Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 16

Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDA- og hagsmunafélag miðbæjar Garðabæjar hefur farið fram á að Garðabær taki þátt í kostnaði við rekstur og endurnýjun Garðatorgs. Félagið telur að torgið fari halloka í harðnandi sam- keppni um viðskiptavini. Í bréfi sem stjórn félags- ins hefur skrifað til bæjar- stjórnar segir að það sé „verulegt áhyggjuefni, að í harðnandi samkeppni á borð við hinn glæsilega verslunarkjarna Smáralind í Kópavogi, auk annarra verslunarmiðstöðva í næstu nágrannabyggðum, teljum við að Garðatorg fari hall- oka í að laða viðskiptavini að miðbæ Garðabæjar“. Í bréfinu segir að ástand og útlit Garðatorgs sé í dag óviðunandi og að þörf sé á að fara í framkvæmdir, m.a. á gólfi, útihurðum, lýsingu o.fl., til að koma torginu í viðunandi ástand. „Telur stjórnin að slíkar fram- kvæmdir hafi úrslitaáhrif varðandi framtíð verslunar og þjónustu í miðbæ Garða- bæjar,“ segir í bréfinu. Kemur fram að áætlaður heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar sé 17,5 millj- ónir króna. Reksturinn íþyngjandi Í bréfinu segir ennfrem- ur að rekstur Garðatorgs undanfarin ár hafi verið verulega íþyngjandi fyrir félagið. Það hafi haldið uppi miðbæjarstarfsemi á Garðatorgi sem annars staðar væri að miklum hluta rekin af viðkomandi sveitarfélagi. Er farið fram á að Garða- bær taki þátt í endurnýjun og rekstri Garðatorgs með því að leggja til lágmarks- þrif og sorplosun á torginu, sem myndi kosta allt að 215 þúsund krónur mánaðar- lega, og að bærinn sjái um öryggisgæslu, sem gæti kostað allt að 50 þúsund krónur mánaðarlega. Eins er farið fram á að bærinn borgi kostnað við endurnýj- un á hellum og hitalögnum og er áætlaður kostnaður við það allt að 8,1 milljón á næsta ári. Loks er óskað eftir aðstoð við að breyta eignaskiptasamningum vegna torgsins og að bær- inn gefi bindandi yfirlýs- ingu um þátttöku í rekstr- arkostnaði þess. Kostnaður vegna þessa er sagður geta orðið 3 milljónir á árinu 2002 og allt að 2,5 milljónir árlega eftir það. Efasemdir um aðkomu bæjarins að rekstrinum Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri segir Garðabæ hafa í gegn um tíðina átt samstarf við verslunareig- endur og aðra sem séu með rekstur við Garðatorg og komið að uppbyggingu torgsins með margvíslegu móti. „Núna erum við að skoða með hvaða hætti megi efla miðbæ Garða- bæjar og þá má sérstaklega nefna að við höfum ákveðið að fara í samkeppni um skipulag miðbæjarins. Við erum í viðræðum þessa dagana um hvað er hægt að gera en það eru margir ólík- ir aðilar sem koma að rekstri hér og margs konar ólíkir hagsmunir. Það er ekki alltaf svo að hagsmun- ir þessara aðila fari saman.“ Þegar hún er spurð að því hvort til greina komi að bæjarfélagið fallist á óskir Framkvæmda- og hags- munafélags miðbæjar Garðabæjar segir Ásdís: „Það hafa lengi verið uppi efasemdir um að Garðabær eigi að koma að rekstri torgsins með einhverjum hætti. Í gegn um tíðina hef- ur það frekar verið þannig að Garðabær komi að af- mörkuðum verkefnum, end- urbótum eða uppbygg- ingu.“ Hún segir það verða að koma í ljós í samtölum við félagið á næstu vikum hver lendingin verður en ekki sé hægt að segja til um hve- nær slíkrar niðurstöðu er að vænta. Hagsmunaaðilar óska eftir aðkomu bæjarfélagsins að rekstri og endurbótum á Garðatorgi Fer halloka í samkeppn- inni um viðskiptavini Garðabær HELGI Pétursson, formaður samgöngunefndar Reykjavík- urborgar, hefur verulegar efasemdir um opnun Hafnar- strætis og segir að með því verði umferð hleypt á helstu biðstöð strætisvagna í mið- bænum. Hann sér ekki hvern- ig hægt verður að tryggja ör- yggi strætisvagnafarþega á biðstöðinni verði gatan opnuð. Í gær greindi Morgunblað- ið frá samþykkt skipulags- og bygginganefndar Reykjavík- ur um að opna aftur fyrir um- ferð um Hafnarstræti. Helgi segist hafa verulegar efa- semdir um ágæti þessarar til- lögu. „Að mínu viti var nógu arfavitlaust þegar þessu var lokað en að ætla að opna þetta núna eftir öll þessi ár er ennþá vitlausara. Þarna hefur orðið til mjög þýðingarmikil samgöngumiðstöð og skipti- stöð fyrir strætó sem hefur verið endurnýjuð með ærnum tilkostnaði. Í ljósi yfirlýsinga minnihluta og meirihluta um eflingu almenningssam- gangna og forgang þeirra í umferðinni kemur það nú úr hörðustu átt að ætla sér að hleypa bílaumferð í gegnum helstu biðstöð strætó í mið- bænum.“ Hann segist ekki sjá hvaða forsendur hafi breyst síðan götunni var lokað á sínum tíma. „Þarna er biðstofa inni og biðstöð við húsið og farþeg- ar ganga þarna yfir út að vögnunum sem standa þarna á planinu við. Ég get ekki séð hvernig í veröldinni á að tryggja öryggi farþega strætó með akandi umferð þarna í gegn.“ Að hans mati hefði einnig átt að huga að því að fyrirhug- að er að reisa tónlistar- og ráðstefnuhús á svæðinu þar sem líklegt er að þessi mál yrðu til endurskoðunar. Tillagan kemur, að sögn Helga, til umfjöllunar sam- göngunefndar áður en hún verður afgreidd í borgarráði. Umferð hleypt í gegnum mikil- vægustu biðstöð strætisvagna Miðborg Formaður samgöngunefndar um opnun Hafnarstrætis FJÖLDI gesta lagði leið sína í Salaskóla í gær þegar opnunarhátíð skólans fór fram en skólinn tók til starfa í haust. Jafnframt var tekin fyrsta skóflu- stungan að næsta áfanga skólans. Í vetur eru 80 nemendur í skólanum í 1.–4. bekk en næsta skólaár bætast við þrír árgangar, þ.e. 5.–7. bekkur. Í gærmorgun skemmtu nemendur skólans gestum og gangandi en á milli uppákomna gafst fólki kostur á að skoða húsnæðið og kynna sér starfsemina. Klukkan þrjú var svo form- leg opnun skólans með at- höfn fyrir boðsgesti og var þá einnig tekin fyrsta skóflustungan að næsta áfanga skólahússins. Í fréttatilkynningu frá skólanum segir að áhersla sé lögð á að sinna hverjum nemanda eins og best verð- ur á kosið og í því skyni sé t.d. kennt í árgangablönd- uðum hópum. Skólinn legg- ur áherslu á umhverfismál og gott samstarf við for- eldra m.a. með þátttöku þeirra í að móta stefnu skólans og með öflugri heimasíðu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starf- semi skólans nánar geta því farið inn á slóðina www.salaskoli.kopavogur.is. Krakka- fjöld í Salaskóla Kópavogur Þessir ungu listamenn voru meðal þeirra sem skemmtu gestum og gangandi á opnunarhátíðinni í gær. Morgunblaðið/Þorkell Það var mikil stemmning meðal nemendanna í Salaskóla í gær þegar skólinn var opnaður. MAGNÚS Gunnarsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, segir að brugðist hafi verið við hús- næðisvanda Víðistaðaskóla með auknum fjárframlögum á næsta ári. Hann segir m.a. ráðgert að skipta um gólf íþróttahússins og laga lóð yngri bekkja. Foreldrafélag Víðistaða- skóla hefur ítrekað kvartað undan slæmu ástandi húsnæð- is og lóðar skólans og í gær greindi Morgunblaðið frá ályktun félagsins vegna máls- ins. Að sögn Magnúsar hafa verið ærin verkefni undanfar- in ár við að einsetja grunn- skóla Hafnarfjarðar en enginn þeirra var einsetinn í upphafi kjörtímabilsins. „Sannarlega er ástand húsnæðis Víðistaða- skóla ekki gott en við erum þó búnir að leggja um 100 millj- ónir á þessu tímabili, frá 1998 og til og með næsta ári, í skól- ann. Til dæmis er í fjárhags- áætlun ráðgert að verja 25 milljónum á næsta ári til skól- ans en í rammafjárhagsáætlun til fimm ára var einungis gert ráð fyrir 5 milljónum á næsta ári þannig að við bættum þar í.“ Hönnun hefjist 2003 Hann segir að undanfarið hafi aðbúnaður í skólanum verið bættur að ýmsu leyti. „Við höfum verið að taka á ýmsum þáttum varðandi tölvubúnað skólans og farið í gegn um brunaöryggismál. Það stendur til að skipta um gólf íþróttahússins og laga lóð yngri bekkja og ljúka frágangi við heilsdagsskólann. Við höf- um varið fjórum milljónum í tölvutengingar, átta milljónum vegna lausra kennslustofa og þetta er á sama tíma og ljóst er að þessi skóli verður ekki ein- setinn fyrr en árið 2004.“ Hann segir að hönnun skól- ans hefjist væntanlega árið 2003 þó að rammafjárhags- áætlun geri ráð fyrir því ári síðar. „Ég á frekar vona á því að við reynum, ef eitthvert færi gefst, að hefja hönnun fyrr,“ segir Magnús. Bæjarstjóri um fjárveitingar vegna húsnæðismála Víðistaðaskóla Tuttugu milljónir aukalega á næsta ári Morgunblaðið/Kristinn Bæjarstjóri segir ráðgert að lagfæra lóð yngri bekkja Víðistaðaskóla en foreldrar barna þar hafa kvartað undan aðstöðunni í skólanum. Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.