Morgunblaðið - 23.11.2001, Side 45

Morgunblaðið - 23.11.2001, Side 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 45 Hún gafst aldrei upp á mér og hætti ekki fyrr en hún kom mér á vinnu- markaðinn aftur og nú lá leið okkar til Landssímans. Síðan leið varla sá dagur sem við hefðum ekki samband eða værum eitthvað að bralla. Á meðan á veikindunum stóð naut hún aðstoðar Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Hún talaði alltaf svo vel um þetta fólk, það var svo gott við hana. Mig langar að þakka þeim fyrir frábæra umönnun í hennar garð. En það sem mér er efst í huga er fjölskylda þeirra Hrannar og Björg- vins Halldórssonar, ég var svo hepp- in að fá að fylgjast með þegar fjöl- skyldan stækkaði. Fyrst komu tengdasynirnir, allir voru þeir eins og synir þeirra hjóna. Svo komu barnabörnin og hlakkaði Hrönn til að fá sjöunda barnabarnið um áramótin. Þessi fjölskylda er samheldnasta fjölskylda sem ég hef haft kynni af, enda var Hrönn afar stolt af því og er það ekki of mælt. Um leið og ég kveð kæra vinkonu Hrönn Viggósdóttur, óska ég henni góðrar heimkomu og þakka henni samfylgdina. Megi algóður Guð styrkja Björgvin, Ninnu, Jennýju, Daníelu, Lizzý, tengdasyni og barna- börn. Verið þið sæl þið sólarbörn, þið sofið til vorsins rótt. Þið hurfuð mér öll í einum svip, á einni kaldri nótt. (Bjarni Jónsson.) Hrönn mun ég aldrei gleyma. Karen Gestsdóttir. Síminn hringdi morguninn 13. nóvember. Það var móðir mín sem sagði að Jenný vinkona væri að reyna ná í mig. Ég fékk sting í mag- ann og spurði mömmu hvort það væri út af Hrönn. Mamma vildi ekk- ert segja en ég fann það. Síðast þeg- ar ég og Jenný töluðumst við þá hafði Hrönn verið slök og máttlítil. En ég fann á Jenný að hún trúði því að mamma hennar myndi hressast. Jenný var svo stolt af styrk mömmu sinnar og var sannfærð um að hún myndi sigrast á veikindunum. Síðast þegar ég og Jenný hittumst þá var ég að fylgja föður mínum til grafar. Nú er það hún og hennar yndislega fjöl- skylda sem ganga þessi þungu spor. Engin orð ná að sefa tilfinningarnar, það eina sem ég megna er að vera til staðar og reyna að verða að liði þegar þörf er á mér. Ég man þegar faðir minn dó þá var nærvera Jennýjar svo mikilvæg bæði fyrir mig og fjölskyldu mína. Það var fjölskylda hennar sem sá til þess að hún kæmist út til okkar. Þau vissu að ég þurfti á bestu vinkonu minni að halda. Nú er það ég sem kem til hennar og fjölskyldu til að fylgja þessari stórglæsilegu og góðu konu til síðasta spölinn. Ég skrifa fyrir alla fjölskyldu mína þegar ég segi: Elsku Björgvin, Ninna, Jenný, Dadda og Lizzý. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur í ykkar stóru sorg. Við erum með ykkur í huganum. Sigríður Valdís og fjölskyldan í Svíþjóð. Ég hef oft hugsað hve dýrmætt er að eiga góða vini og tel ég mig hafa verið sérstaklega heppna með vin- konur. Ég kynntist Hrönn Viggós- dóttur árið 1981 þegar við unnum á Landspítalanum. Það fyrsta sem ég sá var glæsileg, vel klædd ung kona með fallegt bros. Hún var stórkost- legur persónuleiki og ekki var mann- gerðin minni. Í sannleika sagt er erf- itt fyrir mig að kveðja Hrönn því ég var alltaf svo viss um að hún myndi sigra í baráttunni þessa átta mánuði sem hún var veik, en hún er farin. Þótt sumri taki að halla er sól í augum þínum og söngur vors og angan í brosi þínu og raust því inn í slíkar sálir nær aldrei skuggi að falla, þar eilíft ríkir sumar, þar kemur ekki haust. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Þessar ljóðlínur eiga vel við þegar ég kveð mína kæru vinkonu Hrönn Viggósdóttur. Hún var einstaklega lífsglöð kona og þrátt fyrir alvarleg veikindi ríkti sumar í sálu hennar. Er ég kvaddi hana í hinsta sinn var enn blik í augum og brosið hennar fallega yljaði mér um hjartarætur. Hrönn hafði allt til að bera sem prýða má eina konu. Hún var glæsi- leg, allt að því tignarleg og framkoma hennar var svo fáguð að athygli vakti. Hún hafði einstakt hjartalag og reyndist þeim sem hún tók traust- ur og góður vinur. Ég var sautján ára er ég kom fyrst inn á heimili Hrann- ar og Björgvins. Frá fyrstu stundu tók Hrönn mér opnum örmum. Vin- átta okkar dýpkaði og styrktist með árunum og í návist hennar leið mér alltaf vel. Hún gladdist með vinum á góðri stund en jafnframt kunni hún svo vel að sýna skilning og hluttekn- ingu þegar eitthvað bjátaði á. Hún var sönn vinkona. Í mínum augum var Hrönn heims- kona. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka og fylgdist vel með. Hrönn kunni að njóta þeirra lystisemda sem lífið hefur að bjóða. Hún hafði gaman af að dansa og yndi af að ferðast, einkum til annarra landa. Nú hefur mín kæra vinkona lagt upp í hinstu för. Ég kveð hana með djúpri virðingu og söknuði en jafn- framt með þakklæti fyrir að hafa átt hlutdeild í lífi hennar. Þar mæli ég fyrir hönd okkar Daníels og barnanna okkar allra. Elsku vinir, Björgvin, dæturnar fjórar, tengdasynir og ömmubörn. Megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Kristrún Guðmundsdóttir. Látin er vinkona mín og skólasyst- ir, Hrönn Viggósdóttir, langt fyrir aldur fram. Hún varð undan að hopa fyrir hinum skæða vágesti sem krabbameinið er. Baráttan var hörð og óvægin og Hrönn lagði alla sína krafta í hana, það var ekki hennar lífsmáti að gefast upp fyrirhafnar- laust. Hún hafði alla tíð mikla sjálfs- bjargarviðleitni, var dugleg og atorkusöm og hvatti jafnframt aðra til dáða. Hún var ekki fyrir það að láta sitja við orðin tóm. Leiðir okkar lágu saman þegar við settumst í annan bekk Skógaskóla haustið 1955. Þar bundumst við strax þeim vináttuböndum sem aldrei kom hnökri á allar götur síðan. Hún hafði líka þá kosti til að bera sem prýða mega góðan vin, trygg og trú, hrein- skilin, kát og lífsglöð. Það var stutt í hláturinn enda oft mikið hlegið á Odda, herberginu sem við deildum á Skógum ásamt þeim Álfheiði, Dísu og Sillu. Við kölluðum okkur Odda- verjana síðan og það er erfitt að sætta sig við að nú vanti einn í hóp- inn. Við tímamót sem þessi er manni tamt að líta til baka og tilfinningin sem kemur upp er hlýja og gleði yfir að hafa átt samleið með Hrönn svo langa vegferð. Hvort sem við hittumst á heimilum annarrar hvorrar, skelltum okkur í gönguferð á Hengilssvæðið eða vor- um í símasambandi, alltaf var maður ríkari eftir. Það var gott að eiga hana að. Hrönn starfaði við símaþjónustu mestan hluta starfsævi sinnar, lengst af hjá Landssímanum á Selfossi og í Reykjavík að frátöldum nokkrum ár- um sem hún vann á skiptiborði Land- spítalans við Hringbraut. Hún byrj- aði sinn starfsferil hjá Landssímanum á Selfossi ung að ár- um og þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Björgvini Hall- dórssyni frá Króktúni í Hvolhreppi. Þau áttu heimili sitt á Selfossi fyrstu árin en fluttu síðan til Reykjavíkur og settust að í Árbjæjarhverfinu. Á lóðinni við Þykkvabæinn, sem þau byggðu húsið sitt á, voru fyrir stór og mikil tré sem þurfti að grisja til þess að hægt væri að hefjast handa við bygginguna. Þá fannst þeim alveg sjálfsagt að hóa í okkur hjónin til þess að við gæt- um fengið stór tré í garðinn okkar. Mér er enn í fersku minni vornóttin sem þessi trjáflutningur fór fram og við hjálpuðumst að við að koma trjánum á leiðarenda. Að verki loknu stóðum við í garðinum moldug og sveitt en harla glöð, sólin var að koma upp og kyrrðin og angan vors- ins barst að vitum okkar. Svona stundir er gott að upplifa með vinum sínum. Heimilið þeirra í Þykkvabæn- um ber fagurt vitni smekkvísi og natni Hrannar og þau hjónin voru samhent í því að prýða og snyrta ut- andyra sem innan. Alltaf var jafn vel tekið á móti mér hvenær sem maður rakst inn úr dyrunum og hláturinn hennar Hrannar hljómaði fyrr en varði um húsið. Við vinir hennar og skólafélagar munum sakna hennar sárt en sárast- ur er þó söknuður eiginmanns, fjög- urra dætra, tengdasona og barna- barna. Megi Guð styrkja þau í sorg sinni. Ragnheiður Guðnadóttir. Í dag kveð ég hinstu kveðju vel- gjörðarkonu mína Hrönn Viggós- dóttur. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar fundum okkar bar fyrst saman. Eftirlifandi eiginmaður hennar, Björgvin Halldórsson, var að koma með unnustu sína í fyrsta skipti að Króktúni. Ég var sjö ára. Hún var svo framandi. Hún var glæsileg ung kona, dökk á brún og brá og hló svo smitandi hlátri. Hún flutti með sér birtu og eftirvæntingu þess ókunna. Reyndar var hún að taka sér hlutdeild í mínum besta vini, næstum uppeldisbróður, en var fyr- irgefið það strax. Við gátum átt hann bæði. Mér var ekki ofaukið heldur var þessum spurula, ágenga dreng tekið opnum örmum. Hverrar heimsóknar var beðið með eftirvæntingu. Þeim fylgdi gleði. En árin liðu. Björgvin og Hrönn stofnuðu heimili, fyrst á Selfossi en fluttu síðan til Reykjavíkur. Þar bjó ég hjá þeim í tvo vetur. Íbúðin var ekki stór og dæturnar orðnar þrjár og urðu síðar fjórar, en samt var pláss. Þá kynntist ég Hrönn. Undir glaðlegu yfirbragðinu var alvörugef- in kona. Kona, sem hafði í æsku feng- ið að reyna sitt af hverju. Henni var mikið gefið og því gat hún borið það sem á hana var lagt. Henni var mjög annt um fjölskylduna, hún var metn- aðargjörn fyrir hönd dætra sinna, hún hafði svo einstaklega notalega nærveru. Það var svo gott að vera unglingur að máta sig við heiminn í návist henn- ar. Á þessum árum eignaðist ég minn lífsförunaut. Ekkert mál að bæta ein- um við á heimilið. Hrönn fylgdist með því og með umburðalyndi, góð- vild og væntumþykju hlúði hún að því unga sambandi. Við Kristrún eig- um henni mikið að þakka frá þessum árum og æ síðan. Eftir að við stofn- uðum okkar heimili umvöfðu Hrönn og Björgvin okkur eins og við værum þeirra eigin börn. Síðar þróaðist samband okkar sem vinasamband fullorðins fólks. Hrönn reyndist börnunum okkar Kristrúnar vel, samgladdist okkur á gleðistundum, tók þátt í sorgum okkar, henni fylgdu svo notalegir straumar. Hvar sem hún fór var eftir henni tekið. Þannig bjó hún líka heimili þeirra Björgvins í Þykkvabæ 8. Þar var allt svo fágað en um leið notalegt. Við höfum misst mikið en mestur er þó missir Björgvins, dætranna fjögurra, tengdasona og barnabarna. Megi þeim gefast máttur í þeirra miklu sorg. Þökk fyrir allt. Blessuð sé minnig þín, Hrönn mín. Daníel Gunnarsson. Samstarfskona okkar, Hrönn Viggósdóttir, er látin langt fyrir ald- ur fram. Við minnumst hennar sem elsku- legrar, prúðrar og fallegrar konu sem alltaf vann sitt starf af alúð og natni og gott var að hafa nálægt sér. Við sendum eiginmanni hennar og dætrum innilegar samúðarkveðjur og óskum þess að almættið sendi þeim styrk á þessari sorgarstundu. Elsku Hrönn. Við kveðjum þig með þessari bæn: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Samstarfsfólk í Þjónustuveri Símans.                                                   ! ! " #  #  $     % #& ' $    (()$((() " #                  *+,-*.+ *  /0 1&22 $  % &      '   (      )       *    *!! +      ,     -   $    314    ) *'  31'56 $ * ! *'   "' 7 $ 3 *'   &! '8  "* *'   &9 $ 31' *' $ " 9#   *'  *    $ $(() +   /  0     0   #              ,+: ,9;+  &9  )$   .        0 ,0   1 &  9)' ,  $ 9" ! "7  , ,  $ "1<& "  5$(),  .(3 $  31(),  +1  $ 5$()3 ,  -= 92 $ 5,  $ 9 6 ->,  3"      $  * 9)  (()$((()        0&     5 + ,?+: &9  )1' (  1 &+1 @2 $  )0 ,0 )         *85$    $ () 31'* '9 $ $  2#  &                     !+*-*3  2 # '0 + 2"2 $  ,           ' 3  * '! $ <' *)*1 @9) $ 314 !     $ <& '! $ #* 2  3"!  $ 1 $ 3 ! $ (()$(((

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.