Morgunblaðið - 23.11.2001, Side 23

Morgunblaðið - 23.11.2001, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 23 fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is Lífi› á sínu gó›u punkta. fia› er spennandi a› safna. STYKKISHÓLMSBÆR auglýsti í haust útboð á sorphirðu í Stykkishólmi og rekst- ur gámastöðvar. Alls bárust sjö tilboð í verkið og var samið við Íslenska gáma- félagið sem átti lægsta tilboðið. Í tilboðinu felst að sjá um sorphirðingu í Stykkishólmi, leggja til á öll heimili í bæn- um sorptunnur, sem verða eign Stykkis- hólmsbæjar að fjórum árum liðnum, byggja upp gámaflokkunarstöð fyrir ann- an úrgang en heimilissorp og annast rekstur gámastöðvarinnar næstu 4 árin.“ Íslenska gámafélagið tók við sorp- hirðunni 1. nóvember sl. og fer allt heim- ilissorp til förgunar að Fíflholtum á Mýr- um. Verið er að byggja upp gáma- flokkunarstöð við gamla flugvöllinn og verður hún tekin í notkun um miðjan des- ember og verður þá gömlu öskuhaugun- um við Ögur endanlega lokað. Þessa dagana er verið að skipta út sorptunnum. Hingað til hefur hver hús- eigandi þurft að útvega sína ruslatunnu, en nú verður þeim skipt út og húseigend- ur fá í staðinn nýjar plasttunnur. Nýju tunnurnar eru stærri og verða losaðar á 10 daga fresti í stað vikulega áður. Einn fastur starfsmaður hefur verið ráðinn af hálfu Íslenska gámafélagsins til að hafa umsjón með sorphirðunni í Stykkishólmi og heitir hann Þorgrímur Kristinsson. Sorphirða í Stykkishólmi tekur miklum breytingum Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það er talsvert verk að skipta út sorptunnum í heilu bæjarfélagi. Ís- lenska gámafélagið hefur tekið að sér að sjá um sorpförgun fyrir Hólmara. Á myndinni eru þeir Þor- grímur Kristinsson, Auðunn Pálsson og Jón Frantsson að dreifa nýjum plasttunnum á hjólum til bæjarbúa. Stykkishólmur NÝTT vikublað, Austurglugginn, hefur göngu sína á Austurlandi fyrir jól. Stofnað hefur verið Útgáfufélag Austurlands, sem verður þó ekki skráð fyrr en nægu hlutafé hefur verið safnað. Útgáfufélagið leitar nú eftir ritstjóra og blaðamanni til starfa, en bækistöð blaðsins verður í Neskaupstað. Í farvatninu er einnig að vinna samhliða netmiðil eða fréttasíðu á vefnum. Prentun blaðsins verður boðin út, en þó er stefnt að því að það verði unnið á Austurlandi. Blaðið verður selt í áskrift. Að undirbúningi Austurgluggans vinna aðilar sem komu að útgáfu fréttablaðanna Austurlands í Nes- kaupstað og Austra á Egilsstöðum, auk annarra. Hnappast þar saman gamlir alþýðubandalagsmenn, fram- sóknarmenn og einnig sjálfstæðis- menn og vænta þess að pólitísk hreppamörk verði yfirstigin í byggðapólitísku fréttablaði fyrir all- an fjórðunginn. Í undirbúningsnefnd sitja Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, Ingi Már Aðalsteins- son, kaupfélagsstjóri KHB, Valþór Hlöðversson hjá Athygli, Einar Már Sigurðarson alþingismaður og Hilm- ar Gunnlaugsson lögmaður. Austur- glugginn kemur út fyrir jól Egilsstaðir Nýtt vikublað á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.