Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 8

Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ umta laðar bækur „… leiftrandi fyndin og háðið hittir víða í mark … Með þessari frumraun sinni á skáldsagnasviðinu sýnir Hlín svo ekki verður um villst að hún er afar ritfær, með hugmyndaflug á við marga og hefur glöggt auga fyrir skoplegum hliðum samtímans." Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið „Þetta er lifandi og bráðskemmtileg frásögn, snargeggjuð nútímasaga ... Hlín er góður sögu- maður og erfitt að slíta sig frá bókinni hennar." Guðríður Haraldsdóttir, Vikan s a l k a f o r l a g . i s Kynningarfundur um byggingarúrgang 600 kg á hvern Íslending á ári LOKIÐ hefur veriðverkefni sem berheitið „Byggingar- úrgangur á Íslandi – gagnagrunnur og um- hverfismat“. Þetta er fyrsti hluti og er þar fjallað um magn og gerð byggingar- úrgangs. Verkefnið verður kynnt hjá Samtökum iðn- aðarins, Hallveigarstíg 1, í dag milli klukkan 15 og 19. Morgunblaðið spurði Eddu Lilju Sveinsdóttur deildar- stjóra hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðar- ins um skýrsluna. „Ástæða þess að við fór- um að huga að þessum málum er sú að umræðan um sjálfbæra þróun verður æ fyrirferðarmeiri í öllum geirum iðnaðar, þar á með- al byggingariðnaði. Byggingarúr- gangur er að magni til stærsti ein- staki flokkur úrgangs sem fellur til á byggðu bóli. Hér er átt við all- an þann úrgang sem verður til við nýbyggingar, viðhald og niðurrif mannvirkja. Talið er að árlega falli til um 0,7 til 1 tonn af bygging- arúrgangi á hvern íbúa í Evrópu. Þetta er um tvisvar sinnum meira en magn heimilisúrgangs á hvern íbúa. Það er yfirlýst stefna íslenskra stjórnvalda að standa við gefin lof- orð um sjáfbæra þróun, það er m.a. hægt að gera með því að minnka notkun nýrra hráefna í byggingariðnaði og auka að sama skapi endurnýtingu og endur- vinnslu efnis. Hins vegar voru hér á landi ekki til neinar tölur um magn eða gerð byggingarúrgangs og því ekki á neinu að byggja um skipulag eða framkvæmd þess að minnka hann. Því reið Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins á vaðið með því að skipuleggja verk- efnið „Byggingarúrgangur á Ís- landi – gagnagrunnur og umhverf- ismat“ og fékk í lið með sér Iðntæknistofnun, Sorpu, ERGO – verkfræðiráðgjöf og Samtök iðn- aðarins. Verkefnið fékk styrk frá Upp- lýsinga- og umhverfisáætlun Rannís, umhverfisráðuneytinu og Vegagerðinni og hófst árið 1999. Markmið þess eru að gera úttekt á því hvað, hvar og hve mikið fellur til af úrgangi í byggingariðnaði á Íslandi og koma þeim upplýsing- um í gagnagrunn. Þessum fyrsta hluta lauk í byrjun þessa árs og kom í ljós að hérlendis eru tölur um magn byggingarúrgangs svip- aðar því sem gerist í ESB-lönd- unum, eða um 600 kg á íbúa á ári. Auk þess er sá flokkur bygging- arúrgangs sem er undanskilinn þegar rætt er um heildarmagn á íbúa, þ.e. jarðvegur, steinar, mold og þess háttar sem fellur til á höf- uðborgarsvæðinu, hátt á aðra milljón rúmmetra árlega.“ – Þetta eru hrikalegar tölur … er hér vandamál á ferðinni? „Tölurnar um byggingarúrgang fyrir utan jarðvegsflokkana eru sambærilegar við önn- ur Evrópulönd og koma ekki á óvart, en það sem kom okkur á óvart var að minnstur hluti þessa úrgangs fer þá leið sem flestir halda kannski að hann fari hér á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. í Sorpu. Staðreyndin er sú, að 97% þessa úrgangs fara á svonefnda jarðvegstippa og hafn- artippa sem reknir eru á vegum sveitarfélaganna hér og þar um svæðið. Þar hefur verið leyfð losun þessa úrgangs endurgjaldslaust á meðan hann er gjaldskyldur hjá Sorpu. Reyndar var þessum jarð- vegstippum, sem magntölurnar eru byggðar á og mældir voru í fyrra, verið lokað í ár (jarðveg- stippar í Gufunesi og Grafarvogi) og nýr opnaður, Reynisvatnstipp- ur, og þar eru gerðar strangar kröfur um losun. Því má búast við að byggingarverktakar og aðrir, sem þurfa að losa sig við bygging- arúrgang, sjái kostnaðaraukningu við losun hans þessa dagana. Hins vegar er magn jarðvegs- flokkanna miklu meira en við átt- um von á. Það hvort um vandamál sé að ræða fer eftir því hvernig sveitarfélögin taka á málinu. Ef þau leyfa áfram að nota þetta efni í jarðvegsfyllingar, þá þarf mjög strangt eftirlit með því að þar fari aðeins efni sem ekki menga eða hafa óæskileg áhrif á umhverfið.“ – Er hægt að lýsa því einhvern veginn hvað þetta er mikið? „Til að gera sér frekari grein fyrir magninu má hugsa sér að ef þessum 1,7 milljónum rúmmetra af jarðvegsúrgangi væri dreift yfir allt byggt svæði Stór-Reykjavík- ur, væri það þakið með um 2,5 sentimetra þykku lagi á ári. Það myndi taka innan við ár að fylla gryfjuna á Geldingarnesi sem hef- ur verið í umræðunni undanfarið, þegar allir þeir milljón rúmmetr- ar, sem áætlað er að nota, hafa verið fjarlægðir. Eða, við gætum ímyndað okkur vörubílalest, bíl við bíl, fulla af byggingarúrgangi nán- ast allan hringveginn.“ – Hvað gerist næst, þ.e.a.s. nú þegar búið er að kynna niðurstöður verkefnisins? „Framhaldsvinnan við verkefnið felst í því að stilla upp nokkrum mögulegum endur- vinnsluleiðum, að gera umhverfis- rýni fyrir nokkur valin ferli og að athuga hvernig sú nýting fellur að stöðlum og reglugerðum um mannvirki á Íslandi. Til dæmis er vinna hafin við að prófa steypu úr niðurrifnu húsi til notkunar í steypu og í vegagerð. Áætlað er að ljúka verkefninu á næsta ári.“ Edda Lilja Sveinsdóttir  Edda Lilja Sveinsdóttir fædd- ist í Reykjavík 6. febrúar 1958. Hún er stúdent frá Mennta- skólanum við Tjörnina 1977. BSc í jarðfræði frá Háskóla Ís- lands 1981 og fjórða árs próf, 127 eininga BSc, í jarðfræði 1982. MSc í jarðverkfræði frá Queens University í Kanada 1985. Starfaði hjá Iðntækni- stofnun 1985–1989, verkefni fyr- ir Járnblendifélagið 1990 og deildarstjóri jarðfræði- og jarð- tæknideildar Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins síðan 1991. Maki Eddu er Páll Árna- son efnaverkfræðingur og eiga þau fjögur börn. Þá þarf mjög strangt eftirlit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.