Morgunblaðið - 23.11.2001, Side 39

Morgunblaðið - 23.11.2001, Side 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 39 UMRÆÐAN um framtíð Afganistans er nú í hámarki og í þeirri umræðu er það grund- vallaratriði að mann- réttindi séu meginvið- fangsefnið og mistök fortíðarinnar verði ekki endurtekin, þannig að hægt verði að tryggja íbúum Afganistans örugga framtíð. Á undanförnum vik- um hefur Amnesty Int- ernational fengið upp- lýsingar um mann- réttindabrot af hálfu allra stríðandi aðila í Afganistan og leggja samtökin áherslu á að tryggt verði að þeir sem bera ábyrgð á brotunum verði leiddir fyrir sjálfstæða og óháða dómstóla. Síðustu tvo áratugi hafa íbúar Afganistans þurft að þola gróf mannréttindabrot af hálfu yfirvalda, erlendra herja og ýmissa vopnaðra hópa. Hver ríkisstjórnin á fætur ann- arri hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja réttindi íbúa landsins og þeir hafa þurft að sæta ofbeldi og skorti. Árið 1992 komu Sameinuðu þjóð- irnar að friðarsamkomulagi í landinu en engar raunhæfar tilraunir voru gerðar til að koma á stöðugu sam- félagi sem byggðist á virðingu fyrir mannréttindum. Í dag beinast sjónir heimsins að Afganistan Í kjölfar árásanna 11. september á Bandaríkin var hrundið af stað al- þjóðlegri baráttu sem gengið hefur undir nafninu „stríð gegn hryðju- verkum“. Loftárásir á Afganistan hafa verið liður í því stríði og hafa árásirnar og viðvarandi innanlands- átök komið niður á þúsundum al- mennra borgara. Ef mannréttindi verða ekki meg- inviðfangsefni í tilraunum alþjóða- samfélagsins til að koma á friði í Afg- anistan verða borgarar landsins enn og aftur beittir óréttlæti. Ekki sér enn fyrir enda stríðsátaka í Afganistan, en umræðan um póli- tíska framtíð landsins er hafin og ef árangur á að nást er ekki hægt að knýja fram lausnir heldur verða allar ákvarðanir um framtíð landsins að byggjast á víðtækri þátttöku hinna ólíku þjóðfélagshópa sem byggja landið. Í því ferli leika Sameinuðu þjóðirnar viðamikið hlutverk. Fara verður að alþjóðalögum Amnesty International hefur hvatt alla aðila að átökunum til að virða al- þjóðleg mannréttinda- og mannúðar- lög. Samtökin hafa farið fram á að allir aðilar að átökunum tryggi virðingu fyrir mannréttindum almennra borg- ara og sjái til þess að hjálparsamtök geti komið fólki til aðstoðar. Amnesty hefur einnig brýnt fyrir ríkisstjórnum í ná- grannaríkjum Afganist- ans að virða Flótta- mannasamning Sam- einuðu þjóðanna og veita flóttamönnum frá Afganistan nauðsyn- lega vernd. Einnig hafa ríkis- stjórnir, m.a. ríkis- stjórn Íslands, verið hvattar til að styðja þau lönd sem bera hitann og þungann af flótta- mannastraumnum. Loftárásir Banda- ríkjanna hafa vakið al- varlegar spurningar um brot á alþjóðlegum mannúðarlögum. Yfirmenn í banda- ríska hernum hafa viðurkennt að borgaraleg skotmörk hafi orðið fyrir árásum, erfitt hefur reynst að fá óháðar upplýsingar um slíkar árásir, sem leitt hafa til dauða almennra borgara, þar sem óháðir eftirlitsmenn hafa ekki haft aðgang að landinu né nauðsynlegum upplýsingum. Amnesty International hefur farið fram á að Bandaríkjaher tryggi að al- mennir borgarar séu ekki drepnir í árásum á landið og fara samtökin einnig fram á að allar upplýsingar um fall almennra borgara séu rannsak- aðar og niðurstöður gerðar opinber- ar. Amnesty hefur einnig farið fram á að notkun á klasasprengjum verði stöðvuð. Binda verður enda á refsileysi Frá því að stríðsátök brutust út í Afganistan árið 1978 hefur enginn þurft að svara til saka vegna alvar- legra mannréttindabrota sem framin hafa verið næsta sleitulaust á undan- förnum rúmum tuttugu árum í land- inu. Fjöldi Afgana sem grunaðir eru um mannréttindabrot býr utan Afg- anistan, en ekkert ríki hefur sótt þá til saka. Ef vítahringur ofbeldis- og mannréttindabrota verður ekki rof- inn og endi bundinn á refsileysið er hætta á að íbúar landsins lifi áfram við ótta og skort. Sagan sýnir okkur að þegar mann- réttindabrot eru hundsuð og hinir seku komast upp með pyndingar, „mannshvörf“, nauðganir og morð er ætíð hætta á að mannréttindabrot viðgangist áfram. Dæmin er mörg frá Kambódíu til Sierra Leone, frá Ang- ólu til Chile. Arfurinn berst frá einni kynslóð til annarrar, arfur um mann- réttindabrot sem aldrei voru viður- kennd opinberlega, né neinn sóttur til saka. Slíkur arfur hefur neikvæð áhrif á friðarumleitanir og grefur undan mannréttindavernd, jafnvel mörgum árum eftir að brotin voru framin. Stöðva verður vopnaflutninga og notkun barnahermanna Vopnaflutningar til Afganistans hafa í mörg ár viðhaldið mannrétt- indabrotum í landinu. Vopn hafa bor- ist til landsins frá Bandaríkjunum, ýmsum löndum í Vestur-Evrópu, fyrrum Sovétlýðveldum, Pakistan, Sádi-Arabíu, Slóvakíu og Íran. Vopnin sem vopnaðir hópar hafa fengið eru m.a. jarðsprengur, sem hafa komið hvað verst niður á al- mennum borgurum, sérstaklega börnum. Ef ekki verður gert átak í að fækka vopnum í landinu og gera jarð- sprengjur skaðlausar er líklegast að ofbeldið haldi áfram og mannrétt- indabrot verði viðvarandi í landinu. Upplýsingar um notkun barnaher- manna eru ógnvænlegar. Talibanar hafa neitað því að þeir hafi börn innan sinna raða en Amnesty International hefur heimildir fyrir því að börn, sér- staklega drengir sem sækja svokall- aða „madrasas“, eða trúarskóla í Pak- istan, hafi verið sendir til að berjast í Afganistan. Samtökin hafa einnig heimildir fyrir því að Norðurbanda- lagið hafi barnahermenn innan sinna raða. Amnesty International leggur áherslu á að börn sem hafa gerst her- menn fái aðstoð og endurhæfingu og að bann við notkun barna í stríðsátök- um sé virt að fullu. Nauðsyn alþjóðlegs stuðnings Þegar saga Afganistan er skoðuð er ljóst að mikið starf er fyrir höndum að byggja upp dómskerfi í landinu sem fullnægir alþjóðlegum kröfum um mannréttindi. Samfélag sem hef- ur þurft að búa við gróf mannrétt- indabrot í svo langan tíma, eins og raunin er í Afganistan, þarfnast al- þjóðlegs stuðnings til að byggja upp réttlátt samfélag. Hlutverk óháðra hópa og félagasamtaka í Afganistan er einnig mikilvægt til að tryggja að almenningur í landinu öðlist trú á framtíðinni og fái notið þeirra mann- réttinda sem þeim ber. Afganistan Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Stríð Draga þarf lærdóm af fortíðinni, segir Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir, til að byggja framtíðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International. „Það er alltaf gaman að gefa út góðar bækur. Sumar bækur bera þó af og það gerir þessi bók. Fyrirgefningin er einstök bók og á erindi til hvers einasta manns, ekki síst núna á þessum átakatímum. Höfundurinn, geðlæknirinn Gerald G. Jampolsky, segir: „Ég er sannfærður um óviðjafnanlegan heilunarmátt fyrirgefningarinnar og það erum við líka“. Útgefendur. Þessi margverðlaunaða metsölubók hefur slegið öll sölumet og hjálpað fjölmörgum í gegnum erfiðleika sem allir þurfa að takast á við einhvern tíma á lífsleiðinni. Besta „sjálfshjálparbók“ allra tíma HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR eftir Louis L. Hayer loksins komin aftur Loksins komin aftur FYRIRGEFNINGIN heimsins fremsti heilari „Að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum er forsenda mannlegs þroska.“ Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. Sími 435 6810, 891 6811 — www.hellnar.is Þessar bækur fást í öllum helstu bókaverslunum landsins Geisladiskur til sölu Love Messages From Overseas . Indian Princess Leoncie Hinn frábæri nýi 17-laga geisladiskur með poppdanstónlist fæst aðeins í Hljómalind, Laugavegi 21 í Rvík og Tónborg, Hamraborg 7, Kóp. Afar sérstök jólagjöf í ár. www.simnet.is/leoncie Umboðssími 691 8123. Hin eldheita söngkona Leoncie vill skemmta á árshátíðum, þorrablótum, skólaskemmtunum, klúbbum o.s.frv. um land allt. Geymið auglýsinguna.  Á s g a r ð u r b e s t i d a n s s t a ð u r R e y k j a v í k u r Húsið opnar kl. 22:00 með hljómsveit • Stefáns P. ásamt • Hallbergi Svavarssyni • Föstudaginn 23. NÓV. 2001 • Frábært dansgólf • Frábær tónlist fyrir fólk á besta aldri                                 KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.