninn, eins og sagt er, en það er sérstakur eiginleiki Kötluvikurs umfram ann- an vikur. Við þensluna vex ummál hvers korns tvö- eða þrefalt og til verður efni sem talið er mjög einstakt, líkist helst þöndum perlusteini en þó eðlisþyngra og dökkt á litinn. Þegar búið er að vinna vikurinn á að flytja hann með flutn- ingabílum og síðan skipum til væntanlegra kaup- enda. Með vottun frá Bretlandi Að sögn Þóris má nota vikurinn í léttsteypu, eldvarnir á stálgrindur, síun á vatni og fleira. Þá hefur vikurinn fengið vottun hjá bresku vott- unarstofunni sem efni fyrir lífræna ræktun. Vik- urinn er einnig talinn athyglisverður vegna þess hve auðvelt er að endurnýta hann þegar hann hefur lokið hlutverki sínu, t.d. í vegi eða uppfyll- ingar. Umhverfismat á námusvæðinu er hafið en það er á svokallaðri Háöldu við Hafursey. Stofnað hefur verið hlutafélag um þetta verkefni, Kötlu- vikur ehf. Eigendur eru Eignarhaldsfélagið Katla, sem er í eigu landeigenda Hjörleifshöfða, Höfðabrekku og Reynisbrekku, Hönnun hf., KPMG endurskoðun, KPMG Sinna, auk Einars Elíassonar, sem hefur verið driffjöður þess rann- sóknarferlis sem verkefnið byggist á. Rann- sóknir á vikrinum hafa staðið yfir frá árinu 1997 og verið unnar af Mineral Solutions, rannsókn- arstofu við háskólann í Manchester á Englandi. Þar vinna færir vísindamenn að samskonar verkefnum víðs vegar um heim. Töf vegna kröfu þjóðlendunefndar Þórir Kjartansson segir að hugmyndirnar um vinnsluna á vikrinum hafi allstaðar fengið mjög jákvæða umfjöllun. Hið eina sem skyggi á sé krafa þjóðlendunefndar í hluta þess lands sem fyrirhugað er til námuvinnslunnar. Þórir segir þetta hafa tafið verkefnið, allur efi um eignar- rétt í sambandi við námuréttindi fari illa í er- lendu fyrirtækin sem hyggjast fjárfesta í verk- smiðjunni. Viðræður við erlend stórfyrirtæki um vinnslu og sölu á vikri af Mýrdalssandi Gæti skapað 15–20 ný störf í Mýrdalnum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þórir Kjartansson með Kötluvikur á Mýrdals- sandi við tilvonandi vikurnámu. Fagradal. Morgunblaðið. SAMNINGAR tókust á tólfta tím- anum í gærkvöldi milli Sjúkraliða- félags Íslands og Reykjavíkurborgar eftir að viðræður höfðu staðið yfir í húsakynnum Ríkissáttasemjara frá hádegi í gær. Að sögn Kristínar Á. Guðmunds- dóttur, formanns Sjúkraliðafélags- ins, er samningurinn á svipuðum nótum og sá er gerður var í fyrra- kvöld við ríkið og sjálfseignarstofn- anir, að því undanskildu að ekki er um vinnustaðasamning að ræða heldur miðlægan samning. Samning- urinn við borgina nær til um 70 sjúkraliða sem starfa hjá Fé- lagsþjónustunni. Kristín sagðist vera mjög sátt við samninginn en hann, auk samningsins við ríkið, verður kynntur í kvöld kl. 18 á Grand Hóteli í Reykjavík. Á næstu dögum fer fram atkvæðagreiðsla og frekari kynning um landið. Sjúkraliðar eiga enn ósamið við launanefnd sveitarfélaga og fleiri að- ila, m.a. SÁÁ, auk þess sem eftir er að gera vinnustaðasamninga við nokkrar ríkisstofnanir. Kristín sagði við Morgunblaðið í gærdag, aðspurð um samninginn við ríkið, að hann fæli í sér launahækkun við undirritun og 3% hækkun við hver áramót á samningstímabilinu sem er til 30. nóvember 2004. Hún sagði að í vinnustaðasamningunum ætti eftir að raða fólki í launatöfluna. Sjúkraliðar hitta launanefnd sveit- arfélaga í dag og sagðist Kristín eiga von á því að svipaðir samningar næð- ust þar. „Það hefur verið auðheyrt á þessum aðilum að þeir hafa talið sig þurfa að bíða eftir hvað kæmi út hjá ríkinu. Ég vona að tappinn sé kom- inn úr flöskunni.“ Sjúkraliðar sömdu við borgina í gær Enn ósamið við önnur sveitarfélög FERÐ Haralds Arnar Ólafssonar til Carstensz Pyramid, hæsta tinds Eyjaálfu, er nú stefnt í tvísýnu vegna óhapps sem þyrla indónesíska hers- ins lenti í áður en hún átti að flytja Harald og leiðangursmenn til Ti- mika í grunnbúðir. Spaði hennar eyðilagðist og hafa innlendir stjórn- endur leiðangursins aflýst honum. Haraldur Örn hefur þó ekki lagt árar í bát heldur snúið sér til tveggja Íslendinga sem búsettir eru í Indónesíu, Sigurður Gíslasonar og Páls Gústafssonar. Þeir vinna að því að opna Haraldi Erni leið. Vonir standa til að leyft verði að nota kláfa „Free Port“-námunnar, sem er stærsta koparnáma í heimi. Á árum áður fóru leiðangrar á Carstensz Pyramid með kláfunum, en undan- farin misseri hafa leyfi ekki fengist Tvísýnt um leiðangur á Carstensz FJÖLDI tilkynninga til sam- takanna Barnaheilla þar sem grunur er um barnaklám á Net- inu er kominn yfir 100 frá því tekinn var í notkun tilkynn- ingahnappur á nýjum vef sam- takanna 30. október. Fyrstu vikuna eftir opnun vefjarins komu 40 tilkynningar. Ekki hefur verið tilkynnt um íslenskt efni. Sem fyrr eru aðal- uppsprettur klámefnis í Aust- ur-Evrópu en einnig í Banda- ríkjunum. Tilkynningahnappur vefjarins er þannig úr garði gerður að unnt er að tilkynna um vafasamt efni í skjóli nafn- leyndar. Slóðin er www.barna- heill.is. Hundrað tilkynning- ar um klám ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.