Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 59

Morgunblaðið - 23.11.2001, Page 59
VEL heppnaðri vetrardagskrá plötuverzlunarinnar Hljómalindar er nýlokið. Hún var rétt farin að volgna er inn á borð dægurmenn- ingardeildar blaðsins, þ.e. Fólks í fréttum, barst stórfrétt mikil. Áhugamenn um gæðarokktónlist geta nefnilega farið að núa sam- an höndum og telja niður því á leið hingað til lands er kan- adíska síðrokks- sveitin Godspeed you black emper- or! og mun hún halda tónleika hinn 13. marz á næsta ári. Godspeed hefur verið ein umtal- aðasta neðanjarð- arrokksveit síðustu fimm ára og vakti fyrst athygli með plötu sinni F# A# (Infinity) árið 1996. Meðlimir eru huldir dularfullri áru og eru fjölmiðlafælnir með afbrigðum. Tónlistin er naum- hyggjuleg og melódísk; hreint ægifalleg og minnir á nokkurs konar skítuga Sigur Rós. Stutt- skífan Slow Riot for New Zero Kanada varð síðan til þess að vekja enn meiri athygli á sveit- inni og tónlistartímarit voru farin að hampa henni sem „síðustu stórsveit aldarinnar“. Breiðskífan Lift Your Skinny Fists Like Antennas to Heaven sem út kom síðasta haust treysti Godspeed svo enn frekar í sessi. Tvöföld plata, með fjórum löngum lögum – mikið meist- araverk sem lenti ofarlega í flest- um ársuppgjörum þess árs. „Já, samningar hafa náðst við þessa kanadísku stórsveit,“ segir Kiddi í Hljómalind og er að von- um kampakátur. „Þetta er níu manna sveit og þeir sem til þekkja vita að von verður á mikilli skrautsýningu. Þetta er einn mesti hvalreki fyrir íslenskt tónleikahald lengi en þetta band hefur mikil heljartök á mörgum hérna heima,“ segir hann hlæjandi. Þess má geta að Godspeed komu fram sem leynigestir á brezku tónlistarhátíðinni All To- morrow’s Parties árið 2000 og vöktu gríðarmikla athygli. Um það leyti var sveitin á ferð um Bretland og var íslenzka sveitin Sigur Rós þá með í för, og sá um upphitun. Vænta má frekari upp- lýsinga í desember en þá er ráð- gert að miðasala muni hefjast. Fremsta síðrokks- sveit samtímans Godspeed you black emperor!: Tónleikar á Íslandi í marz! Godspeed you black emperor! til Íslands FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 59 Vesturgötu 2, sími 551 8900 Sixties í kvöldJólahlaðborð Cafe Bleu Kringlunni Sími: 568 0098 Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur 2 fyrir 1 Opið til kl. 18 laugardag Tilvaldar í jólagjöf Ullarkápur Kr. 12.990 Stærðir 36-46 JÓLABYRJUN Í FLASH Laugavegi 46, sími 561 4465. Villtar & Vandlátar Smart & sígilt SEM ungur drengur lærði ég meistaraverkið Dýrin í Hálsaskógi utan að; orð fyrir orð og nótu fyrir nótu. Bessi Bjarnason sem Mikki refur og Árni Tryggvason í hlutverki Lilla klifurmúsar eru ógleymanlegir og sterkari í minningunni en flest annað frá afþreyingarsamfélagi þess tíma. Tónlistin úr Dýrunum eru ekki síður eftirminnileg, þrátt fyrir að ekki sé hún stórvirki, svona fræðilega séð. Mörg laglínan er þó afar grípandi og „Vögguvísan“ úr verkinu er til að mynda ekki síðri en margt það sem dægurtónskáldið W.A. Mozart lét frá sér fara. Ekki orð um það meir. Geislaplata sú sem hér er til um- fjöllunar, inniheldur 15 tóndæmi sem öll eru útsett og leikin af þeim Óskari Guðjónssyni, Mattíasi Helmstock og Eðvarð Lárussyni. Þessir herra- menn eru allir afbragðsflytjendur sem ýmislegt hafa leikið um dagana og einkum hafa þeir verið atkvæða- miklir í djassgeira hinnar íslensku tónlistarflóru. Margur hefði því búist við að platan sem hér um ræðir væri einhvers konar Dýrin í Hálsaskógi í djassbúningi. Því fer hins vegar fjarri og væri kannski í besta falli grófleg einföldun að halda slíku fram. Sú tónlistarlega nálgun sem þeir félagar beita á plötunni hef ég kosið að flokka undir „geðrænu“, en sú skilgreining mun fyrst hafa birst á prenti í ritdómi mínum um ágæta Jarðhörpusálma Lárusar Sigurðs- sonar, snemma á þessu ári: „það orð notast yfir tónlist sem er ljóðræn og opin en er umfram allt spunnin beint frá tilfinningu mannsins, óháð ríkjandi hefðum og „reglum“ í tón- og hljómfræði hinna akademísku stétta. Það má segja að í geðrænu taki undirmeðvitundin yfir hina mót- uðu meðvitund.“ Tilvitnun í sjálfan mig lýkur. Vissulega eru ákveðin djassein- kenni á Dýrunum; en það má allt eins heyra tilvísanir í blústónlist, reggí, rokk og austurlenskan seið. Ef hér væri einvörðungu um djass að ræða þá hefði útkoman að öllum líkindum orðið einhæfari og þrengri en raunin er. Sú tónlist er nefnilega ekki jafn frjáls og laus við lögmál og margur hefði haldið. Þessi geðræna plata er ósungin, þ.e. „instrumental“, og hefst á hinum mögnuðu „Refavísum“. Það má segja að ef þær hefðu verið sungnar, þá hefði Tom Waits verið kjörinn til starfans. Andi Waits svífur þar óneitanlega yfir vötnum og tónninn í saxófónleik Óskars er alls ekki ólíkur strigabarkanum magnaða. Myrkur gítarleikur Eðvarðs er vel við hæfi og leggur grunninn að þeirri stemmningu sem helst nær óslitið plötuna á enda. Eðvarð á reyndar sérdeilis góðan leik á Dýrunum. Í „Piparkökusöngnum“ og „Þvottavís- um fyrir Bangsa litla“ á hann hreint stórkostlega sólóa, sem vert væri að nota sem kennsluefni. Jafnframt ætti þó að banna öllum að læra þá og herma eftir. Geðræna skal vera til innblásturs, ekki endurtekningar. Ekki eru þeir síðri á Dýrunum, Óskar og Mattías. Óskar á stórleik í afar mikilli hugmyndaauðgi og blæ- brigðadýpt þótt reyndar sé hann hógværari í leik sínum en oft áður. Nótunum fer fækkandi hjá honum með hverju misserinu og alltaf hljómar það betur og betur. Óskar á ekki marga sólóa á Dýrunum en leik- ur feykivel heilt yfir. Vert er að geta sérstaklega spilamennskunnar í hin- um blússkotnu „Vísum um refinn“. Frábær listamaður, Óskar. Mattías er í hinu vanmetna hlut- verki á bakvið trommusettið og skil- ar sínu af miklu öryggi. Hann er hryneinherji hér, því sveitin er jú án bassaleikara. Það kemur bara vel út, sem og áður þegar slíkt hefur verið reynt. Við bassaleysið myndast ákveðið rými í hljóðmynd sem oft er fallegt ófyllt, en getur einnig gefið dýpri trommum meira vægi. Þrátt fyrir að vera í hálfvegis bundnu hrynhlutverki þá á Mattías hér góðar geðrænustundir; einkum í „Græn- metisvísunum“. Erfitt er að taka út einstök lög sem fremri eru öðrum á plötunni. Víðast hvar eru útsetningarnar frábærar og einkum er tónlistarlegt rabb gítars og saxófóns aðdáunarvert. Hljómur á plötunni er til mikillar fyrirmyndar; heimilislegur, hlýr og tilgerðarlaus. Frá tæknilegu sjónar- miði er hann þó ekki hágæða; en hver vill svoleiðis fyrir listsköpun eins og þessa. Hinn dauðhreinsaði „gæða- hljómur“ sem einkennir svo margar vinsælar plötur samtímans hefði sennilega dregið úr þeirri tónlistar- legu kyngi sem hér er á ferðinni. Hvað getur maður annað sagt en ferfalt húrra fyrir Óskari og fé- lögum. Þeir hafa hér gert eina af bestu plötum ársins. Tónlist Geðræn dýr DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Láttekkieinsoðúsértekkiðanna ÓMI JAZZ Geislaplata með lögum úr söng- og gleði- leik þeirra Thorbjörns Egners og Christ- ian Hartman um Dýrin í Hálsaskógi. Ósk- ar Guðjónsson leikur á saxófóna ýmiskonar, Eðvarð Lárusson á rafgítar og magnara og Mattías M.D. Helmstock á trommur og gjöll. Pétur Grétarsson hljóð- ritaði. Útgefandi er Ómi Jazz. Orri Harðarson Morgunblaðið/Sverrir Óskar Guðjónsson er „frábær listamaður“ að mati Orra Harðarsonar sem segir Láttekkieinsoðúsértekkiðanna eina af bestu plötum ársins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.