Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 51 FÉLAGSSTARF eldri borgara í Mosfellsbæ verður með basar og kaffisölu laugardaginn 24. nóvember kl. 13.30 – 16. Kór aldraðra „Vorboðar“ syngur nokkur lög frá kl. 14, segir í frétta- tilkynningu. Basar í Mosfellsbæ JÓHANNA Bernharðsdóttir, lekt- or við hjúkrunarfræðideild, Rósa Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðing- ur á Reykjalundi, og Rósa M. Guð- mundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Reykjalundi, flytja fyrirlestur- inn: Þýðing og forprófun á vonleys- iskvarða Becks. Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunar- fræði og fer fram í stofu 6 í Eir- bergi, Eiríksgötu 34, mánudaginn 26. nóvember kl. 12.15. Tilgangur verkefnisins var að þýða og for- prófa vonleysiskvarða Becks (Beck Hopelessness Scale-BHS) og meta réttmæti hans og áreiðanleika í ís- lenskri þýðingu. Kvarðinn inni- heldur tuttugu fullyrðingar og metur neikvæð viðhorf til framtíð- arinnar. Réttmætt og áreiðanlegt mæli- tæki á íslensku sem metur von- leysi er mjög þarft hjálpartæki til að meta líðan, framtíðarsýn og hugsanlega sjálfsvígshættu, en komið hefur í ljós að sterk fylgni er milli vonleysis gagnvart fram- tíðinni og sjálfsvígshættu, segir í fréttatilkynningu. Málstofan er öllum opin Fyrirlestur um vonleys- iskvarða FUNDUR um skipulagsmál verður í húsnæði Vinstri grænna í Hafnar- stræti 20, 3. hæð, laugardaginn 24. nóvember kl. 11. Allir velkomnir. Árni Þór Sigurðsson og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, kynna og ræða aðalskipulag Reykjavíkur 2001 til 2024. Umræður og fyrirspurnir. VG fundar um skipulagsmál VIÐ Leiðhamra 5 í Grafarvogi var ekið á vinstri hlið bifreiðarinnar RL-258, sem er BMW grá fólksbif- reið, þar sem hún stóð kyrr og mann- laus við hægri brún akbrautarinnar. Sá sem það gerði fór hins vegar af vettvangi án þess að tilkynna það til hlutaðeiganda eða lögreglu og eru því hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum JÓLAKORT Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, UNICEF, eru komin í verslanir. UNICEF hefur selt jóla- kort til fjáröflunar fyrir starfsemi sína í rúm 50 ár. UNICEF kortin eru prýdd lista- verkum, þar eiga verk stóru meist- aranna sína fulltrúa jafnt sem nú- tímalist, höggmyndalist og klippimyndir. Þessi listaverk eru frá yfir 200 þjóðlöndum, ágóðinn af sölunni fer allur til starfsemi Barna- hjálparinnar meðal barna víða um heim. Hér á Íslandi eru það Kvenstúd- entafélag Íslands og Félag íslenskra háskólakvenna sem sjá um sölu jóla- korta Barnahjálparinnar. Skrif- stofa þeirra er á Hallveigarstöðum við Túngötu og er opin fram að jól- um milli kl. 16 og 18. Þar er hægt að nálgast jólakortin og aðra hluti sem Barnahjálpin selur, auk þess sem kortunum hefur verið dreift í bóka- búðir, segir í fréttatilkynningu. Jólakort Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna WALDORFSKÓLINN og leikskól- arnir Sólstafir halda árlegan jóla- basar á morgun laugardaginn 24. nóvember kl. 13–16, í húsnæði leik- skólans Hafnar að Marargötu 6. Á basarnum er úrval handverks- muna og leikfanga m.a. úr silki, tré, ull og öðrum náttúruefnum. Einnig verður kaffisala. Jólabasar Wal- dorfskólanna í Reykjavík KEPPNI verður á laugardag á vegum Samfés (Samtök félagsmið- stöðva á Íslandi) undir yfirheitinu Stíll 2001 í íþróttahúsinu við Digra- nes í Kópavogi. Þetta er keppni í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun undir þemanu Töfrar. Unglingar hvaðanæva af landinu taka þátt. Hver félagsmiðstöð sendir eitt lið og í hverju liða mega vera sex keppendur. Keppendur þurfa að mæta með tilbúna flík en hár- greiðsla og förðun fer fram á staðnum. Atvinnumenn úr þessum greinum sitja í dómnefnd. Veitt verða verðlaun fyrir heild- arsvip, en einnig fyrir hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Keppnin hefst klukkan 15 og stendur til 18, en þá verður sýning á útkomunni og úrslit kynnt. Á meðan keppend- ur vinna að undirbúningi verður boðið upp á tískusýningar og skemmtiatriði á vegum unglinga úr Kópavogi. Miðaverð kr. 400, frítt fyrir 10 ára og yngri. Félagsmiðstöðvar keppa í „Stíl 2001“ Hvalárfoss vatnsmestur Í myndatexta með frétt í Morgun- blaðinu á miðvikudag stóð að fossinn Dynjandi í Arnarfirði væri vatns- mesti foss á Vestfjörðum. Á Vest- fjarðakjálkanum er Hvalárfoss í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum vatns- meiri. Meðalrennsli í honum er 15,5 rúmmetrar á sekúndu en 3 rúmmetr- ar í Dynjanda. Dans Rangt var farið með nafn í dans- úrslitum í blaðinu í gær, í Börn IB. Rétt er Guðfríður Daníelsdóttir, DÍK. LEIÐRÉTT SPÆNSKA tísku- verslunin Mango verður opnuð í Smáralind í dag, föstudaginn 23. nóvember, kl. 11. Verslunin er 530 fm að stærð og þar verða tíu starfs- menn. Fyrsta verslun Mango var opnuð í Paseo de Gracia á Spáni. Verslanir fyrirtækisins eru nú rúmlega 550 í meira en 60 löndum og í þeim starfa yfir 5.000 manns. Velta fyr- irtækisins var um 68 milljarðar króna á síðasta ári. Föt Mango eru hönnuð fyrir ungar og nútímalegar konur og endurspeglast það í fjórum meg- infatalínum fyrirtækisins, sem eru föt fyrir formleg og óformleg tækifæri, kvöldklæðnaður og sportlegur klæðnaður, segir í fréttatilkynningu. Auk þess er úr- val fylgihluta í verslunum Mango, s.s. töskur, belti, veski, skór, skartgripir og sólgleraugu. Yf- irhönnuður fylgihluta hjá versl- unarkeðjunni er íslensk kona og heitir hún Sigrún Þórisdóttir. Mango er að fullu í eigu spænskra aðila en rekstraraðili hér á landi er Háess ehf., sem rek- ur nokkrar aðrar tískuverslanir. Mango opnuð í Smáralind
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.