Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG KEYPTI mér hið ágæta blað Gestgjaf- ann (9. tbl. 2001) sem er ekki frásögur færandi. Ég fletti í gegnum blað- ið og með því fyrsta sem ég las var veitinga- húsarýni Þorra Hrings- sonar. Þegar ég las inngang greinarinnar varð ég mjög undrandi. Grein- arhöfundur er að fjalla um ágæti veitingastað- ar í Reykjavík og efast ég ekki um að sú um- fjöllun er réttmæt. Þorri hefur greinina með þessum orðum: „Eitt það allra besta sem komið get- ur fyrir litla, einangraða og sjálf- hverfa þjóð eins og Íslendinga er að hún verði fyrir áhrifum frá öðrum menningarsvæðum, annaðhvort á þann hátt að menn og konur fara ut- an og sækja sér nýja þekkingu sem þau geta síðan borið aftur í heima- hagana eða á þann hátt að hin nýja þekking kemur til okkar og samlag- ast þjóðfélaginu sem fyrir er. Sú þjóðsaga hefur lengi verið við lýði hér að Íslendingar séu einmitt manna tilbúnastir að tileinka sér nýja siði og að hér á landi sé þjóð- ernis- og kynþáttahyggja lítil sem engin, en sú þjóðsaga gengur þvert á þá tilfinningu sem ég hef þegar ég geng um miðbæ Reykjavíkur um helgar og horfi upp á smekklausa og bjórfulla smástráka um tvítugt (þess- ir með Selfosslúkkið og ljósabekkjaskánina) gera ítrekaðar tilraunir til að ganga í skrokk á nýbúum, ferðamönnum og reyndar öllum þeim sem líta ekki út fyrir að vera jafnógeðslegir og þeir sjálfir. Þetta eru þeir sem ætla að verða framtíðarfulltrúar okk- ar í heimsþorpinu, spá- ið í það.“ Tilvitnun lýk- ur. Ég er með eindæm- um hissa á innskoti greinarhöfundar („þessir með Selfoss- lúkkið og ljósabekk- jaskánina“). Þorri Hringsson er þarna að skrifa gegn fordómum og það styð ég heilshugar. Inngangur- inn hefði verið óaðfinnanlegur, að mínu mati, ef hann hefði ekki klykkt út með ofangreindum orðum. Mér finnst það skjóta skökku við að hann skrifar gegn fordómum en viðhefur þá svo sjálfur í næstu setningu. Þar talar hann um smekklausa, bjórfulla smástráka um tvítugt, með Sel- fosslúkk og ljósabekkjaskán. Og ógeðslega í þokkabót! Ég hefði gam- an af því að vita hvað hann meinar með „Selfosslúkk“ og hvernig sá karlmaður lítur út? Ég veit ekki til þess að ungir karlmenn á Selfossi hafi annað útlit en kynbræður þeirra annars staðar á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Að spyrða svona saman neikvæða hegðun og eitt ákveðið bæjarfélag er með ólíkindum! Mér finnst ofangreind ummæli einnig vera mjög ósmekkleg, með til- liti til þess að framar í blaðinu er grein, þar sem Selfyssingarnir Krist- jana Stefánsdóttir djassdrottning og sambýlismaður hennar, Ólafur Jens Sigurðsson, buðu til veilsu. Greinarhöfundur mætti gaum- gæfa hug sinn betur áður en hann ryðst fram á ritvöllinn og ritstjóri Gestgjafans ætti að hafa meira eft- irlit með því sem birt er í blaðinu svo það hljóti ekki álitshnekki af for- dómafullum fullyrðingum greinahöf- unda sinna. Smekklaus gestgjafi Ragnheiður Kristín Björnsdóttir Fordómar Mér finnst það skjóta skökku við, segir Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, þegar Þorri Hringsson skrifar gegn fordómum en viðhefur þá svo sjálfur í næstu setningu. Höfundur er nemi og þriggja barna móðir búsett á Selfossi. MIKIÐ hefur verið rætt undanfarið um tvískiptingu heilbrigð- iskerfisins í kerfi þeirra sem geta borg- að og kerfi þeirra sem ekki geta borgað. Margir hafa talað um að hið versta mál sé ef hér á landi verði til slíkt tvöfalt heilbrigð- iskerfi með mismun- andi áherslum og mis- munandi þjónustu eftir efnahag þess sem þjónustunnar leitar. Íslendingar þurfa ekki að leita til útlanda til að sjá hvernig slíkt tvöfalt kerfi virkar. Vegna sífellt lækkandi endurgreiðslu Trygginga- stofnunar ríkisins fyrir tannlækn- ingar er slíkt fyrirkomulag í gildi á Íslandi. Það mismunar öryrkjum og öldruðum eftir efnahag þeirra og það mismunar börnum eftir efna- hag foreldra þeirra. Tannheilsa fylgir efnahag Um heim allan er það þekkt að tannheilsa fólks fylgir efnahag þess. Eins fylgir tannheilsa barna efnahag foreldra þeirra. Þetta er ekki bara vel þekkt heldur hafa margar þjóðir tekið sig til og unnið markvisst að því að eyða þeim ójöfnuði í tannheilsu sem af tekjumismun stafar. Norðurlöndin hafa gengið einna lengst í þessa átt. Íslendingar hafa síðustu árin tekið aðra stefnu, vonandi af vangá frekar en vilja. Niðurskurður á endurgreiðslu TR Síðastliðinn áratug hefur endurgreiðsla Tryggingastofnunar ríkisins til foreldra fyrir tannlækn- ingar og tannvernd barna þeirra verið skorin niður um helming. Fyrst var þetta gert með nýjum al- mannatryggingalögum árið 1993 sem kváðu á um lækkun endur- greiðsluhlutfallsins úr 100% í 75%. Nú hefur gráu verið bætt ofan á svart með því að nota til útreikn- inga endurgreiðslunnar gjaldskrá heilbrigðisráðherra sem ekki hefur tekið hækkunum síðan 1998. Þegar endurgreiðsla TR fer ekki eftir kostnaðarhækkunum í þjóðfélag- inu, heldur stendur í stað, lækkar endurgreiðslan hlutfallslega. Nú er svo komið að endurgreiðsluhlutfall fyrir tannlæknaþjónustu barna er um 50–60% og enn lægra fyrir for- varnir. Lækkandi endurgreiðsluhlutfall fyrir tannlækningar neyðir hina efnaminni til að fresta tannaðgerð- um barna sinna, oft þar til í óefni er komið. Mörg dæmi eru um börn sem þurfa að þola tannskemmdir, tannverk og sýkingar í tönnum sín- um vegna lakari efnahags foreldra þeirra en hinna barnanna sem eiga foreldra sem geta greitt þann hluta sem TR endurgreiðir ekki fyrir. Það er dapurlegt heilbrigðiskerfi sem mismunar yngstu eigendum kerfisins eftir efnahag foreldranna. Endurgreiðsla til foreldra fyrir tannvernd og varnir gegn tannátu hefur verið skorin niður um helm- ing eins og aðrar tannlækningar. Auk þess hafa forvarnir sætt enn frekari niðurskurði, með reglugerð- um árin 1996 og 1999 sem kváðu á um lækkun eða niðurfellingu end- urgreiðslu fyrir varnir gegn tann- skemmdum, svo sem flúormeðferð, röntgenmyndun, reglulegt eftirlit, fræðslu og skorufyllur. Niðurskurður á endurgreiðslu TR fyrir forvarnir gegn tann- skemmdum mismunar börnum eftir tekjum foreldra. Þeir foreldrar sem vilja verja sín börn vel gegn tann- skemmdum og hafa til þess fé munu verða sér úti um þær varnir sem til þarf þrátt fyrir niðurskurð á endurgreiðslu frá TR. Börn efna- meiri foreldra verða því með betri tannheilsu. Augljóst er að með þessu er aukið á tekjumismunun í heilbrigðiskerfinu. Hvað er til ráða? Þekkt er að tannheilsa barna mótast af efnahag foreldra þeirra. Þjóðfélög sem hafa jöfnuð þegn- anna að leiðarljósi hafa notað al- mannatryggingar til að bæta þenn- an ójöfnuð. Slíkar þjóðir hafa litið á það sem samfélagslega skyldu sína að veita börnum tannlæknaþjón- ustu sem ekki mismunar eftir efna- hag foreldranna. Norðurlöndin hafa náð þessu marki með því að gera tannlækningar því sem næst ókeyp- is fyrir börn. Hér á Íslandi hefur verið tekin önnur stefna. Fyrir rétt- um áratug voru Íslendingar með endurgreiðslukerfi fyrir tannlækn- ingar barna sem líktist því sem hin Norðurlöndin hafa gert að stefnu sinni, 100% endurgreiðsla og áhersla á forvarnir. Þá var stefnan sett á sterkan samfélagslegan stuðning til bættrar tannheilsu. Nú þurfa foreldrar að greiða fyrir 40– 50% af kostnaði við tannlækningar barna sinna og ef þeir vilja verja börn sín tannskemmdum þurfa þeir að greiða enn stærri hluta af þeim vörnum sjálfir. Heilbrigðisyfirvöld hafa þarna tekið þá stefnu að velta kostnaðinum og ábyrgðinni af for- vörnum gegn tannskemmdum af samfélaginu yfir á foreldra, eða af samhjálparstiginu yfir á sjálfshjálp- arstigið. Enn eftirbátar Það fer eftir hugarfari hvers og eins hvernig rétt er að haga slíkum málum, en norræn þjóðfélög hafa notið nokkurrar aðdáunar á al- þjóðavettvangi vegna samhjálpar á heilsusviði. Sérstaklega hafa skand- inavískar þjóðir talist vera í far- arbroddi í tannheilsumálum, ein- mitt með því að færa tannheilsumál yfir á samhjálparsviðið. Hættum að vera eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum gjarnan miða okkur við og tökum þá stefnu sem gagnast tann- heilsu barna best. Tannheilsa fyrir hina efnameiri Sigurður Rúnar Sæmundsson Endurgreiðslur Niðurskurður á endur- greiðslu TR fyrir forvarnir gegn tann- skemmdum, segir Sigurður Rúnar Sæmundsson, mis- munar börnum eftir tekjum foreldra. Höfundur er tannlæknir. Í Morgunblaðinu 9. nóvember sl. er haft eftir Helga Laxdal, formanni Vélstjóra- félags Íslands, á vél- stjóraþingi að nem- endur frá Vélskóla Íslands hafi ekki greiðan aðgang að há- skólanámi og þurfi því skólinn leyfi til að út- skrifa stúdenta. Eitt af meginviðfangsefn- um þingsins var um- fjöllun um menntunar- mál vélstjóra og er það vel. En hafa skal það sem sannara reynist og því er ástæða til að leiðrétta um- mæli formannsins, þau er snúa að háskólanámi útskrifaðra vélstjóra. Staðreynd málsins er sú að á vor- dögum ársins 2000 sendi undirrit- aður, ásamt rektor Tækniskóla Ís- lands, skriflega yfirlýsingu til skólameistara Vélskóla Íslands þess efnis að útskrifaðir vélstjórar frá Vélskóla Íslands, með 4. stigs réttindi og 208 námseiningar, hefðu beinan aðgang í iðnaðar- og véla- deild Tækniskóla Íslands. Þaðan geta þeir svo útskrifast með dipl- oma í véliðnfræði, að einu og hálfu ári liðnu, eða með B.Sc.-gráðu sem véltæknifræðingar, orkutæknifræð- ingar eða iðnaðar- tæknifræðingar eftir þriggja og hálfs árs nám. Jafnframt veitir B.Sc.-gráðan mögu- leika á tveggja ára framhaldsnámi við Háskóla Íslands eða erlendan háskóla óski nemendur eftir að öðl- ast meistaragráðu í verkfræði. Vél- og orkutækni- fræðinámið í Tækni- skóla Íslands er sér- sniðið tækninám að íslenskum þörfum. Þessu til staðfestingar má nefna að forsvars- menn hérlendra verkfræðistofa eru á höttunum, ár hvert, eftir nýút- skrifuðum nemendum frá véladeild skólans vegna tækniþekkingar þeirra og færni. Það er ánægjulegt frá því að segja að haustið 2000 hófu átta vél- stjórar, með 4. stigið frá Vélskóla Íslands, háskólanám í vél- og orku- tæknifræði við Tækniskóla Íslands. Skemmst er frá því að segja að þessir nemendur hafa staðið sig með afburðum vel enda er Vélskóli Íslands frábær framhaldsskóli á sviði vél- og rafmagnsfræða. Þessir nemendur standa óneitanlega mun betur að vígi en samstúdentar þeirra frá almennum framhalds- skólum þegar kemur að tækni- og hönnunarfögum hér við skólann. Það er mat undirritaðs að þeir véltæknifræðingar sem Tækniskóli Íslands útskrifar og lokið hafa 4. stigs vélstjórnarprófi verði þeir fjölhæfustu og best menntuðu á vinnumarkaðnum. Engu að síður er það rétt haft eftir Helga Laxdal að Vélskóli Ís- lands útskrifar ekki stúdenta með hvíta kolla. En hann útskrifar ígildi stúdenta og ríflega það. Að mati undirritaðs hefur sá, sem lokið hef- ur prófi frá Vélskóla Íslands, mun betri forsendur, getu og efni, til að afla sér háskólamenntunar á sviði tæknimála en flestir aðrir stúdent- ar úr framhaldsskólum landsins. Jens Arnljótsson Höfundur er forstöðumaður iðnaðar- og véladeildar Tækniskóla Íslands. Nám Vél- og orkutækni- fræðinámið í TÍ, segir Jens Arnljótsson, er sérsniðið að íslenskum þörfum. Vélstjórar, verið velkomnir í TÍ Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136 KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680 Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt G læ si le g a r g ja fa vö ru r Hitakanna kr. 7.490 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.