Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 26

Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINIR svokölluð „afgönsku arabar“ unnu sér aldrei inn neina hylli meðal almennings í Afganistan, ef marka má vitnisburð nágranna erlendra liðsmanna al-Qaeda samtakanna í borginni Jalalabad. Þvert á móti hegðuðu hinir erlendu gestir sér jafnan eins og yfirstétt og virtu ná- granna sína að vettugi. Ýmis gögn sem liðsmenn al-Qaeda skildu eftir við flóttann frá Jalalabad og Kabúl í síðustu viku varpa ennfremur ljósi á það hvernig samtökin höguðu þjálf- un sinni á hryðjuverkamönnum og sýna þau svart á hvítu að Afganistan var orðið að sannkölluðum höfuð- stöðvum ýmissa róttækra íslams- trúarhópa. Talsverður fjöldi erlendra liðs- manna al-Qaeda hreiðraði um sig í Jalalabad á stjórnartíma talibana í Afganistan. Komu þeir sér vel fyrir – byggðu raunar heilu íbúðarhverfin handa sér og fjölskyldum sínum með tilheyrandi þjónustubyggingum – og þeystu um á glænýjum jeppum á meðan heimamenn máttu láta sér nægja moldarkofa og allra frum- stæðustu fararskjóta, s.s. asna. Má segja að hryðjuverkamennirn- ir hafi hagað sér eins og nýlendu- herrar fyrri alda. Á daginn fóru þeir ekki í vinnuna eins og venjulegir launamenn, heldur heimsóttu æf- ingabúðir al-Qaeda í útjaðri borgar- innar. Þar lærðu þeir allt um það hvernig skjóta skal af hríðskota- byssum, hvernig útbúa skal sprengj- ur og ýmislegt fleira þess háttar. „Ég átti aldrei samtal við neinn þeirra því þeir hleyptu Afgönum aldrei nálægt sér,“ sagði Mohammed Sharif, sem býr í næsta nágrenni við íbúðarhverfi 60 liðsmanna al-Qaeda í Jalalabad. „Þetta voru arabar, þeir voru vellauðugir og þeir treystu eng- um okkar,“ sagði hann. Geta nágrannarnir líka rifjað upp þegar rafmagn var tekið af þessum borgarhluta Jalalabad en þá heim- sóttu al-Qaeda liðsmennirnir einfald- lega borgarmálayfirvöld og fengu rafmagn sett á heimili sín á nýjan leik. „Á meðan máttum við Afgan- arnir þola rafmagnsleysi í eigin landi,“ sagði Sharif. Hurfu í humátt á eftir talibönum í síðustu viku Enginn heimamanna skipti sér af þjálfunarbúðunum sjálfum. Sá eini, sem heimsótti þær, heitir Rahim Gul og útbjó hann hádegismat handa svöngum hryðjuverkamönnum. Þetta var eina vinnan sem hann gat fundið. „Ég var ekki ánægður í þess- ari vinnu,“ segir hann. „Þeir borguðu ekkert sérstaklega vel og þeir greindu mér aldrei frá því hvað þeir ætluðust fyrir.“ Æfingabúðunum í Jalalabad var lokað í kjölfar árásanna á Bandarík- in 11. september sl. Og nú eru „afg- önsku arabarnir“ á bak og burt, þeir flúðu í humátt á eftir hermönnum talibana, sem sáu ekki fram á að geta varist áhlaupi Norðurbandalagsins. Þeir tóku með sér konur sínar og börn en skildu eftir vopnabúr sitt, íbúðarhúsnæði og eiturefnabirgðir. Nokkrir eru sagðir hafa flúið til Pak- istans en aðrir upp í fjöllin í nágrenni Jalalabad. Hið sama var upp á teningunum í Kabúl þar sem segja má að liðsmenn al-Qaeda hafi hlaupið frá ókláruðum kvöldmatnum. Húsakostur þeirra og vopnabúr gefa vísbendingar um þá þjálfun sem þeir hlutu, m.a. var þar að finna flugskeyti, skotvopn og sprengjuvíra. Þjálfunarbúðirnar voru semsé ekki allar úti í eyðimörk- inni – eins og Bandaríkjamenn töldu – heldur oft inni í stórborgunum, mitt í hringiðu mannlífsins. Helstu samtök íslamskra öfga- manna höfðust við í Afganistan Gögnin, sem liðsmenn al-Qaeda skildu eftir í Kabúl, telja m.a. upp þá öfgahópa sem hreiðrað höfðu um sig í Afganistan. Er þar að finna öll helstu samtök róttækra íslamstrúar- manna, frá Egyptalandi, Líbýu, Fil- ippseyjum, Jórdaníu, Líbanon, Tyrklandi og Pakistan, svo einhver lönd séu nefnd. „Þessir hópar afg- anskra araba aðstoða íbúa Afganist- ans í baráttu þeirra gegn heiðingj- unum,“ segir í bæklingnum. „Þeir æskja engrar greiðslu fyrir fórn sína. Markmið okkar er að hrekja Bandaríkjamenn frá Persaflóanum.“ Handskrifaður minnismiði nýs liðsmanns al-Qaeda lýsir því hvaða verkefni hann mátti takast á við í þjálfunarbúðunum. Kemur þar fram að mest áhersla var lögð á notkun léttra skotvopna, s.s. AK-47 árásar- riffla, handsprengna og flugskeyta. Einnig var kennt hvernig setja skyldi saman ýmsar tegundir skot- vopna og hvernig búa skyldi til sprengjur. Loks var nýjum liðs- mönnum al-Qaeda kennt að gera sig skiljanlega án þess að hið talaða orð kæmi til, þ.e. með notkun ýmissa kenniorða og tákna. Al-Qaeda-liðar í Jalalabad og Kabúl skildu eftir gögn er varpa ljósi á þjálfun hryðjuverkamanna Höguðu sér eins og ný- lenduherrar fyrri alda Ljósmynd/Los Angeles Times Afganskur stjórnarandstæðingur vaktar fyrrverandi hýbýli liðsmanna al-Qaeda í Jalalabad. Jalalabad, Kabúl. The Los Angeles Times, The Washington Post. ’ Afganistan varorðið að höfuðstöðv- um ýmissa róttækra íslamstrúarhópa ‘ MARGT bendir til að erlendir liðs- menn al-Qaeda hryðjuverka- samtakanna, sem búsettir voru í Afganistan, hafi stuðlað að því að talibanastjórnin ákvað í mars sl. að eyðileggja tvö þúsund ára gömul Búddha-líkneski í Bamian-héraði í Afganistan. Ákvörðun talibana vakti á sínum tíma heimsathygli og var víðast hvar fordæmd harka- lega og henni lýst sem menning- arlegu hryðjuverki. Erlendir liðsmenn al-Qaeda skildu eftir sig mikinn fjölda bóka, handskrifaðra minnismiða, bækl- inga og önnur gögn er þeir flúðu fylgsni sín í Kabúl í síðustu viku. Sýna sum þessara gagna, svo ekki verður um villst, að al-Qaeda sam- tökin höfðu umtalsverð áhrif á tal- ibanastjórnina í Afganistan. Meðal annars verður ekki annað ráðið en að ákvörðunin um að eyðileggja Búddha-líkneskin í Bamian hafi verið tekin að undirlagi al-Qaeda, en leiðtogum hreyfingarinnar fannst þau and-íslömsk. Búddha-líkneskin „bara venjulegir grjóthnullungar“ Á minnismiðum, sem fundist hafa í Kabúl, er rakið að sendi- nefnd al-Qaeda gekk á fund talib- ana og lýsti þeirri skoðun sinni að eyðileggja bæri stytturnar. Sú ákvörðun myndi vekja mikla ánægju í múslimaheiminum. „Þrátt fyrir að á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að flókið mál væri að eyðileggja stytt- urnar í Bamian, þar sem þær eru utan í klettahlíðum miklum, og af- ar gamlar, þá eru þær bara úr steini og drullu, og okkur er alveg sama um þær,“ sagði í minn- ispunktunum. Sagði ennfremur að á fundinum hefði verið tekin fyrir beiðni frá sendiherra Ítalíu í Pakistan, um að styttunum yrði hlíft. Forystumenn al-Qaeda höfnuðu hins vegar beiðninni enda væru stytturnar „bara venjulegir grjóthnullungar“. Fundur þessi milli talibana og al-Qaeda átti sér stað aðeins nokkrum dögum áður en talibanar hófust handa við að eyðileggja stytturnar í Bamian. Undruðust það margir á sínum tíma að Mo- hammed Omar, andlegur leiðtogi talibana, léti svo skyndilega til skarar skríða, enda hafði hann áð- ur sagt að stytturnar væru hinar merkilegustu. Bendir þetta til að samband tal- ibana og al-Qaeda hafi verið flókið og gagnvirkt, þ.e. að al-Qaeda hafi haft umtalsverð áhrif á ákvarðanir talibana og jafnvel stuðlað að því að talibanastjórnin hneigðist til enn róttækari íslamstrúar en hún ella hefði gert. Stuðluðu að eyði- leggingu Búddha- líkneskjanna Kabúl. The Washington Post. Reuters Svona leit annað Búddha-líkneskjanna út, en talibanar eyðilögðu það fyrr á þessu ári. Líkneskið er 55 metra hátt. ÁÆTLAÐ er að 360 manns, sem eru grunaðir um aðild að al-Qaeda- samtökum Osama bin Ladens, séu í haldi í 50 löndum vegna tilmæla frá bandarísku leyniþjónustunni CIA, að því er greint var frá í dag- blaðinu The Washington Post í gær. Fram kom að fulltrúar CIA hafa lagt hart að fulltrúum stjórn- valda í fjölmörgum löndum um að miðla upplýsingum um þá sem grunaðir eru um aðild að samtök- um Osama bin Ladens. Fulltrúar CIA eru jafnframt sagðir hafa brotist inn í byggingu á erlendum vettvangi til þess að afla sér upplýsinga um mann sem lá undir grun í kjölfar þess að yf- irvöld í viðkomandi landi neituðu Bandaríkjamönnum um upplýsing- ar. Segir að CIA hafi haft uppi á viðkomandi innan 12 klukkustunda frá innbrotinu og að lögregla í landinu hafi í framhaldinu hand- tekið manninn. Auk einstaklinganna 360 hefur óþekktur fjöldi grunaðra hryðju- verkamanna verið handtekinn að undirlagi bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI. Er talið að yfir 100 manns séu í haldi í ríkjum Evr- ópu, yfir 100 í Miðausturlöndum, 30 í Suður-Ameríku og 20 í Afríku. Þá hafa stjórnvöld í Bandaríkj- unum tekið 1.100 manns höndum í tengslum við hryðjuverkin þar í landi 11. september síðastliðinn. Grunaðir liðsmenn al- Qaeda í haldi í 50 löndum Washington. AFP, The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.