Morgunblaðið - 23.11.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 23.11.2001, Síða 33
Morgunblaðið/Kristján UNGMENNI hafa oft mikinn áhuga á starfsnámi. Hluti þeirra sem langar ekki í bóknám fara þó í bóknám. Hvers vegna? Ekk- ert einfalt svar er til. Kynslóðir MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 33 sóknirnar í heild gefa mjög skýra mynd af þeim vanda sem starfs- menntun á framhalds- skólastigi glímir nú við. 3. Starfs- menntun og fullorð- insfræðsla. Ásamt Jó- hönnu Rósu Arnardóttur hefur Jón Torfi beint athygli sinni að fræðslu full- orðinna og tengslum hennar við starfs- menntun almennt. Auk þess að gefa al- mennt yfirlit yfir stöðu mála hafa þau reynt að benda á hver sé mennt- unarvandi þeirra fullorðinna sem minnsta menntun hafa fyrir og þau greina einnig stöðu þeirra sem síst sækja námskeið. Á grundvelli þessara gagna hefur verið hægt að bera stöðu Ís- lands saman við stöðu annarra þjóða. Hvað varðar almenna þátttöku fullorð- inna í fræðslustarfi þá koma Íslendingar vel út, en standa ekki eins sterkir þegar horft er sérstaklega til endurmenntunar vegna starfs. Jafnræði á milli ólíkra hópa er meira á Íslandi en á Norðurlöndunum almennt og það er athyglisvert. 4. Nýbreytni og þróun í starfs- menntun. Rannsóknum þarf að fylgja eftir með áhugaverðum framkvæmdum og breytingum. Jón Torfi hefur einnig sinnt þessum þætti. Hann hefur tekið margvíslegan þátt í starfi Leonardo áætlunarinnar og undanfarin tvö ár hef- ur hann verið virkur í COST verkefni um nýjungar í starfsmenntun í Evrópu. Hann hefur einnig unnið með starfs- greinaráði málmiðnaðarins að undirbún- ingi vinnustaðanáms. Jón Torfi Jónasson hefur um langt skeið unnið frumkvöðlastarf á sviði rannsókna á starfsmenntun hér á landi til góða fyrir skóla og atvinnulíf, jafnt sem stefnumótendur og stjórnendur í starfsmenntamálum og er því verðugur handhafi Starfsmenntaverðlaunanna 2001. Menntasíða spurði Jón Torfa, sem staddur er erlendis í rannsóknarleyfi, hvort hópur nemenda í framhaldsskólum væri í bóknámi þótt hann feginn vildi vera í starfsnámi?. „Það er örugglega nokkur hópur nemenda sem gæti vel hugsað sér margs konar starfsnám en telur jafnframt nauðsynlegt að ljúka bóknáminu,“ segir hann. „Þetta fólk er að glíma við val sem er svo sannarlega mjög erfitt og engin einföld leið er til þess að leysa þann vanda; ef svo væri þá væri fyrir löngu búið að fara hana, „kerf- ið“! hefur verið sér meðvitað um hann í a.m.k. 35 ár og líklega miklu lengur.“ Jón Torfi Jónasson Kyn: Karl. Aldur: 18 ára. Spurning: Hvað þarf ég að gera til að verða fatahönnuður? Svar: Fatahönnun er kennd sem sérstakt fag í Listaháskóla Íslands og tilheyrir hönnunarbraut. Þar er lögð áhersla á hönnun, þemavinnu og efnisnotkun og er hægt að fá greinargóðar upplýsingar um nám- ið á skrifstofu skólans í Skipholti 1. Einnig er hægt að hefja nám við Iðnskólann í Reykjavík (www.ir.is) á fataiðnbraut. Fataiðn er samheiti kjólasaums og klæðskurðar karla og kvenna en þessar greinar eru kenndar samhliða. Það sem greinir þær að er mismunandi áhersla á kven- og karlfatnað annars vegar og hins vegar á fjöldaframleiðslu og handverk. Námið nær yfir sjö annir auk fjögurra mánaða vinnu- staðaþjálfunar. Náminu lýkur með sveinsprófi. Í klæðskurði og kjóla- saumi eru kenndar almennar grein- ar eins og íslenska, danska og stærðfræði. Bóklegar faggreinar eru efnisfræði, fríhendisteikning, stærðarbreyting, sníðagerð karla og sníðagerð kvenna, tískuteikning og vinnu- og verkstæðisfræði. Þá eru verklegar faggreinar eins og fatagerð karla og kvenna, prufu- saumur og verksmiðjusaumur. Klæðskurður og kjólasaumur er ekki samningsbundið nám heldur fer það fram í skólanum sjálfum undir leiðsögn meistara. Í lok sjöttu annar er hægt að útskrifast sem fatatæknir og er framtíð- arstarfsvettvangur tengdur verk- smiðjusaumaskap. Víða erlendis eru skólar sem kenna fatahönnun. Hægt er að ljúka sveinsprófi í klæðskurði eða kjólsaumi hér heima og fara svo utan í nám í fata- hönnun. Nýverið var stofnað Fatahönn- unarfélag Íslands og mun það félag einbeita sér að öllu sem viðkemur fatahönnun á Íslandi hvort sem það eru sýningar, námskeiðahald, fyrirlestrar eða upplýsingastreymi. Stefnumótun félagsins er enn í mótun og munu fyrstu drög stefnu- skrár birtast í lok ársins. Ef einhver óskar nánari upplýsinga eða vill fá inngöngu í félagið, er hægt að hafa samband við formann félagsins Maríu Ólafsdóttur í síma 694-7447 eða á netfangi maria@untitled.is Svör úr www.idan.is, unnin í samvinnu við Nám í námsráðgjöf í Háskóla Íslands. Nám og störf Handfleytari m/skál Vog m/skál 1.999 kr. 1.999 kr. 499 kr. Ideline handfleytari 2.290 kr. 3.990 kr. 3.990 kr. Ideline blandari Samlokugrill Takmark a› mag n Takmarka› magn Ryksuga, 1200 watta • stiglaus styrkstillir • slanga, u.fl.b. 180 cm • geymsla fyrir aukahluti • lætur vita flegar pokinn fyllist • lítil og nett 6.990 kr. www.hagkaup.is Ideline vöfflujárn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.