Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. $21 )            '    0   %"<5)9< 2(9%=9 ")>51?))@19<   > 1 () $21 A      %"<5)9< 2(9%=9 ")>51?))@19<  8  #        !   B!!           F@2 # 2,   .   #    . /   0 ,/,          #    !+  ?3:+A  8"2  ! #B  + 2"2 3 1 $ % #& ' 1 $  "   D  A  .  . ,   0     /    ?3:+9+3+5 +? .,,:+ )$   .   #     , ,8   -   $  <8  )  8    8   12*    $ () ()$ ) 2  ✝ Sigurður MagnúsJónsson fæddist í Reykjavík 25. janúar 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 13. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir og Jón Halldórsson. Sig- urður var yngstur af sjö systkinum og eru þau öll látin. Hinn 6. janúar 1950 kvæntist Sig- urður Guðlaugu L. Gísladóttur. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Jón, kvæntur Eyrúnu Hafsteins- dóttur, synir þeirra eru: Sigurður Magn- ús, kvæntur Herdísi Þorláksdóttur og sonur þeirra er Jak- ob Örn; Árni Þór, er í sambúð með Írisi Hrönn Kristinsdótt- ur. 2) Guðrún, gift Eiríki Inga Frið- geirssyni og þeirra börn eru: Friðgeir Ingi, í sambúð með Söru Dögg Ólafs- dóttur; og Guðlaug Björk. Útför Sigurðar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum hans Sigurðar Magnúsar Jónssonar, frænda míns, sem bjó í Skeiðarvogi 22 í Reykjavík. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík í síðustu viku. Þegar ég hugsa um hann frænda mín fyllist hjarta mitt hlýju og þakk- læti. Sigurður var duglegur og at- hafnasamur maður sem hugsaði vel um fjölskyldu sína. Hann var ein- staklega frændrækinn og þau hjónin ræktuðu frændgarðinn af miklum myndarskap. Það voru skemmtileg- ar stundir þegar við fjölskyldan komum í borgina og heimsóttum Sigga og Laugu. Gestrisni og glað- værð ríkti og fyrir barn var ævintýri líkast að koma þangað, fallegt heim- ili og skemmtilegir hlutir að skoða. Minningarnar um Sigurð frænda tengjast jafnan henni Laugu, þau hjónin voru mjög samrýnd og sam- hent. Þegar ég dvaldi hjá þeim á menntaskólaárunum naut ég ein- stakrar umhyggju þeirra og vináttu. Fyrir það er ég afar þakklát og minningarnar um árin mín í Skeið- arvoginum eru mér dýrmætar. Ég vil votta Laugu, Jóni, Guðrúnu og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Sigurður hefur fengið hvíld- ina sína og hendur hans eru ekki lengur kaldar. Nú getur hann fylgst stoltur með fólkinu sínu af himnum ofan. Mót fölum himni fjallið hvíta rís. Fjólan er visnuð, lyngið snævi þakið, og heiðin hefur fengið byrði á bakið, en bláar tjarnir felur vetrarís. Í byggðum niðri gustar inn um gætt. Gráhærður maður ornar sér við stóna og brosir líkt og brjóst hans væri glætt af blómum skreyttri veröld ljóss og tóna. Og fyrr en varir finnur hann og sér, að fjallið hefur grös sín endurborið. Hann skynjar vel þann yl, sem um hann fer, en ekki glöggt, hvor það sem fyrir ber, er draumurinn um dauðann eða vorið. (Davíð Stef.) Blessuð sé minning Sigurðar Magnúsar Jónssonar. Hafdís Ásgeirsdóttir. Elsku afi minn. Það var þriðjudaginn 13. nóvem- ber sl. þegar ég var nýkominn upp á Droplaugarstaði til að heimsækja þig, amma og mamma voru hjá þér líka. En svo kom að því að þú skildir við, það var mjög erfitt en samt var það mikil huggun að vita það að þér liði vel. Nú hefurðu fengið hvíldina sem þú átt svo sannarlega skilda, elsku afi minn. Þótt missirinn sé alltaf sár þá verður maður bara að taka því, því svona er lífið. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, afi minn. Ég skal hugsa vel um ömmu fyrir þig. Guð geymi þig. Þinn Árni Þór Jónsson. SIGURÐUR MAGNÚS JÓNSSON Sú sorgarfrétt barst okkur félögum í Sport- kafarafélagi Íslands þann 13. nóvember síð- astliðinn að aldursfor- seti félagsins og heiðursfélagi Er- ling Georgsson væri fallinn frá. Maður fer ósjálfrátt að hugsa um góðu stundirnar sem hann átti með okkur í Sportkafarafélaginu. Erling byrjaði í félaginu fyrir um 15 árum. Þá hafði hann löngum kafað með öðrum félagsskap sem var með ör- lítið óformlegri hætti. Allt frá upp- hafi inngöngu Erlings í félagið hefur hinn almenni félagsmaður notið að- stoðar hans á ýmsan máta. Erling var einn af frumherjum í sportköfun á Íslandi og ósínkur á aðstoð og leið- sögn. En það voru fleiri en þeir sem Erling leiðbeindi fyrstu sporin sem standa í þakkarskuld við hann. Er- ling var mikið á ferðinni og kom nær daglega til að huga að félagsheimili okkar í Nauthólsvíkinni. Þannig bjó hann mikilvægan grunn utan um fé- ERLING GEORGSSON ✝ Erling Georgs-son fæddist í Hafnarfirði 24. des- ember 1942. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 13. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 22. nóvember. lagsstarfið sem við nutum öll. Áhugi Erlings á köf- un kom frá hjartanu og er skemmst að minnast þeirra ferða sem hann fór með okkur suður með sjó til að kanna nýja köfunarstaði. Hann var einn af síð- ustu harðjöxlunum sem ennþá köfuðu í blautbúningi, og skipti veðrið og kuldinn hann litlu máli, á meðan hin- ir yngri í félaginu köf- uðu í þurrbúningum og kvörtuðu þó stundum yfir kulda. Er- ling þekkti hafið vel og hvað það hefur upp á að bjóða til manneldis. Tíndi hann mikið af úrvals sjávar- fangi bæði fyrir sig og aðra. Hann átti sinn uppáhalds köfunarstað sem var á Óttarsstöðum, og dvaldi hann þar ansi oft bæði ofan sjávar sem neðan. Það var alltaf stutt í brosið hjá honum því Erling var svo léttur og kátur að eðlisfari. Þegar SKFÍ hélt veislur var hann fljótur að taka við sér og dansa við dömurnar og stóðst honum enginn snúning. Sportkaf- arafélag Íslands þakkar fyrir sam- fylgdina og sendir fjölskyldu Er- lings og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Þínir vinir, félagar í Sportkafarafélagi Íslands. Elsku hjartans amma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Það koma margar og skemmtilegar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til þín amma mín. SIGRÚN SIGURPÁLSDÓTTIR ✝ Sigrún Sigur-pálsdóttir fædd- ist í Ytra-Dalsgerði í Eyjafirði 25. ágúst 1918. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 12. október. Ég sakna þess sárt að geta ekki hringt í þig í hverri viku eins og ég gerði alltaf. Þú sem varst svo hlý og yndisleg amma. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig, við bökuðum soðbrauð saman, það var besta brauð sem ég fékk hjá þér. Þú varst ekki bara amma mín heldur vor- um við miklar vinkon- ur, við spjölluðum mik- ið saman. Ég man þegar ég var átta ára og kom til Akureyrar og var hjá þér og afa Begga, það var skemmti- legur tími, dýrmætar stundir. Ég vil þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman, sérstaklega fyrir að hafa verið mér svo góð. Það eru engin orð nógu stór til að lýsa sökn- uði mínum og þeim tilfinningum sem ég ber til þín og sendi ég þér lítið ljóð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Hvíl í friði elsku amma mín Rósa og fjölskylda. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu’ í vonum, og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Ó, þú, minn faðir þekkir og það í miskunn sér, KARL GUÐMUNDSSON ✝ Karl Guðmunds-son fæddist 2. september 1911 á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 5. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 13. nóvember. sem hagsæld minni hnekkir, og hvað mér gagnlegt er, og ráð þitt hæsta hlýtur að hafa framgang sinn, því allt þér einum lýtur og eflir vilja þinn. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (B. Halld.) Elsku mamma og kæru systkini ég votta ykkur samúð mína. Guð veri með þér elsku pabbi minn. Kveðja, Sigríður Ásdís. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kæri tengdafaðir. Með þessu versi vil ég kveðja þig hinstu kveðju. Það voru mín forréttindi að eiga með þér samleið síðustu 25 árin. Elsku Rúna og börn, ég votta ykk- ur samúð mína. Guð blessi minningu þína, Karl Guðmundsson. Kveðja, Leifur Þorvaldsson. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. Ók.) Guð veri með þér elsku afi. Við vottum þér samúð okkar elsku amma. Gylfi Már, Eva Guðbjörg, Erla Heiðrún, Leifur Rúnar og fjölskyldur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.