Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MARGAR ríkisstofnanir hafa ekki virt fjárheimildir sínar og enn má finna dæmi um stofnanir sem árum saman hafa komist upp með að virða ekki fjárheimildir. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings ársins 2000. ,,Að mati Ríkisendurskoðunar er brýnt að tekið sé á þessu vandamáli,“ segir í skýrslunni. Minnir stofnunin á ábyrgð forstöðumanna og stjórna samkvæmt fjárreiðulögum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í þessu samhengi. ,,Það er að sjálfsögðu Alþingis að ákveða hvort stofnanir skuli veita meiri og dýrari þjónustu en núverandi fjárheimildir þeirra gera ráð fyrir. Það getur með engum hætti talist eðlileg fjármála- stjórn né í samræmi við gildandi lög að samþykkja ár eftir ár viðbótar- fjárheimildir til umræddra stofnana löngu eftir að þær hafa stofnað til heimildarlausra útgjalda,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Óeðlilegt þegar rekstur stofn- unar skilar afgangi ár eftir ár Einnig er á það bent í skýrslunni að í tilvikum nokkurra stofnana og fjárlagaliða hafi safnast upp ónotaðar fjárheimildir, jafnvel yfir nokkurra ára tímabili. Ríkisendurskoðun telur að þó ýmsar ástæður geti verið fyrir því að rekstur stofnana skilar afgangi þá geti ekki talist eðlilegt að rekstur skili afgangi ár eftir ár. ,,Í slíkum til- vikum þarf að fara fram mat á því hvort rekstrargrunnur hlutaðeigandi stofnunar hafi verið ofáætlaður,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fram kemur við endurskoðun Rík- isendurskoðunar að fjárheimildir skv. fjárlögum síðasta árs námu rúm- lega 206 milljörðum kr. en samanlögð gjöld námu 229 milljörðum. Rekstur ríkisins fór því um 26,1 milljarð kr. fram úr fjárheimildum á árinu 2000. Sótt var um fjárheimildir að fjárhæð 28,3 milljarðar í frumvarpi til loka- fjárlaga fyrir síðasta ár eða um 2,2 milljarða umfram heildargjöld árs- ins. Ríkisendurskoðun vekur sérstaka athygli á fjárhagsstöðu framhalds- skóla og heilbrigðisstofnana á síðasta ári. Nokkrir framhaldsskólar virðast eiga í erfiðleikum með að laga rekst- ur sinn að fjárheimildum, skv. skýrsl- unni og er sérstaklega bent á Menntaskólann í Kópavogi, Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra í því sambandi. Þörf á aðgerðum vegna vanda nokkurra framhaldsskóla ,,Í tilviki Menntaskólans í Kópa- vogi og Fjölbrautaskólans í Breið- holti er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða og verður ekki annað séð en til þurfi að koma mjög ákveðnar að- gerðir af hálfu stjórnenda til að snúa þróuninni við,“ segir í skýrslunni. Einnig er bent á að nokkrir fram- haldsskólar hafi safnað ríflegum af- gangi síðustu ár og eru Menntaskól- inn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð sérstaklega tilgreindir í því sambandi. ,,Í þessu sambandi má benda á að á sama hátt og það telst óviðunandi ef halli safnast upp hjá stofnunum, getur það ekki talist eðli- legt að afgangur sé af rekstri ár eftir ár nema það þjóni ákveðnum til- gangi, sé t.d. liður í langtímaáætlun- um um breytingar eða framkvæmdir af einhverju tagi,“ segir í skýrslunni. Áhyggjur af hallarekstri nokkurra heilbrigðisstofnana Í umfjöllun sinni um heilbrigðis- stofnanir tekur Ríkisendurskoðun fram að þegar rekstrarniðurstaða þeirra er skoðuð komi í ljós að í mörgum tilvikum hafi tekist að koma fjárhagsstöðu þeirra í viðunandi horf. Á því eru þó undantekningar og vek- ur Ríkisendurskoðun sérstaklega at- hygli á hallarekstri Landspítala – há- skólsjúkrahúss, Heilsugæslunnar í Reykjavík, Sjúkrahússins og heilsu- gæslunnar á Akranesi, Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja og St. Jósefs- spítala. ,,Stjórnendum þessara stofnana virðist ekki enn hafa tekist að laga reksturinn að fjárheimildum og veld- ur það vissulega nokkrum áhyggj- um,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoð- unar. Ríkisendurskoðun gagnrýnir umframútgjöld stofnana við endurskoðun ríkisreiknings 2000 Dæmi um stofnanir sem virða ekki fjár- heimildir árum saman STAÐFEST var í gær aðalskipulag fyrir Biskupstungnahrepp og Laug- ardalshrepp til ársins 2012. Er það í báðum tilvikum fyrsta heild- arskipulag fyrir þessa hreppa. Und- irritun skipulagsplagganna fór fram á hverasvæðinu við Geysi í Haukadal. Skipulagsvinna hreppanna hefur staðið síðustu fimm árin og var unn- in af Milli fjalls og fjöru – skipulags- ráðgjöfum. Skipuðu ráðgjafahópinn þeir Pétur H. Jónsson, skipulags- fræðingur og arkitekt, Oddur Her- mannsson, landslagsarkitekt og Haraldur Sigurðsson, skipulags- fræðingur og sagnfræðingur. Helsti tilgangur skipulagsvinnunnar var hjá báðum hreppum að samræma uppbyggingu þéttbýlis, landbún- aðar, nytjaskógræktar, ferðaþjón- ustu, sumarhúsabyggða og verndun náttúru- og menningarminja. Í skipulagi Laugardalshrepps er gert ráð fyrir að styrkja Laug- arvatn sem þéttbýli og bjóða þar ný íbúðarsvæði og stuðla að fjöl- breyttum búskaparháttum, einnig að skólastarf og ferðaþjónusta á Laugarvatni verði efld. Í Biskupstungnahreppi er gert ráð fyrir eflingu þéttbýlis í Laug- arási og Reykholti og að miðstöð ferðamanna í uppsveitum Árnes- sýslu verði við Geysi, en skipulagið gerir ráð fyrir auknu svigrúmi til uppbyggingar þar. Við undirritunina sagði Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra að árið 2008 skuli öll sveitarfélög hafa staðfest aðalskipulag og fagnaði hún þessum áfanga hjá hreppunum tveimur. Sagði hún aðalskipulag þeirra gott tæki til að stýra upp- byggingu, ekki síst hvað varðaði mikla frístundabyggð þeirra. Morgunblaðið/Golli Sveinn Sæland, oddviti Biskupstungnahrepps, Guðmundur Rafnar Val- týsson, oddviti Laugardalshrepps, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytis, undirrituðu aðalskipulag hreppanna á hverasvæðinu við Geysi í gær. Laugardalur og Biskupstungur staðfesta aðalskipulag LAUNAVÍSITALA Hagstofu Ís- lands hefur hækkað um 9,1% síðustu tólf mánuði tæpu prósentustigi meira en vísitala neysluverðs sem hefur hækkað um 8,1%. Samkvæmt þessum tölum hefur kaupmáttur að meðaltali heldur vaxið á þessu tíma- bili eða um 0,9% þrátt fyrir meiri hækkun verðlags en undanfarin ár. Þann fyrirvara þarf að gera í þessu sambandi að tímabil þessara tveggja vísitalna falla ekki alveg saman. Þar munar mánuði. Vísitala neysluverðs sýnir verðlag eins og það er í byrjun hvers mánaðar, en launavísitalan miðast við meðallaun í næsta mánuði fyrir birtingu. Miðast launavísitala sem birt var um miðjan nóvember við meðallaun í október. Hins vegar hefur dregið úr kaup- máttaraukningunni undanfarna mánuði ef marka má tölur Kjara- rannsóknanefndar um kaupmátt- arþróunina eins og hún var um mitt þetta ár. Þá var niðurstaðan sú að kaupmáttur dagvinnulauna hefði vaxið um 3,4% milli annars ársfjórð- ungs í ár, og sama tímabils í fyrra. Á tímabilinu hækkuðu dagvinnulaun starfsstétta innan ASÍ um 9,6% að meðaltali, en vísitala neysluverðs hækkaði um 6% á sama tímabili. Síðustu tólf mánuðir Kaupmáttur óx um tæpt 1% að meðaltali                                                                          !  " "  # EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur auk- ið samráð sitt við Rússa á sviði ör- yggis- og varnarmála. Í máli Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram að samráð ESB við Rúss- land væri jafnvel orðið meira en við þau sex evrópsku aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins, sem standa utan ESB. Frá því að ákvarðanir voru teknar um að þróa „Evrópustoð“ NATO á vettvangi ESB, hafa NATO-ríkin Ís- land, Noregur og Tyrkland lagt ríka áherzlu á að sem nánast samráð yrði haft við þau um ákvarðanir ESB á sviði öryggis- og varnarmála. Ung- verjaland, Tékkland og Pólland eru einnig evrópsk NATO-ríki utan ESB en hafa fengið vilyrði um aðild að sambandinu á næstu árum og verða þá í innsta hring ákvarðanatöku. Á leiðtogafundi Evrópusambands- ins í Nice í desember í fyrra var sam- þykkt að haldnir yrðu að lágmarki fjórir samráðsfundir með ríkjunum sex á hverju ári, en fleiri ef þurfa þætti vegna ástandsins í öryggismál- um. Þá er í niðurstöðum fundarins kveðið á um að haldnir verði tveir ráðherrafundir á ári með evrópsku NATO-ríkjunum, sem standa utan sambandsins. Efla samráðið við Rússland Á leiðtogafundi Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og Guy Verhof- stadts, forsætisráðherra Belgíu, sem situr nú í forsæti ráðherraráðs ESB, í síðasta mánuði var ákveðið að efla enn samráð ESB og Rússlands í ör- yggismálum. Þannig verða haldnir einstakir fundir formanns utanríkis- og öryggismálanefndar ESB og hátt settra sendimanna Rússlands í Brussel til að bregðast við sérstök- um viðburðum á sviði öryggismála. Þar að auki verður haldinn mánaðar- legur fundur þriggja ríkja forystu utanríkis- og öryggismálanefndar- innar og fulltrúa Rússlands. Þannig er ljóst að ESB heldur a.m.k. 12 samráðsfundi á ári með Rússlandi um öryggismálin, en að lágmarki fjóra með NATO-ríkjunum sex sem standa utan ESB. Öryggismálasamráð ESB við Rússland meira en við NATO-ríki Tólf fundir á móti fjórum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann til þriggja mánaða fang- elsisvistar fyrir að aka ölvaður og án réttinda. Rétturinn féllst ekki á að honum hefði verið nauðugur kostur að aka bílnum til að forða lífi sínu, limum og eignum vegna ógnunar „eitur- lyfjagengis“ um að hann yrði beittur ofbeldi ef hann hefði sig ekki á brott innan klukkustund- ar, eins og maðurinn hélt fram. Maðurinn hefur hlotið 31 refsidóm fyrir ýmisleg brot, þar á meðal kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum, auðg- unarbrot og ölvunarakstur. Hann bar því við í þessu máli að „eiturlyfjagengi“ hefði veist að sér á bílastæðinu við Stýri- mannaskólann, þar sem hann hafði lagt óskráðri sendibifreið sinni. Héraðsdómi fannst hæpið að hann hefði enn verið á flótta á Vesturlandsvegi, 10 km frá Stýrimannaskólanum, en þar var för hans stöðvuð. Hæstirétt- ur tók í sama streng og staðfesti þriggja mánaða fangelsisdóm. Ölvaður naut ekki neyðarréttar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.