Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Grétar Lárussonfæddist í Stykkis- hólmi 31. ágúst 1934. Hann andaðist við störf sín í Rafstöðinni í Stykkishólmi 12. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ásta Gestsdóttir húsfreyja, f. 23. des- ember 1910, d. 9. júlí 1991, og Lárus Rögn- valdsson rafvirki, f. 27. júní 1904, d. 13. apríl 1956. Þau eign- uðut fjóra syni og var Grétar þeirra elstur. Næstur Grétari kemur Rögnvald- ur vélsmíðameistari, f. 8. mars 1938, verkstjóri í Skipasmíðastöð- inni Skipavík hf. í Stykkishólmi, kvæntur Sveinlaugu Salóme Val- týsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Þá koma tvíburarnir Haraldur og Gylfi, f. 23. október 1946, báðir tré- smíðameistarar. Haraldur er kvæntur Auði Jóhannesdóttur bankastarfsmanni og eiga þau þrjú börn, Gylfi er kvæntur Ólöfu Jónsdóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn. Bræðurnir Haraldur og Gylfi eiga og starf- rækja byggingafyrirtækið Sökkul hf. í Reykjavík. Grétar kvæntist 31. desember 1982 eftirlifandi eigin- konu sinni, Önnu Birnu Ragnarsdótt- ur, starfsstúlku á St. Fransiskussjúkra- húsinu í Stykkis- hólmi, f. 19. júlí 1944, frá Hraunhálsi í Helgafellssveit. For- eldrar Önnu Birnu eru Jónína Kristín Jóhannesdóttir hús- freyja, f. 11. júlí 1923, og Ragnar Hannesson, bóndi og smiður víða á Vesturlandi, síðast í Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, f. 5. júlí 1915, d. 13. maí 1980. Börn Garðars og Önnu Birnu eru þrjú: 1) Lárus Ragnar, f. 6. janúar 1975, 2) Svanur Már, f. 3. september 1978 og 3) Ragnheiður Kristín, f. 1. apríl 1983. Lárus Ragnar starfar í verktakafyrir- tækinu Höfuðverki Kristjáns Ragnarssonar sem móðurbróðir hans, Kristján Ragnarsson, á og rekur. Svanur Már og Ragnheiður Kristín eru enn í skóla. Útför Grétars fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Faðir okkar átti það til að segja okkur systkinunum frá ævi sinni og lífshlaupi. Við munum varla eftir því að hafa heyrt neitt án þess að Grétar væri nefndur á nafn. Hvernig hann gekk þeim bræðrum í föðurstað eftir skyndilegt fráfall Lárusar afa. Pabbi talaði um hvernig Grétar hefði, þá rétt rúmlega tvítugur, farið að hjálpa ömmu í gegnum alla þá erfiðleika sem á eftir komu. Sorgina, söknuðinn, hjálp með heimilið og fór hann strax að vinna fyrir því. Við minnumst sjálf alltaf þessa ró- lega og yfirvegaða manns sem manni fannst ekkert geta haggað. Sigldi í stórsjó með bræðurna og ömmu á bakinu en kom á land þurr. Grétari var umhugað um strákana sína og gætti þeirra sem faðir, bæði fyrr og nú. Áhyggjur þeirra voru áhyggjur hans. Af sömu alúð og óeigingirni hef- ur hann hugsað um fjölskyldu sína Önnu Birnu, Lalla, Svan og Ragn- heiði sem eiga framundan erfið spor. Við munum standa með þeim og styðja þau áfram þessi spor. Við höfum misst mikið en Grétar er nú kominn til afa og ömmu þar sem þau munu gæta hans. Þau munu svo öll þrjú gæta okkar sem eftir lifum. Pabbi, Halli og Röggi, það er stórt skarð höggvið í litla fjölskyldu og hjartað grætur, munið bara að standa saman og gæta þess að fjölskyldur ykkar og Grétars haldist hönd í hönd í gegnum þetta og lífið, eins og amma, afi og Grétar hefðu viljað. Við þörfn- umst þess nú sem aldrei fyrr. Elsku Anna Birna, Lalli, Svanur og Ragnheiður, hjarta okkar og hugur er hjá ykkur í sorginni og um ókomna tíð. Ykkar Inga Lára, Helena og Eiður. Grétar Lárusson var mikill vinur vina sinna. Öllum sem kynntust hon- um þótti vænt um hann. Og hann var svo bóngóður að hann vildi allt fyrir alla gera. Og ef ég ætti að lýsa skap- gerð hans nánar, þá er hann með al- beztu mönnum, sem ég hefi kynnst, og er í fremstu röð þeirra manna, sem ég tel vini mína. Hann starfaði hjá Rafmagnsveitu Stykkishólmshrepps frá 1956 og til þess tíma að Rarik keypti Stykkishólmsveituna 1958/59, og hjá Rarik síðan. Vélgæzla hjá raf- veitunum varð starfsvettvangur hans og hann keyrði vélarnar alla tíð síðan, þar til lífsorkuna þraut. Grétar lét ekki mikið yfir sér, en var dyggur og öruggur starfsmaður og vann öll sín störf af alúð og trúmennsku. Hann var afar vandvirkur og snyrtimenni svo af bar, og umgengni í rafstöðinni slík, að það var eins og að koma í konungshöll að ganga þar innfyrir dyr, og enginn mátti fara lengra en í forstofuna án þess að fara úr skónum. Grétar hafði lítilsháttar búskap um árabil, nokkrar ær sem hann hirti af natni og hugulsemi. Oft talaði hann um að minnka nú bústofninn „frá næsta hausti“, en gat aldrei fengið sig til þess að farga síðustu skepnunum, þegar til átti að taka. Einnig ræktuðu þau hjónin kartöflur í mörg ár, bæði til heimilisins og til þess að gleðja fjöl- skylduvini um uppskerutímann. Grét- ar var einkar laginn bílstjóri, enda hentu hann ekki óhöpp í akstri svo að ég viti. Ég veit að honum var óljúft að láta hrósa sér, og skal því látið staðar numið. Einn eiginleika hans skal þó nefna, af mörgum sem hér eru ekki taldir: Hann lagði aldrei illt orð til nokkurs manns, enda var hann grandvar maður með afbrigðum. Öll framkoma hans og hegðun einkennd- ist af hugarfari, sem prýðir aðeins góða menn. Við hann eiga þau orð, sem sögð eru um þá, sem gæddir eru slíkum sálargáfum og Grétar: Hann var hógvær og af hjarta lítillátur. Hjónaband þeirra Önnu Birnu var giftusamlegt og farsælt. Þau voru samhent í uppeldi barnanna og mikið ástríki ríkti innan fjölskyldunnar. Andlát Grétars bar að með þeim hætti, að í óveðrinu, sem gekk yfir landið nýverið, varð rafmagnslaust á Vesturlandi vegna bilunar í tengikerfi í Borgarfirði. Grétar fór inn á rafstöð, ræsti vélarnar og hleypti varaafli á rafkerfið. Þegar menn komu í rafstöð- ina nokkru síðar sat Grétar í stól sín- um í vaktherberginu, örendur. Lífi góðs manns var lokið. Hinn ljúfi og hlýlegi góði drengur sést ekki framar á götum bæjarins. Við Katrín sendum öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Guð veiti líkn. Jón Magnússon. Mánudagurinn 12. nóvember síð- astliðinn virtist ætla að verða eins og hver annar dagur í lífi mínu. Um klukkan 22 hringdi systir mín og til- kynnti mér að Grétar Lárusson, pabbi besta vinar míns, hefði látist fyrr um kvöldið. Ég trúði þessu ekki þá, ég trúi þessu varla enn. Mín fyrstu kynni af Grétari voru þegar ég var um átta til níu ára en þá var ég orðinn nokkuð reglulegur gest- ur á Vallarflötinni að heimsækja Svan. Nokkurru síðar byrjuðum við Svanur í hljómsveitabransanum. Eft- ir að við ákváðum að ég skyldi leika á bassa var „kallinn“, eins og ég kallaði hann oft, búinn að koma sér upp gælunafni á mig, Steini bassi. Allar götur síðan hefur hann kallað mig þetta. Í hvert skipti sem ég hringdi í Svan og Grétar svaraði, var hann van- ur að segja: „Búmm búmm búmm Steini bassi, búmm búmm. Hvað ertu að gera af þér, vantar ykkur ekki einn færan munnhörpuleikara í hljóm- sveitina ykkar, svona einn til þess að laða að gellurnar?“ Fimm mínútum seinna hló hann og leyfði mér að tala við Svan. Grétar var einn skemmtilegasti og góðhjartaðasti maður sem ég kynnst. Hann hugsaði einstaklega vel um fjöl- skylduna sína og alla þásem voru hon- um kærir. Alltaf þegar við Svanur vorum á leiðinni suður t.d þá fór hann yfir hlutina með Svani. „Eru búinn að tékka á vatninu, tékka olíuna? Pass- aðu þig svo, það er hálka á fjallinu.“ Svo þegar við vorum komnir yfir fjall- ið þá hringdi hann kannski og minnti okkur á það væri hálka á Mýrunum líka. Þá hafði hann verið að skoða veð- ursíðurnar í textavarpinu. Maður getur ekki annað en hlegið með sjálfum sér þegar maður rifjar upp þær stundir sem maður átti með Grétari, en að sama skapi sárnar manni mikið við tilhugsunina um að við eigum aldrei aftur að hittast aftur. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna, kæri vinur. Hvíl í friði. Megi Guð varðveita sálu þína. Elsku Anna Birna, Lárus, Svanur og Ragnheiður, ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall föður ykkar og eiginmanns. Ykkar vinur. Þorsteinn Eyþórsson. Einn af góðborgurum Stykkis- hólms hefir kvatt okkur og eftir er skarð í vinahópnum. Hann var traust- ur og tryggur förunautur okkar, það bar ekki mikið á honum í hinu daglega lífi, en þeim mun traustari var hann, og tryggð hans við þá sem hann um- gekkst var slík að hún geymist í þakk- látum hugum. Hann var fæddur í Stykkishólmi og starfaði allan sinn tíma í þágu borg- aranna hér. Viðmót hans og tryggð verður þeim sem þess nutu sérstök og margra leysti hann bón og aldrei var spurt um laun ef gerður var greiði. Hann var 12 ára þegar ég kom í Hólminn og ég man hann strax sem skólapilt og eins og önnur börn var hann í Stúkunni okkar Björk, hógvær og eftirtektarsamur. Hann eignaðist góðan lífsförunaut og börn og heimili og það var hans aðal og umhyggja. Anna Birna var honum sérstaklega sterk í stríði lífsins og hann mat það líka að verðleikum. Grétar unni sínum stað, var sannur Hólmari eins og það var kallað. Heim- ilisins trausti maður hlúði að því og ég held að þær hafi ekki verið margar stundirnar sem hann var þar ekki nærri. Ekki minnist ég þess að víðför- ull hafi hann verið í þeim skilningi sem nútíðin leggur í það orð. Og vin- um sínum var hann bæði góður og hliðhollur. Um það getur sá sem þetta ritar borið vitni. Þá skal því ekki gleymt að Grétar var hagur maður og það kom sér oft vel fyrir vini hans sem nutu þess ríf- lega. Hann var hvers manns hugljúfi og gat á góðum stundum hreyft glettni og gamansemi, gert umhverfið hlý- legra, en ekki man ég til þess að hann hafi lagt nokkrum manni neitt til ásteytingar eða vanvirðu. Sem sagt: Hann var góður drengur í þess orðs fyllstu meiningu og það get ég borið um því oft kom ég á heimili þeirra hjóna og naut þar glaðværra stunda. Með þessum fáu orðum vil ég og fjölskylda mín þakka þessum ágæta vini mínum fyrir liðin ár og allt hans hlýja viðmót og góðvilja, og um leið færa Önnu konunni hans og börnum þeirra og ástvinum öllum innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn ágæta vin og leiði hann um ljóssins brautir. Árni Helgason, Stykkishólmi. Það var annað en ætlað var. Það er svo margt sem er öðruvísi en ætlað er. Síminn hringdi og fyrrverandi starfs- systir flutti mér sorgarfregn þar sem ég bjó mig undir að forrita nýja makróa í teiknikerfið við upphaf nýrrar viku, Grétar samstarfsmaður minn Lárusson var látinn. Makróar urðu ekki fleiri þann daginn. Gamlir menn eiga líklega ekki að búa til makróa í tölvu. Áreitið er nægilegt og alls staðar, stundum gott en oftast illt. Makróar lífsins eru margir, ósýnilegir og áhrifamiklir sem hinir í tölvunni. Tæknin tekur og tæmir orku, jafnvel svo að skaðað getur eðlilegar samvist- ir við skilning á og tilfinningar til mannanna sem okkur eru samferða á lífsins göngu. Þegar sjónvarpið eða tölvan hefur forgang er okkur hætta búin. Þess vegna, eða kannski án þess, verðum við að halda fast um einföldu gildin í hinni kristnu siðfræði og móta skipti okkar við náungann með vonina að vopni. Vonin er okkar dýrasti fjár- sjóður. Vonin um að allt þetta sé til einhvers var okkur gefin við upprisu frelsarans. Við áttum margar góðar stundir saman, Grétar og ég, vonir okkar féllu vel saman. Og ég átti þá von í hjarta mínu að þessi vinur minn fengi að njóta eftirlaunaaldursins og ég átti líka þá von að við ættum enn margar góðar stundir saman eftir störfin okkar hjá RARIK. Hvorugt verður. Vonbrigðin gera að erfitt er að finna sjálfan sig og staðsetja, það er ekki auðvelt verk, maður sér illa sitt næsta spor. Og manni finnst að geng- in spor hefðu mátt vera í aðrar áttir. Okkur Grétari kom vel saman frá fyrstu stundu. Hans fölskvalausa góð- vild með raunsæju ívafi, lítillæti en myndugleiki, listrænir hæfileikar og ábyrgðarkennd og velvilji, allt í ríkum mæli voru einkenni þessa vinar og samherja sem var mér samferða síð- ustu átta árin. Við áttum líka mörg bros saman. Aldrei heyrði ég kvörtun, þegar við unnum saman, skapið var létt á hverju sem gekk. Jafnvel þótt ég stæði á öndinni við að skammast út í þetta eða hitt leit hann bara undan, þó nærgætinn svo að ég sæi ekki eða heyrði, þegar hann muldraði í barm sér: „Hvílíkur óþarfi.“ Grétar Lárusson, þessi einstaklega kyrrláti maður, bjó reyndar við mikið lán að hafa við hlið sér sterkan en blíðan kvist úr Helgafellssveit sem létti honum lífsgönguna. Slíkir karlar brosa gjarnan. Ævistarfið var að þjóna orkuveri sem reyndar var eins- konar föðurleifð hans. Um margra ára skeið vann hann á fullum dampi véla og manna við umsýslu þeirra. Síðar við að gæta þess að þessar lang- þreyttu vélar væru alltaf til taks ef Kári væri að spilla raforkuafhendingu frá Þjórsársvæðinu eða viðhald flutn- ingskerfis væri á dagskrá. Við það starf var hann til hinstu stundar. Þótt hugur hans og hjarta spynnu fyrst og síðast varnarvefi um líf barnanna og óskin um velferð þeirra væri öllu ofar voru samfélagslegir hagsmunir heimabæjarins Stykkis- hólms þungir í huga. Ræturnar hans voru þar og þar hafði hann alist upp og starfað. Við áttum nokkrar sérstakar sam- verustundir á síðustu mánuðum í íbúðinni þar sem hann bjó löngum í foreldrafaðmi, ofan þessara raf- magnsvéla. Þar fékk ég skilning á vonum hans og væntingum um fram- tíð sína og starfslok, væntingar fjöl- skylduföður með börnin, já, fjölskyld- una alla. Þar streymdu fram minningar hans um liðna tíð í Stykk- ishólmi, mannlíf og baráttuþrek íbú- anna í atvinnusköpun, já, menningar- lífið allt og mennskuna á eyjunum sem við sáum svo vel frá þessum ein- staka útsýnisstað og atburði og sögu orkuversins. Fróðleikurinn var mér gulli betri. Frásagnargáfa Grétars var mikil og náði miklu lengra og um víðara svið en rafmagn og vélar. Hann var hafsjór fróðleiks um Stykkishólm, Breiðafjörð og Snæfellsnesið allt. En það sem mér fannst eiga hug hans og hjarta var ræktunarhlutverkið. Hann þekkti nafnið á öllum blómum, runna- gróðri og trjám sem urðu á leið okkar eða í huga okkar og gat alltaf upplýst mig um lífslíkur jurta og fræja sem við RARIK-menn vorum að gróður- setja eða ætluðum að setja í jörðu. Ég hef reyndar áður haldið því fram að Grétari hafi verið í mun að rækta upp aftur það sem aðrir tróðu niður og viljað fyrst og síðast stuðla að því að lífsblómin blómstruðu í brjóstum samferðamanna. Slíkur er ræktunar- maður. Já, létt grín var á öllum sam- verustundum þrátt fyrir allt, en fyrst og síðast hafði hann létt grín í frammi um sjálfan sig. Aldrei voru aðrir meiddir af orðum Grétars Lárusson- ar. Já, hver samherjastund með Grét- ari var óðurinn til lífsins, þá voru eng- ir afslættir gefnir og hann varpaði birtu og yl á allt sviðið hverja slíka stund, svo stundin varð önnur og betri en stundin sem var liðin, og Grétar sannaði þá að í hverju lífsins spori getur maður verið manns gaman, jafnvel þótt sporin liggi ekki saman. Tómas borgarskáld sagði um látinn vin: Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Þetta eru orðin sem ég ætla að lýsi best vini mínum Grétari Lárussyni. Guð blessi minningu hans. Hugheilar samúðarkveðjur sendi ég eiginkonu, börnum og vandamönnum. Guð styrki ykkur og blessi á þessum erfiðu stundum og um alla framtíð og gefi ykkur frið og gleði á fæðingarhátíð frelsarans sem framundan er. Erling Garðar Jónasson. Ljósin eru slokknuð. Það er raf- magnslaust í Stykkishólmi. Eins og svo oft áður kippa íbúarnir sér ekki upp við það þegar rafmagnið fer af í vondum veðrum, vegna þess að allir vita að Grétar á Rafstöðinni set- ur vélarnar í gang eftir andartak. Þannig er það og hefur alltaf verið og þannig á það bara að vera. Sl. mánudagskvöld breyttist allt, rafmagnið kom ekki aftur á bæinn eins og alltaf áður. Maðurinn með ljá- inn hafði komið í heimsókn á Rafstöð- ina og kallað til sín Grétar Lárusson og spurði hvorki um stað né stund. Missir fölskyldunnar er mikill og sérstaklega erfiður þegar hann ber að með jafn skjótum hætti. Við samstarfsmenn hans misstum ekki einungis góðan og áreiðanlegan starfsmann heldur einnig góðan fé- laga og vin til fjölda ára. Rafmagnsveitur ríkisins misstu óeigingjarnan starfsmann sem hafði m.a. það hlutverk að flagga á hátíð- isdögum sem allir taka eftir og telja jafn sjálfsagt og sólin rís að morgni og hnígur til viðar að kveldi. Grétar Lárusson eða Grétar á Raf- stöðinni var kenndur við Rafstöðina sem var í senn æskuheimili hans og vinnustaður til fjölda ára. Grétar tók við vélstjórastarfi föður síns 1956 hjá Rafveitu Stykkishólms og starfaði síðan sem vélstjóri eftir að Rafmagnsveitur ríkisins tóku við raf- magnsmálum í Stykkishólmi. Þegar Stykkishólmur tengdist landskerfinu með háspennulínum 1975 lagðist rafmagnsframleiðsla með dísilvélum af, nema í bilanatilvikum og breyttist starfssvið Grétars í sam- ræmi við það. Álestur var eitt þeirra mörgu verk- efna sem Grétar sinnti og gerði með stakri nákvæmni, ekkert hér um bil var látið duga. Nú á tölvuöld eru álestrar slegnir inn í handtölvu og til- einkaði Grétar sér nýjar aðferðir á ábyrgan hátt og talaði um að nú þyrfti hann að „sinka“ tölvuna og hló við. Þannig tókst hann á við ný verkefni af mikilli nákvæmni og með einstöku skopskyni, í gegnum árin eru tilsvörin og sögurnar orðnar margar sem við samstarfsmenn hans geymum með okkur. Hann hafði einstaka hæfileika til að finna tíma fyrir fólk og það þrátt fyrir miklar annir. Þetta áttum við sam- starfsmenn hans stundum erfitt með að skilja, en skiljum betur núna og söknum um leið og við lítum til baka. Grétar var boðinn og búinn að hjálpa öðrum og eru þeir nokkuð margir sem hann hefur keyrt í gegn- um árin og þá jafnt styttri leiðir inn- anbæjar sem lengri leiðir milli lands- hluta. Einnig hljóp hann undir bagga með þeim sem ekki áttu heimangengt vegna veikinda og sótti lyf og aðra nauðsynjavöru. Þannig var Grétar með eindæmum umhyggjusamur og bóngóður maður. Grétar flíkaði ekki tilfinningum sínum, en við samstarfsmenn hans vissum vel hve mikla umhyggju hann bar fyrir fjölskyldu sinni og geymum minninguna um góðan dreng í hjarta okkar um leið og við þökkum sam- starfið í gegnum árin. Elsku Anna Birna, megi góður Guð veita þér og börnunum styrk í sorg- inni. Guð blessi minningu Grétars Lár- ussonar á Rafstöðinni. Starfsmenn Rarik, Stykkishólmi. GRÉTAR LÁRUSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.