Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 23.11.2001, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 63 Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 296 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Forsýnd kl.10. HVER ER CORKY ROMANO? Sýnd í sal-A kl. 6.  ÓHT. RÚV  HJ MBL FRUMSÝNING FORSÝNING kl.10.  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. FRUMSÝNING Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. KRAF T Sýnin g í THX DIG ITAL Kl. 1 2. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Lúði lúðanna með sítt að aftan, í snjóþvegnum gallabuxum og finnst hann svalasti töffarinn...því miður er enginn sammála honum! Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! FRUMSÝNING Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10. Vit 296 Sýnd kl.6. Ísl. tal.  Kvikmyndir.com Sýnd kl.8.  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is www.lordoftherings.net Sýnd kl. 8 og 10. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com JUSTIN CHAMBERS TIM ROTH MENA SUVARI Sýnd kl. 5.45 og 8. Ath textuð Sýnd kl. 10. Powersýnin g kl. 12 á m iðnætti. Á stærsta THX tjaldi lan dsins 1/2 HL Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12 á miðnætti Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn ÞAÐ eru tíðindi þetta haustið aðút eru komnir tveir íslenskirhipp-hopp/rappdiskar þar sem einvörðungu er rappað á hinu yl- hýra. Um er að ræða samnefndan disk XXX Rottweilerhunda og svo þann sem hér er til umfjöllunar, Stormurinn á eftir logninu eftir Sesar A. Hann heitir Eyjólfur Eyvindsson, maðurinn sem stendur á bakvið lista- mannsnafnið Sesar A, og hefur hann verið að semja rímur í um tíu ár. Á þessu ári lét hann svo loks verða af því að snara út hljómdiski þar sem hann semur alla tónlist og texta sjálf- ur. Honum til aðstoðar er DJ Galdur og sér hann um skank eða plötuklór. Sérlegir gestir plötunnar eru þeir U Manden og Blazroca (sem er lista- mannsnafn Erps Eyvindssonar, með- lims Rottweilerhundanna, en þess má geta að hann er yngri bróðir Eyjólfs). Feginn Eyjólfur gefur plötuna sjálfur út undir merkjum BORIS og verður platan gefin út á vínyl og geisladiski. „Mig hefur auðvitað lengi langað til að gefa eitthvað út,“ segir Eyjólfur. „Þegar maður komst inn í þessa tón- list fór maður fljótlega að skrifa texta, það var svona upp úr ’91. Þegar ég var búinn að skrifa á ensku í fjögur ár fór ég svo að prófa að skrifa á ís- lensku. Mér fannst það mjög erfitt en ég gafst ekkert upp. Árið ’98 fór ég svo alfarið að skrifa á íslensku.“ Eyjólfur segist mjög feginn að platan sé loks komin út. „Þetta er búið að vera mikil vinna og þetta hefur dregist mikið á langinn. Þetta er búið að reyna mjög mikið á mann – ég er t.d. búinn að vera ósofinn síðan á þriðjudag, búinn að vera að klára textablað fyrir vínylútgáfuna, skipuleggja út- gáfutónleikana o.s.frv. o.s.frv. Þannig að nú fyrst er logn að færast yfir eftir þennan vinnustorm.“ Hvað íslenska rapptónlist varðar, hefur mikið verið um það rætt hvaða tungumál eigi að nota þegar menn semja sína rímur. Eyjólfur, sem rapp- ar á íslensku, segist þó ekkert vera í neinni krossferð fyrir tungumálinu. „Þetta varð bara ofan á,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði að skrifa á ensku en það er nú bara vegna þess að tón- listin sem var að móta mig var mest- megnis á ensku. Einnig hef ég prófað að skrifa á dönsku og þýsku en ég bjó úti í Danmörku á sínum tíma. Íslensk- an varð ofan á m.a. vegna þess að mér finnst hún hreint og beint fallegra tungumál en hin málin. Svo er ég auð- vitað Íslendingur. Ég tjái mig á ís- lensku og hugsa á íslensku og mér finnst ég koma þeim hlutum sem ég er að pæla í betur frá mér á íslensku. En ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem velja að rappa á ensku, menn eiga bara að rappa á því máli sem þeir eru bestir á. Enska er ekkert verra tungumál en íslenska.“ Eyjólfur segir það líka erfiðara en fólk haldi að rappa á ensku. „Ís- lenskan er í rauninni auðveldara mál. Staðreyndin er sú að flestir hérna kunna ekki ensku á sama hátt og það fólk sem á það að móð- urmáli. Enskan er flókið mál, mörg orð þaðan eru úr latínu og það er ekki eins gegnsætt og íslenskan. Þróunin í hipp-hoppmenningunni í Skandinavíu er líka þannig að þar er það móðurmálið sem orðið hefur of- an á. Ef þú ætlar að láta taka þig alvarlega í rappheiminum í Dan- mörku þá rappar þú á dönsku.“ Fönk Eyjólfur segir að strax við upphaf níunda áratugarins hafi hann kynnst „breik“-dansinum, eða skrykkdansin- um, og í gegnum það hafi hann komist í kynni við hipp-hoppið. Þetta hafi verið í Danmörku en þar bjó hann frá 1980 til ca. 1984-85. Um 1988 hafi hann svo komist í kynni við hipp-hopp og örlögin hafi þar með ráðist að ein- hverjum hluta. „Eldri systkini mín hlustuðu mikið á fönk og slíkt og ég heyrði „The Mes- sage“ (með Grandmaster Flash & The Furious Five, almennt talið með fyrstu rapplögum) þegar ég var sex ára,“ segir Eyjólfur. „Ég varð svo fyr- ir hálfgerðri opinberun er ég heyrði lagið „Fight The Power“ með Public Enemy. Svo fékk ég It Takes A Nat- ion Of Millions To Hold Us Back með sömu sveit í jólagjöf og það var eig- inlega vendipunktur. Þar fylgdu text- arnir með og ég hlustaði svo mikið á plötuna á sínum tíma að hún er nærri því dottin í sundur. Ég las textana og lærði þá utan að. Svo keypti ég Fol- low The Leader með Eric B & Rakim en ég hafði séð myndbandið við tit- illag þeirrar plötu. Ég og Erpur vor- um inni í stofu hjá ömmu minni þegar við sáum þetta myndband og okkur fannst það algerlega ótrúlegt.“ Það verður gaman að sjá hvort þessi frumburður Sesars, svo og plata XXX Rottweilerhunda, verði til þess að leysa unga og áhugasama rappara úr læðingi. Hipp-hoppmenning hefur staðið traustum fótum lengi vel í öðr- um Skandinavíulöndum og því ætti það sama ekki að gilda hér. Útgáfutónleikar Sesars A verða annars í Tjarnarbíói í kvöld og hefjast kl. 21.00. Þeir sem hita upp eru Bent og Sjöberg, Mezzías og Afkvæmi guð- anna. Á íslensku má alltaf rappa svarið Fimmtán árum eftir að rappbyltingin varð í Bandaríkjunum virðist hún loks hafa náð almennilegri fótfestu hérlendis. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við Sesar A, sem er með fremstu mönnum í nýrri íslenskri rappbylgju. Sesar A heldur útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar, Stormurinn á eftir logninu arnart@mbl.is Mo rgu nbl aði ð/Á rni Sæ ber g
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.