Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ó PERA á tímamótum“ var yfirskrift mál- þings sem haldið var í Íslensku óperunni í gær, á degi tónlistar. Efnt var til þingsins af forráða- mönnum Óperunnar í því skyni að ræða og fá fram sjónarmið um framtíð stofnunarinnar í ljósi þeirra tímamóta sem hún stendur á um þessar mundir. Hæst bar umræða um framtíðarhúsnæði starfseminnar en stjórn Óperunn- ar hefur sem kunnugt er óskað eft- ir viðræðum við stjórnvöld um að- ild að byggingu nýs tónlistarhúss sem fyrirhuguð er í miðborg Reykjavíkur. Í tengslum við þá umræðu hafa aðstandendur Óper- unnar viðrað hugmyndir um hugs- anlegt samstarf menningarstofn- ana við frekari uppbyggingu óperustarfsemi hér á landi. Tímamót í rekstri Óperunnar Við setningu þingsins rifjaði Jón Ásbergsson, formaður stjórnar Ís- lensku óperunnar, upp þær breyttu forsendur í rekstri stofn- unarinnar sem kalla á þær stóru ákvarðanir sem hér væru til um- ræðu. Vék hann þar að nýundirrit- uðum samningi milli Óperunnar og ríkisins um stóraukin framlög úr ríkissjóði, og aukinn stuðning fjölmargra atvinnufyrirtækja við starfsemina í kjölfarið. Með því væri Íslensku óperunni loks gert kleift að byggja upp starfsemi sína á markvissan hátt með langtíma- sjónarmið að leiðarljósi. Minnti Jón á að fyrsta mál sem fyrir lægi væri að finna Óperunni húsnæði sem hæfði þeim markmiðum, en ljóst væri að Gamla bíó gerði það ekki. Þeirri spurningu hefði stjórnin jafnframt svarað að hluta með því að óska eftir viðræðum um aðild að nýju tónlistarhúsi. Að loknu ávarpi Þórleifs Jóns- sonar, formanns Vinafélags Ís- lensku óperunnar, þar sem starf- semi félagsins var kynnt, tók Bjarni Daníelsson óperustjóri til máls í fyrsta umræðuhluta þingsins sem bar yfirskriftina „Framtíð Íslensku óperunnar“. Þar greindi hann frá þeim mark- miðum sem stjórn Óperunnar hef- ur sett sér um að byggja upp á skömmum tíma samfellda, fjöl- breytta og metnaðarfulla dagskrá. Benti hann á að samfelld starf- semi, sem tæki til um 60 sýninga á vetri, væri mikilvæg forsenda þess að óperan uppfyllti það hlutverk sitt að skapa íslenskum söngvur- um atvinnugrundvöll og atvinnu- öryggi með fastráðningu. Sömu- leiðis væri samfelld starfsemi forsenda þess að hægt væri að bjóða fyrirtækjum atvinnulífsins eftirsóknarvert kostunarsamstarf, og sömu sögu væri að segja um samstarf á sviði menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Fjölbreytni í starfsemi sagði Bjarni nauðsynlega til að koma til móts við ólíka eiginleika hæfi- leikra einstaklinga á sviði óperu- söngs, og til að laða að þann stóra áhorfendahóp sem væri nauðsyn- leg rekstrarforsenda. Það ætti jafnt á við um mismunandi aldurs- hópa, sem hópa fólks með ólíkan smekk og sértækan áhuga á óp- erutónlist. Þá vék Bjarni að metnaðarþætt- inum, og sagði að Ísland hefði allt sem til þyrfti hvað varðaði kunn- áttu og hæfni listafólks til að halda upp fullburða óperustarfsemi. Því væri engin ástæða til að reka hér áhugamannaóperu, enda yrði ís- lensk ópera að geta verið samkeppnishæf um og samboðin þeim listamönnum sem hún býður starf. Að lokum sagði Bjarni að ef upp- fylla ætti hin metnaðarfullu mark- mið sem stjórn Óperunnar hefði sett, þyrfti samstillt átak margra aðila, þar sem beitt yrði hagkvæm- um lausnum. „Það er þess vegna sem Íslenska óperan spyr nú sjálfa sig og aðra sem áhuga hafa og málið varðar: Hvernig eigum við að byggja upp starfsemina í framtíðinni og hvernig eigum við að skapa aðstöðu fyrir þá metn- aðarfullu starfsemi sem stefnt er að,“ sagði Bjarni að lokum. Ólafur Kjartan Sigurðarson óp- bar yfirskriftina Atvinnulí Óperan. veittu Þorsteinn Hil son, upplýsingafulltrúi L virkjunar og Ragnar Önund framkvæmdastjóri Europay landi, athyglisverða innsýn sendur samstarfs atvinnul menningarstarfsemi. Vék steinn m.a. að því að alþjóðle irtæki litu í vaxandi mæli ti vitaðrar afstöðu varðandi félagsábyrgð og væri samvin menningarstofnanir einn kosta. Ragnar lagði áherslu ilvægi þarfagreiningar í sta menningarstofnunar á borð lensku óperuna, og að hún meðvituð um að ópera er aftast og æðst í „þarfapýra samfélaga. Sagði hann reks verða að laga sig að því að aðurinn væri og yrði örsm væri t.d. mikilvægt að hu breytilegum fastakostna rekstri nýs tónleikahúss koma til móts við þær forsen Tveir frummælendur flut indi á þinginu er vörðuðu byggingu tónlistarhúss. Helgi Gunnarsson, verkfræð hjá VSÓ Ráðgjöf og starfsm verkefnisstjórnar um byg tónlistarhúss og ráðstefn stöðvar, ítarlegt erindi um að baki byggingu tónlistarh Íslandi og stöðu mála nú. D samningi við ríki og borg læ ir um byggingu 35.000 fer miðstöðvar sem rúmaði tónlistarhús með 1.500 manna tónleikasal og 450 manna æfinga- og kammertónleikasal auk aðstöðu til ráðstefnu- halds og starfsemi Sinfóníu sveitar Íslands. Auk þess byggingin rúma 250 manna byggingu og aðstöðu fyrir a konar starfsemi. Áætlað væ velja verktaka á næsta ári, h byggingar færi fram árið 20 bygging hæfist ári síðar. Helgi þannig að verkefnið komið á fleygiferð og væri að ef ræða ætti möguleika gert yrði ráð fyrir aðstöðu starfsemi Íslensku óperunna að fara mjög hratt í þá umræ erusöngvari flutti þinggestum er- indi frá sjónarhóli fyrsta fastráðna söngvara Íslensku óperunnar. Sagði hann Ísendinga ekki skort góða söngvara, líkt og í ljós hefði komið þegar um 60 frambærilegir söngvarar hefðu sótt um umrædda fastráðningarstöðu. Sagði hann umræðuna ekki lengur snúast um það hvort íslensk ópera ætti rétt á sér, hún hefði löngu sannaði sig og bæri velgengni Töfraflautunnar þess skýrt vitni. Sagði Ólafur byggingu tónlistarhúss vera stór- mál, og yrðu stjórnvöld því að skilja mikilvægi þess að Íslenska óperan fái að vera með í umræðu um aðild að því. Fordæmdi hann það viðhorf úr röðum tónlistar- manna að líta á „skoðanir og óskir íslenskra óperusöngvara sem eitt- hvað tilfallandi og einstakt upp- hlaup“ og hvatti stjórnvöld til að láta ekki slík viðhorf bera sig á braut. Samstarf við atvinnulíf Kristinn Sigmundsson, óperu- söngvari og formaður listráðs Ís- lensku óperunnar, var síðasti frummælandi úr röðum aðstand- enda Íslensku óperunnar. Vék hann að hlutverki Óperunnar við að byggja upp hóp óperuunnenda framtíðarinnar, og væri áhersla á hefðbundið verkefnaval liður í því auk áhuga og aðsókn að hinni ungu íslensku óperu, sem þó stæði nú á þeim tímamótum að vera að færast af áhugamannastiginu. Kristinn sagðir skoð- anir um það hvort óperan ætti að starfa ein sér eða í félagi með öðrum vissulega skiptar, en benti á fjöl- mörg dæmi í þýskum borgum þar sem fram færi ópera, talað leikhús og ballett í einu og sama húsinu og hefðu húsin jafnframt flest sínar eigin hljómsveitir. Sagði Kristinn ástæðu til að kanna möguleika á slíku samstarfi menningarstofn- ana á Íslandi og nefndi dæmi um samnýtingarmöguleika t.d. á skrifstofufólki, sviðs- og tækni- fólki sem það hefði í för með sér. Annar umræðuhluti þingsins Menningar starfsemi á tímamótum Á málþingi um framtíð Íslensku óperunnar í beindust sjónir manna mjög að spurningum möguleika á aðild Óperunnar að byggingu fy hugaðs tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðv í miðborg Reykjavíkur. Heiða Jóhannsdóttir á málþinginu og lagði við hlustir. Morgunblaðið Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og formaður listráðs Íslens erunnar var einn frummælenda á málþingi um framtíð Óperun Íslendinga skortir ekki góða söngvara M REKSTUR OG HLUTVERK RÚV Rekstrarvandi Ríkisútvarpsinshefur verið mikið til umræðuað undanförnu. Stofnunin hefur verið rekin með halla undan- farin ár, nánar tiltekið með tapi í átta af undanförnum tíu árum og nemur samanlagður hallarekstur hennar á þessu tímabili mörg hundr- uð milljónum króna. Tapið í fyrra var 92 milljónir króna, og í ár stefnir það í um 300 milljónir króna. Í nýrri skýrslu vinnuhóps mennta- málaráðuneytis segir að margvísleg- ar hagræðingar- og aðhaldsaðgerðir hafi verið gerðar á rekstri stofnun- arinnar á undanförnum árum. Ef þær hefðu ekki komið til hefði árleg rekstrarafkoma væntanlega verið 100-200 milljónum króna lakari en hún er nú. Engu að síður megi greina ýmis ónýtt tækifæri til hagræðingar eftir að starfsemi hljóðvarps og sjón- varps var sameinuð í Efstaleiti. Ein slíkra hagræðingaraðgerða er sam- eining fréttastofu útvarps og sjón- varps sem enn hefur ekki orðið af, en talið er að geti sparað 15-45 milljónir króna árlega. Starfshópurinn telur að nú sé meira tilefni til þess en áður að ráðast í aðgerðir hjá stofnuninni til að lækka rekstrarkostnað og afla aukinna tekna. Halla stofnunarinnar á þessu ári má að hluta skýra með hækkun líf- eyrisskuldbindinga og auknum fjár- magnskostnaði. RÚV greiðir 25% af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og er gert ráð fyrir 78 milljóna króna framlagi í ár og rúm- lega 104 milljóna króna framlagi á næsta ári. Við þetta bætist að ný- gerðir kjarasamningar hljómsveit- arinnar íþyngja rekstri RÚV um 15- 20 milljónir króna í ár og um 26 millj- ónir króna á hverju ári eftir það. Þetta eru töluverðar fjárhæðir fyrir stofnun sem á fullt í fangi með að reka sjálfa sig. Í rekstraráætlun stofnunarinnar fyrir þetta ár var gert ráð fyrir tæp- um milljarði í auglýsingatekjur og tekjur af kostun. Í lok september voru tekjur af auglýsingum og kost- un 528 milljónir en ekki 962 milljónir eins og gert var ráð fyrir í upphafi árs, og ekki 847 milljónir eins og gert var ráð fyrir í byrjun september. Allir fjölmiðlar á Íslandi og raunar um víða veröld hafa fundið fyrir verulegum samdrætti í auglýsingum allt frá byrjun þessa árs. Þess vegna eru áætlanir RÚV að þessu leyti til marks um óraunsæi. Slök fjárhagsstaða Ríkisútvarps- ins hin síðustu ár er ekki eina ástæð- an fyrir nauðsyn gagngerrar endur- skoðunar á rekstri og rekstrarformi stofnunarinnar. Markmið, hlutverk, skyldur og sérstaða Ríkisútvarpsins eru ekki skýr og þarfnast endur- skoðunar svo umræðan um RÚV geti tekið þá stefnu sem er stofnuninni og skattgreiðendum fyrir bestu. Er það til dæmis hlutverk ríkisstofnunar að reka afþreyingarútvarp? Hvaða rök eru fyrir því? Þau rök eru vandfund- in. Ríkissjónvarpið er að hluta til af- þreyingarsjónvarpsstöð. Er það hlutverk ríkisins að reka slíka stöð í samkeppni við einkareknar sjón- varpsstöðvar? Á meðan ríkissjón- varpið var eina sjónvarpsstöðin á Ís- landi var eðlilegt að það sinnti þessu hlutverki. En breyttir tímar kalla á breytingar á rekstri ríkissjónvarps- ins. Eðlilegra er að það gegni annars vegar því hlutverki að veita þjóðinni aðgang að hágæða menningarefni í sjónvarpi og er ekki vanþörf á en hins vegar að það verði vettvangur lýðræðislegrar umræðu í landinu. Sendi út allar umræður frá Alþingi án þess að þær verði rofnar, frá borgarstjórn Reykjavíkur og stærri sveitarstjórnum, frá öðrum samkom- um þar sem málefni lands og þjóðar eru til umræðu og svo mætti lengi telja. Það er ekki einfalt mál að sameina fréttastofur útvarps og sjónvarps. Fréttastofa útvarpsins gegnir þýð- ingarmiklu hlutverki í okkar sam- félagi og á hér djúpar rætur. Það er varasamt að framkvæma slíka bylt- ingu sem sameining þessara tveggja fréttastofa væri. Fréttir í útvarpi og sjónvarpi lúta gjörólíkum lögmálum og mikil hætta er á að sá metnaður, sem jafnan hefur einkennt frétta- stofu útvarps, mundi glatast. Í ljósi þeirra hugmynda, sem hér hafa verið settar fram um framtíð- arhlutverk RÚV, er eðlilegt að setja stofnunina á fjárlög og fella niður umdeilt afnotagjald. Útvarpið sem slíkt á sér langa hefð sem auglýs- ingamiðill og ekki skynsamlegt að breyta því. Með breytingum á rekstri ríkissjónvarps af því tagi, sem hér hafa verið nefndar, gæti hins vegar komið til greina að rík- issjónvarpið hyrfi af auglýsinga- markaðnum. Það færi þó eftir því, hvort hér verða reknar til frambúðar ein eða tvær einkareknar sjónvarps- stöðvar. Ef einungis yrði um eina stöð að ræða væri auðvitað óhugs- andi að afhenda slíkri stöð einokun á markaðnum fyrir sjónvarpsauglýs- ingar. Þátttaka RÚV í rekstri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands er tíma- skekkja. Fyrir henni voru ákveðin rök í upphafi en þau eiga ekki lengur við og tímabært að skera á hin rekstrarlegu tengsl milli Ríkisút- varpsins og hljómsveitarinnar. Verði hætt að fjármagna RÚV með afnota- gjöldum liggur beint við að framlag ríkisins til Sinfóníuhljómsveitarinn- ar komi jafnframt af fjárlögum og að þessu rekstrarlega samkrulli, sem veldur því að línur í rekstri beggja stofnana verða óskýrari, verði hætt. Hins vegar er sjálfsagt að í samræmi við menningarlegt hlutverk sitt sendi RÚV, bæði hljóðvarp og sjón- varp, áfram út efni frá tónleikum hljómsveitarinnar og þar komi eðli- leg greiðsla fyrir. Hlutverk RÚV skv. lögum er m.a. að „leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararf- leifð“ og skal það „flytja efni m.a. á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Það skal veita al- menna fræðslu og gera sjálfstæða dagskrárþætti er snerta Ísland eða Íslendinga sérstaklega“. Með þeim breytingum, sem hér eru lagðar til, mundi Ríkisútvarpið verða færara um að sinna þessu lögbundna hlut- verki en það er í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.