Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 1
280. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 6. DESEMBER 2001 HRÁOLÍUVERÐ hækkaði í gær eftir að Rússar tilkynntu, að þeir hygðust draga allmikið úr olíufram- leiðslunni. Bendir nú flest til, að áætlun OPEC, Samtaka olíuútflutn- ingsríkja, um að koma böndum á framboðið muni takast. Brent-olía úr Norðursjó fór um stund í gær yfir 20 dollara fatið en var í lok dagsins í 19,55 dollurum. Var hækkunin 26 sent. Í New York hækkaði olíufatið um 25 sent og fór í 19,90 dollara. OPEC-ríkin hafa lagt hart að Rússum að draga úr framleiðslunni og fögnuðu því tilkynningu þeirra um samdráttinn. Það gerðu Norð- menn einnig en þeir ætla að draga úr sinni framleiðslu um 100.000 til 200.000 olíuföt á dag. Nú má heita víst, að OPEC-ríkin láti verða af fyrri samþykktum um að draga úr sinni framleiðslu um 1,5 milljónir fata daglega. Olíuverð hækkar London. AFP. BONO, aðalsöngvari írsku hljóm- sveitarinnar U2, hefur verið út- nefndur „Evrópumaður ársins“ fyrir baráttu sína fyrir því, að skuldir fátækra ríkja verði afskrif- aðar. Var það niðurstaðan í at- kvæðagreiðslu, sem vikuritið European Voice gekkst fyrir. Af öðrum sigurvegurum í at- kvæðagreiðslunni má nefna Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem var kjörinn „leiðtogi ársins“ og George W. Bush Bandaríkjaforseta en hann var kosinn „utanhéraðs- maður ársins“, það er að segja sá maður utan Evrópusambandsins, sem hefði haft mest áhrif innan þess. Breski kaupmaðurinn Steve Thoburn var valinn „baráttumaður ársins“, en hann hlaut dóm í apríl sl. fyrir að selja banana eftir gam- alli vog í breskum pundum og únsum, en ekki samkvæmt kílóum eins og bresk lög gera nú ráð fyrir. Sigurvegararnir í kjörinu fá að launum 5.000 evrur, eða tæplega hálfa milljón ísl. króna, sem þeir geta ánafnað góðgerðarstofnun að eigin vali. Bono kjör- inn „Evr- ópumaður ársins“ ÞJÓÐARLEIÐTOGAR víða um heim hafa fagn- að samkomulagi sem fulltrúar fjögurra helstu þjóðarbrotanna í Afganistan náðu um stjórn landsins og undirritað var í Bonn í Þýskalandi í gær. Samkvæmt samkomulaginu mun bráðabirgða- stjórn taka við völdum í Afganistan 22. desem- ber og er hún skipuð til sex mánaða. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að þjóðfundur, eða loya jirga, komi saman og skipi stjórn til allt að tveggja ára, en þá eiga kosningar að fara fram í landinu. Bráðabirgðastjórnin er skipuð 30 mönnum; ell- efu af þjóð Pastúna, átta Tadsjikum, fimm Hasörum, þremur Úsbekum og þremur full- trúum annarra þjóðarbrota. Pastúnaleiðtoginn Hamid Karzai fer fyrir stjórninni, en í henni sitja tvær konur. Samkomulagið gerir ráð fyrir veru fjölþjóðlegs friðargæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, en ekki er búist við að ákvarðanir verði teknar um fyrirkomulag friðargæslunnar fyrr en í lok þessa mánaðar. Bush segir betri tíma í vændum fyrir íbúa Afganistans Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, lýsti yfir mikilli ánægju með samkomulag- ið og lauk einnig lofsorði á þýsk stjórnvöld fyrir þátt þeirra í að miðla málum. Powell minnti þó á að mikið verk væri óunnið. Lagði hann áherslu á að taka þyrfti tillit til sjónarmiða allra þjóðar- brota á væntanlegum þjóðfundi og við samningu nýrrar stjórnarskrár. Powell kvað Bandaríkja- stjórn jafnframt reiðubúna að veita nýjum stjórnvöldum í Afganistan umfangsmikla aðstoð. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta jafnframt „afar ánægðan“ með samkomulagið, sem „boðaði betri tíma fyrir þjóðir Afganistans“. Aðrir vestrænir þjóðarleiðtogar fögnuðu einnig undirritun samkomulagsins, sem og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði að það vekti nýja von fyrir íbúa Afganistans eftir áralöng stríðsátök og þjáningar. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sagði samkomulagið „mikinn áfanga“ og kvaðst vona að það myndi slá á efasemdir um réttmæti hernaðaraðgerða bandamanna í Afganistan. Í yfirlýsingu frá Kofi Annan kom meðal annars fram að Sameinuðu þjóðirnar munu leggja sitt af mörkum til þess að tryggja „frið, stöðugleika og hagsæld“ í landinu. Rússar, Pakistanar, Íranar og fleiri þjóðir lýstu einnig yfir ánægju með samkomulagið. Fyrrverandi sendiherra talibana í Pakistan, Abdul Salam Zaeef, fordæmdi það aftur á móti og sagði bráðabirgðastjórnina vera „leppstjórn“ sem mynduð hefði verið undir þrýstingi frá erlendum ríkjum. Samkomulagi um fram- tíð Afganistans fagnað Bonn, Königswinter, Washington. AFP, AP. Reuters Pacha Khan Dzadran, einn fulltrúanna á fundinum í Bonn, undirritar samkomulagið.  Bráðabirgðastjórn/26 ÍSRAELSKA varnarmálaráðuneytið tilkynnti síðdegis í gær að hlé yrði gert á árásum á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna til að gefa Yasser Arafat tækifæri til að efna loforð sín um að handtaka hryðjuverkamenn. Palestínska öryggislögreglan til- kynnti síðan í gærkvöld að leiðtogi Hamas-samtakanna hefði verið hnepptur í stofufangelsi. Ísraelsher hafði haldið uppi árásum á skotmörk á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu í tvo daga, í hefndarskyni fyrir sprengjuárásirnar um síðustu helgi, sem urðu 25 óbreyttum ísraelskum borgurum að bana. Yasser Arafat fór í gær fram á meiri tíma til að hafa hendur í hári hermdarverkamanna og nokkrum stundum eftir að Ísraelsstjórn til- kynnti að hlé yrði gert á árásum á sjálfstjórnarsvæðin var Sheikh Ahmed Yassin, leiðtogi hernaðar- arms Hamas-samtakanna, hnepptur í stofufangelsi á heimili sínu í Gaza- borg. Hamas-samtökin lýstu tilræð- unum um helgina á hendur sér. Embættismenn sjálfstjórnarinnar sögðu í gær að palestínska öryggis- lögreglan hefði á síðustu dögum handtekið um 150 menn, sem grun- aðir eru um aðild að hryðjuverka- starfsemi, þar á meðal liðsmenn Hamas, Jihad og annarra herskárra samtaka. Ráðherrar Verkamannaflokksins ákváðu á fundi sínum í gær að halda áfram setu í ríkisstjórn, en forystu- menn í flokknum höfðu gefið í skyn á mánudag að hann kynni að slíta stjórnarsamstarfinu. Ráðherrar Verkamannaflokksins gengu þá út af ríkisstjórnarfundi í mótmælaskyni við útgáfu yfirlýsingar um að Yasser Arafat og aðrir embættismenn pal- estínsku sjálfstjórnarinnar styddu hryðjuverkamenn. Sjálfsmorðsárás í Jerúsalem Jihad-samtökin lýstu á hendur sér sprengjutilræði í miðborg Jerúsalem í gærmorgun. Meðlimur samtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir utan Hilton-hótelið í borginni, en varð engum öðrum að bana. Þrír vegfar- endur slösuðust lítillega. Verkamannaflokkurinn áfram í stjórn Ísraelar gera hlé á árásum Gaza-borg, Jerúsalem. AFP, AP. Leiðtogi Hamas-samtakanna hnepptur í stofufangelsi ÞÝSK skólabörn sjást á myndinni leika sér að tættum þýskum peningaseðlum í húsakynnum opinberu mynt- sláttunnar í Berlín í gær. Þar fer nú fram sýning í tilefni þess að þýska markið verður lagt af um áramótin, þegar evran verður tekin upp sem gjaldmiðill í tólf aðildar- ríkjum Evrópusambandsins. Reuters Þýsku mörkin tætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.