Morgunblaðið - 23.11.2001, Side 25

Morgunblaðið - 23.11.2001, Side 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 25 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Vertu viss um að gæðin nái í gegn. • 2 x 50.000 NW Power lyftimótorar. • 3 nuddmótorar með 7 nuddkerfum. • Öryggisbúnaður á nuddmótorum. • Loftfjarstýring. • Rennur til baka við lyftingu baks. • Sér koddastilling. • 10 ára ábyrgð á rafhlutum. Jólatilboð á stillanlegum rúmum með heilsudýnum Gravity Zero Super HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í síð- asta mánuði Gunnar Sch. Thorsteinsson, fyrr- verandi stjórnarmann í Skeljungi, af ákæru um brot á ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti. Ríkissaksóknari ákvað að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yrði ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Gunnar átti viðskipti með hlutabréf í Skelj- ungi sumarið 1999 en dómur um þessi viðskipti féll í síðasta mánuði, rúmum tveimur árum eft- ir atvikið. Um er að ræða fyrsta dómsmál sinn- ar tegundar á Íslandi en í kjölfar sýknudóms- ins mun viðskiptaráðherra að leggja fyrir ríkisstjórn í dag, frumvarp til breytinga á lög- um um verðbréfaviðskipti. Um er að ræða breytingu á 31. grein laganna þar sem m.a. segir: Innherjum er óheimilt að nýta trúnaðarupplýsingar, beint eða óbeint, til öflunar eða ráðstöfunar verðbréfa. Lagagrein- in sem í gildi var þegar hin meintu brot áttu sér stað var samhljóða, að viðbættu „...sjálfum sér eða öðrum til hagsbóta.“ Sú viðbót var felld út með breytingalögum árið 2000. Í væntanlegu frumvarpi viðskiptaráðherra verður lagt til að orðalag greinarinnar verði skýrara og tekin verði af tvímæli um að ekki þurfi að koma til ásetningur um nýtingu trúnaðarupplýsinga heldur geti gáleysi nægt til sakfellingar. Frumvarp viðskiptaráðherra er í raun við- brögð við nýföllnum dómi og þeirri afstöðu Ríkissaksóknara að ekki skuli áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms kemur fram það mat dómsins að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sé gáleysi ekki nægilegt til sakfellingar heldur þurfi að koma til ásetning- ur. „Viðskiptaráðherra er þessu ekki sammála og telur að breyta þurfi lögunum, sé einhver minnsti vafi um það í augum dómstóla að gá- leysi dugi ekki til sakfellingar. Mat ríkissak- sóknara var að ekki væri rétt að áfrýja þessum dómi og í kjölfar þess vill viðskiptaráðherra taka af öll tvímæli um þetta,“ segir Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt- inu. „Menn eiga ekki að eiga viðskipti á meðan þeir búa yfir trúnaðarupplýsingum. Það á ekki að skipta máli hvort um gáleysis- eða ásetn- ingsbrot er að ræða. Að öðrum kosti gengur þetta ekki upp,“ segir Benedikt. Mótmælti að upplýsingar væru trúnaðarupplýsingar Forsaga málsins er sú að Gunnar átti sæti í stjórn Skeljungs og á sama tíma keypti hann hlutabréf í félaginu. Fjármálaeftirlitið tók til athugunar kaup Gunnars á hlutabréfum í Skeljungi 7. júlí 1999 og vísaði Fjármálaeft- irlitið eftir athugun sína málinu til Ríkislög- reglustjóra um ári síðar. Í mars á þessu ári var gefin út ákæra á hendur Gunnari. Honum var gefið að sök að hafa sem stjórn- armaður í Skeljungi keypt fyrir milligöngu MP verðbréfa hf. hlutabréf í Skeljungi að nafnverði 650 þúsund krónur á genginu 4,70 fyrir rúmar þrjár milljónir króna og að hafa með því nýtt sjálfum sér til hagsbóta trúnaðarupplýsingar sem hann fékk á stjórnarfundi í Skeljungi sem haldinn var 24. júní 1999. Þar var kynnt rek- staruppgjör hlutafélagsins fyrir maímánuð 1999, sem sýndi að hagnaður félagsins af reglu- legri starfsemi þann mánuð var 64 milljónir króna eða 45 milljónum króna hærri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Þessar upplýsingar voru m.a. taldar vera líklegar til að hafa áhrif til hækkunar á markaðsverði hlutabréfanna þeg- ar þær yrðu gerðar opinberar. Ákærði neitaði sök og mótmælti því að upplýsingarnar hefðu getað talist vera trúnaðarupplýsingar. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að Gunnar „skýrði frá því að skömmu fyrir hlutabréfa- kaupin hafi hann fengið greiddar slysabætur frá tryggingafélagi og hafi hann keypt bréf í fé- laginu fyrir hluta af þeim enda hafi hann talið eðlilegt að hann ætti hlut í því þar sem hann var þar stjórnarmaður. Hann segist hafa látið hinn hluta bótanna í fyrirtæki sem sonur hans hafði sett á laggirnar. Það fyrirtæki hafi svo þurft á meira fé að halda og hann því selt hluta- bréfin aftur til þess að útvega fé til þess. Meðal gagna í málinu er kvittun frá Sjóvá-Almennum þar sem fram kemur að hann tók við slysabót- um að fjárhæð 9.260.806 krónur, hinn 15. júní 1999.“ Hrapalleg mistök að banna alfarið Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar Sch. Thorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmað- ur í Skeljungi, að nauðsynlegt sé að lagareglur um innherjaviðskipti og misnotkun trúnaðar- upplýsinga séu skýrar og þeim sé framfylgt. „Ef menn vita eitthvað sem þeim er ljóst að aðrir vita ekki, mega þeir ekki nýta sér það til að hagnast.“ Varðandi hugmyndir um að innherjum verði alfarið bannað að eiga viðskipti með bréf þess félags sem þeir eru innherjar í segir Gunnar að slíkt komi ekki til greina að hans mati. „Það væru hrapalleg mistök. Það er óeðlilegt að sá sem hefur um framtíð fyrirtækis að segja, geti aldrei nokkurn tímann keypt eða selt hlut í því. Er ekki eðlilegt að menn eigi hlut í þeim fyr- irtækjum sem þeim er trúað til að stjórna?“ Gunnar segir að ástæða geti verið til að breyta þessum lagareglum á þann hátt að inn- herjar megi aðeins eiga viðskipti með bréf á ákveðnum tímabilum, t.d. rétt eftir aðalfund og rétt eftir árshlutauppgjör. Áfrýjun hefði verið eðlileg Í niðurstöðu dómsins segir m.a.: „Þegar bor- in eru saman 1. tl. 1. mgr. 31. gr. laga um verð- bréfaviðskipti og hliðstæð ákvæði í danskri, norskri, sænskri og bandarískri löggjöf vekur það athygli að ótvíræður munur er að þessu leyti á hinu íslenska ákvæði og erlendu laga- ákvæðunum, þar sem huglæg afstaða þess sem í hlut á virðist ekki skipta máli að þessu leyti, eða a.m.k. er þar ekki krafist meira en gáleys- is.“ Morgunblaðið leitaði álits tveggja sérfróðra lögfræðinga sem kynnt hafa sér dóminn og innti þá álits á honum og þeim lagareglum sem í gildi væru. Áslaug Björgvinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er þeirrar skoðunar að rík ástæða hefði verið til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar til að fá endanlega niðurstöðu um túlkun ákvæðisins. „Það hefði verið eðlilegt að fá niðurstöðu Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn sem reynir á ákvæðið. Því er ætlað að tryggja jafnræði fjárfesta þannig að þeir sitji allir við sama borð. Markmiðið er að búa til öruggan og skilvirkan markað og þegar svona mál kemur upp geta fjárfestar misst tiltrúna á markaðinn. Auk þess leiðir það af trúnaðar- skyldu stjórnenda gagnvart félaginu sem þeir starfa fyrir að þeim er óheimilt að misnota að- stöðu sína í viðskiptum með hlutabréf í félag- inu, sbr. 67, grein hlutafélagalaga.“ Áslaug segir að þessarar niðurstöðu hefði mátt vænta frá dómstólum, með hliðsjón af orðalagi ákvæðisins sem t.d. er ólíkt danska ákvæðinu. „Niðurstaðan kemur í sjálfu sér ekki á óvart en ég tel þó í ljósi atvika málsins að niðurstaða dómsins hefði getað orðið önnur. Þetta er mjög ströng túlkun og gerðar mjög ríkar kröfur um sönnun af hálfu ákæruvaldsins og ennfremur ásetning.“ Varðandi væntanlegt frumvarp viðskipta- ráðherra, segist Áslaug fagna því og mikilvægt sé að breyta ákvæðinu. Ástæða sé til að leggja bann við því að innherjar eigi viðskipti á sama tíma og þeir búa yfir trúnaðarupplýsingum. Þeir ættu ekki að eiga val um það að eiga við- skipti og geta hugsanlega borið fyrir sig að ákvörðunin sem slík hafi ekki verið grundvöll- uð á upplýsingunum. Í 35. grein dönsku laganna um verðbréfa- viðskipti er lagt bann við því að þeir sem búa yfir trúnaðarupplýsingum, kaupi, selji eða hvetji til kaupa eða sölu verðbréfa. Rétt sé að hafa hliðsjón af þessu ákvæði og löggjöf ná- grannaríkja okkar við endurskoðun ákvæða verðbréfaviðskiptalaga um bann við nýtingu trúnaðarupplýsinga. Innherjasvik verulegt vandamál á verðbréfamörkuðum Jakob R. Möller hrl. segir að sá lærdómur sem draga megi af niðurstöðu fyrsta dómsmáls vegna innherjaviðskipta sé að endurbæta þurfi lagareglur. Hann segir að hafa verði í huga að lagareglurnar sem í gildi voru þegar atvikin áttu sér stað voru þannig að sanna þurfti ásetning manns til að hagnast eða að minnsta kosti gáleysi. „Ákæruvaldinu tókst ekki að mati dómsins að sanna að ákærði hefði keypt og selt þessi bréf í þeim tilgangi að hagnast á því. Heldur voru af hálfu hans gefnar eðlilegar skýringar á því hvað um var að tefla.“ Jakob segir að ef væntanlegt frumvarp við- skiptaráðherra nær fram að ganga, virðist sem komið verði á svokallaðri hlutlægri refsi- ábyrgð. „Það er að segja að ef atvikið á sér stað verður það eitt refsivert. Þannig hygg ég að reglurnar séu víðast hvar annars staðar.“ Jakob er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ná utan um innherjasvik öðruvísi en með hlutlægri refsiábyrgð. „Eins og lagareglurnar hafa verið er nánast útilokað að sanna að aðili hafi keypt bréf í þeim ásetningi að hagnast ólöglega á stöðu sinni sem innherja, ef hann sýnir fram á að hann hafi skyndilega fengið peninga í hendur sem væri skynsamlegt að ávaxta. Þetta var staðan sem var upp í máli fyrrverandi stjórnarmanns í Skeljungi. Ég sé ekki að til að sporna við þessu ástandi sé hægt að fara öðruvísi að en alls staðar á þróuðum fjármagnsmörkuðum er talið nauðsynlegt. Víð- ast annars staðar hefur verið litið þannig á að innherjasvik geti verið verulegt vandamál á verðbréfamarkaði. Þetta brenglar gegnsæi markaðarins og eina leiðin til að ná utan um það væri þessi hlutlæga refsiábyrgð. Ég hygg að viðbrögð viðskiptaráðherra við þessum dómi séu í þá átt að færa þessar reglur sem hér hafa gilt, nær því sem gildir annars staðar,“ segir Jakob R. Möller hrl. Lagareglur þurfa að verða skýrari Fyrsta dómsmálinu á Íslandi vegna innherjaviðskipta lauk með sýknu í síðasta mánuði. Ákvæði verðbréfa- viðskiptalaganna um innherjaviðskipti eru af lögfræð- ingum o.fl. talin óskýr og í dag mun viðskiptaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp til breytinga á þeim. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.