Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „CAREMA starfar innan opinbera heilbrigðiskerfisins í Svíþjóð, Nor- egi og Finnlandi, fyrir opinbert fé,“ segir Peter Weiderman forstjóri fyrirtækisins sem staddur var hér á landi í vikunni í boði Frumafls hf. sem mun á næstunni opna hér hjúkrunarheimili sem er bæði byggt og rekið undir formerkjum einkaframkvæmdar. Hann segir ekkert fé frá einkaaðilum koma að starfsemi fyrirtækisins, aðeins fjár- magn frá hinu opinbera. Carema er stærsta fyrirtæki Sví- þjóðar á sviði einkarekstrar innan heilbrigðiskerfisins og starfar á flestum sviðum heilbrigðisþjónustu, t.d. við öldrunarþjónustu, almenna heilsugæslu og á geðheilbrigðis- sviði. Fyrirtækið kemur hins vegar ekki að bráðalækningum og Wei- derman segir að ekki sé stefnt að því í framtíðinni. Carema er leiðandi í einkarekstri í heilbrigðiskerfinu á Norðurlönd- um, hefur t.d. meiri hlutdeild en samkeppnisaðilar innan öldrunar- hjúkrunar og á geðheilbrigðissviði, þar sem fyrirtækið rekur m.a. sam- býli. Vöxtur fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1996 er það var stofnað. „Við einblínum ekki á vöxt eingöngu vaxtarins vegna,“ segir Weiderman, „heldur er það mikilvægt fyrir okkur að ná yfirburðum á ákveðnum sviðum miðað við samkeppnisaðila okkar.“ Tveir betri en einn „Við hjá Carema lítum á heil- brigðiskerfið sem starfsvettvang. Markmið stjórnvalda er að hafa jafna dreifingu á heilsugæslu og okkar hlutverk er að fá sem mest út úr henni fyrir sem minnstan pening. Hið opinbera getur á áhrifaríkan hátt séð um að útdeila verkefnum og séð til þess að dreif- ing þjónustunnar sé jöfn. Hins veg- ar geta einkaaðilar séð um að starf- rækja þjónustuna á hagsýnan hátt.“ Geta einkafyrirtæki sinnt því hlutverki betur en hið opinbera? „Hægt er að líta á sjúklingana sem notendur heilbrigðiskerfisins. Við erum svo þeir sem veita þjón- ustuna og hið opinbera er sá aðili sem kaupir hana af okkur. Ef sjúk- lingurinn, eða notandinn, er óánægður með þjónustuna getur hann leitað til hins opinbera og kvartað. Ef sá sem selur þjón- ustuna er sá hinn sami og veitir hana flækjast málin. Ef hins vegar þriðji aðili sér um þjónustuna er mun auðveldara að fást við vanda- málið.“ Weiderman segir að vissulega sækist Carema eftir því að skila hagnaði og því nauðsynlegt að hver króna nýtist vel. „Ef hið opinbera velur að kaupa okkar þjónustu er það viðurkenning fyrir okkur. Við þurfum að vera betri en hinn val- kosturinn og betri en samkeppn- isaðilinn.“ Af hverju getið þið rekið ykkar starfsemi með hagnaði ef hið op- inbera getur það ekki? „Það er engar tekjur hægt að fá úr heilbrigðiskerfi í sjálfu sér, aðeins út- gjöld. Líkt og bifreiða- verkstæðið getur haft hagnað af því að laga bíla getum við haft hagnað af að lækna sjúklinga, bjóða heil- brigðisþjónustu. En líkt og trygg- ingafélagið hefur ekki hagnað af bílatjónum hefur hið opinbera ekki hagnað af að halda úti heilbrigð- isþjónustu.“ Ein helsta áskorunin sem Ca- rema stendur frammi fyrir að mati Weiderman er sú að auka samstarf fólks á öllum sviðum, jafnt milli bæjarfélaga sem og milli landa svo ekki þurfi að finna hjólið margsinnis upp. „Mörg helstu vandamála sem opinbert heilbrigðiskerfi glímir við er að hver er að vinna í sínu horni, fyrir sinn yfirboðara. Við erum ekki hér til að koma í stað hins hefðbundna op- inbera heilbrigðiskerfis, heldur til að bæta það og vera hluti af því. Við viljum vera jákvætt afl til að ná fram meiri virkni í kerfinu. Okkar rekstur þarf að vera betri en ann- arra og þjónustan sömuleiðis, þann- ig eru lögmál samkeppninnar. Við verðum að geta boðið besta þjón- ustu með minnstum tilkostnaði til að stjórnvöld sjái sér hag í að velja okkar þjónustu.“ Er engin hætta á því að stjórnvöld einblíni á sem minnstan kostnað í stað gæða þjónustunn- ar? „Á síðustu árum hefur mat á starfshæfnina þróast. Áður voru kaupandi og seljandi þjónustunnar sami aðilinn. Auðvitað er erfitt í byrjun þegar engin reynsla er fyrir hendi að meta til fjár kosti og gæði þjónustunnar. En reynslan kemur með tímanum og við njótum góðs af reynslu annarra landa af því að gera þessa hluti. Með tímanum hef- ur þróast viss skilningur á því hvernig er best að fara að þó að enn sé stutt síðan einkaaðilar fóru að koma að heilbrigðisþjónustu í Skandinavíu.“ Breyttar forsendur, auknar kröfur Nútíma heilbrigðiskerfi á Vest- urlöndum hefur verið að byggjast upp frá sjöunda og áttunda ára- tugnum. „Uppbyggingin var hröð, mikið var byggt og útgjöld til heil- brigðiskerfis jukust ár frá ári,“ út- skýrir Weiderman. „Loks var ákveðnu hámarki náð, fólk vildi ekki borga meiri skatta til að standa straum af kostnaði heil- brigðismála. Þá þurfti að endur- skoða fjármögnun í heilbrigðiskerf- inu. Þetta hefur sett gríðarlega kröfu á hið hefðbundna, opinbera heilbrigðiskerfi. Nota þarf hverja krónu á hagstæðari hátt, finna þarf nýjar leiðir til að leysa úr gömlum vandamálum. Á sama tíma vex krafan um gæði þjónustunnar. Við hjá Carema sjáum okkur sem hluta af lausn á þessu ástandi, til að sýna fram á að til eru aðrar leiðir, við getum aukið hagræði og bætt þjón- ustuna.“ Weiderman telur ýmsar forsend- ur liggja fyrir því að heilbrigð- iskerfið og uppbygging heilbrigð- isþjónustu sé að breytast, m.a. á þann hátt að einkaaðilar koma meira þar að í seinni tíð. Lýð- fræðilegar breytingar og auknar lífslíkur hafa áhrif á eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, en Weiderman telur að krafa um aukin lífsgæði hafi einnig sitt að segja. „Eftir- spurnin hefur breyst. Kynslóðin sem nú sækir eftir þjónustunni er sú sem skapaði það samfélag og þá velmegun sem við búum við í dag. Þetta fólk vill sjálft geta ákveðið hvernig þjónustu það fær. Þessi þáttur spilar jafnvel stærra hlut- verk en sá að aldurssamsetningin sé breytt. Þessi kynslóð veit hvað hún vill og hefur allt aðrar kröfur en kynslóðin á undan.“ Er þessi kynslóð tilbúin að borga meira fyrir þjónustuna? „Nei, fólk vill ekki borga meira, það væntir þess að hið opinbera borgi. Þetta er vandlát kynslóð sem mun þrýsta verulega á stjórnmála- menn um að fá þá þjónustu sem það telur sig eiga heimtingu á.“ Er rétt að græða á sjúkum? Sérðu fyrir þér að hlutur einka- aðila í heilbrigðisgeiranum eigi eft- ir að halda áfram að aukast? „Já, ég er þess fullviss. Svo er aftur spurning hvort aukningin verði með sama sniði og hún hefur verið hingað til. Einkaaðilar sem starfa fyrir fjármagn hins opinbera eru búnir að festa sig í sessi. Við erum að færast frá hinu hefð- bundna kerfi þar sem hið opinbera býður þjónustuna og kostar hana líka yfir í að einkaaðilar bjóði þjón- ustuna fyrir opinbert fé. Mikil umræða hefur verið um hvort rétt sé að „græða“ á hinum sjúku og hvort þeir sem eru með gullkort fari fremst á biðlistana þeg- ar einkaaðilar í heil- brigðisþjónustu eiga í hlut,“ segir Weiderman. „Carema starfar fyrir opinbert fé, svo fjármögnunin er ekki frá einkaaðilum. Þannig er það víða í Bandaríkjunum til dæmis, en þannig er það ekki hjá okkur.“ Nýjar leiðir að göml- um vandamálum Hlutfall einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hefur aukist á Norðurlöndum. Árið 1992 var það um 4% í Svíþjóð en er nú um 11%. Peter Weiderman sagði Sunnu Ósk Logadóttur hvernig fyrirtæki hans, Carema, fer að. Morgunblaðið/Þorkell Peter Weiderman, forstjóri sænska fyrirtækisins Carema. Forstjóri Carema segir einkarekstur á heilbrigðisþjónustu til frambúðar Við hjá Carema lítum á heil- brigðiskerfið sem starfs- vettvang Ef sá sem selur þjónustuna er sá hinn sami og veitir hana flækjast málin BARNAVERNDARNEFND Reykjavíkur hyggst ekki verða við beiðni Barnaverndarstofu um að grípa til aðgerða og skrifa myndbandaleigum í sínu um- dæmi bréf þar sem farið yrði fram á að krafist verði skilríkja af þeim, sem óska að taka á leigu umdeilda franska kvikmynd. Guðrún Frímannsdóttir, framkvæmdastjóri barnavernd- arnefndar Reykjavíkur, segir að ákveðið hafi verið að verða ekki við þessum tilmælum. Hún seg- ist treysta því að það starfsfólk, sem starfi á myndbandaleigun- um, sé starfi sínu vaxið og fylgi þeirri reglu að 16 ára aldurstak- mark sé á myndbandinu. Kvikmyndaskoðun heimilaði í síðustu viku dreifingu myndar- innar en í myndinni er á mjög opinskáan hátt fjallað um kynlíf og ofbeldi. Umdeild kvik- mynd í dreif- ingu mynd- bandaleiga ALLAR líkur eru á að Hita- veita Borgarness sameinist Orkuveitu Reykjavíkur líkt og Akranesveita gerði síðastliðið sumar, að því er fram kemur á vefsíðu Skessuhorns. „Við höf- um verið í viðræðum við Orku- veituna og vonumst til að þetta gangi eftir, þannig að samein- ing geti átt sér stað um ára- mót,“ segir Stefán Kalmansson, bæjarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að viðræður hafi ekki hafist fyrr en eftir að sam- eining Akranesveitu og OR var ákveðin. Gert er ráð fyrir að húshitunarkostnaður hitaveit- unotenda lækki um fjórðung. Hitaveita Borgarness vill sameinast OR RÉTT rúmlega helmingur þeirra sem tóku þátt í viðhorfs- könnun Pricewaterhouse- Coopers vill lögleiða hægri beyju á rauðu ljósi. Nokkuð fleiri karlar en konur vilja gera þessa breytingu. Fólk á aldr- inum 30–49 er sá hópur sem helst vildi sjá lögleiðingu af þessu tagi en 54,7% þeirra svöruðu spurningunni játandi. Marktækur munur er á af- stöðu fólks þegar greint er eftir búsetu þar sem svarendur af höfuðborgarsvæðinu vildu mun frekar en svarendur af lands- byggðinni sjá lögleiðingu á hægri beygju ná fram að ganga. Skiptar skoðanir um hægri beygju á rauðu ljósi KLUKKUSTUNDAR löngum einhliða fundi samninganefndar Félags flugumferðarstjóra með ríkissáttasemjara lauk í gær án þess að nýjar tillögur kæmu fram til lausnar kjaradeilunni. Nýr fundur var ekki boðaður en hugsanlegt er að samninga- nefndir deiluaðila hittist í þar- næstu viku. Óbreytt staða hjá flugum- ferðarstjórum STUTT  Carema er einkarekstraraðili í heilbrigðiskerfinu og starfar fyrir opinbert fé í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.  Fyrirtækið var stofnað árið 1996.  Starfsmenn: 4.200.  Ársvelta: 220 milljón evrur.  Hluthafar: Norska fyrirtækið Orkla (17%), sænsku fyrirtækin Jarla Invest (14%) og Skandia (8%) auk fjölda einstaklinga.  Hlutafé: 24 milljón evrur. Hvað er Carema?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.