Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 31

Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 31
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 31 FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA Í KÓPAVOGI Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi auglýsir eftir framboðum til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninganna í maí 2002. Prófkjörið vegna bæjarstjórnarkosninganna 2002 fer fram hinn 9. feb. nk. Væntanlegir frambjóðendur skulu skila framboðum sínum til formanns Fulltrúaráðsins og formanns kjörnefndar, Halldórs Jónssonar, Hvann- hólma 30, eða í síðasta lagi til kjörnefndarfundar fyrir klukkan 12 á hádegi hinn 31. desember nk. í Hamraborg 1, 3. hæð. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a. Gerð er tillaga til kjörnefndar innan ákveðins framboðsfrests. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Tillagan skal studd af 20 flokksmönnum. b. Kjörnefnd Fulltrúaráðsins er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið hér að framan. Kjörnefnd auglýsir hér með eftir frambjóðendum til prófkjörs skv. a-lið hér að framan. Framboð skal bundið við flokksbundinn einstakling í Kópavogi enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu bæjar- stjórnarkosningum. Hver tillaga skal borin fram skriflega af 20 flokks- mönnum í Kópavogi. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en 8 tillögum, sem er sá fjöldi sem hann skal kjósa í prófkjörinu sjálfu. Með framboði skal skila mynd af frambjóðanda ásamt stuttu æfiágripi. Kópavogi, 17. nóvember 2001. F.h. stjórnar og kjörnefndar Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, Halldór Jónsson, formaður. ÍMYNDAÐU að þú eigir þér annað sjálf, einhversstaðar óralangt úti í geimnum! Hitt sjálfið eigi sitt einkalíf, væntingar og þrár, góðar hliðar sem illar. Hvað ef þessi fjar- læga helft réðist á þig einn góðan veðurdag, gerði allt sem í hennar valdi stæði til að ryðja þér úr vegi og taka yfir líf þitt og veruleika? Hvar stæðir þú þá, góði maður? Þessi fjarstæðukennda, vísinda- skáldsögulega atburðarás, fer ein- mitt í gang í myndinni The One. Sá kattliðugi, kínverski leikari og bar- dagasnillingur Jet Li fer með tvö- falt hlutverkið; í fyrsta lagi lög- regluforingjans Gabriels Yulawa, í öðru lagi sitt annað sjálf, sem safn- ar kröftum, einhversstaðar úti í buskanum, á annarri stjörnu, í öðru sólkerfi, kröftunum sem helftin hyggst nota til að drepa Yulawa. Geimveran er illskan uppmáluð, fer drápshendi um geiminn og hyggst koma helft sinni á Móður Jörð fyrir kattarnef. Leikstjórinn, James Wong, notar háþróaða, austurlenska bardagalist jafnt sem hátæknibrellur, sjónræn- ar og hljóðrænar. Flytur áhorfand- ann af einni víddinni yfir í aðra. Jet Li, sem síðast vakti athygli fyrir óvenjulega fimi í Romeo Must Die og Kiss of the Dragon, verður að taka á honum stóra sínum í tvö- földu hlutverkinu og fást við nýjan andstæðing – sem er hann sjálfur. Leikarar: Jet Li (Kiss of the Dragon, Romeo Must Die, Lethal Weapon 4); Carla Gugino (Spy Kids, Snake Eyes); Jason Statham (Snatch, Lock, Stock an Two Smoking Barrels); Delroy Lindo (Gone in 60 Seconds, Romeo Must Die, The Cider House Rules). Leikstjóri: James Wong (Final Destination). Vágestur utan úr geimnum Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna The One með Jet Li, Cörlu Gugino, Jason Stahan og Delroy Lindo. Jet Li í kvikmyndinni The One. SHANNON (Minnie Driver) og Frances (Mary McCormack) eru vinkonur sem leigja saman íbúð í London. Frances er bandarísk leikkona sem berst við að láta endana ná saman. Shannon er hjúkrunarkona sem jafnan stendur á höfði í annríkinu á slysadeild sjúkrahúss í borginni. Kærastinn hennar er hljóðmað- ur, sem styttir sér stundir við að hlera farsíma, með þar til gerð- um skanna. Eitt kvöldið verða vinkonurnar vitni að samtali þar sem bankaræningjar bollaleggja innbrot í nágrenninu. Þegar lög- reglan skellir skollaeyrum ákveða vinkonurnar að stappa í sig stálinu, hringja í ræningjana og krefjast hlutdeildar. Stúlkurnar hafa ekki hug- mynd um hvað er í gangi eða hvílíkt kviksyndi þær eru álpast út í. Sjá aðeins fyrir sér fata- drauma sem rætast og ef eitt- hvað er afgangs hyggst Shann- on láta aurana renna til spít- alans. Glæpamennirnir (Michael Gambon og Kevin McNally), sem óvitarnir ergja með fjár- kúgununni, eru forhertir þrjótar sem hafa lítinn áhuga á að deila fénu með öðrum. Hóta stúlk- unum öllu illu, senda þeim fals- aða seðla o.s.frv. Smám saman breytist kjánaleg hugmynd í hættuspil, nú reynir á vitsmuni vinkvennanna, þeir einir geta bjargað þeim úr lífshættunni sem þær hafa komið sér í. Kvenmannsdugur, krimmar, spenna og skemmtun er inn- takið sem þeir lögðu upp með, leikstjórinn Mel Smith og hand- ritshöfundurinn Uri Frucht- mann. Smith er gamninu vanur, á m.a. að baki myndina um Mr. Bean (Rowan Atkinson). Mich- ael Gambon er annar, þrælsjó- aður aðstandandi myndarinnar. Sir Michael (hann var aðlaður ’97), var löngum kallaður „The Great Gambon“, af ekki ómerk- ari manni en Sir Ralph Rich- ardson. Meðmæli gerast ekki betri í leiklistinni Leikarar: Minnie Driver (Circle of Friends, Grosse Point Blank, Big Night, Good Will Hunting). Mary McCormack (Private Parts, Deep Impact); Kevin McNally (Entrap- ment, Sliding Doors, The Long Good Friday); Michael Gambon (The Cook, The Thief, His Wife and Her Lover, The Insider, Sleepy Hollow). Leikstjóri: Mel Smith (The Tall Guy, Radioland Murders, Bean). Græningjar og ræningjar Mary McCormack og Minnie Driver í High Heels and Low Lifes. Sambíóin frumsýna High Heels and Low Lifes með Minnie Driver, Mary McCormack, Kevin McNally og Mich- ael Gambon. SYSTKININ Trisha (Gina Philips) og Barry (Justin Long), yngri bróðir hennar, eru á leiðinni heim í lang- þráð frí eftir annir vetrarins. Leiðin er löng en styttist óðum og þau eru að gantast hvort við annað eins og góðum systkinum sæmir er þau taka eftir ógnvænlegum sendibíl sem geysist fram úr þeim á hraðbraut- inni. Örskömmu síðar beygir hann út af veginum og staðnæmist við nið- urnídda kirkju. Systkinin hægja á ferðinni og fylgjast með er stór og óárennilegur mannrumur kemur út- úr bílnum og kastar einhverju inn- pökkuðu og þrælbundnu niður um op við kirkjuna. Á leiðinni aftur að bíln- um virðist rumurinn gefa systkinun- um gaum er þau keyra fram hjá. Enn fer þessi dularfulla bifreið fram úr en í þetta skipti með geig- vænlegum afleiðingum. Bílstjórinn neyðir þau út af áður en hann brennir áfram. Trisha og Barry sleppa með skrekkinn en áhuginn er vakinn. Þau snúa við, aka heim að kirkjunni og gægjast niður í holuna, sem reynist endi á e.k. pípulögn. Þau heyra raddir niðri í myrkrinu, Barry verður fyrir því óláni að hrasa og fellur niður um opið. Finnur fyrir rænulítinn dreng með hrikaleg skurðsár og fjölda ókennilegra pakka sem virðast innihalda manns- líkama… Þannig hefst ægileg at- burðarás þar sem dularfull kvenper- sóna og lögreglumenn bætast í hópinn. Leiðin liggur aftur út á hrað- brautina. Fyrr en varir birtist sendi- bíllinn, með hinn óhugnanlega óskapnað undir stýri, á ný í bak- sýnisspeglinum. Nú er dauðinn kom- inn fast á hæla þeirra. Victor Salva, höfundur og leik- stjóri Jeepers Creepers, er mikill hryllingsmyndaunnandi frá blautu barnsbeini og vonar að sá áhugi komi fram í gæðum myndarinnar. Salva skrifaði handritið sumarið 1999, eftir sýningu á The Blair Witch Horror og The Sixth Sense. Myndin dregur dám af þeim báð- um, segir hann, auk þess sem hrað- brautin og ógnir hennar bæta einnig við hrollvekjuna. Salva hefur löngum verið skjólstæðingur Francis Ford Coppola sem framleiddi fyrstu myndina og er einn af bakhjörlum Jeepers… Leikarar: Gina Philips (Living Out Loud); Justin Long (Galaxy Quest); Eileen Brennan (Private Benjamin). Leikstjóri og handritshöfundur: Victor Salva (Powder). Hrollvekja á hraðbrautinni Jeepers Creepers: Gina Philips og Justin Long. Háskólabíó og Sambíóin frumsýna Jeep- ers Creepers, með Ginu Philips, Justin Long, Eileen Brennan, Brandon Smith. HLUTSKIPTI Jóa litla skíts (Erik Per Sullivan) er álíka lágreist og nafnið. Þessi 8 ára trítill og foreldr- ar hans lifa einsog hundar, á mol- unum sem falla af borðum hús- bændanna. Sem í þeirra tilfelli eru túrhestarnir sem koma við á skyndibitastað við Miklagljúfur. Eitt sinn, þegar Jói litli skríður uppúr ruslagám, hefur borðað nægju sína af hálfétnum hamborg- urum og öðrum ámóta kræsingum, kemst hann að því að pabbi og mamma eru farin. Stungu þau hann af, gleymdist hann ofaní sorpinu? Árin líða og Jói (David Spade) er orðinn hálffullorðinn maður. Starf- ar sem ræstitæknir, með hárið sítt að aftan (einsog David Bowie), enda komið fram á áttunda áratuginn. Jói á upptjúnað, aflóga tryllitæki, hlustar á Lynyrd Skynyrd daginn út og inn, er fullur órökréttrar bjartsýni. Hættir í vinnunni, sest uppí bílinn, skrúfar upp í græjun- um. Ætlar að skoða Ameríku og finna pabba og mömmu í leiðinni. Fá að vita svarið við spurningunni sem lætur hann aldrei í friði; „Af hverju fóruð þið frá mér?“ Á leiðinni kynnist hann undar- legri blöndu af löndum sínum, lend- ir í hverju mislukkaða ævintýrinu á eftir öðru. Endar að lokum í Los Angeles, þar sem málin taka nýja stefnu og eitthvað fer að greiðast úr svörum við spurningum Jóa skíts um leyndardóma tilverunnar. David Spade er einn kunnasti aulamyndaleikari heimsins, að auki úr þeim glæsilega hópi sem hlaut eldskírnina í gamanleik í SNL, sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hefur að undanförnu verið fastagestur á tjaldinu. Spade er einnig annar höf- undur handritsins. Fred Ward bregður fyrir í aukahlutverki, líkt og poppstjörnunni og emmyverð- launahafanum Kid Rock. Leikarar: David Spade (Tommy Boy, Black Sheep, Lost and Found); Britt- any Daniel (The Basketball Diaries); Dennis Miller (The Net, Murder at 1600); Adam Beach (Mystery, Alaska). Leikstjóri: Dennie Gordon (frumraun). Jói skítur skoðar heiminn Joe, David Spade, og félagar í myndinni Joe Dirt. Smárabíó og Stjörnubíó frumsýna Jóa skít – Joe Dirt, með David Spade, Britt- any Daniel, Dennis Miller, Kid Rock og Christopher Walken.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.